Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aóstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVlK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins! stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
„Dauðir" með merkimiða
Sú minning nýliðinnar verslunarmannahelgar, sem
upp úr stendur, er stutt myndskeið úr sjónvarpsfréttum.
í geymsluskýli nokkru á Akureyri lágu áfengisdauðir
unglingar í röðum. Teppi höfðu verið breidd yfir rænu-
laus ungmennin og þau merkt með gulum miðum, rétt
eins og lík í líkhúsi. Sýnin var ógeðfelld en táknræn fyr-
ir þær ógöngur sem sumar útiskemmtanir þessarar helg-
ar eru komnar í.
Sannkallað ófremdarástand ríkti á Akureyri um helg-
ina. Þar var fjölmennasta útihátíðin og hún var haldin í
bænum sjáifum. Akureyri er fallegur bær og snyrtilegur
en sú lýsing átti ekki við um verslunarmannahelgina.
Fylliríið og sóðaskapurinn var yfirgengilegt og ástandið
á tjaldsvæðinu hroðalegt að sögn yfirmanns svæðisins.
Það þoldi ekki álagið enda margfalt fleiri gestir en gert
er ráð fýrir. Fólkið ældi og meig þar sem það stóð, svo
notuð séu orð stjórnandans á svæðinu.
Lögreglan á staðnum hafði í nógu að snúast. Fimmtán
til tuttugu fíkniefnamál komu á borð Akureyrarlögregl-
unnar. Fimm kynferðisafbrot voru til rannsóknar, mað-
ur var stunginn í brjóstið með hnífi og annar varð fyrir
árás hóps og skaðaðist alvarlega á auga. Fjöldi annarra
mála var og til rannsóknar, skemmdarverk og þjófnaðir.
Þótt ástandið hafi verið slæmt núna á Akureyri er
þetta ástand þekkt frá fyrri verslunarmannahelgum og
öðrum mótssvæðum. Það gæti því orðið annars staðar á
landinu næsta ár. En það er ekki náttúrulögmál að sauð-
drukkin ungmenni vafri um og mörg viti sínu fjær af
drykkju. Þetta þarf ekki að vera svona og það hlýtur að
mega koma skikki á málin með átaki. Það gerist ekki
með því að banna útisamkomur heldur með því að ná
tökum á því sem er að gerast og stjóma samkomuhald-
inu. Ábyrgðin er að hluta þeirra sem halda samkomurn-
ar og eiga íjárhagslegra hagsmuna að gæta. Skemmtun-
in á Akureyri var auglýst og fyrir helgi var ljóst að
straumurinn lá þangað. Þó voru mótshaldarar óviðbún-
ir þeim fjölda sem mætti. í annan stað er það vafasamt
að efha til „orgíu“ sem þessarar inni í miðjum bæ. Þar
vom þeir sem verst létu sjálfum sér og öðrum til ama og
leiðinda.
Mest er þó ábyrgð foreldra. Það er engin hemja að
fjórtán eða fimmtán ára gömul börn sæki samkomur
sem þessar ein síns liðs. Foreldrar verða að taka í
taumana. Sé um fjölskylduhátíð að ræða fara foreldrar
væntanlega með ungmenninu. Byggist samkoman hins
vegar að mestu á sukki og svínaríi hefur barnið ekkert
þangað að gera, hvorki eitt né í hópi jafnaldra.
Það er vitað að á þessum sukksamkomum neyta mörg
ungmenni í fyrsta sinn áfengis. Þau kunna ekki með það
að fara eins og dæmin sanna. Hætta er einnig fyrir
hendi að þau komist í tæri við önnur og hættulegri
vímuefni. Þá er það einnig þekkt að margir fá sína
fyrstu kynlífsreynslu á sömu stöðum og í afar misjöfnu
ástandi. Kynferðisglæpir hafa verið fylgifiskar þessara
samkundna og því er óhætt að segja að margir búi við
dapra reyslu af því sem átti að vera svo skemmtilegt.
Það þarf að breyta hugarfarinu. Þessar „orgíur“ eru
alls ekki sjálfsagðar. Menn hljóta að geta skemmt sér
með öðrum hætti undir berum himni að sumarlagi en
svona. Að því þurfa foreldrar og forráðamenn unglinga
að gæta.
