Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 2
26 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 Enn einn rússneski íþróttamaö- urinn féO á lyfjaprófi í gær þeg- ar lyf sem eru á bannlista Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins fundust i Marinu Trandenkovu 100 metra hlaupara sem hafnaði í 5. sæti í greininni. Hún er fjórði Rússinn sem fellur á lyfjaprófi á leikunum en allir hafa þeir greinst með lyfið Bromantan. -GH Ferílíin á enda hjá Bubka? „Ferillinn gæti verið á enda hjá mér,” sagöi Úkra- ínumaðurinn Sergie Bubka við fréttamenn í gær en hann varð að hætta við þátttöku í stangarstökki á Ólymp- íuleikunum vegna meiðsla í hásin. „Það er mjög erfitt að eiga við svona meiðsl og ég tala nú ekki um ef hásinin er slitin. Ef allt er eðlilegt á verkurinn að hverfa eftir upphitunina en hjá mér hélt verkurinn áfram og það var eins og það væri að kvikna í mér,” sagði þessi 32 ára gamli frábæri íþróttamaður. -GH fer að aukast Ólympíuleikunum lýkur á sunnudag. Þegar hafa fjölmargir íþróttamenn lokið keppni og fjör er farið að færast í skemmtanalíf- ið. Vinsælasti staðurinn er House of Blues sem er í eigu leikarans fræga, Dan Akroyd. Þar hafa heimsfrægir skemmtikraftar komið fram og má þar nefna James Brown. Reiknað er með að fjörið nái hámarki á sunnudags- kvöld. -SK Perec er best - önnur konan til að vinna 200 og 400 m hlaup kvenna á sömu leikum Það tókst ekki enn hjá Merlene Ottey frá Jamaíka að vinna til gullverðlauna á Ólympíu- leikum. f nótt tapaði hún úrslitahlaupinu í 200 metra hlaupi kvenna og það var franska stúlk- an Marie-Jo Perec sem hirti gullið af Ottey á síð- ustu metrum hlaupsins. Ottey hljóp mjög vel í byrjun og var fyrst þeg- ar 170 metrar voru að baki og 30 metrar í mark- ið. Perec kom þá upp að hlið hennar og þessi stórstíga franska hlaupadrottning virtist ekki í neinum vandræðum með að innbyrða sigurinn og áreynslulítið kom hún fyrst í mark á tíman- um 22,12 sekúndum. Jafnaði met Valerie Brisco Hooks Sigur Perec í nótt var sögulegur. Hún jafnaði met Valerie Brisco Hooks frá leikunum 1984 með því að sigra bæði í 200 og 400 metra hlaupi. Þrátt fyrir ósigurinn hjá Ottey getur hún sæmilega vel við unað. Hún á enn met í sögu Ólympíuleikanna sem seint verður slegiö. Ottey hefur komist í úrslitahlaup í 100 metra hlaupi kvenna á öllum þeim fimm leikum þar sem hún hefur verið á meðcd keppenda. „Á mínum aldri er það of strangt að hlaupa tvö 200 metra hlaup með klukkustundar miÚi- bili. Ég var orðin þreytt í síðara hlaupinu. Ég varð þó ekki fyrir neinum vonbrigðum. Ég gerði mitt besta og meira er ekki hægt að ætlast til af nokkrum íþróttamanni," sagði Merlene Ottey eftir hlaupið í nótt. Ottey er 36 ára gömul og hefur örugglega lok- ið sér af hvað Ólympíuleika varðar. -SK Enn einn Rússinn fellur á lyfjaprófí Gebrselassie ósáttur við hlaupabrautina Eþíópíumaðurinn Haile Gebr- slassie, sem stefndi á að vinna sigur bæði í 5 og 10 þúsund metra hlaupi, verður að sætta sig við að vinna bara ein gull- verðlaun á leikunum. Gebrslassie, sem vann örugg- an sigur í 10.000 m, var mjög kvalinn í fótunum þegar hánn kom í mark og treysti sér ekki til að keppa í 5.000 m af þeim sök- um. „Þessi hlaupabraut er sniðin tyrir spretthlaupara en ekki iyr- ir þá sem eru í lengri hlaupun- um,” sagði Gebrslassie. Hann átti góða möguleika á að bætast í hóp fjögurra hlaupara til að vinna til gull- verðlauna í 5 og 10 þúsund metra hlaupi á leikunum. -GH Þjóöarsorg rikirí Brasifíu Þjóðarsorg rikir i Brasilíu eft- ir tap heimsmeistara Brasilíu- manna gegn Nígeríumönnum í undanúrslitum knattspyrnu- keppninnar í fyrrinótt. Brasilíumenn töldu víst að sínir menn færu alla leið og raddir eru uppi um það í Brasil- íu að reka eigi þjálfarann vegna ósigursins. -GH íþróttir Vandræðalaust hjá Adkins Heimsmeistarinn í 400 metra grindahlaupi, Bandaríkjamaðurinn Derrick Adkins, sýndi og sannaði að hann er bestur í þessari grein þegar hann tryggði sér Ólympíumeistaratitilinn í nótt. Adkins, sem er frá Atlanta, vann tiltölulega ör- uggan sigur og kom í mark á 47,54 sek. sem er jöfn- un á besta árangri hans. Næstur á eftir Adkins, eins og á heimsmeistara- mótinu varð, Zambíumaðurinn Samuel Matete og í þriðja sæti hafnaði Bandaríkjamaðurinn Calvin Davis eftir gríðarlega haröa keppni við Svíann Sven Nylander. Nylander hefur verið á meðal bestu hlaupara í þessari grein í 15 ár. Timi hans í gær, 47,98 sekúnd- ur, er besti árangur hans en því miöur fyrir hann náði hann ekki verðlaunasæti frekar en á Ólympiu- leikunum í Los Angeles árið 1984 þegar hann missti naumlega af þriðja sætinu. -GH merka úr leik Óvæntir atburðir áttu sér stað í undanrásum 1.500 metra hlaups kvenna í Atl- anta í gær. Hassiba Boulmerka frá Alsír, Ólympíumeistarinn í greininni frá Barcelona, datt um miðbik hlaupsins og missti því af möguleikum á aö verja titilinn frá Barcelona. Boulmerka lauk þó hlaupinu og fékk lófatak fyrir frá áhorfendum. -SK Marie-Jo Perec frá Frakk- landi kemur fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna í nótt. Perec varð þar með önnur konan í sögu leikanna til að vinna gullverðlaun ■ 200 og 400 metra hlaupi á sömu Ólympíuleikum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.