Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 13 Tvö þúsund manna hötel Ekki eru nema 100 ár síðan um 90% þjóðarinnar bjuggu í sveitum. Nú hefur þetta snúist við og að- eins tæp 10% landsmanna búa í dreifbýli. Þeim fækkar sifellt sem eiga ættingja og vini í sveitum og fæstir af þeirri kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi í þéttbýlinu hafa möguleika á að rækta lifandi tengsl við uppruna sinn. Afleiðing er „Afleiöingin er þverrandi skiln- ingur þessara þjóðfélagshópa á högum hvor annars sem getur leitt til þess að óbrúanleg gjá myndast milli þéttbýlis og dreif- býlis Kjallarmn Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari „Nú bjóða um 120 aöilar ferðaþjónustu af ýmsu tagi undir merkjum Feröa- þjónustu bænda,“ segir m.a. í grein Unnar. þverrandi skilningur þessara þjóð- félagshópa á högum hvor annars sem getur leitt til þess að óbrúan- leg gjá myndist milli þéttbýlis og dreifbýlis. Slíkt hefði í för með sér mikla hættu fyrir fámenna þjóð eins og íslendinga, þéttbýli og dreifbýli geta hvoragt án hins ver- ið. í því sambandi koma mér í hug orð sem Vigdís Finnbogadóttir for- seti lét eitt sinn falla; „Ef sveitirn- ar fara í eyði hætta ís- lendingar að vera þjóð.“ Aö skapa tengsl Ýmislegt hefur verið gert til þess að treysta á ný tengslin milli dreyf- býlis og þéttbýlis. Ég vil hér nefna einn þátt sem telja verður til sérstakr- ar fyrirmyndar en það er ferðaþjónustu hjá bændum. Þessi starf- semi mun fyrst hafa verið reynd upp úr 1970 fyrir forgöngu Flugfé- lags íslands en fékk síð- an nýjan þrótt með stofnum Samtaka ferða- þjónustubænda árið 1980. Nú bjóða um 120 aðilar ferðaþjón- ustu af ýmsu tagi undir merkj- um Ferðaþjón- ustu bænda. Samanlagt reka þessir bændur stærsta gistihús landsins með gistimöguleika fyrir um 2.000 manns. Nótt í fjárhúsi í byrjun júlí átti ég þess kost að kynnast þessari þjónustu af eigin raun, annars vegar á Narfastöðum í Reykjadal hjá Inga Tryggvasyni og hins veg- ar á Víkingavatni í Kelduhverfi. Á Narfastöðum hefur stóru og mynd- arlegu fjárhúsi og hlöðu verið breytt í gistihús með veitingaað- stöðu fyrir um 70 manns. Á Vík- ingavatni geta hjónin Auður Lár- usdóttir og Jóhann Gunnarsson boðið allt að 8 manns gistingu á heimili sínu. Á báðum þessum stöðum er frá- bær þjónusta og húsráðendur gefa sér tíma til þess að spjalla við gesti sína og fræða þá. Slík tengsl era öðru fremur til þess fallin aö koma í veg fyrir að gjá myndist milli dreyfbýlis og þéttbýlis. Unnur Stefánsdóttir Misskilin góðmennska í vímuefnamálum Flest það fólk sem virkjar sig gegn vímuefnum vill annaðhvort vel eða vill sýnast gott sjálft. Hvor- ugt á við í þeim raunveruleika sem þessi efni era. Það sem á við er að ráða því sem hægt er í þess- um málum. Varðandi áfengið þá er auðvelt að búa það til og viljinn það mikill að nota það að bann á því er ekki framkvæmanlegt. Það sem er hægt að ráða er að halda því innan hjarðreglunnar. Og hvað þýðir það? Það þýðir að regl- ur séu hafðar um drykkjuna. Reglur fyrir börnin Og hvaða reglur setur maður bömum sínum um þetta? Það er einfalt. Aldrei drekka óblandaða sterka drykki, ekki kaupa sterkara en 40%, byrja aldrei að drekka fyrr en eftir kvöldmat, koma sér alltaf í eigið rúm, drekka aldrei daginn eftir, drekka ekki oftar en aðra hverja helgi, aldrei að drekka einn og einn drykk utan þessara marka, einsetja sér að akstur og áfengi fari ekki saman. Aldrei að drekka einsamall. Síðan á að inn- ræta unga fólk- inu að það sé ekkert endilega rétt að líða alltaf vel, það skuldar okkur enginn að okkur líði vel, og hver beri óá- nægju sína, sé ekkert að flíka henni. Hægt er að láta unga fólkið í friði ef það heldur sig innan þess- ara marka en vanda um annars. Þá tilheyrir þetta eðlilegri fram- komu og rikjandi reglu, henni er að miklu leyti hægt að ráða. Það sem við síðan segjum unga fólkinu er að þannig endist þeim að hafa ánægju af víninu, annars verði vandræði sem það verður að taka á. Ofstæki Hin sterku efni, sem gerbreyta skaphöfn og líferni, eru allt annað mál. Allt aðrar reglur, vegna þess að þær eru brot á reglum um hvernig nota beri vímuefni og utan við allt velsæmi. Og hvaða reglur? Neysla sé í sjálfu sér lögbrot, sá sem veitir eða sel- ur vímuefni verði tal- inn aðili að morðtil- ræði með því að eitra fyrir fólk. í þessu setjum