Þá er það umhugsunar- og rannsóknarefni hvar þau
börn, sem veltast um dauðadrukkin á útihátíðum, ná í
áfengi? Jónas Haraldsson
Af fréttum umliðinna daga af
Hafnarfjarðarkrötum gætu sumir
dregið þá ályktun að Alþýðuflokk-
urinn í Hafnarfirði hefði verið
sóttur til saka og dæmdur fyrir
skilasvik og fjárdrátt!
Auðvitað er þetta fjarstæða.
Ekkert er fjær sanni. Alþýðuflokk-
urinn í Hafnarfirði hefur auðvitað
hreinan skjöld í þessum efnum
sem öðrum og einbeitir sér að því
að stýra bæjarmálum í Hafnarfirði
með farsælum og árangursríkum
hætti.
Sterk viöbrögö
Til að taka af öll tvímæli varð-
andi þessar fréttir af þeim löghrot-
um, sem eðlilega hafa kallað fram
sterk viðbrögð og vangaveltur um
hafnfirska bæjarmálapólitík, þá er
rétt að geta þess að þama er um að
ræða dóm yfir einum bæjarfull-
Innan Alþýöuflokksins í Hafnarfiröi benda menn á aö meirihlutasam-
starfiö meö tveimur sjálfstæöismönnum sé enn ■ fullu gildi, segir m.a. í
grein Guömundar Árna.
Þetta er staðan
í Hafnarfirði
kenndist af uppákom-
um og innihaldslausu
orðagjálfri.
Hins vegar lágu engar
upplýsingar fyrir á-
þeim tíma um mála-
rekstur á hendur áður-
nefndum bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
þegar hann gekk til
samstarfs við Alþýðu-
flokkinn um nýjan
meirihluta. Raunar var
sérstaklega spurt um
það við myndun meiri-
hluta, í ljósi gjaldþrots
Hagvirkis haustið
áður, hvort einhverjir
frekari eftirmálar yrðu
vegna þessa gjaldþrots.
Því var svarað afdrátt-
„Hver sem niðurstaða þessarar
umræðu og skoðanaskipta verður
innan Alþýðuflokksins er mikil-
vægt að Alþýðuflokkurinn verði
áfram í forystu í bæjarmálum í
Hafnarfirði. “
Kjallarinn
Guðmundur Árni
Stefánsson
alþingismaöur
trúa Sjálfstæðis-
flokksins vegna
brota sem framin
voru að stærstum
hluta sumarið 1994
en þá störfuðu sam-
an í meirihluta bæj-
arfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins,
fjórir, og Alþýðu-
bandalagsins, tveir,
í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar. Sá ein-
staklingur sem hlut
á að máli var þá
framk væmdastj ór i
og aðaleigandi stórs
verktakafyrirtækis í
Hafnarfirði og lét
undir höfuð leggjast
að skila rétthöfum
virðisaukaskatti,
auk staðgreiðslu-
skatts, félagagjalda
og meðlags-
greiðslna sem þá
þegar höfðu verið
dregin ;af síarfs-
mönnum.
Hér er því miður
ekki um einsdæmi
að ræða þegar fyr-
irtæki eru í fjár-
hagserfiðleikum og
lenda síðan í gjaldþroti. Það breyt-
ir því þó ekki að um alvarlegt mál
er að ræða, lögbrot sem á ekki og
má ekki líta framhjá og taka létt á.
Opna skjöldu
Alþýðuflokkurinn hóf meiri-
hlutasamstarf við tvo bæjarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins sumarið
1995 þegar meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðubandalagsins
sprakk á limminu og gafst upp við
stjórn Hafnarfjarðarbæjar. Þá var
mikilvægt að mynda starfhæfan
og kröftugan meirihluta undir
traustri forystu Alþýðuflokksins
til að fá hjólin til að snúast á nýj-
an leik í bænum eftir hið glataða
ár undir stjórn Alþýðubandalags
og Sjálfstæðisflokks sem ein-
arlaust neitandi.
Þess vegna kom það alþýðu-
flokksmönnum algerlega í opna
skjöldu þegar það kom síðar fram
að mál hefði verið höfðað á hend-
ur þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins vegna skilasvika og
fjárdráttar sem lyktaði með sekt-
ardómi og skilyrðislausum fang-
elsisdómi fyrir nokkrum dögum.
Alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði
líta þetta mál mjög alvarlegum
augum og ljóst er að þessi sam-
starfsaðili flokksins hefur veikst
umtalsvert. Eðlilega eru þvf skipt-
ar skoðanir um það innan Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði hvort þess-
ir samstarfsaðilar flokksins í Sjálf-
stæðisflokki hafi þann pólitíska
styrk sem nauðsynlegur er eftir
þessa atburði.
