Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Side 30
42
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
Afmæli
Ólafur Sigurðsson
Ólafur Sigurðsson, kennari,
Skólavegi 7, Keflavík, er sextugur í
dag.
Starfsferill
Ólafur er fæddur í Keflavík og
ólst þar upp. Hann lauk ungur prófi
í húsgagnasmíði og hefur síðan
starfað við ýmiskonar smíðavinnu.
Hann var verkstjóri hjá Ramma hf.
í um áratug en hóf störf sem smíða-
kennari eftir það. Ólafur var próf-
dómari við iðnnám húsgagnasmiða
við Fjölbrautarskóla Suðurnesja og
matsmaður tryggingarfélaga á
Keflavíkurflugvelli. í dag
rekur Ólafur skiltagerð-
ina Skiltahúsið samhliða
smíðakennslunni í Kefla-
vík.
Fjölskylda
Ólafur Kvæntist 10.11.
1962 Steinunni Erlings-
dóttur, f. 28.12. 1941, af-
greiðslugjaldkera Sjúkra-
húss Suðurnesja. Hún er
dóttir Erlings E. Davíðs-
sonar, bifreiðastjóra, sem
nú er látinn, og k.h. Guð-
Ólafur Sigurösson.
rúnar S. Gfsladóttur, hús-
móður i Keflavík.
Böm Ólafs og Steinunnar
eru Ester, f. 1.12. 1962,
M.A. í tónlist frá
Andrew’s University og
organisti við Hvalsnes og
Útskálasókn, gift Elíasi
Theodorssyni, viðskipta-
fræðingi, og eiga þau tvö
börn; Guðrún, f. 6. 12.
1963, skrifstofustjóri, gift
Grétari Emi Erlingssyni,
framleiðslumanni, og
eiga þau eitt barn; Davíð,
f. 30.1. 1969, B.A. í íslensku, ókvænt-
ur.
Systkini Ólafs eru Einar Bragi, f.
13.8. 1935, skipstjóri i Keflavík; Jó-
hanna, f. 6.6 1938, húsmóðir í
Grindavík; Ágústa, f. 7.10. 1941,
hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjun-
um; Ásta, f. 11.4. 1945, bankastarfs-
maður og sjúkraliði í Keflavík.
Foreldrar Ólafs: Sigurður Breið-
fjörð, f. 8.3. 1911, skipstjóri og út-
gerðarmaður í Keflavík og k.h. Jón-
ína Helga Einarsdóttir, f. 23.1.1909.
Ólafur verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Runólfur Kristjánsson
Runólfur Kristjánsson
sjómaður, Hraunbæ 103,
Reykjavík, er áttræður í
dag.
Starfsferill
Runólfur fæddist í
Ólafsvík og ólst þar upp.
Hann fór til sjós um ferm-
ingaraldur og stundaði
síðan sjómennsku til
1970. Þá fluttist hann til
Reykjavíkur og hóf störf
sem vaktmaður hjá Olíu-
Runolfur Kristjánsson.
félaginu hf. Esso og starf-
aði þar i sautján ár.
Fjölskylda
Runólfur kvæntist 9.9.
1941 Jóhönnu Ögmunds-
dóttur, f. 3.7. 1919, d. 1.1.
1983, húsmóður. Hún var
dóttir Ögmundar Jóhann-
essonar sjómanns og k.h.,
Hermaniu Jónsdóttur.
Runólfur og Jóhanna
eignuðust fjóra syni. Þeir
eru: Ögmundur Her-
mann, f. 28.11. 1940, bifvélavirki,
kvæntur Þóreyju Þorkelsdóttur
kennara; Kristján, f. 4.6. 1946, sjó-
maður, kvæntur Kristínu Péturs-
dóttur, starfsmanni á barnaheimili;
Hörður, f. 23.7. 1947, múrari, kvænt-
ur Mundu Jóhannsdóttur húsmóð-
ur; Sigurður, f. 4.6. 1952, vélvirki,
kvæntur Kristínu Harðardóttur
húsmóður.
Runólfur átti sex systkini sem öll
eru látin.
Foreldrar Runólfs voru Kristján
S. Jónsson, f. 1.8.1880, sjómaður, og
k.h., Lára Eliasdóttir, f. 27.6. 1883.
Runólfur verður að heiman á af-
mælisdaginn en tekur á móti gest-
um í Hraunbæ 105 laugardaginn
10.8. kl. 16.00-19.00.
Leiðrétting:
Hans
Hafsteinsson
fimmtugur
Þau mistök áttu sér stað á af-
mælissíðu DV þann 2.8. sl. að í
afmælisgrein um Hans Haf-
steinsson fimmtugan var rangt
farið með nafn eins barna hans.
Rétt er að böm Hans og k.h.,
Fríðu Kristínar Elísabetar Guð-
jónsdóttur, eru Hafsteinn Hans-
son, Elísabet Hansdóttir, Róbert
Daði Hansson og Jón Pétur
Hansson. DV harmar þessa
villu.
Júlíus Sigurðsson
Júlíus Sigurðsson,
markaðs- og söluráðgjafi,
Hvassabergi 14, Hafnar-
firði, varð fimmtugur
þann 5.8. sl.
