Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Side 2
30
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 3D"V
ínlist
HLJOMPL
uíIöjJjí m
Sóldögg - Klám
Stutt og laggott
★★★
Sóldögg er skipuð hógværum
mönnum. Þeir láta þess ekki getið á
upplýsingablaði með plötunni sinni,
Klámi, hverjir þeir eru eða hverjir
eru höfundar laga og texta á plöt-
unni. Þetta er mikil óþarfa hógværð
því að Sóldögg er þokkalegasta hljóm-
sveit sem hefur innanborðs ágætis
söngvara (sem mér finnst ég reyndar
kannast við af öðrum vettvangi).
Nokkrar hljómsveitir, sem eiga
plötur á sumarmarkaðinum í ár, hafa
brennt sig á að senda frá sér tvö til þrjú áheyrileg lög og síðan hrað-
soðið, ókræsilegt efni sem uppfyllingu. Sóldögg fellur ekki í þessa
gryfju. Á Klámi eru aðeins fimm lög. Platan er því stutt og laggóð, ef
svo má segja. Fyrsta lagið, Slím, virkar vel og Loft, sem næst kemur,
er ágætt, reyndar eitt það skásta sem völ er á á innanlandsmarkaðin-
um þetta sumarið. Þá er síðasta lagið, Lísa, einnig vel við unandi.
Hljómsveitir sem hafa ekkert sérstaklega mikið fram að færa mættu
taka sér Sóldögg til fyrirmyndar og gefa út stutta og snarpa plötu
(heildarflutningstíminn er aðeins 17:46 mínútur). Eða bíða eftir því að
þær eigi nóg af frambærilegu efni til að senda frá sér plötu í fullri
lengd. Ásgeir Tómasson
Skítamórall - Súper ★★
Frumsamda efnið er bærilegt
Skítamórall er hljómsveit sem sver
sig í ætt við ijölmargar aðrar sem
skjótast fram á sjónarsviðið þegar fer
að vora, senda frá sér plötu og þeytast
síðan um landið þvert og endilangt
við danskeikjahald og hljómleika-
stand. Spilamennskan er svipuð og
lagasmíðarnar jafnvel líka þótt hver
hljómsveit hafi náttúrlega sín sérein-
kenni þegar betur er að gáð.
Fi-umsamda tónlistin á Súper er al-
veg bærileg. Gunnar Óla, gítarleikari
og söngvari, á þrjú lög plötunnar,
Addi F. Haraldz, sem sömuleiðis er
gítarleikari og söngvari, á eitt og hassaleikarinn Hebbi Viðarz enn
eitt. Sigurður Fannar semur flesta textana og er langt frá því að vera
sá slakasti sem fæst við þess háttar smíðar um þessar mundir. Um
lagasmiðar þremenninganna er ósköp fátt að segja. Þeir kunna að
setja saman popplög en vantar herslumuninn sem þarf til að gera þau
almennilega eftirtektarverð.
Platan Súper skiptist í þrjá kafla; Stjörnupopp, Mónókaflann og
Hundrað kalla. Fyrsti kafli er hinn metnaðarfyllsti og sá sem mest
vinnan hefur verið lögð í. Hinir eru væntanlega látnir fylgja með til
að gefa til kynna það sem áheyrendur mega búast við á dansleikjum
Skítamórals. Og af þvi að sá sem þetta ritar hefur séð og heyrt til
Skítamórals á tveimur dansleikjum má það vitnast að músíkin á plöt-
unni er langt frá því að vera jafnhress og þegar sveitin lætur gamm-
inn geisa á hressum böllum. Þeir sem fylgdust til dæmis með því
hvernig Skítamórall trekkti upp fjörið á kvöldvöku pæjumótsins í
Vestmannaeyjum á dögunum eru sérlega skítlega innréttaðir ef þeir
viðurkenna ekki að fimmmenningarnir í hljómsveitinni kunna fylli-
lega að byggja upp stemmningu á skömmum tíma.
Ásgeir Tómasson
★★★
Ramsey Lewis
Between the Keyes
Bandariski píanóleikarinn Ramsey
Lewis lék á árunum harðbop-djass og
soul-djass sem svo var nefndur. Tón-
list hans þótti svo lauflétt að harðir
djassgeggjarar hristu bara höfuðið ef
nafn hans bar á góma. Enginn efaðist
þó um hæfni hans á hljóðfærið.
