Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Qupperneq 11
FOSTUDAGUR 2. AGUST 1996 iyndbönd 43 Jefferson in Paris Mannlega hliðin á þjóisagnakenndri persónu Félagamir James Ivory og Ismail Merchant hafa unnið saman að gerð kvikmynda undir merki Merchant Ivory Productions um langa hríð, Ivory sem leikstjóri og Merchant sem framleiðandi en Ruth Prawer Jhabvala er iðulega þriðja hjólið undir þeim vagni sem handritshöf- undur þeirra. Samstarf þetta byrj- aði á Indlandi og voru fyrstu mynd- ir þeirra indverskar, þ.á m. Shakespeare Wallah, sem hefur öðl- ast viðurkenningu sem klassískt verk, en þekktustu myndir þeirra em nýlegri, óskarsverðlaunamynd- irnar A Room with a View, Howards End og Remains of the Day. Jefferson in Paris er átjánda mynd þeirra. Mótsagnakennd sögupersóna Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna fjallar Jefferson in Paris um fimm ára timabil í ævi Thomas Jeffersons meðan hann var sendi- herra Bandaríkjanna í Frakklandi 1784-1789. Tveim árum áður en Jefferson kom til Parísar með elstu dóttur sinni hafði eiginkona hans dáið og átta ámm áður hafði hann samið og undirritað sjálfstæðisyfir- lýsinguna. Frakkland og sérstaklega París var mikill pólitískur suðupott- ur á sendiherraárum Jeffersons og sauð loks upp úr með frönsku bylt- ingunni 1789. Jefferson studdi lýð- ræðisöflin í landinu og pólitísk átök eru áberandi í bakgrunni myndar- innar. En aðaláherslan er þó á Jefferson sem manneskju fremur en sem sögulegan áhrifavald. Jefferson var maður mikilla mót- sagna. Hann samdi sjálfstæðisyfir- lýsinguna, sem m.a. kvað á um að allir menn væru fæddir jafnir, og sagðist vera á móti þrælahaldi en var þó sjálfur þrælaeigandi. Hann hafði mikla samúð með fátækum al- múganum í París en sóttist ákaft eft- ir hámenningarlifi heimsborgarinn- ar og kom með heilan skipsfarm af bókum, húsgögnum, málverkum o.fl. verðmætum hlutum með sér heim að lokinni dvöl sinni í París. Þar stofhaði hann til ástarsambands við Mariu Cosway, gifta konu sem var málari og tónlistarmaður. Á meðan stóð hann í sambandi við Sally Hemings, sem var þræll hans, og er hún sögð hafa alið honum sex hörn. Gamalreyndur stórleikari Það er stórleikarinn Nick Nolte sem leikur aðalhlutverkið, Thomas Jefferson sjálfan. Nick Nolte hefur verið lengi í bransanum og eru tutt- Thomas Jefferson (Nick Nolte) ásamt þrælnum Sally Hemmings (Thandie Newton). ugu ár liðin síðan þessi fyrrum ruðningsmaður lék sitt fyrsta aðal- hlutverk í kvikmyndinni The Deep 1976. Hann hefur leikið í fjölmörgum myndum og oft verið í hlutverki harðjaxla, eins og útlit hans gefúr tilefni til. En honum hefur þó einnig tekist að öðlast viðurkenningu sem alvarlegur leikari og reis ferill hans hæst þegar hann fékk óskarsverð- launatilnefningu fyrir hlutverk sitt í Prince of Tides. Meðal annarra þekktustu mynda hans eru Under Fire, 48 Hours, Down and out in Be- verly Hills og Cape Fear. Konumar í lífi Jeffersons á þess- um áram voru þrjár. Greta Scacchi leikur ástkonu hans, Mariu Cosway. Thandie Newton leikur ambáttina Sally Hemings og Gwyneth Paltrow leikur Patsy, dóttur Thomas Jeffer- sons. Thandie Newton er sú þeirra sem minnsta frægð hefur hlotið en hún hefur þó komið fram í myndum eins og The Young Americans og Interview with the Vampire ásamt því að hafa leikið aðalhlutverkið í myndinni Flirting aðeins sextán ára gömul. Tvær stjörnur í kvenhlutverkum Greta Scacchi hefur áður leikið fyrir Merchant og Ivory í myndinni Heat and Dust en er þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum Presumed Innocent, Shattered, The Player (þar sem hún lék íslensku myndlistakon- una Jónu Guðmundsdóttur) og The Browning Version. Gwyneth Pal- trow hefur hins vegar aðeins nýlega slegið í gegn í kjölfar hlutverks síns í myndinni Seven og ástarsambands síns við stórstjörnuna Brad Pitt en ein athyglisverðasta mynd sem hún hefur leikið í er e.t.v. Mrs. Parker and the Vicious Circle. Með önnur helstu hlutverk fara Seth Gilliam sem leikur James Hem- ings, bróður Sally Hemings. Simon Callow, sem leikur eiginmann Mariu Cosway, og Michael Lonsdale og Charlotte de Turckheim eru í hlutverkum