Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
Viðskipti
Plastprents hf:
Hagurinn
vænkast
Söluaukning Plastprents á
fyrstu sex mánuðum ársins er
5% miðað við sama tima í fyrra.
Þá er hagnaður fyrir fjár-
magnsliöi og skatta 5,5% meiri
en þá, eða 76,1 milljón króna.
Heildarveltan á fyrri árshelm-
ingi er 490 milljónir króna.
Þetta kemur fram í milliupp-
gjöri fyrirtækisins.
Hagnaður Plastprents eftir
skatta er 47,6 milljónir króna en
var á sama tíma í fyrra 59 millj-
ónir króna. Ástæðan er sú að í
fyrra voru reiknaðir skattar
engir en eru nú yfir 8 milljónir
króna, auk þess sem fyrirtækið
naut gengishagnaðar í fyrra af
erlendum lánum.
Fjárhagsstaða fyrirtækisins
hefur styrkst og handbært fé frá
rekstri jókst um 40 milljónir
króna miðað við sama tíma á
síðasta ári. Eiginfjárhlutfall var
1. júlí í fyrra 19% en í ár er það
komið í 35%. Þá hefur skulda-
staðan batnað til muna og eru
langtimaskuldir sem hlutfall af
heildareignum 40% en voru á
sama tíma i fyrra 52%.
Viðskipti meö hlutabréf í
Plastprenti hófust á Verðbréfa-
þingi íslands 10. aprö sl. Upp-
haflegt gengi hlutabréfanna var
3,25 en er nú 6,0. Fjöldi hluthafa
er 375.
-SÁ
Hlutafjárútboð í ÚA:
Hluthafar
kaupa allt
sem í
boði var
- 675 milljónir uppseldar
Hlutafjárútboði Útgerðarfé-
lags Akureyringa er nýlokið.
Boöin voru út hlutabréf að
nafnverði 150 milljónir króna á
genginu 4,5, eða fyrir 675 millj-
ónir króna. Hluthafar höfðu for-
kaupsrétt að bréfunum og var
eftirspurn þeirra meiri en hægt
var aö anna, þvi að 498 þeirra
óskuðu eftir kaupum á bréfum
fyrir rúmar 200 milljónir að
nafnverði, en umreiknað á
gengi 4,5 er það um 900 milljón-
ir króna.
Hjá ÚA og Kaupþingi Norður-
lands er nú verið að vinna úr
innsendum beiðnum hluthaf-
anna um hlutafjárkaup og verð-
ur þeim innan skamms tilkynnt
um hve stóran hlut þeir fá
keyptan. Jafnframt er ljóst af
undirtektum hluthafanna að
engin bréf verða seld á almenn-
um markaði úr þessu hlutafjár-
útboði, þar sem ekki reynist
unnt að verða við ýtrustu ósk-
um hluthafa um hlutafjárkaup.
-SÁ
Sparisjóður S-Þingeyinga:
Nýr
sparisjóðs-
stjóri
DV-Húsavlk
Gunnar J. Magnússon á Húsa-
vik hefur verið ráðinn spari-
sjóðsstjóri við Sparisjóð S-Þing-
eyinga í stað Dags Tryggvason-
ar.
Gunnar hefur starfað á skrif-
stofu Kaupfélags Þingeyinga
undanfarin ár og mun hefja
störf þann 1. des. nk.
-aga
íslensk kornrækt:
Búist við tvö þús-
und tonna uppskeru
- allt aö Qögurra tonna uppskera á hektara
Komuppskera á íslandi stefnir í
að slá öll fyrri met og að sögn Ólafs
Eggertssonar á Þorvaldseyri er ekki
margt úr þessu sem komið gæti í
veg fyrir það. Tiðarfar hefur verið
mjög gott í sumar til kornræktar og
hægt var að sá snemma þar sem lít-
ill sem enginn klaki var í jörðu eft-
ir síðasta vetur. Alls var sáð í um 7-
800 hektara um allt landi, sem er
mun meira akurlendi en áður hefur
verið lagt undir til kornræktar.
„Við vonumst til þess að uppskeran
geti orðið um tvö þúsund tonn,“ seg-
ir Ólafur.
í meðalárferði má búast við um
tveggja tonna meðaluppskem korns
á hektara á íslandi, en Ólafur telur
að uppskeran geti orðið, þegar upp
verður staðið, 2,5 til 3 tonn á hekt-
ara að meðaltali á landinu öllu, en
þar sem aðstæður eru bestar megi
búast við fjögurra tonna uppskem á
hektarann. Þegar á heildina er litið
má búast við a.m.k. helmingi meiri
kornuppskeru á íslandi en á síðasta
ári.
Kornrækt á íslandi hefur verið að
sækja I sig veðrið og er að sögn Ól-
afs orðin mun öruggari en áður fyr-
ir tilstilli kynbóta á korni í þeim til-
gangi að fá fram fljótsprottnara og
veðurþolnara kom. Kornuppskera-
tíminn hefst í kring um næstu mán-
aðamót.
-SÁ
Kornakrarnir á Þorvaldseyri eru mjög
fallegir yfir að líta og Ólafur Eggertsson
bóndi býst við metuppskeru í ár, þar
sem tíðarfar hefur verið fádæma gott til
kornræktar á þessu ári. Á innfelldu
myndinni sést þegar verið var að
plægja akrana í marsmánuði sl. vor en
hægt var að sá óvenju snemma vegna
þess hve voraði snemma og klaki fór
fljótt úr jörðu.