Ramsey var einn af frumkvöðlum
djass- og rokksamrunans sem fyrir
aldaríjórðungi gat af sér þá tónlist
sem alla jafna er nefnd bræðingur
(fusion eða djassfönk). Hlaut hann
fyrir það nokkra uppreisn æru.
Alla tíð síðan hefur hann haldið sig á þeim nótum. Segir hann um
tónlist sína að hún sé nokkurs konar þjóðlagapopp stórborga Banda-
ríkjanna. Víst er að sérlegt einkenni tónlistar blökkumanna í borgum
þar vestra, fönkið, er mjög ríkjandi í tónlist hans. Ljúfar laglínur og
djassblúsuð píanósóló fljóta svo ofan á taktfastri hrynjandi.
Tvö lög á þessum nýja geisladiski eru beinlinis popplög af ryþma-
blúsætt og bæði sungin. Með þeim er augsjáanlega verið að stíla upp á
spilun í útvarpi og litið um það aö segja. Eitt lag annað, Les Fleurs, er
varla nógu gott til að eiga heima á diskinum og ekki hjálpar þar óvenju
slappt píanósóló foringjans. Annað efni er alveg prýðilegt. Til aðstoðar
ágætri hljómsveit Ramseys koma þeir píanóleikarinn Joe Sample og
saxófónleikarinn Grover Washington jr. Sá síðarnefndi leikur í upphaf-
slagi disksins Sun Goddess 2000. Það kom út fyrir rúmlega tuttugu
árum en þá starfaði höfundur þess, Maurice White, með Ramsey og
stofnaði rétt eftir það hina frægu hljómsveit Earth, Wind and Fire. Sól-
argyðjan stendur enn fyrir sínu og í útsetningu sonarins, Frayn Lew-
is, eitt af betri lögunum hér. Útsetningar era smartar (sic) og hljóm-
burður i besta gæðaflokki. Bassatónar þó í dýpsta lagi fyrir sumarhá-
talara.
-Ingvi Þór Kormáksson
Pönkkóngamir
lifa enn
- Sex Pistols senda frá sér hljómleikaplötu
Æðstu prestar pönkrokks áttunda
áratugarins lifa auðsjáanlega góðu
lífi ennþá. Fjórmenningarnir í Sex
Pistols hafa verið á hljómleikaferð
um Evrópu í sumar og á mánudag-
inn var sendu þeir frá sér nýja
hljómplötu, Filthy Lucre Live. Þetta
er hljómleikaplata eins og nafnið
ber með sér, hljóðrituð á tónleikum
í Finsbury Park í Lundúnum í síð-
asta mánuði. Áður hafði hljómsveit-
in reyndar sent frá sér smáskífu
með laginu Pretty Vacant sem var
tekin upp á sömu tónleikum.
Finsbury-tónleikarnir voru hinir
þriðju sem Sex Pistols léku á frá því
að upp úr samstarfinu slitnaði í jan-
úarmánuði 1978 - hinir voru í Finn-
landi og Þýskalandi. í frétt frá Virg-
in-hljómplötuútgáfunni segir að fjöl-
mennt hafi verið á tónleikunum.
Þangað hafi komið pönkarar, pönk-
eftirlíkingar, ijölskyldufólk, popp-
stjörnur, kvikmyndastjörnur og
jafnvel einstaka ofurfyrirsætur, fólk
sem vildi verða viðstatt aðalvið-
burðinn í bresku rokktónlistinni á
þessu ári. Hljómsveitin spilaði
þarna öll sín þekktustu lög og stöku
sinnum mátti heyra söngrödd
Johnnys Rottens þegar honum tókst
að yfirgnæfa háværan kór áheyr-
endanna sem voru vel með á nótun-
um þegar gamla, kröftuga pönk-
rokkið hljómaði.
Tónleikarnir í Finsbury Park
voru sem sagt hljóðritaðir og hafði
Chris Thomas yfirumsjón með því
verki. Thomas er íslenskum rokkur-
um að góðu kunnur. Hann hefur
lagt gjörva hönd á nokkrar plötur
með Nýdanskri og fleiri hljómsveit-
um. Á nýju plötunni eru fimmtán
lög, þeirra á meðai Pretty Vacant,
sem fyrr var nefnt, og sömuleiðis
God Save the Queen, Anarchy in the
UK og fleiri.
