Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Qupperneq 10
42
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 JÖ"V
jmyndbönd
Vestrinn Desperado fer í fyrstu
viku beint í fjórða sæti myndbanda-
listans. í myndinni leikur Antonio
Banderas aðalhlutverkið. Mótleik-
kona hans er mexíkóska leikkonan
Salma Hayek og það fer ekki fram
hjá neinum hin kynngimagnaða út-
geislun sem stafar frá henni, sér-
staklega í djörfum ástaratriðum
Banderos og hennar.
í Hollywood er varla talað um
annað þessa dagana en þessa ungu
leikkonu og er hún nánast í öllum
blöðum sem fjalla um skemmtiiðn-
aðinn. Er greinilegt að búist er við
miklu af henni í framtíðinni og ekki
vantar hana tilboðin en þau
streyma til hennar. Hayek segir að
öllum þeim hlutverkum sem líkjast
hlutverki Caroline í Desperado sé
fleygt til hliðar.
í síðustu viku var frumsýnd nýj-
asta kvikmynd Hayek, Fled, þar
sem hún leikur á móti Laurence
Fishburne og Stephen Baldwin.
Fram að því hafði hún að mestu
verið undir verndarvæng eins leik-
stjóra í bandarískum kvikmyndum,
Roberts Rodriquez. Fyrst var það
Desperado, síðan hluti Rodriquez í
Four Rooms og nú síðast í From
Dusk till Dawn þar sem hún lék
eina blóðsuguna. Salma Hayek lék
einnig lítið hlutverk í Fair Game,
mislukkaðri kvikmynd þar sem
reynt var að gera Cindy Crawford
að kvikmyndastjörnu.
Kynni Hayek og Rodriquez voru
nánast tilviljun. Hayak segir að hún
hafi farið að sjá E1 Mariachi og hrif-
ist mikið af myndinni og segist hafa
óskað þess að fá að starfa með leik-
stjóra myndarinnar, Robert
Rodriquez. Rodriguez hafði aftur á
móti séð viðtal við Hayek á
spænskumælandi sjónvarpsstöð og
sagt við eiginkonu sína að þama
va;ri leikkona sem myndi passa vel
inn í Desperado. Bað hann eigin-
konuna, Rosalie, að hafa uppi á
leikkonunni, þannig að það má
segja að þau hafi mæst á miðri leið.
Rodriquez skrifaði síðan hlutverkið
fyrir Hayak. Hún fékk samt ekki
tniklu ráðið um hlutverk sín í Four
Rooms og From Dusk till Dawn og
segist ekki vera mjög ánægð með
þau. Þegar svo Joel Silver heillaðist
af henni og bað hana um að leika
kærustu Williams Baldwins í Fair
Game hafði hún nokkuð um það að
segja hvernig hún túlkaði hlutverk-
ið þótt ekki væri það stórt.
Stjarna í Mexíkó
Salma Hayek er nýstirni í
Hollywood. Hún fæddist í Veracruz
i Mexíkó og er 27 ára gömul. Hayek
var löngu orðin ein vinsælasta
sjónvarpsstjaman í
Mexíkó áður en hún
öðlaðist frægð í
Bandaríkjunum.
hún að þakka sjón-
varpsseríunni Teresu,
sem naut fádæma vin-
sælda í Mexíkó, en
Hayek lék titil-
hlutverkið.
Var hún
valin
besta
leikkon-
an áriö
1992. Áður
hafði hún fengið
verðlaun sem
besti nýlið- V
inn í annarri
sjónvarpsser-
íu. í kjölfarið
fylgdu kvik-
myndirnar
Mi Vida
Loca, sem Alli-
son Anders leik-
stýrði og vann til
verðlauna á
kvikmyndahátið-
inni í Berlín, og E1
Callejon De Los Milagro
sem er vinsælasta kvik-
myndin í Mexíkó sem
Mexíkómenn hafa
sjálfir gert.
Á hátindi frægð-
arinnar í Mexíkó
ákvað Salma
Hayek að flytja
til Los Angeles
og byrjaði hún
á því að fara
enskunám
því það
í ljós
ensku-
kunnátta
hennar
var
mörk
uð.
Með
an
sperado að hún lék öll áhættuatrið-
iri sjálf. „Það er ekkert grín að vera
eina konan innan um alla þessa
karlleikara sem eru að reyna að
vera kaldir. Þeir vora alltaf að segja
að ég gæti ekki gert þetta og hitt og
áhættuleikari væri nauðsynlegur
en ég lét orð þeirra sem vind um
eyru þjóta og eftirminnilegast var
þegar viö Antonio þurftum að
stökkva á milli tveggja bygginga.
Við voram með öryggisbönd. Mér
leið eins og ég væri að fljúga og
vildi ekki hætta og bað um að fá að
gera þetta atriði aftur og aftur.
í dag hefur Salma Hayek öll
ráö í hendi sér varðandi
kvikmyndir sem hún
leikur í og næst á eft-
ir Fled fáum við að
sjá hana í róman-
tísku gaman-
myndinni
Fools Rush
in sem
frumsýnd
verður
síðar á
sessu
ári.
-HK
Salma Hayek ásamt Antonio Banderas í Desperado.
enskunáminu stóð fékk hún lítil
hlutverk í sjónvarpsseríum og vann
sig skjótt upp í stærri hlutverk en
það var hlutverk hennar í
Desperado sem kom öllu af stað.
Engin nektaratriði
Salma Hayek þykir mjög ákveðin
stúlka sem veit hvað hún vill. Það
var til þess tekið að hún skyldi fá
Joel Silver til að samþykka breyt-
ingu á hlutverki hennar í Fair
Game. Þá hefur Robert Rodriquez
orðið að tala hana til í bæði Four
Rooms og From Dusk till Dawn.
Henni leist ekkert á hlutverkið í
Four Rooms og sagði að þaö væri
ekki uppáhaldsklæðnaður sinn að
vera í bikiní og ekki var hún hrifn-
ari af því að þurfa að handleika
snáka í From Dusk till Dawn en
hún segir sjálf að enginn geti sann-
fært hana betur en Rodriquez og lét
hún undan í bæði skiptin.
Það var einnig eftir þvi tekið í De-
í From Dusk till Dawn lék Salma
Hayek fagra bióösugu sem reyndist
þó ekki mjög fögur þegar fór aö
hitna í kolunum.
Á hátindi frægðar-
innar í Mexíkó ákvað
Salma Hayek að
flytja til Los Angeles
og byrjaði hún á því
að fara í enskunám
því það kom í ljós að
enskukunnátta henn-
ar var takmörkuð.
Lára Ásgrímsdóttir:
Something to Talk about, hún
var mjög góð.
Birna Kristinsdóttir:
Ég sá Apollo 13. Hún var
ágæt.
Auður Björk Einarsdóttir:
Ætli það hafi ekki verið
Walking in Clouds. Mér fannst
hún mjög góð.
Esther Sigurpálsdóttir:
Ég sá nýjustu Banderas-
myndina, Desperato. Hún var
mjög góð og Antonio er mjög
sexí.