JDV
Volvo:
Selur bréf í
Pharmacia &
Upjohn
Stjóm Volvo í Gautaborg hef-
ur sett meirihluta af hlutabréf-
um Volvo í lyfjafyrirtækinu
Pharmacia & Upjohn á hluta-
bréfamarkaði i Evrópu og
Bandaríkjunum. Fyrst ákvað
stjórnin að selja 46.000.000 hluti,
eða 2/3 hlutafjáreignar Volvo í
lyfjafyrirtækinu, en í kjölfar
góðra undirtekta hefur verið
ákveðið að setja 6.900.000 hluti í
sölu til viðbótar, en Volvo vænt-
ir þess að fá um 2.700 ísl. kr. fyr-
ir hvern hlut. Samtals er því ver-
ið að selja hlutabréf fyrir 143,1
milljarð fsL króna. Sala hluta-
bréfanna hófst 29. júlí sl.
Ef hlutabréfin seljast öll, að
viðbótarbréfunum meötöldum,
þá verður heildareign Volvo í
lyfjafyrirtækmu 3,3 prósent.
Stjórn Volvo hefur lýst því yfir
að þessi bréf sem eftir verða í
eigu Volvo verði ekki seld á
næstu sex mánuðum.
-SÁ
Eimskipafélagiö:
Nýtt skip á
Norðurleið
Eimskipafélagið fékk
skömmu fyrir helgina afhent
nýtt 9.200 lesta gámaskip sem fé-
lagið hefur tekið á tímaleigu.
Skipið heitir Víkartindur eftir
samnefndu færeysku fjalli og
mun sigla á nýrri siglingaleið
félagsins, svonefndri Norður-
leiö.
Vikartindur er í eigu þýskra
aðila og er nýtt, smíðað í sömu
skipasmiðastöð í Póllandi og
Brúarfoss, hið nýja flaggskip fé-
lagsins. Burðargeta þess er 9.200
tonn og getur það flutt 900
gámaeiningar. Það er 133 metra
langt, 22,9 metra breitt og ristir
7,9 metra.
Hin nýja Norðurleið Eim-
skips hefst í Reykjavík en það-
an er siglt til Þórshafnar i Fær-
eyjum, Hamborgar, Árósa,
Kaupmannahafnaar, Helsing-
borgar í Svíþjóð, Gautaborgar
og Frederiksstad í Noregi. Frá
Frederiksstad er siglt til Reykja-
víkur með viðkomu í Þórshöfn.
-SÁ
Alverðið afar óstöðugt
Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi
íslands og Opna tilboðsmarkaðnum
námu 108.550.100 krónum þann 1.
ágúst sl. og voru breytingar á gengi
hlutabréfa ekki stórvægilegar en
héldu áfram að stíga.
Álverð var sveiflukennt í síðustu
Viku. Það var 1496 dollarar tonnið á
síðasta degi júlímánaðar en féll 2.
ágúst niður í 1481 dollar. Það hélt
síðan áfram að síga og var í 1467
dolluram í fyrradag. Byrjunarverð-
ið i gær var hins vegar 1470 og bú-
ist var við að það færi að stíga úr
þessu eða þegar sumarleyfum lýkur
í iðnríkjunum en að þeim loknum,
þegar hjólin taka að snúast á ný, er
búist við talsverðum breytingum.
Gengi dollarsins gagnvart marki
hélst í 1,47 þýskum mörkum og er
búist við hækkun hans næstu daga.
Búist er við að gengi hans taki í
þessari viku mið af öðrum hagtöl-
um en bandarískum, þó að vissu-
lega verði horft til svonefndrar
Brúnbókar bandaríska seðlabank-
ans sem birt verður í dag. í brún-
bókinni eru upplýsingar um efna-
hagsmál sem lagðar verða fyrir
bankaráð bankans 20 þ.m. Þetta eru
þó nánast eingöngu upplýsingar
sem áður hafa birst einhvers staðar.
Togarinn Haukur seldi afla á
markaði í Bremerhaven 29. ágúst.
Aflinn var aðallega karfi, 139,2 tonn,
en alls var landað 147,5 tonnum úr
skipinu. Meðalverð reyndist 107,74
krónur á kíló. Hæsta verðið fékkst
fyrir grálúðu, tæpar 200 krónur fyr-
ir kílóið en magnið af henni var
hins vegar ekki mikið, eða aðeins
187 kíló. Fyrir utan karfa og grálúðu
var aflinn aðallega ufsi, 3,4 tonn og
blandaður afli4,6 tonn.
Gámafiski var landað í Bretlandi
skömmu fyrir helgina. Hæsta verðið
fékkst fyrir grálúðu, eða 196 krónur
fyrir kílóið. Mest var af ýsu í þetta
sinn, eða 470 tonn, og var meðalverð
á kíló 82,58 krónur. 46 tonn af þorski
voru boðin upp og reyndist kíló-
verðið 108,36 krónur. Heildargáma-
sala í Bretlandi var fyrir 75,4 millj-
ónir króna. Heildarmagnið var 744
tonn og meðalverð á kíló var 101,34
krónur. -SÁ