konungshjónanna Loð- víks fjórtánda og Mariu Antoinette. Michael Lonsdale hefur átt langan feril og leikið undir stjóm Orson Welles, Francois Truffaut, Louis Malle og Luis Bunuel m.a. og komið fram í stórmyndum á borð við Moonraker, The Name of the Rose og The Remains of the Day. Simon Callow hefur m.a. leikið i Qórum af myndum Merchants og Ivorys ásamt því að hafa átt hlutverk í myndum eins og Amadeus, Postcards from the Edge og Four Weddings and a Funeral. -pj UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT r Arni Johnsen Ég á mér eitt æðislegt uppáhaldsmyndband og það getur vel verið að fólki finnist það óvenjulegt. Það heitir River Dance og er danssýning frá írlandi. Þeg- ar írar voru með Eurovision- keppnina fyrir tveimur árum sýndu þeir dans sem heitir River Dance. Það reyndar hara brot af þess- um stórmerkilega dansi þeirra en hann tekur samtals 98 mínútur. Myndbandið með þessum ævintýrlega þjóðdansi keypti ég Bretlandi einhvern tímann og ég horfi oft á það. Þetta er verulega flókinn hópdans og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hef ég ekki enn náð al- mennilegum tökum á hon um. Burtséð frá dansinum góða er ég mikill mynd- bandaáhorfandi og fer líka oft í kvikmynda- húsin. Ég reyni að sjá allt sem vekur minn. Myndir þar sem náttúran fær að njóta sín heilla mig alveg. Þess vegna eru myndirnar Dansar við úlfa og Braveheart 1 miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þykja sakamála- og gam- anmyndir líka áhugaverðar en River Dance mun alltaf standa upp úr. -ilk Bed of Roses Bed of Roses er kjorin fyrir róm- antískar sálir. Hún fjallar um tvær manneskj- ur sem finna hjá hvor annarri eitt- hvað sem þær 'hafa þráð en ekki ræktað. í aðalhlutverk- um eru Christi- an Slater og Mary Stuart Masterson. Slater leikur Lewis, ungan mann sem eitt sinn átti framtíðina fyrir sér sem verðbréfamiðlari. Þegar eig- inkona hans dó af barnsforum sneri hann blaðinu við og gerðist blóma- sali. Eitt af því sem honum finnst hann þarfnast er að afhenda blómin sjálfur. Kvöld eitt þegar hann er að afhenda blóm sér hann stúlku standa hnuggna við glugga. Hann finnur til samkenndar með henni og tekur upp á því að senda henni blóm án þess að geta þess hver hann er. Myndform gefur Bed of Roses út 6. ágúst og er hún leyfð öllum ald- urshópum. Mute Witness er sakamálamynd sem vakið hefur nokkra athygli fyr- ir frásagnarmáta og framsetningu. Leikstjóri hennar er Anthony Waller sem þykir eiga bjarta framtíð fyr- ir sér. í aðalhlut- verkum eru óþekktir leikarar hér á landi, Mar- ina Sudina og Fay Ripley. í myndinni er sagt frá nokkrum bandarískum ungmennum sem stödd eru í Moskvu við tökur á ódýrri hryllingsmynd. Kvöld eitt lokast förðunarmeistarinn Billy óvænt inni í kvikmyndaverinu og þar sem hún er mállaus getur hún ekki kallað á aðstoð. í leit sinni að útgönguleið úr húsinu rekst hún inn í herbergi þar sem verið er að taka upp svæsna klámmynd. Þar verður hún vitni að því að aðalleik- konan er myrt. Hún kemst naum- lega undan kvikmyndatökumönn- unum þegar þeir verða varir við hana. Eftir að hafa falið sig í lyftu- göngum sleppur hún út en þá vill ekki betur til en svo að lögreglan neitar að trúa henni. Skífan gefur Mute Witness út 7. ágúst og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Playmaker Breski leikarinn Colin Firth leik- ur aðalhlutverkið í dramatísku sakamálamynd- inni Playmaker ásamt bandarísku leikkonunni Jennifer Rubin. Leikstjóri er Yuri Zeltzer. í myndinni leikur Rubin leikkonuna Jamie Harris sem hefur lítið orðið ágengt í að koma sér á framfæri. Hún getur að mestu kennt sjálfri sér um þar sem hún á við áfengisvandamál að stríða. Til að leita sér hjálpar fer hún í meðferð til Ross Talbots sem lofar henni kraftaverki. Til að byrja með er allt í lukkunnar standi en fljótlega fer Jamie að gruna að Ross sé ekki all- ur þar sem hann er séður og líst henni ekkert á aðferðir hans, finnst þær fáránlegar og geðveikislegar. Hún lætur sig þó hafa það að halda áfram með örlagaríkum afleiðing- um. Bergvík gefur Playmaker út 7. ágúst og er hún bönnuð börnum innan 16 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.