við upp annan skilning á eitrun en nú er. Við verðum að skilja að sum efhi eru félagslega eitrað. Og að eitra félagslega fyrir fólk er refsivert á sama hátt og eitra fyrir líkama þess. Reyndar er oftast um bæði að ræða. Síðan er að fjarlægja hug- tökin eiturlyf, vímugjafa, dóp og annað og tala að lögum einungis um eitur. Sá sem selur fólki eitur eða gefur því eitur er þvi glæpa- maður skv. því. Sá sem er tekinn fyrir neyslu skuldar að segja frá hver eitraði fyrir hann og hvernig. Síðan ver samfélagið sig gegn frek- ari eitrunum með því að leggja ekki sama skilning í refsingu og fyrir aðra glæpi. Held- ur bregst við til að koma í veg fyrir frek- ari eitruij. Ef með þarf þá er að safna þeim sem eitra í búðir og halda þeim sér. Ekki fangelsa eins og við öðrum brotum heldur dæma til eftirlits svo að ein- staklingar valdi ekki frekari eitrunum. Meðal annars að synja þeim um lyfja- flokka sem hafa svip- uð áhrif og eitrið sem er til sölu og dreifing- ar. Vegná þess að þeir lyfjaílokkar vekja upp löngun. íslenskir ríkisborgarar, sem standa í eitursölu erlendis, verði teknir heim í búðir jafnóðum og þeir era gripnir erlendis. Þetta gerum við til að ráða sjálf okkar reglum. Góðmennsku okkar snú- um við til þeirra sem ekki verður eitrað fyrir vegna aðgerða en lát- um þá sem eitra taka afleiðingun- um og læknum þá sem hægt er. Þorsteirm Hákonarson „Síðan á að innræta unga fólkinu að það sé ekkert endilega rétt að líða alltaf vel, það skuldar okkur enginn að okkur líði vel, og hver beri óánægju sína, sé ekkert að flíka henni. “ Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri Með og á móti Haffærisskírteini fyrir vík- ingaskipið ísiending Gunnar Marel Egg- ertsson skipasmið- 1100 ára gap „Grundvall- arrökin eru þau að Sigl- ingamálastofn- un íslands er að fara eftir reglugerð sem er samin á okk- ar tímum. Hún á alls ekki við um smíði á þessu skipi. u,‘ Það er þarna 1100 ára gap sem ekki er hægt að brúa með nútíma reglugerð. Mín rök eru þau að þessi stífa á milli enda, sem Siglingamálastofnun fer fram á að sett verði í vikinga- skipið, eigi alls ekki heima þar. Skipið er byggt frá grunni til þess að bogna og svigna að vissu marki. Stífan minnkar allan sveigjanleika skipsins og dregur úr siglingaeiginleikum þess. Hún myndi ýta skipinu í sundur að framan og aftan. Gnmdvallarfor- múla þessa skips var ákveðin fýrir 1100 áram þegar Gauks- staðaskipið var byggt um 870. Þar áður átti sér stað árhundr- aða þróun í smíði og gerð skipa af þessu tagi. Það er ekki nokkur glóra að ætla að yfirfæra nútíma- reglur á þessa gerð af skipi. Það verður einnig að taka það fram að ísland á að vera samstiga nor- rænum reglum um útbúnað skipa. Annars staðar á Norður- löndum hefur fengist leyfl fyrir skipum af þessu tagi, en af ein- hverjum ástæðum gildir það sama ekki hér á íslandi. Ef ég fæ ekki leyfið frá Siglingamálastofn- un er ég ákveðinn í að afskrá skipið á íslandi og skrá það í Noregi. Það mun þá sigla undir norsku flaggi í staðinn." Akveðin grundvallar- atriði „Astæðan fyrir því að skipið hefur ekki fengið haffærisskír- teini enn er sú að björgunar- búnaðurinn var ekki bú- inn að upp- fylla þau at- riði sem sett voru upp sem lágmarks- krafa. Einnig styrkingai' á skip- inu sem búið var aö komast að samkomulagi um að yrðu gerðar. Við verðum að halda okkur við ákveðin grundvallaratriði því að reglurnar sem við erum með eru byggðar á ákveðnum styrkleika skipa. Við höfum reynt að taka fyllsta tillit til þess að um er að ræða skip sem ekki verður notað nema á afmörkuðum svæðum yfír sumarið. Þama er verið að biðja um leyfi fyrir skip þar sem ætlunin er að flytja farþega og skólabörn. Við teljum að það sé stór munur á því hvort skipið verður aðeins til eigin nota eða hvort nota á skipið til farþega- flutninga. Þó að teikning skips- ins taki mið af því sem það var uppranalega ætlað til, þá er mik- il breyting á reglum í dag og þeim sem smíðað var eftir á landnámsöld. Hitt skil ég vel að Gunnari Marel finnist málið hafa gengið seint. Það held ég að sé bæði seinagangur af hálfu Siglingamálastofnunar og af þeirra hendi. Ég get alveg sam- þykkt það að margt heföi getað gengið hraðar fyrir sig hjá Sigl- ingamálastofnun." -ÍS Páll Guðmundsson, deiidarstjóri hjá Siglingamáiastofn- un.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.