Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
11
Fréttir
Auknar rekstrartekjur ríkissjóðs:
Sýna mikið launaskrið
og skýr merki um þenslu
- segir Sighvatur Björgvinsson alþingismaður
Heildartekjur ríkissjóðs á fyrri
helmingi ársins urðu 64,7 milljarðar
sem er 4,5 milljörðum meira en
áætlað var. Að mati fjármálaráðu-
neytisins verða viðbótartekjur rík-
issjóðs á árinu öllu ekki undir
þremur milljörðum króna.
Skýringar ráöuneytisins á þess-
um auknu tekjum eru þær að meiri
umsvif eru í efnahagslífinu en gert
var ráð fyrir, m.a. vegna aukins
fiskafla. Þá er kaupmáttur heimil-
anna meiri og atvinnuleysi minna.
Ráðuneytið telur að um helming
tekjuaukans megi rekja beint til
„meiri launa- og tekjubreytinga en
forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir“,
eins og segir í fréttatilkynningu
ráðuneytisins. Þá segir að tekjur
hafi aukist verulega af innflutnings-
og vörugjöldum, m.a. vegna mikils
innflutnings neysluvara, ekki síst
bíla og heimilistækja.
„Skýringin á þessu er sú að það
er byrjað launaskrið í þjóðfélaginu.
Tekjur fjölskyldnanna verða mun
meiri á árinu 1996 en áætlað var á
grundvelli kjarasamninga o.fl,“ seg-
ir Sighvatur Björgvinsson alþingis-
maður í samtali við DV.
Sé um tiltölulega fáa hópa að
ræða, eins og haldið hefur verið
fram, þá er launaskriðið hjá þeim
mjög mikið, að mati Sighvatar, þar
sem um allháar meðaltölur er að
ræða í þessum tölum ráðuneytisins.
„Sé hins vegar um almenna launa-
uppsveiflu í þjóðfélaginu að ræða þá
eru allir að fá auknar tekjur um-
fram forsendur kjarasamninga og
um það þarf að afla upplýsinga,"
segir Sighvatur.
Auknar tekjur ríkissjóðs vegna
meiri innflutnings á bílum og
heimilistækjum helst í hendur við
vaxandi skuldir heimilanna og
þýðir það að fólk er ekki einungis
að ráðstafa auknum tekjum sínum
heldur líka að eyða fyrirfram.
Þetta eru skýr þenslumerki, að
mati Sighvatar, og það sé að skap-
Hvalfjarðargöngin:
Vilja tengiveginn
vestan Akrafjalls
ast hætta á að verðbólga fari vax- ar skuldabréfa ríkisins og nýs út-
andi og vextir hækki, eða í það boðs á lægri vöxtum.
minnsta lækki ekki, eins og þeir -SÁ
ættu að gera í í kjölfar innköllun-
9 0 4 * 5 0 0 0
Verð aðeins 39,90 mín.
*
I Þú þarft aðeins eitt símtal
| í Lottósíma DV til að fá nýjustu
i tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó
! og Kínó *
LOTíOs/mi
9 0 4 - 5 0 0 0
Fyrirhuguö
hraðbraut
Grunnafjoröur
Tilllaga Akurnesinga
Akrafjall
4k Vf*
Innri-Akraneshr.
Akranes
Fyrirhuguð
Innri-Akraneshr. Núverandi vegur veröur hraöbraut
malbikaður í sumar
DV, Akranesi
Bæjarráð Akraneskaupstaðar hef-
ur skorað á ríkisstjómina að beita
sér fyrir því að aðalvegtengingin
vegna Hvalfjarðaganga verði vestan
Akrafjalls, yfir Grunnafjörð. Þetta
er í samræmi við svæðisskipulag
sveitarfélaganna sunnan Skarðs-
heiðar frá október 1994 og álitsgerð
Hvalfjarðarnefndar frá 1992.
Góð tenging við aðalvegakerfi
landsins hefur mikla þýðingu fyrir
framtíðarþróun atvinnulífs á Akra-
nesi og Vesturlandi i heild. Umrædd
vegtenging styttir vegalengdir á
milli byggðarlaga umtalsvert sem er
þýðingarmikið vegna samskipta
þessara byggðarlaga í heilbrigðis-
málum, skólamálum og fleiri mál-
um.
Bæjarráð minnir á þjóðhagslegt
mikilvægi svæðisins sunnan
Skarðsheiðar, meðal annars vegna
iðnaðaruppbyggingar við Grundar-
tanga. Bent skal á að miklu máli
skiptir að framtíðarskipulag svæð-
isins liggi ljóst fyrir hið fyrsta hvað
varðar samgönguleiðir, til að eyða
óvissu og koma í veg fyrir óþarfa
kostnað og tvíverknað. Bæjarráð
Akraness væntir þess að ríkis-
stjómin taki þessari málaleitan vel stjómvalda sem fyrst. -DVÓ
og aö hún fái jákvæða umfjöllun
S ujraonnarl oður
syfiíMRar
I fu! I tf m gangi á 3 ju hié í Kringlunni
S*K*I *F -A-N
Mikið úrval af geislaplötum frá 199 kr. • kassettum frá 99 kr.
myndböndum frá 299 kr. • tölvuleikjum frá 599 kr.
Mýjíir vipjr