Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
7
Hið fræga meðal-
tal hagfræðinga
Þessa sögu er
aö finna í Við-
skiptablaðinu.
Hagfræðingar
eru oft gagn-
rýndir fyrir
meðferð sína á
tölum. Ekki síst
liggja hinir
svokölluöu
stæröfræðilegir
hagfræðingar
vel við höggi,
einkum fyrir
hið eilífa með-
altal á öllu. Einu sinni fóru þrír
hagfræðingar til rjúpnaveiöa. Allt í
einu sáu þeir rjúpu. Einn þeirra
skaut þegar í stað en kúlan lenti
um það bil einum metra of langt til
hægri við fuglinn. Annar skaut en
kúlan lenti einum metra til vinstri
við fúglinn. Sá þriðji skaut ekki en
hrópaði upp fagnandi. „Við hitturn!"
Nú liggja skatt-
skrár landsins
frammi og
menn hafa að-
gang að þeim í
hálfan mánuð.
Af einhverjum
ástæðum eru
þær svo teknar
og læstar niður
í skúffu og eng-
inn fær að
skoöa þær
meira nema
starfsfólk skatt-
stofanna. Þegar skattskrárnar eru
lagðar fram keppast fjölmiðlar við
að birta nöfh þeirra sem greiða
hæstu opinberu gjöldin á hverjum
stað. Á dögunum var haft samband
við Skattstofu Austurlands og beðið
um lista yfir hæstu skattgreiðendur
í fjórðungnum. „Þú átt við hákarla-
listann," svaraði starfsmaður skatts-
ofunnar og sendi síðan umbeðinn
nafhalista. Þetta þótti mönnum
býsna gott nafn á þessa skatta-
kóngalista.
DV Sandkorn
Úmsjón Sigurdór Sigurdórsson
Fréttir
Hákarlalistinn
Útdeiling
sakramentis
Þær eru marg-
ar góðar sög-
umar I bókinni
Þeim varð á í
messunni, eins
og lesendur
Sandkoms geta
best dæmt um.
Ein þeirra segir
frá því að ný-
lega hafi tveir
litlir strákar
farið með móð-
ur annars
þeirra í messu.
Fylgdust þeir nú grannt með öllu
sem gerðist 1 kirkjunni. Þegar svo
prestur fór að útdeila sakramentinu
heyrðu þeir ekki orðaskil hjá presti
og hvísluðu að móðurinn: „Hvað er
hann að segja núna?" Hún hvíslaði
á móti og endurtók það sem prest-
urinn sagði: „Líkami Krists, lifsins
brauð, blóð Krists ..Hún komst
ekki lengra þvi ungu mennimir
gripu andann á lofti: „Ha-a, hvar
fékk hann það?“
Sinn er siður í
landi hverju
í Víkurfréttum
var á dögunum
bráðskemmti-
legt viðtaf við
unga konu,
Mörtu Eiríks-
dóttur kennara,
sem flutti með
dóttur sína til
Danmerkur fyr-
ir um það bil
ári. Hún segir
gott að búa í
Danmörku, af-
koman þar sé
mun betri en á íslandi og Danir hið
ágætasta fólk. Hún starfaði í hluta-
starfi á leikskóla í Danmörku og
segir skemmtilega sögu ffá síðustu
jólum. „Við íslendingar erum aldir
upp á draugasögum og á jólum er
siður að hræða börn með Grýlu og
Leppalúða. Það er ekki litið á það
sem eitthvað óhollt heldur átti það
að halda okkur góðum. Fyrir okkur
eru þessir hlutir eölilegir og þegar
ég vildi setja upp leikrit með Grýlu
í leikskólanum hryllti fóstrurnar
við og báðu mig um að vera ekkert
að því, það gæti bara hrætt krakk-
ana. Það þótti hins vegar ekki til-
tökumál að kenna þeim danskar
drykkjuvísur . . .“
Átta kynferöisafbrotamál hafa komið fram á útihátíðum um helgina:
Fleiri konur kæra
- eina leiðin til að stöðva þetta, segir ráðgjafi Stígamóta
Flest kærumál helgarinnar komu fram á hátíðinni Halló Akureyri. Myndin sýnir nokkra gesti þar búa sig til brottfar-
ar á mánudaginn. DV-mynd GK
Átta kynferðisafbrotamál komu
fram á útihátíðum sem haldnar
voru um helgina. Sex mál komu upp
á Akureyri, þar af voru þrjú kærð
til lögreglu, og tvö mál í Vestmanna-
eyjum, sem bæði voru kærð. Þetta
eru fleiri nauðgunarkærur en kom-
ið hafa upp um verslunarmanna-
helgi undanfarin ár.
Ráðgjafar hjá Stigamótum benda
þó á að þó að sjö mál hafi komið upp
á yfirborðið og fjögur þeirra verið
kærð megi búast við að fleiri nauðg-
anir hafi átt sér stað. Að sögn ráð-
gjafa Stígamóta komi sum nauðgun-
armálanna fram síðar en önnur lík-
lega aldrei.
„Það voru tvær nauðganir kærð-
ar til okkar. Önnur þeirra var sér-
staklega hrottaleg þar sem korn-
ungri stúlku var nauðgað og okkur
grunar að fleiri en einn hafi komið
þar við sögu. Það hefur enginn ver-
ið handtekin enn- vegna þessara
mála en við vinnum að rannsókn
þeirra," sagði. Halldór Sveinsson,
rannsóknarlögreglumaður í Eyjum,
við DV.
