Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Side 18
18
íþróttir
KR-ingar koma til Mozyr í dag:
Mikil uppbygging í
gangi hjá Mozyr
- níu ára gamalt félag sem er komið á toppinn
Fylkir og Keflavík
leika í kvöld
Tvö af neðstu liðum 1. deildar-
innar í knattspyrnu, Fylkir og
Keflavík, mætast í kvöld á Fylk-
isvelli klukkan 19. Þessum leik
var frestað fyrir mánuði vegna
þátttöku Keflvíkinga í Intertoto-
keppninni.
Keflavík, Fylkir og Breiðablik
eru jöfn á botni deildarinnar
með 7 stig hvert. Keflavík hefur
leikið 9 leiki, Fylkir 10 og
Breiðablik 11. Það er því óhætt
að segja aö leikurinn í kvöld sé
einn af úrslitaleikjum fallbarátt-
unnar.
Spáð góðu gengi
íslendingaliðunum í þýsku 1.
deildinni er spáð góðu gengi í
vetur. Slagurinn um sigurinn
verður á milli Kaiserslautern,
Eintracht Frankfurt, Hertha
Berlín, Bayer Uerdingen og
Mannheim. Þjálfari Mannheim,
sem Bjarki Gunnlaugsson leikur
með, segir að ef Kobylanski og
íslendingurinn vinni vel saman
ætti liðið möguleika á að komast
upp. Lið Eyjólfs Sverrissonar,
Hertha Berlín, hefur styrkt sig
mikið og er líklegt til afreka.
Stoke gerir samning
1. deildar lið Stoke geröi um
helgina þriggja ára samning við
Asics og er verðmæti hans um
110 milljónir króna. Þetta er
stærsti auglýsingasamningur
sem Stoke hefur gert.
Tippað á United
Intertops-veðbankinn gaf um
helgina út líkumar fyrir hver
verður meistari í ensku úrvals-
deildinni í vetur sem hefst 17.
ágúst. Manchester United er þar
sett efst á blað, Liverpool er sett
í annað sætið, Newcastle í þriðja
og Arsenal í fjórða.
Skorar Helgi?
Um næstu helgi fer fram 1.
umferð í þýsku bikarkeppninni í
knattspymu. Þá mætir Tennis
Borussia Berlín, lið Helga Sig-
urðssonar, stórliði Bayern
Munchen. Það verður gaman að
sjá hvert Helgi heldur þar upp-
teknum hætti að skora. Á sama
tíma leikir Mannheim gegn
Chemnitzer og Hertha Berlín við
Landmark Stendal.
Sforza til Inter Miian
Svisslendingurinn Ciriaco
Sforza hjá Bayern gekk í gær til
liðs viö Inter á Ítalíu sem þurfti
að punga út 270 milljónum
króna. Hann skrifaði undir til
1999 og fær 40 milljónir á ári.
Jarni til Liverpool?
Roy Evans framkvæmdastjóri
Liverpool var í Sevilla um helg-
ina í viðræðum við Real Betis
um hugsanleg kaup enska liðs-
ins á Roberto Jarni. Líklegt er aö
Liverpool bjóði í dag um 310
milljónir í þennan snjalla
Króata.
Áfall hjá Derby
Derby County varð fyrir áfalli
um helgina þegar í ljós kom að
Ashley Ward þyrfti að fara í að-
gerð og verður frá keppni til 20.
september. Derby keypti hann
frá Norwich á sl. vori.
Southall til Wolves
Nú er talið nær öruggt að
Neville Southall, markvörður
Everton, fari til Wolves í vik-
unni. Ákvæði var í samningi
kappans við Everton um að ef
nýr markvörður yrði keyptur
væri Southall frjálst að fara. Ev-
erton keypti Paul Goddard frá
Oldham í síðustu viku.