Meira gefið út
Hin margumrædda, lofaða og
lastaða LP plata Sex Pistols, Never
Mind the Bollocks, var nýlega end-
urútgefin í tilefni þess að Johnny
Rotten, Steve Jones, Paul Cook og
Glen Matlock eru byrjaðir að spila
aftur saman. Endurútgáfan er sér-
lega glæsileg því að gömlu plötunni
fylgir platan Spunk sem mörgum
gömlum Sex Pistols-aðdáendum ætti
að vera að góðu kunn því að hún
var ein helsta „bootleg“ platan sem
dreift var með ólöglega fengnum
upptökum af tónlist hljómsveitar-
innar. Nú er Spunk sern sagt orðin
lögleg, um það bil tuttugu árum eft-
ir að hún var fyrst gefin út, ef svo
má segja. Lagalisti Never Mind
the Bollocks er hinn sami og í
gamla daga. Hins vegar er búið
að skipta út nokkrum lögum
á Spunk og setja inn aðrar
útgáfur sem hljóma betur
en á upprunalegu plöt-
unni. Þá hefur verið bætt
við þremur hljóðblönd-
unum Chris Speddings
sem hingað til hafa
ófáanlegar. Það eru út-
gáfur af lögunum Probl-
ems, Pretty Vacant og
Feelings.
Og af því að
standa vart undir nafni
lengur er rétt að
þess að Pretty Vacant,
sem gefið var út fimmt-
ánda júlí, fylgja nokkur
aukalög. Þau eru Bodies
(sem núna heitir reynd-
ar Buddies), No Fun og
Chris Spedding útgáfan
af Problems. Þrjú fyrst-
Sex Pistols: Saman á ný eftir að hafa
töldu lögin voru öll hljóðrituð á
Finsbury-tónleikunum.
Peningaplokk?
Fjórmenningarnir í Sex Pistols
tilkynntu snemma á þessu ári að
þeir hefðu ákveðið að endurreisa
hljómsveitina í stuttan tíma.
„Ástæðan er gamalkunn," sagði
Johnny Rotten við það tækifæri.
„Hún er peningarnir ykkar!“
Hljómsveitin hóf eins mánaðar ferð
sina um Evrópu í Finnlandi 21.
júní, fór til Þýskalands daginn eftir
og lék síðan 1 Finsbury Park hinn
tuttugasta og þriðja. Það voru einu
tónleikar Sex Pistols í heimaland-
inu. Hljómsveitin er nú komin til
Ameríku og verður þar í sumar auk
þess sem hún skýst til Ástralíu,
Japans og nokkurra annarra landa
í Austurlöndum fjær.
Liðsskipanin núna er hin sama
og þegar Sex Pistols var stofnuð fyr-
ir tuttugu árum. Glen Matlock lék
hins vegar aðeins með í eitt ár.
Hann var rekinn og Sid Vicious var
ráðinn í hans stað. Sid lést af of-
legið í dvala í átján ár.
neyslu eiturlyfla árið 1979, rúmu
ári eftir að hljómsveitin var leyst
upp.
Þótt John Lydon/Johnny Rotten
og félagar hans leyni því ekki að
eina ástæðan fyrir því að þeir
vinna nú saman á ný sé peningar
vilja þeir ekki gefa upp hve mikið
þeir fá fyrir hljómleikaferðina.
„Meira en Bítlarnir," sagði Rotten
þegar hann var inntur eftir upp-
hæðinni á sínum tíma. „Últramillj-
ónir,“ bætti hann síðan við eftir dá-
litla umhugsun.
Ýmsum þykir það hallærislegt að
gömul pönkhljómsveit, boðberar
stjórnleysis og annarrar samfélags-
legrar upplausnar, láti freistast af
peningum til að koma saman í til-
efni þess að tuttugu ár eru liðin síö-
an hún var stofnuð. Fjórmenning-
arnir láta það hins vegar ekki á sig
fá.
„Það vorum við sem skópum
pönkið og við sömdum reglurnar.
Það er í gamla pönkandanum að
maður geri það sem honum sýnist
og þess vegna komum við saman að
nýju hvað sem öllum finnst um
það,“ segja þeir. Og skyldu
þeir enn hata hver annan
eins og í gamla daga? „Já,“
svarar Johnny Rotten, „en
við eigum sameiginlegt
áhugamál núna - pening-
ana ykkar.“
Samantekt: ÁT
John
Lydon/Johnny
Rotten: Vib eigum
okkur sameigin-
legt áhugamál,
peningana ykkar.