Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 47 DV íþróttir - fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem sigrar í tugþraut síðan árið 1976 Bandaríkjamaðurinn Dan O’Brien felldi þegar ljóst varð að hann var búinn að tryggja sér langþráð gull á ólympíuleikum í tugþraut. Áhorfendur, sem troðfylltu Ólympíuleikvanginn í nótt, hylltu þennan frábæra íþróttamann vel og lengi. Dan O’Brien átti aðeins eftir að bæta gullverðlaunum á Ólympíuleikum í safnið og það tókst loksins á heimavelli. Hann var búinn að verða heimsmeistari þannig að það voru líklega síðustu forvöð að vinna gullið í nótt. Honum mistókst að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum i Barcelona fyrir fjórum árum sem urðu honum að vonum sár vonbrigði. Dan O’Brien var þó nokkuð frá heimsmeti- og Ólympíumeti en sigur hans var engu að síður öruggur og glæsilegur. Hann tók forystu í tugþrautinni strax í fyrstu grein fyrri keppnisdags og lét hana ekki af hendi eftir það. Hann lauk þrautinni á 8.824 stigum eða 118 stigum á undan einhverju mesta efni sem fram hefur komið, Þjóðverjanum Frank Busemann. Þjóðverjinn lauk keppni með 8.706 stigum og er ljóst af frammistöðu hans að hann er arftaki Dan O’Brien þótt aðeins sé hann 21 árs gamall. í síðustu greininni í nótt kom berlega í Ijós að O’Brien var að fram kominn af þreytu en hann hefur alltaf átt erfitt með þá grein. Hann er miklu fremri i spretthlaupum, köstum og stökkv-um. „Ég get ekki lýst með orðum hvemig mér líður. í öðrum hring í 1500 metra hlaupinu var dásamlegt að heyra í áhorfendum kalla nafn Bandaríkjanna hvað eftir annað. Þetta er stund sem fer mér seint úr minni.” sagði Dan O’Brien eftir verðlaunaafhendingu í nótt. -JKS Jón Arnar Magnússon hefur hér vippað sér yfir 4,80 metra í stangarstökkinu í Atlanta í gær. Jón Arnar stóð sig frábærlega vel í tugþrautarkeppninni, setti nýtt íslandsmet og hafnaði í 12. sæti af 40 keppendum. Árangur Jóns Arnars er frábær þegar það er haft í huga að hann var frekar slakur í tveimur greinum, langstökki og kringlukasti. Símamynd Reuter gull hjá O’Brien Sigurvegarinn í tugþrautinni, Dan O’Brien frá Bandaríkjunum tekur hér til hendinni í kringlukastinu í Atlanta í gær. O’Brien er fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vinnur tugþraut á ÓL í 20 ár. Símamynd Reuter Loksins Anægður með minn hlut í tugþrautinni - sagði Jón Arnar Magnússon að lokinni keppni í Atlanta i nótt DV, Atlanta: „Þegar öllu er á botninn hvolft er ég ánægður með minn hlut í tugþrautinni. Ég get þó ekki leynt því að mað- ur vill alltaf meira en segja má að kringlukastið og lang- stökkið hafi komið i veg fyr- ir það. Eins gekk 1500 m hlaupið ekki alveg nógu vel upp þótt ég bætti mig í hlaupinu. Ég var þolanlega ánægður með hástökkið en annars sáttur með aðrar greinar,” sagði Jón Arnar Magnússon eftir að tug- þrautarkeppni á Ólympíu- leikunum í Atlanta lauk í nótt. Jón Arnar sagði að veðrið hefði ekki sett strik í reikn- inginn svo heitið gæti. Það var þó svolítið sleipt að eiga við stangarstökkið á blautri brautinni. Jón sagði að rign- ingin hefði bara verið góð. „í síðustu greininni, 1500 metra hlaupinu, var alltaf markmiðið hjá mér að halda taktinum út í gegn. Það hafðist ekki alveg en þessi síðasta grein er alltaf erfið. Það sem liggur fyrir hjá mér er að öllum að líkindum þátttaka á hinu árlega tug- þrautarmóti í Talance í Frakklandi um miðjan sept- ember. Fyrst ætla ég þó að taka mér tíu daga hvíld og taka síðan þráðinn upp að nýju við æfingarnar. Þátttakan í tugþrautinni hér á Ólympíu- leikunum í Atlanta hefur verið mér gríðarlega góður skóli og mér hefur áskotnast reynsla sem mun örugglega nýtast mér í þrautinni í framtíðinni,” sagði Jón Arn- ar Magnússon í samtaii við DV í Atlanta í nótt. Aðspurður hvernig hon- um hefði liðið þegar hann var búinn að fella tvisvar sinnum 4,50 metra í stangar- stökkinu sagði Jón Arnar að hann hefði verið ákveðinn í því í síðustu tilrauninni að framkvæma stökkið tækni- lega rétt og það hefði gengið eftir. Um leið var hann tekinn í lyfjapróf. Mótið í Talance er eitt stærsta tugþrautarmót sem haldið er í heiminum. Jóni Arnari hefur tvívegis verið boðin þátttaka í því móti og staðið sig vel í bæði skiptin. Tugþrautarmenn ná sér alltaf vel á strik í Talance en þar setti Jón Arnar íslands- met 1995 sem hann sló síðan með eftirminnilegum hætti í Atlanta í nótt. Dan O’Brien setti heims- met sitt i Talance árið 1992 og það stendur enn í dag. O’Brien verður með á mót- inu í Frakklandi í september ásamt öllum fremstu tug- þrautarmönnum heimsins. -MT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.