Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 27 DV íþróttir Xr . Tennis: Agassi mætir Bruguera Það verða Bandaríkjamaður- inn Andre Agassi og Spánverj- inn Sergei Bruguera sem leika til úrslita í einliðaleik karla i tennis á morgun. Bruguera vann sigur á Brasil- íumanninum Fernando Meligeni í undanúrslitunum i gær nokkuð örugglega, 7-6 og 7-2. „Fyrir mig er þetta ólýsanleg tilfinning og mikilvægt at'riði í lífi mínu. Þetta er búið að vera erfitt ár fyrir mig, ég hef ekki náð að vinna marga leiki á tíma- bilinu og hef átt við þrálát meiðsli að striða," sagði Brugu- era eftir sigurinn. Andre Agassi tryggði sér sæti í úrslitunum með því að leggja Indverjann Leander Paes að velli, 7-6 og 6-3. Agassi þurfti að hafa fyrir sigrinum. ífyrri lot- unni lenti Agasi undir, 6-5, en tókst að innbyrða sigurinn með góðum leik í lokin. Indverjinn hefur svo sannarlega komið á óvart í keppninni en hann er í 127. sæti á styrkleikalistanum. Á áhorfendum mikið að þakka „Ég á frábærum áhorfendum mikið að þakka. Þegar ég var undir í fyrri lotunni hvöttu þeir mig dyggilega og fleyttu mér yfir erfiðasta hjallann. Þetta var ann- ars hörkuleikur og ég þurfti að leggja mikið á mig til að vinna,“ sagði Agassi eftir leikinn. -GH Kínverjar bestir í borðtennis Kínverjar hafa verið sigursæl- ir í borðtenniskeppni Ólympíu- leikanna og hafa unnið 8 gull- verðlaun af þeim 12 sem hafa veriö í boði. í einliðaleik karla varð Kinverjinn Liu Guoliang Ólympíumeistari í gærkvöld með sigri á landa sínum í úr- slitaleik, 3-2 (21-12, 22-24, 21-19, 15-21, 21-6). Brassarnir unnu Króata Brasilía og Grikkland leika um 5. sætið í körfuknattleik karla. Brasilíumenn, með Oscar Schmidt í fararbroddi, gerðu sér lítið fyrir og lögðu Króata, 80-74. Schmidt var Króötum sérlega erfiður í fyrri hálfleiknum en þá skoraði hann 24 stig en í síðari hálfleiknum var hann í strangri gæslu Toni Kukocs og skoraði þá aðeins 8 stig. Grikkir, sem keppa í fyrsta sinn í körfuknattleik á Ólympíuleikunum, rótburstuðu Kínverja, 115-75, Panyotis Fassoulas var stigahæstur Grikkjanna með 20 stig. Bandaríkjastúlkur Ólympíumeistarar Kvennalandslið Bandaríkj- anna varð i gær Ólympíumeist- ari í knattspyrnu þegar það vann 2-1 sigur á Kína í úrslita- leik. Norsku stúlkumar tryggðu sér í gærkvöld bronsverðlaunin í knattspymukeppninni með 2-0 sigri á Brasilíu. Trine Tangerass skoraði bæði mörkin um miðjan fyrri hálfleik. -GH Charles Barkley blæs tyggjókúlu í rólegheitum í leiknum viö Ástrala í nótt. Bandaríkjamenn sigruðu auðveldlega og mæta Júgóslövum í úrslitum og Barkley var stigahæstur með 24 stig. Símamynd Reuter Eiginkona Ólym- píunefndarmanns var handtekin Julie Pould, eiginkona Dick Pounds, nefndarmanns í Alþjóða Ólympiunefndinni, var handtek- in á götu í Atlanta i gær. Hjón- in gengu þvert yfir umferðar- götu og virtu aðvaranir götulög- regluþjóns að vettugi. Samkvæmt skýrslu lögreglu- konunnar sendi frúin honum tóninn á niðrandi hátt og gekk í burtu. „Þá greip ég í handlegg hennar og sagði henni að hún væri handtekin. Frú Pound fór aftur niðrandi orðum um mig og sparkaði í nárann á mér. Síðan kallaði hún, hjálpið mér, lög- regluþjónninn er að ráðast á mig,“ stóð í skýrslunni. Pound-hjónin