-JKS
DV, Osló:
KR-ingar koma í dag til Mozyr í
Hvíta-Rússlandi þar sem þeir mæta
heimamönnum í Evrópukeppni bik-
arhafa á morgun, flmmtudag. Þeir
flugu til Noregs í gærkvöldi og gistu
þar og í morgun var svo flogið
áfram til Hvíta-Rússlands. Þeir eru
með Fokker-flugvél frá Flugleiðum
á leigu og fljúga beint heim eftir
leikinn á fimmtudag. Þeir lenda á
Reykjavíkurflugvelli um nóttina.
Níu ára gamalt félag
MPKC Mozyr er nánast nýtt félag
en það var stofnað árið 1987 og er að
leika sitt annað tímabil í 1. deild og
í fyrsta skipti í Evrópukeppni. Það
er samtvinnað fyrirtæki sem nefnist
Mozyr Comercial og að sögn Þor-
DV, Suðurnesjum:
Teitur Örlygsson, sem leikur með
gríska liðinu Larissa í vetur, hefur
byrjað æfingar hjá liðinu en áður en
þær hófust fór hann í læknisskoðun
sem hann stóðst. Þá fór hann einnig
í lyfjapróf en undir slíkt próf þurfa
allir leikmenn að gangast undir í
gríska körfuboltanum.
Richard Dumas veriö keypt-
ur til Larissa
Larissa hefur fengið til liðs við
sig nokkra sterka leikmenn og í
þeim hópi er enginn annar en Ric-
hard Dumas sem var á sínum tíma
stigahæsti leikmaður Phoenix Suns
og lék þar með Charles Barkley.
Dumas lenti í lyfjavandræðum
og var látinn fara frá Phoenix af
þeim sökum. Hann er búinn að ná
sér af þeim ófógnuði og verður ef-
láks virðist sem félagið hafi úr tals-
verðum peningum að moða. Félagið
er frá borginni Mozyr sem er í suð-
austurhluta landsins, 350 kílómetra
frá höfuðborginni Minsk og aðeins í
um 100 km fjarlægð frá Tsjemobyl,
kjarnorkuverinu illræmda í Úkra-
ínu.
Mikil uppbygging
Þorlákur Bjömsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
KR, dvaldi hjá Mozyr fyrir skömmu,
kynnti sér aðstæður og sá liðið
spila.
„Hlutimir hafa gerst hratt hjá
þessu félagi og þama á greinilega
mikil uppbygging sér stað. Völlur-
inn sjálfur er nýr og sagður sá besti
í Hvíta-Rússlandi en umgjörðin um
hann er ekki mikil ennþá, stúkan er
laust Larissa ómetanlegur í deild-
inni í vetur.
Teitur hefur verið að skoða
íbúðir í Larissa en fjölskylda hans
heldur utan um leið og hann hefur
fundið sér íbúð.
í gríska körfuboltanum era mikl-
ir peningar í spilunum og þó nokkr-
ir bónusar þegar liðin ná árangri.
Þeir sem sitja á bekknum fá jafnháa
bónusa.
Larissa leggur allt í sölumar til
að ná sem bestum árangri í vetur.
Liðið hafnaði I neðri hlutanum á
siðasta timabili en núna er stefnan
að gera enn betur.
Þjálfarinn þekktur fyrir aö
koma mönnum í form á
stuttum tíma
Teitur Örlygsson hefur fengið að
kynnast erfiðum æfingum í Grikk-
landi. Að sögn Tómasar Tómasson-
opin og minnir um margt á Kapla-
krika og þeir segja að hægt sé að
troöa um 6.000 áhorfendum inn á
svæðið. Þeir fengu einmitt endan-
lega staðfestingu frá UEFAum að
þeir mættu spila á vellinum á með-
an ég var hjá þeim. Framkvæmda-
stjóri félagsins heitir Leonid Garai
en hann kom til Mozyr fyrir fjóram
mánuðum frá Dinamo Minsk. Þar
hafði hann verið framkvæmdastjóri
í 9 ár og forseti í 12 ár þannig að þar
er á ferð maður með mikla
reynslu,” sagði Þorlákur við DV.