Sumir telja að svo sé ekki og
þess í stað eigi Alþýðuflokkurinn i
Hafnarfirði nú að leita samstarfs
við Alþýðubandalagið um mynd-
um nýs meirihluta. Það eigi að
grafa stríðsaxirnar frá árinu 1994
þegar Alþýðubandalagið fór sam-
an með Sjálfstæðisflokknum og
það eigi að treysta samstarf þess-
ara vinstri flokka á nýjan leik en
þeir hafa einatt áður átt góða sam-
leið og samstarf í hafnfirskum
bæjarmálum.
Jafnframt benda ýmsir á að
samstarf þessara tveggja A-flokka
nú yrði raunverulegt framlag til
þeirrar sivaxandi og eðlilegu um-
ræðu sem víða á sér stað í þjóðfé-
laginu um nauðsyn á samvinnu
jafnaðarmanna hvar i flokki sem
þeir standa.
í forystu áfram
Aðrir innan Alþýðuflokksins í
Hafnarfirði benda hins vegar á að
meirihlutasamstarfið með tveim-
ur sjálfstæðismönnum sé enn í
fullu gildi, jafnvel þótt áðurnefnd-
ur bæjarfúlltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins hverfi um lengri eða skemmri
tíma af vettvangi stjórnmálanna.
Meirihlutinn standi eftir sem
áður með fimm bæjarfulltrúa Al-
þýðuflokksins og þá einn bæjar-
fulltrúa sjálfstæðismanna.
Hver sem niðurstaða þessarar
umræðu og skoðanaskipta verður
innan Alþýðuflokksins er mikil-
vægt að Alþýðuflokkurinn verði
áfram í forystu í bæjarmálum í
Hafnarfirði. Flokksfólk mun taka
sinar ákvarðanir á næstu dögum
og leiða málið til lykta með lýð-
ræðislegum hætti á fundi trúnað-
armanna flokksins. Hver sem nið-
urstaðan verður er mikilvægt að
Alþýðuflokksfólk í Hafnarfirði
styðji hana og virði og starfi áfram
af krafti og einurð að því verkefni
að gera góðan bæ enn betri. Það
gerist eingöngu undir styrkri
stjórn Hafnarfjarðarkrata.
Guðmundur Árni Stefánsson
Skoðanir annarra
Farsóttin fíkn
„Hvar ánetjast unga fólkiö eiturefnafikninni og
hver er sá lífsstíll sem það tekur sér til fyrirmynd-
ar? Hvar telja sölumenn vænlegast að leggja gildrur
sínar? Ef þeir sem eru að fást við fíkniefnavandann
þora að leita svara við svona spumingum gæti ver-
ið að þeim yrði meira ágengt en með sífelldu bulli
um vonda smyglara og að herða þurfi tollgæslu og
eiturefnaleit, og standa svo frammi fyrir því að fikn-
in breiðist út eins og skæð farsótt með sífellt meira
framboði og aukinni eftirspum."
Úr forystugrein Tímans 2. ágúst.
Einkennilegt val
„í ljósi þess hve útlendingar og samskiptin við þá
virðast mikilvæg í augum íslendinga er einkennilegt
aö rúm 40% þeirra skyldu í (forseta)kosningunum
velja frambjóðanda sem um árabil kaus að taka sér
stöðu í þeirri stjórnmálafylkingu sem hve hatramm-
ast barðist gegn mörgum helstu gmndvallarþáttun-
um í utanríkisstefnu þjóðarinnar undangengna ára-
tugi, það er að segja samstarfi íslendinga við ná-
granna- og vinaþjóðir sínar um viðskipti og vamir.“
Vilhelm G. Kristinsson í Mbl. 3. ágúst.
Einn hátæknispítali nægir
„Rökin fyrir sameiningu sjúkrahúsanna eru ein-
faldlega þau, að íslendingar em ekki fiölmennari er
svo, að hér þarf ekki meira en einn hátæknispítala.
Jafnframt hefur það Itrekað komið fram í umræðum
um stóraukinn kostnað við heilbrigðiskerfið, að sá
kostnaður tengist ekki sízt þeirri hátækni, sem nú
ryður sér til rúms í spítalarekstri. Það er óþarfi og
ástæðulaust, að tvö stór sjúkrahús standi I sam-
keppni um, hvort þeirra sé betur búið tæknilega
séð.“
Úr forystugreinum Mbl. 3. ágúst.