eru frá Kanada og Dick er einn æðsti maður Ólympíunefndarinnar. Hann er ekki nefndur á nafn í skýrslunni en hann segir að skýrsla lög- reglukonunnar sé mjög óná- kvæm og villandi. „Ég er stadd- ur í skrýtnu landi og veit ekki hvernig svona hlutir ganga fyrir sig. Við voru á gangi í mestu ró- legheitum og áttum okkur einskis ills von,“ sagði Dick Pound. Kona hans hefur verið ákærð fyrir framkomu sína. Júggarnir í úrslit gegn draumaliðinu - eftir sigur á Litháum og draumaliðið lagði Ástrala Það verða Júgóslavar sem fá það skemmtilega verkefni að mæta draumaliði Bandaríkj- anna í úrslitaleik körfuknattleikskeppninn- ar en undanúrslitaleikirn- ir fóru fram í nótt. Eins og við var að bú- ast bar draumaliðið sigur úr býtum af liði Ástrala, 101-73, en í hálfleik var staðan 51-41. Ástralir héngu í bandaríska liðinu fyrsta kortérið en eftir það skildu leiðir. Charles Barkley skor- aði 24 stig og var með 100% skotnýtingu utan af velli, Arnfernee Harda- way 14, David Robinson 14, Shaquille O’Neal 14, Mitch Rithmond 9, Karl Malone 6, Gary Peyton 6, Scottie Pippen 6, Reggie Miller 5 og John Stockton 3. Hjá Áströlum var Andrew Gaze með 25 stig og Shane Heal 19. „Það verður gaman að mæta Júgóslövum því við höfum ekki leikið gegn þeim áður og ég á von á erfiðum leik,” sagði Bark- ley eftir leikinn. Júgóslavar unnu sigur á Litháum í jöfnum og spennandi leik, 66-58, eft- Badminton: Fyrsti Evrópubúinn sem vinnur gullið Daninn Poul-Erik Hoyer-Larsen tryggði sér i gær Ólympíumeistaratitilinn í einliðaleik karla í badminton þegar hann lagði Kínverjann Jiong Dong í úrslitaleik, 15-12 og 15-10. Með sigrinum varð Larsen fyrsti Evrópubúinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikum en andstæðingur hans er efstur á styrk- leikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég trúði því statt og stöðugt að ég gæti unnið þennan leik og mikilvægt var fyrir mig að láta hann ekki sækja of stíft á mig. Hann gerði mistök sem ég gerði ekki,“ sagði Larsen, glaður í bragði eftir leikinn. -GH AttaÉWi QS2P Tekur Lewis sæti Burrells? Carl Lewis heldur enn i von- ina um að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna í 4x100 metra boðhlaupinu á laugardaginn. Igær dró Leroy Burrell sig út úr sveitinni vegna meiðsla í hásin og það gefúr Lewis möguleika á að verða valinn í hans stað og um leið tækifæri til að að vinna sín 10. gullverðlaun á Ólympíu- leikum. Mikill þrýstingur hefur verið frá bandarísku þjóðinni á að Lewis verði í boðhlaupssveitinni en upphaflega var hann ekki inni í myndinni. „Ég á nokkra möguleika í stöð- unni en ég mun gera það sem er best fyrir liðið og bandarísku þjóðina,“ sagði Erv Hunt, þjálf- ari bandaríska landsliðsins. -GH ir að staðan í hálfleik var, 35-31. Predrag Danilovic var stigahæstur Júgó- slava með 19 stig og Aleksandar Djordjevic 16 en hjá Litháum skoraði Rimas Kurtinaitis 22 og Arvydas Sabonis 14. Júgóslavar hafa unnið alla sina leiki í keppn- inni eins og draumaliðið og verður fróðlegt að sjá hvort þeir ná aö veita banda- rísku snillingunum ein- hverja keppni. GH Poul-Erik Hoyer-Larsen, danski badmintonsnilling- urinn, vann gulliö í Atlanta I gær. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.