Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
41
Myndasögur
C
cö
Eh
w
w
ÍH
w
w
• l-l
o
'Ö
tí
o
w
v(D
£
Göfugasta form
vináttunnar finnst milli
manna sem vænta
mikils hver af öðrum
ien biðja aldrei um það.
Fréttir
Bandaríkamaöurinn Malvin Nilsen meö 16 og 12 punda laxa úr Grímsá í
Borgarfirði en Grímsá var í þriðja sæti í gærkvöld meö 990 laxa.
DV-mynd Sigurður F. Þorvaldsson
Loksins - loksins rigndi:
Norðurá lang-
fengsælasta
veiðiáin
Loksins tóku veðurguðirnir sig til
og létu rigna svo um munaði um
stóran hluta landsins. Veiðiámar
frá Laxá á Refasveit og suður að El-
liðaám eru allt önnur sjón en fyrir
fáum dögum. Hrútafjarðará og Síká,
sem voru að þorna upp, eru orðnar
veiðiár aftur. Síkáin rann ekki en
staðan er gjörbreytt núna. Vatns-
dalsá var reyndar meira en vatns-
mikil í gærdag, hún var eins og
kókó á litinn. Enda renndi enginn í
hana í gærdag. Stundum getur lika
rignt oft mikið.
„Við erum að komast í 1450 laxa á
næstu klukkutímunum, svo þetta er
í góðu lagi, vatnið er gott og næstu
dagar gætu orðið mjög góðir," sagði
Halldór Nikulásson, veiðivörður við
Norðurá, í gærkvöld en Norðurá er
langefsta veiðiáin þessa dagana og
fátt virðist geta komið í veg fyrir að
hún verði sú besta eitt árið enn.
„Laxavinirnir eru núna í finu
vatni og næstu veiðimenn ættu að
veiða vel. Fiskurinn er fyrir hendi,
bara að fá hann til að taka,“ sagði
Halldór í lokin.
„Núna erum við með Langá á
Mýrum í 1030 löxum og erum komn-
ir vel yfir þúsundið,“ sagði Runólf-
ur Ágústsson í gærkvöld, er við
spurðum frétta af veiðiskapnum. En
Langá er í öðru sæti á eftir Norð-
urá.
Grímsá í Borgarfirði var komin
með 990 laxa í gærkvöld og var hún
aðeins skoluð eftir regnið. Menn
áttu von á góðu skoti þegar áin
hreinsaði sig. Grimsá er í þriðja
sætinu.
„Það eru komnir á bilinu 950 til
970 laxar á þessari stundu. Áin var
lituð í morgun en er að hreinsa sig,
það hefur rignt töluvert," sagði
Bragi kokkur i veiðihúsinu Helga-
vatni við Þverá í Borgarfirði i gær-
kvöld, en Þverá er í fjórða sætinu.
„Veiðin tók góðan kipp þegar tók
að rigna verulega hérna á laugar-
daginn," sagði Bragi enn fremur.
Rétt fyrir neðan þessar fjórar eru
Rangárnar, Elliðárnar, Laxá í Leir-
ársveit og Laxá i Aðaldal. Vikuveið-
in í Laxá í Leirársveit var um 200
laxar fyrir skömmu en núna eru er-
lendir veiðimenn við veiðar.
-G.Bender
Hestaíþróttalands-
liðið reynslumikið
- keppt í Svípjóð um næstu helgi
Valið hefur verið níu knapa
landslið sem keppir á Norðurlanda-
mótinu í hestaíþróttum um næstu
helgi í Svíþjóð og jafnframt fjögurra
knapa unglingalandslið sem keppir
á sama stað.
Flestir knapanna eru búsettir á
íslandi en nokkrir þeirra gera út frá
Þýskalandi og Noregi.
I fimmgangsgreinunum keppa:
Guðmundur Einarsson á Brimi frá
Hrafnhólum, Jóhann G. Jóhannes-
son á Lokku frá Stördal, Styrmir
Snorrason á Öskju frá Emmelund
og Guðni Jónsson á Garra frá
Steinnesi.
Einnig var valinn í liðið Einar Ö.
Magnússon, en hann varð að hætta
við keppni vegna andláts fóður síns
Magnúsar Hákonarsonar, sem lést í
hestaferðalgi fyrir helgina. Magnús-
ar verður saknað á hestamótum.
í fjórgangsgreinunum keppa:
Magnús Gíslason á Þór frá Skörðug-
ili, Sveinn Ragnarsson á Tindi frá
Hvassafelli, Aðalsteinn Aðalsteins-
son á Vigni frá Hala og Herbert Óla-
son á Fleyg frá Hvassafelli.
íslendingum hefur gengið mjög
vel á Norðurlandamótum undanfar-
in ár og eru í landsliðinu Norður-
landameistarar.
í unglingalandsliðinu eru: Eyjólf- .
ur Þorsteinsson, Sörla, Sigurður
Ámundason, Skugga, Agnar S. Stef-
ánsson, Hring, og Þórdís Þórisdótt-
ir, Geysi.
Fararstjóri verður Rosemarie
Þorleifsdóttir, liðsstjóri Tómas
Ragnarsson og dómarar frá íslandi
Einar Ö. Grant og Jónsteinn Aðal-
steinsson, Akureyri.