KR-ingar fóru utan með sitt
sterkasta lið að öðru leyti en því að
Guðmundur Benediktsson er frá
vegna meiðsla. Sigurður Öm Jóns-
son, sem missti af leiknum gegn
Leiftri, er hins vegar búinn að ná
sér og verður með í Mozyr. -VS
ar, umboðsmanns Teits, eru æfing-
arnar mjög erfiðar. Þjálfari liðsins
er þekktur fyrir þær og hefur meira
að segja skrifað bók um æfingar og
hvernig komast má í gott leikform á
sem skemmstum tima.
Æfingarnar jaöra viö þræla-
æfingar
Tómas sagði í samtali við DV að
Teitur hefði verið gjörsamlega bú-
inn eftir æfingamar og jaðri þetta
við að vera þrælaæflngar.
Tómas segir að í æfmgabúðum
þessa dagana sé æft uppi í fjöllum
þar sem er gríðarlegur hiti en hann
hefur stundum farið upp í 40 stig.
Það verður gaman aö sjá hvemig
einum besta körfuknattleiksmanni
landsins vegnar í grískum körfu-
bolta sem er einn sá besti í Evrópu.
-ÆMK
KR-ingar stíga upp í Fokkerinn á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þeir gistu í Osló í nótt, koma til Hvíta-Rússlands í
dag og fljúga síöan beint heim eftir leikinn á morgun, meö stuttri millilendingu í Noregi. DV-mynd JAK
Æfingar uppi í fjöllum
í gríðarlegum hita
- Teitur Örlygsson kynnist erfiðum æfingum í Grikklandi
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
31
DV
Sagt eftir leikinn:
Færðum þeim
sigurinn
„Við fengum á okkur tvö ódýr mörk og
það má segja að við höfum frekar fært
þeim þennan sigur heldur en þeir hafi
skapað hann. Mörkin komu á slæmum
tíma. Við vorum að komast inn í leikinn
þegar ósköpin dundu á. Okkur var refsað
grimmilega fyrir mistökin,” sagði Guðjón
Þórðarson, þjálfari ÍA, við DV eftir leikinn.
„ í hálfleik reyndi ég að segja strákunum
að leikurinn yrði erfiður og þeir yrðu bara
að hafa gaman af honum og nýta sér þá
reynslu sem hægt er að fá út úr svona leik.
Menn þurfa að læra að spila við svona
sterka aðila. Þessir menn spila mög einfalt.
Þeir hreyfa sig vel án bolta og það er þessi
vinna sem þarf að vera markvissari hjá
okkur. Ég verð að meta það hvað ég hef af
heilum mönnum í síðari leikinn. Bikarúr-
slitaleikurinn er á eftir og við verðum bara
að skoða hvað við gerum,” sagði Guðjón.
Hrósa ÍA fyrir góöa frammistööu
„Ég var fyllilega sáttur við leik minna
manna. Sigurinn var sanngjam og við vor-
um mun betri aðilinn í leiknum. Eftir að
við skoraðum mörkin tvö í fyrri hálfleik
vissi ég að við myndum vinna en ég get
hrósað ÍA fyrir góða frammistöðu og fyrir
að hafa ekki geflst upp. Auðvitað lítur þetta
vel út fyrir okkur en við munum ekkert
slaka á í seinni leiknum. Mér fannst vöm-
in hjá ÍA spila vel og ungi framherjinn nr.
4 (Bjami Guðjónsson) er góður og hefur
burði tO að ná langt í íþróttinni,” sagði Al-
exander Tarkhanov, þjálfari CSKA, eftir
leikinn.
Fyrsti ósigurinn í 6 leikjum
Tapið í gær var það fyrsta í sex síðustu
heimaleikjum Skagamanna í
Evrópukeppninni og um leið fyrstu mörkin
sem LA fær á sig í síðustu sex leikjum eða
frá árinu 1989. -GH
Körfubolti:
Ungverji
þjálfar á
Króknum
DV, Sauðárkróki:.