Fleiri konur kæra
„Þetta eru alltaf sláandi tölur en
breytingin finnst mér vera að það
eru fleiri konur sem kæra nú en
áður. Það er tilfínning okkar hjá
Stígamótum að fræðslan um þessi
mál sé að skila árangri að því leyti
að konur eru farnar að leita sér
hjálpar fyrr en hefur tíðkast og
kæra oftar nauðganir. Það er því
greinilega komin sterkari meðvit-
und meðal kvenna um þessi mál.
Það er mjög jákvætt því einhvern
veginn verður að stöðva nauðganir
og eina leiðin til þess er að kæra
þennan hroðalega verknað," sagði
Ragna Guðbrandsdóttir, ráðgjafi hjá
Stigamótum, við DV.
„Það er engin spurning að flestar
nauðganir yfir eina helgi eiga sér
stað um verslunarmannahelgina.
Útihátíðirnar eru langlíklegasti
vettvangurinn fyrir nauðganir. Það
eru líka mörg nauðgunarmál sem
koma ekki upp á yfirborðið strax og
sum gera það kannski aldrei. Okkar
reynsla er sú að nauðgunarmál tín-
ast inn á borð til okkar þegar líður
á ágúst og jafnvel í vetur. Þetta eru
þá nauðgunarmál sem eru ekki
kærð og ekki fjallað um þegar þau
gerast.
Okkur hjá Stígamótum finnst það
mjög súrt og hrein synd að við
skyldum ekki vera látnar starfa á
þessum hátíðum. Við höfum mesta
þekkingu og reynslu í þessum
nauðgunarmálum og hefðum
kannski getað styrkt gæsluna í þess-
um málum og hvað þyrfti að passa
sérstaklega. Ég býst ekki við að við
hefðum getað komið í veg fyrir
nauðgun en við hefðum verið mjög
vel í það búnar að styðja þær konur
sem lentu i þessu og um hvernig
eigi að bregðast við þessu áfalli. Það
eru skipuleggjendur hátíðanna sem
ákveða hverja þeir vilja láta starfa
þarna og þeir töldu sig hafa fólk
sem gæti sinnt þessu,“ sagði Ragna.
-RR
Drykkjuskapurinri:
Unglingar
eru spegil-
mynd full-
orðinna
- segir Ólafur H. Árnason
Ljóst er að landinn innbyrti gífur-
legt magn af áfengi um verslunar-
mannahelgina.
Mikið var um að unglingar allt
niður í fjórtán ára væru á ferð eftir-
litslausir, og víst þykir að margir
þeirra hafi haft áfengi um hönd.
Ólafur Haukur Árnason, formað-
ur Áfengisvamaráðs, segir ekki
skrýtið þó unglingamir vilji prófa
að drekka áfengi því það sé haft fyr-
ir þeim að það sé sjálfsagt að drekka
ef fólk ætlar að skemmta sér. Ung-
lingarnir séu bara spegilmynd af
fullorðna fólkinu og temji sér eðli-
lega svipaða siði og það.
„Ég held að þetta sé agaleysi ís-
lendinga að kenna. Af einhverjum
ástæðum eiga unglingarnir ekki í
neinum vandræðum með að ná sér I
áfengi og þar liggur vandamálið.
Drykkjan sjálf er auðvitað afleiðing
þessa en það er alveg ljóst að þarna
er verið að brjóta lög, einhverjir út-
vega áfengið. í Bandaríkjunum
t.a.m. er lögum betur framfylgt og
lögaldur til áfengiskaupa er hærri.
Hér erum við ekki síst að glíma við
það hugarfar fólks að það sé sjálf-
sagt að nota áfengi til að skemmta
sér,“ sagði Ólafur. -gdt
Lifnar yfir veið-
unum í Smugunni
Um síðustu helgi lifnaði heldur
yfir veiðum íslensku togaranna í
Smugunni. Að sögn Péturs 0. Sverr-
issonar, hjá íslenskri aflamiðlun,
virtist sem líf væri loks að lifna á
svæðinu. Engar tölur éru þó hald-
bærar enn þá. Um helgina voru 25
íslenskir togarar að veiðum í Smug-
unni en voru 30 þegar mest var á
dögunum.
Veiðin hefur verið fádæma dræm
á svæðinu síðustu vikur, mun lak-
ari en á sama tíma i fyrra. -S.dór
Ef þú kaupir þvottavét,
án þess að skoða AEG þvottavélar.
AEG
AEG
Lavamat 6955
Lavamat 9205
aegDŒEEIí]
AEG þvottavélar eru
á um það bit
27.000 íslenskum
heimilum.
•
AEG þvottavélar
eru á tvöfalt fteiri heimitum.
er næst algengasta
þvottavélategundin.
•
Yfir 857» þeirra sem
eiga AEG þvottavel.
mundu vilja kaupa AEG aftur
Hvað segir þetta þer
um gæði AEG þvottavéla7
Eða AEG yfirleitt?
Þriggja ára
ÁBYRGÐ Á ÖLLUM
AEG
ÞVOTTAVÉLUM
...er það eins og
ferð til Egyptalands
án þess að skoða
1 jr jr ■
Gerð
LAVAMAT 508
LAVAMAT 9205!
sn.pr. mín.
BS
700 - 1000
LAVAMAT 9451 700 - 1200 si
LAVAMAT 6955 I 700 - 1500
Staðgr.
79
500
106
900
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir,
Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin,
Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvfk.Straumur.ísafirði.Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hólmavfk.
Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. SkagfirðingabúðiSauðárkróki. KEA
byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urð,
Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga,
Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn.
Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs,
Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Roykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg,
Grindavík.