Starfsferill
Júlíus fæddist og ólst
upp í Reykjavík. Hann tók
verslunarpróf frá Verslun-
arskóla Islands 1966 og
hefur starfað hjá Sindra-
stáli hf. frá 1966, fyrir
utan árin 1987-89 þegar Júlíus Sigurðsson.
hann var í London vegna
náms við Thames Polyt-
echnic. Júlíus bjó í
Reykjavík til 1989 en hefur siðan látin.
Júlíus hefur starfað að
félagsmálum, m.a. við
skíðadeild Fram og var
þar formaður 1973 -1977;
með Round Table ísland
1974^-1987, þar af lands-
formaður 1981-82.
Fjölskylda
Julíus er kvæntur Lilju
Jónsdóttur, f. 4.4. 1950,
sölufulltrúa hjá Úr-
val-Útsýn. Hún er dóttir
Jóns Þ. Sigurðssonar,
sem nú dvelur á Hrafn-
istu, og Sigurpálu Jó-
hannsdóttur sem nú er
björnsdóttir, sem er dóttir Lilju;
Ingi Rafnar og Jón Páll.
Systkini Júlíusar eru Brynhildur,
f. 12.8. 1950, og Gísli, f. 15. 11. 1956.
Foreldrar Júlíusar: Sigurður Júl-
íusson, f. 4.12. 1917, d. 14.2. 1984, og
Sigríður Gísladóttir, f. 8.10. 1925.
Júlíus tekur á móti gestum laug-
ardaginn 10.8. kl. 17.00-19.00 í Borg-
artúni 31.
búið í Hafnarfirði.
Börn þeirra eru: Elísabet Guð-
Andlát
Haukur Helgason
Haukur Helgason, ritstjóri Úr-
vals, Lundarbrekku 6, Kópavogi,
varð bráðkvaddur sunnudaginn
28.7. sl. Útför hans fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, miðvikudaginn
7.8., kl. 13.30.
Starfsferill
Haukur fæddist á Akureyri 1.12.
1936. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR 1955, viðskiptafræðiprófi frá HÍ
1960, stundaði framhaldsnám í hag-
fræði við Hamborgarháskóla
1960-62 og lauk MA-prófi í hagfræði
frá háskólanum i Chicago 1967.
Haukur starfaði í hagfræðideild
Seðlabanka íslands 1965-67, var
blaðamaður á Vísi 1968-74, ritstjórn-
arfulltrúi 1974-75, aðstoðarritstjóri
Dagblaðsins og síðan DV 1975-96 og
ritstjóri tímaritsins Úrvals 1973-74
og frá 1995.
Haukur sat í stjórn Dagblaðsins
hf. frá 1975 og var utanríkisritari
Stúdentaráðs HÍ 1955-56.
Hauki var veittur styrkur til hag-
fræðináms frá fyrirtækinu Agli Vil-
hjálmssyni hf. 1959-61 og hlaut Ful-
bright-styrk 1962.
Fjölskylda
Eftirlifandi eiginkona Hauks er
Nanci Arnold Helgason, f. 27.7. 1931,
einkaritari. Hún er dóttir Lathrop
Walker Amold, f. 7.12. 1901, d. 22.9.
1947, majors og rithöfundar í Oak
Park í Illinois, og k.h., Edith
Schmitz Amold, f. 23.6. 1904, nú lát-
in, húsmóður.
Systir Hauks er María Katrin Kri-
stoffersen, f. 19.8. 1946, skurðhjúkr-
unarkona í Kaupmannahöfn, gift
Steen Kristoffersen verkfræðingi.
Foreldrar Hauks voru Helgi
Sveinsson, f. 25.7. 1908, d. 3.6. 1964,
skáld og sóknarprestur að Hálsi í
Fnjóskadal en síðar í Amarbæli í
Ölfusi og Hveragerði, og k.h., Katrín
Magnea Guðmundsdóttir, f. 4.1.
1908, nú látin, húsmóðir.
Ætt
Meðal systkina Helga má nefna
Jakob, yfirkennara í Reykjavík; Sig-
urð, garðyrkjuráðunaut Reykjavík-
urborgar; Magnús, kennara og rit-
höfund, og Ingibjörgu, móður Sigur-
geirs heitins Þorgrímssonar, ætt-
fræðings DV. Helgi var sonur
Sveins, b. á Hvítsstöðum, Helgason-
ar, hreppstjóra í Álftártungu,
Brandssonar, bróður Helga eldri,
afa Bjarna Þorsteinssonar, prests og
tónskálds á Siglufirði, og afa Þor-
steins, afa Þorsteins Gunnarssonar
leikara. Annar bróðir Helga var
Ólafur, langafi Bjarna Bjömssonar,
leikara og gamanvísnasöngvara, og
Sigríðar, móður Rögn-
valds Sigurjónssonar
píanóleikara. Móðir
Sveins var Sigríður,
langamma Megasar.
Sigríður var dóttir
Sveins, læknis á Laxár-
holti í Hraunhreppi,
Þórðarsonar, og Ingi-
bjargar Þórðardóttur.