Úrvalsdeildarlið Tindastóls hefur ráðið
til sín ungverskan þjálfara aö nafni Agusto
Nagy og hóf hann þjálfun á liðinu í sfðustu
viku. Nagy hefur mikla reynslu af ung-
lingaþjálfun en þjálfun fullorðinna er nán-
ast frumraun hans. Nagy tekur við starfi
af Páli Kolbeinssyni sem þjálfað hefúr
Tindastól undanfarin ár.
Terry John er kominn til Sauðárkróks
og aö sögn Halldórs Halldórssonar, for-
manns körfuknattleiksdeildar Tindastóls,
er stefnt að því að fá evrópskan miðherja
til liðsins. Þessa dagana era Tindastóls-
menn að skoða nokkra menn sem koma til
greina. „Málið er í gerjun,“ eins og Halldór
orðaði það í samtali við DV.
Vonir standa til að Páll Kolbeinsson
dragi fram skóna í vetur.
-ÞÁ
JOV
Mihaljo Bibercic átti erfitt uppdráttar gegn feikisterkum varnarmönnum CSKA Moskva á Akranesi i gærkvöldi. Hér reynir Bibercic aö snúa á varnarmenn
Rússanna sem eru fjölmennir. Skagamenn töpuöu leiknum, 0-2, og möguleikar þeirra á aö komast áfram í keppninni eru hverfandi. DV-mynd
Evrópukeppni félagsliöa í knattspyrnu:
Mörk á silfurfati
- þegar Skagamenn töpuðu fyrir CSKA Moskva, 0-2, í gærkvöldi
Draumur Skagamanna um að
komast í 1. umferð Evrópukeppni
félagsliða i knattspyrnu er að öllum
líkindum úti eftir 0-2 tap gegn
CSKA Moskva í 2. umferð forkeppni
Evrópmnótsins á Akranesi I gær-
kvöldi. Segja má að íslandsmeistar-
amir hafi fært Rússunum sigurinn
á silfurfati en bæði mörkin vora af
ódýrari gerðinni og hefði verið
hægt að koma í veg fyrir þau.
Sigur Rússanna var þrátt fyrir
það fyOilega sanngjarn. Þeir voru
betri lengst af leiksins og í síðari
hálfleik léku þeir £if yfirvegun og
miklu öryggi.
Rothögg á fjórum
mínútum
CSKA byrjaði leikinn betur og
það tók Skagamenn nokkum tíma
að komast í takt við leikinn. Rúss-
arnir létu boltann vinna vel og spil-
uðu oft vel í gegnum Skagamenn-
ina. Eftir hálftíma leik fóra leik-
menn ÍA að bíta betur frá sér og
virtust vera að ná betri tökum á
leiknum. En þá kom slysið. Þórði
markverði urðu á mistök þegar
hsmn hugðist hreinsa frá marki
sínu og CSKA skoraði ódýrt og
slysalegt mark. Við markið misstu
Skagamenn einbeitinguna og aðeins
fjóram mínúhun síðar lá knöttur-
inn aftur í marki þeirra eftir mik-
inn sofandahátt í vörninni. Þar með
var ljóst að róður íslandsmeistar-
anna yrði þungur það sem eftir lifði
leiksins.
Síðari hálfleikurinn var með ró-
legra móti. Skagamenn reyndu að
færa sig framar á völlinn en hinir
léttleikandi leikmenn CSKA létu
ekki smápressu hafa áhrif á sig.
Þeir spiluðu af miklu öryggi út úr
vöminni og leikmenn ÍA náðu sjald-
an að setja leikmenn CSKA úr jafn-
vægi. Rússamir voru ekki i neinum
sóknarhug, þeir spiluðu vel úti á
vellinum og virtust sætta sig fylli-
ega við orðinn hlut.
Skagamenn fengu besta mark-
tækifæri sitt þegar stundarfjórðung-
ur var eftir, þá skaut Jóhannes
Harðarson yfir mark CSKA úr
dauðafæri úr sinni fyrstu snertingu
en hann hafði nýkomið inn á sem
varamaður.
Of mikil viröing?