Elísabet Guðrún var
dóttir Jóns, b. í Drápu-
hlíð í Helgafellssveit,
Guðmundssonar, og
Guðrúnar Kristínar,
systur Matthildar, móð-
ur Magnúsar Þorsteins-
sonar, prests á Mosfelli, langafa
Höskuldar Þráinssonar prófessors.
Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á
Fjarðarhomi í Eyrarsveit, Þorkels-
sonar, og Guðrúnar Bjarnadóttur.
Katrín Magnea var dóttir Guð-
mundar, b. í Hákoti í Njarðvík,
bróður Finnboga, afa Kristbjargar
Kjeld leikkonu. Guðmundur var
sonur Guðmundar, b. í Tjarnarkoti,
Gíslasonar, tómthúsmanns í Útskál-
um, Gíslasonar. Móðir Guðmundar
var Guðrún Jónsdóttir, b. í Gríms-
fjósum, Bjarnasonar. Móðir Guð-
rúnar var Guðrún Helgadóttir,
hreppstjóra í Brattholti, bróður
Jóns prests á Hrafnseyri, föður Sig-
urðar, föður Jóns forseta.
Helgi var sonur Sigtnðar,
b. í Ásgarði í Grímsnesi,
Ásmundssonar. Móðir
Guðmundar var Guðfinna
Eyjólfsdóttir, b. í Efri-
vatnahjáleigu, Pálssonar.
Móðir Katrínar Magneu
var Ragnheiður, systir
Margrétar, móður Guð-
mundar í. Guðmundssonar
ráðherra. Ragnheiður var
dóttir Guðmundar, út-
vegsb. á Neðri-Brunnastöð-
um á Vatnsleysuströnd,
ívarssonar, formanns í
Skjaldarkoti, Jónssonar.
Móðir Guðmundar var Ragnheiður
Gísladóttir, húsmanns á Miðengi á
Álftanesi, Jónssonar. Móðir Ragn-
heiðar var Katrín Andrésdóttir,
hreppstjóra í Syðra-Langholti,
Magnússonar, alþm. í Syðra-Lang-
holti, Andréssonar. Móðir Andrésar
var Katrín Eiríksdóttir, ættföður
Reykjaættarinnar, Vigfússonar.
Starfsmenn Frjálsrar fjölmiðlun-
ar þakka Hauki gott samstarf á liðn-
um árum og senda Nanci og öðrum
aðstandendum samúðarkveðjur.
Haukur Helgason.
I>V
Til hamingju
með afmælið
7. ágúst
85 ára
Anna Glsladóttir,
Dalseli 8, Reykjavík.
80 ára
Guðrún Hafberg,
Réttarholtsvegi 77, Reykjavík.
Helga Jónsdóttir,
Smyrilsvegi 31, Reykjavík.
Reimar Marteinsson,
Faxabraut 13, Reykjanesbæ.
Reimar tekur á móti gestum
i Vikinni í Keflavik laugar-
daginn 10.8. kl. 16.00-19.00.
75 ára
Helgi Pálmason,
Háagerði 21, Reykjavik.
Eyþór Jónsson,
Grænukinn 10, Hafnarfirði.
70 ára
Júlía Kristjánsdóttir,
Brautai-hóli, Akureyri.
Aðalheiður Helgadóttir,
Hjaltabakka 8, Reykjavík.
Unnur Bjömsdóttir,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
60 ára
Brynjar Þór Leifsson,
Kríuhólum 4, Reykjavík.
Haraldur Sigurjónsson,
Álfhólsvegi 24a, Kópavogi.
50 ára
Árni Rúnar Þorvaldsson,
Arkarholti 16, Mosfellsbæ.
Geir Hallsteinsson,
Sævangi 10, Hafnarfiröi.
Sigurður Sigurðsson,
Hrísholti, Laugarvatni,
Laugardalshreppi.
40 ára
Jóna Ingólfsdóttir,
Silfurbraut 15, Homafirði.
Jóhanna Tryggvadóttir,
Sjávargötu 20,
Bessastaðahreppi.
Páll Guðjónsson,
Heiöarbraut 6, Hnífsdal.
Áki Hermann
Guðmundsson,
Bæjarási 1,
Skeggjastaðahreppi.
Hrafnhildur Geirsdóttir,
Jömndarholti 6, Akranesi.
Örn ísleifsson,
Álakvísl 7c, Reykjavík.
Svanhildur Karlsdóttir,
Þórðargötu 2, Borgarbyggð.
Halldór H. Kristiansen,
Snælandi 6, Reykjavík.
Ólöf Dóra Þórhallsdóttir,
Lyngbergi 13a, Hafnarfirði.
Sigurbjörg Jónsdóttir,
Tjarnarholti 7, Raufarhöfii.
Bára Traustadóttir,
Ástúni 12, Kópavogi.
Snjólaug Sigurðardóttir,
Gránufélagsgötu 33, Akureyri.
Ægir Haraldsson,
Skipholti 38, Reykjavík.
Askrifendur
fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum
Smáauglýsingar