Með þessa stöðu er ekki hægt að
reikna með því að Skagamenn geri
neinar rósir í Rússlandi eftir hálfan
mánuð. Lið CSKA er allt of sterkt til
að geta tapað með tveggja marka
mun á heimavelli. Leikmenn ÍA
virtust á köflum bera of mikla virð-
ingu fyrir andstæðingunum og
náðu ekki að sýna sitt rétta andlit.
Það var mikið rothögg fyrir Skaga-
menn að fá þessi ódýru mörk á sig
þegar þeir virtust vera að koma inn
í leikinn.
Haraldur Ingólfsson og Steinar
Adolfsson léku einna best í liði
Skagamanna. Vömin í heild stóð
fyrir sínu þrátt fyrir sofandahátt í
öðra markinu en allt bit vantaði í
sóknarleikinn.
Liö CSKA geysisterkt
Það er engum blöðum um að
fletta að hið unga lið CSKA er geysi-
sterkt og engin skömm fyrir Skaga-
menn að þurfa að falla úr leik fyrir
því. Rússamir höfðu það umfram
leikmenn ÍA að þeir spiluðu boltan-
um með fáum snertingum, vora
hreyfanlegir án boltans og skipu-
lagöari í öllum leik sínum.
-GH
Frakkar spenntir eftir
sigur Nígeríumanna
Franskir iþróttafréttamenn eru yflr
sig ánægðir með knattspyrnukeppni
ólympíuleikanna og segja að hún boði
skemmtilega og spennandi úrslita-
keppni HM í Frakklandi áriö 1998.
Á ólympíuleikunum léku lið 23 ára
og yngri og þar var fjöldi leikmanna
sem þegar er farinn að spila með A-
landsliðum þjóða sinna og verða
eflaust í aðalhlutverkum eftir tvö ár.
Sóknarknattspyrna var í hávegum
höfð, sérstaklega hjá Nígeríumönnum,
sem unnu hug og hjarta allra með frá-
bærri frammistöðu sinni en þeir skor-
uðu 7 mörk hjá Brasilíu og Argentínu i
undanúrslitum og úrslitum keppninn-
ar.
Það er knattspyrnan, sem Afríku- og
Suður-Ameríkuliðin sýndu, sem hrifur
Frakkana mest en þeir benda einnig á
góða frammistöðu Japana og Suður-
Kóreumanna.
„Eftir mjög dapra Evrópukeppni eru
skilaboðin frá ólympíuleikunum þau
að evrópska knattspyman þarf að
vakna til lífsins ef ekki á að valta yfir
hana í Frakklandi 1998,“ segir íþrótta-
dagblaðið L’Equipe meðal annars.
France Football segir: „Flestir efni-
legustu leikmannanna eru sóknar-
menn, sem betur fer. Juninho hjá Bras-
ilíu var sennilega besti leikmaður
keppninnar og það væri honum fyrir
bestu að forða sér sem fyrst frá enska
liðinu Middlesboro.“
-VS
Öpna Norðurlandamótið í körfuknattleik:
Island tapaði fyrsta
leiknum gegn Dönum
- mætir Lettlandi í kvöld
íslenska landsliðið í körfuknatt-
leik tekur þátt í opna Norður-
landamótinu, Polar Cup, sem hald-
ið er í Tampere, Finnlandi, og spil-
uðu þeir sinn fyrsta leik gegn Dön-
um en töpuðu, 91-97.
Danska landsliðið byi'jaði leik-
inn betur og var yfir, 11-8, en þá
tók íslenska liðið heldur betur við
sér og skóraði 20 stig í röð og var
yflr í hálíleik, 54-52.
í seinni hálfleik komu Danimir
sterkari til leiks og náði íslenska
liðiö ekki að svara sterkum leik
þeirra.
ísland mætir Lettlandi í dag,
síðan verður spilað gegn heima-
mönnum i Finnlandi á morgun og
síðasti leikurinn fer fram 10. ágúst
en þá leika íslendingar gegn lands-
liði Svíþjóðar.
-JGG
4-
íþróttir
Gummi með
gegn Blikum
Likur eru á að Guðmundur
Benediktsson verði orðinn klár
í slaginn þegar KR-ingar sækja
Breiðablik heim í 13. umferð 1.
deildarinnar í knattspyrnu laug-
ardaginn 17. ágúst.
Guðmundur meiddist illa á hné í
leik gegn ÍA á dögunum og
gekkst undir aðgerð. Rætt var
um að hann yröi ekki leikhæfur
fyrr en í fyrsta lagi í september
en að sögn Lúkasar Kostic, þjálf-
ara KR, er hann byrjaður aö æfa
og mun líklega spila með í 20-25
mínútur í leiknum gegn Breiða-
bliki.
-VS/GH
Rodman semur
Dennis Rodman, hinn litríki
leikmaöur Chicago, er búinn að
ganga frá eins árs samningi við
Bulls en hann átti í útistöðum
við forráðamenn liðsins fyrir
skömmu um launamál.
Þróttarar funda
Aðalfundur Knattspyrnufé-
lagsins Þróttar verður haldinn í
kvöld í félagsheimilinu Þrótt-
heimum og hefst hann stundvís-
lega klukkan 20.
Stólarnir ekki með
Kvennalið Tindastóls hefúr
dregið lið sitt úr keppni í 1.
deild. Liðið hefur verið að missa
fjölda stúlkna undanfama tvo
vetur þannig að nú eru einvörð-
ungu eftir stelpur í unglinga-
flokkum. Það þótti því ekki leng-
ur stætt á að senda meistara-
flokk í keppni.
Nokkrir í leikbann
Nokkrir 1. deildar leikmenn
voru úrskurðaðir í leikbann á
fundi aganefndar KSÍ í gær.
Grétar Einarsson, Grindavík,
Jakob Jónharðsson, Keflavík,
Izudin Daði Dervic, Leiftri, og
Salih Heimir Porca, Val, fá allir
eins leiks bann. Þorsteinn Hall-
dórsson, Þrótti, Reykjavík, fær
tveggja leikja bann, Daði Lárus-
son, FH, fær eins leiks bann og
einnig Jón Hrannar Einarsson,
KA.
-JKS/JGG
IA (0) 0
CSKA (2) 2
0-1 Dmitri Karsakov (33.) Þóröur
markvöröur átti misheppnaö útspark
frá markinu. Boltinn fór í Ólaf Ad-
olfsson og þaðan til sóknarmanns
CSKA sem lagði hann á Karsakov og
skoraði hann af öryggi.
0-2 Edgards Jankauskas (37.) fékk
boltann einn og óvaldaður á vítateig
og skoraði örugglega fram hjá Þórði.
Lið ÍA: Þórður Þóröarson Stur-
laugur Haraldsson, Zoran Miþkovic,
Ólafur Adolfsson, Steinar Adolfsson -
Kári S. Reynisson, Ólafur Adolfsson,
Alexander Högnason (Gunnlaugur
Jónsson 87.), Haraldur Ingólfsson -
Bjami Guöjónsson (Stefán Þórðarson
75.), Mihaljo Bibercic (Jóhannes
Harðarson 75.)
Lið CSKA: Tyrapuchine
Macharin, Khokhlov, Bushmanov,
Semak, Karsakov (Gerassimov 60.),
Minko, Jankauskas, Shoudov, Leóni-
das (Pervuchine 79.), Samaroni (Ouli-
anov 46.)
Markskot: Akranes 9, CSKA 11.
Horn: Akranes 2, CSKA 5.
Gul spjöld: Sturlaugur, Khokhlov,
Bushmanov.
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Lambek frá Danmörku.
Dæmdi mjög vel.
Áhorfendur: Um 1200.
Skilyrði: Frábært knattspyrnu-
veöur, logn, úrkomulaust og völlur-
inn góður.
Sturlaugur í bann
Sturlaugur Haraldsson fékk
sitt annaö gula spjald i Evrópu-
keppninni í gær og missir af síð-
ari leiknum i Moskvu.