Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Síða 32
44 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 ^P^önn Hreinlæti var mjög ábótavant á tjaldstæði Akureyringa. Ældi og meig þar sem það stóð „Það má segja að hreinlætis- mál hafi ekki verið neitt vanda- mál hér enda hafði þetta fólk ekki neinn áhuga á slíku, það bara ældi og meig þar sem það Ummæli stóð.“ ívar Sigmundsson, yfirmadur tjald- svæða Akureyrar, í DV. Verð að læra að slappa af „Ég verð að læra að slappa meira af í keppni; það er lykilat- riði. Að láta sér líða mjög vel.“ Jón Arnar Magnússon, í Mbl. Alkóhólistafélagið „Samfélög heimsins líkjast einna helst alkóhólistafélagi þar sem hver og einn er meistari i afneitun." Árni Bergmann, í DV. Ekki lengi í embætti „Ef ég ætti að svara því nú hvort mér þætti líklegt eða eðli- legt að ég sæti í embætti jafnvel fram yfir fyrsta áratug næstu aldar yrði svarið hiklaust neit- andi.“ Ólafur Ragnar Grimsson, í Morgun- blaðinu. Vélhjól eru í dag til í mörgum stærðum og gerðum. Fyrstu vélhjólin Fyrsta tvíhjólið með sprengi- hreyfli var smíðað í Þýskalandi. Það var Gottlieb Daimler sem smíðaði hjólið að mestu úr timbri í Bad Constatt í október og nóvember árið 1885. Fyrsti maðurinn til að aka þessu vél- hjóli var Wilhelm Maybach. Hjólið gat náð 19 km hraða á klst. og vélin sem var eins strokks, 264 cm3 fjórgengisvél skilaði hálfu hestafli við 700 snúninga á mínútu. Vélhjólið, sem kallað var Einspur, eyði- lagðist í eldsvoða árið 1903. Fyrstu verksmiðjufram- leiddu vélhjólin Blessuð veröldin Fyrsta verksmiðjan, þar sem vélhjól voru framleidd i umtals- verðum mæli var stofnsett árið 1894 af Heinrich og Wilhelm Hikldebrand og Alois Wolfmúller í Múnchen í Þýska- landi. Fyrstu tvö árin framleiddi 'verksmiðjan yfir 1000 vélhjól með vatnskælda, 1488 cm3, tveggja strokka fjórgengisvél sem framkallaði um 2,5 hestöfl við 600 snúninga á mínútu, en það er stærsta vél, miðað við slagrúmtaks sem framleidd hef- ur verið í vélhjól. Rigning eða súld Um 500 km suðvestur af Vest- mannaeyjum er 990 mb lægð sem þokast austur. Langt suðsuðvestur i hafi er vaxandi lægð sem hreyfist allhratt norðnorðaustur. Veðrið í dag í dag verður austan- og suðaust- anátt, allhvasst við suðurströndina en kaldi eða stinningskaldi annars staðar. Rigning eða súld verður um sunnan- og vestanvert landið en úr- komulítið á Norðausturlandi. Hiti verður 8 til 15 stig. Á höfuðborgarsvæðinu er austan- og suðaustanstinningskaldi og rign- ing eða súld með köflum. Hiti 9 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.10 Sólarupprás á morgun: 3.43 Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.51 Árdegisflóð á morgun: 1.25 Veörid kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 6 Akurnes alskýjaó 11 Bergsstaðir skýjaö 5 Bolungarvík skýjað 6 Egilsstaðir skýjaö 6 Keflavíkurflugv. súld 9 Kirkjubkl. rigning 9 Raufarhöfn léttskýjað 8 Reykjavík rigning og súld 10 Stórhöfói súld 10 Kaupmannah. léttskýjaö 17 Ósló léttskýjaó 17 Stokkhólmur skýjað 15 Þórshöfn rigning 9 Amsterdam rigning á sið. kls. 13 Barcelona léttskýjaö 25 Chicago heiðskírt 26 Frankfurt rigning á síö. kls. 18 Glasgow hálfskýjað 12 Hamborg skýjað 16 London alskýjaö 15 Los Angeles léttskýjað 19 Lúxemborg skýjaó 13 Madrid léttskýjaó 18 Mallorca skýjaó 23 París léttskýjaö 11 Róm heiöskírt 21 Valencia þokumóóa 24 New York þokumóóa 23 Nuuk skýjaö 4 Vín hálfskýjað 14 Washington þokumóöa 22 Winnipeg heiöskirt 16 Magnús Norðdahl listflugmaður: Fludellan hefur fylgt mér alla tíð „Ég hef stundaö listflug lengi. A námsárunum úti i Englandi til- heyrði það að fikta við listflug þótt ekki væri það hluti af flugnáminu. Þegar heim var komið var siðan aðeins átt við þetta á einstaka vél- um sem voru til staðar hér en ekki mikið. Það er varla hægt að kalla það listflug þótt farið sé eina bak- fallslykkju eða háa beygju enda voru vélarnar sem þá voru til stað- ar ekki hæfar til annars. Það má segja að listflug byrji ekki hér á landi fyrr en hingað kemur tékk- nesk vél árið 1965. Þetta var góð Maður dagsins vél og er það enn í dag þótt hún sé dálítið hægfara," segir Magnús Nordahl, fyrrum flugstjóri, sem sigraði um síðustu helgi í fyrstu listflugskeppninni sem háð hefur verið hér á landi. Magnús sigraði á vél sem hann á með Þorgeiri Ámasyni: „Vél þessi er smíðuð með listflug í huga og kennslu í listflugi. Það er langt síðan það kom til tals að halda list- flugskeppni á íslandi en þaö er ekki mikill tilgangur í því að Magnús Norödahl. halda keppni þegar þátttakendur eru aðeins einn eða tveir en aukn- ing á flugmönnum sem stunda list- flug gerir það að verkum að nú er hægt að halda keppni og voru keppendur fimm í þetta skiptið." Magnús segir að vegna tíðra bil- ana og óhappa meö tékknesku vél- ina hafði áhuginn lognast út af á tímabili. „Þegar Björn Thoroddsen kemur með sína heimasmíðuðu vél og ég ásamt Agnari Koefed- Hansen fundum frönsku vélina eftir mikla leit, má segja að list- flug hafi hafist að nýju hér á landi. Stutt er síðan tvær aðrar rúss- neskar listflugvélar bættust við í flugflotann þannig að nú má segja að listflugið sé á uppleið og eru það bæði eldri og yngri flugmenn sem eru farnir að stunda listflug- iö.“ Magnús sagði mótið hafa verið mjög skemmtilegt: „Það kom tfl landsins Evrópudómari, fyrrum Concorde-flugstjóri, sem hefur stundað listflug frá því hann var ungur. Það kom í ljós að við höfð- um lært við sama skóla í Englandi en hann var aðeins á eftir mér. Það leit ekki vel út með veðrið fyr- ir mótið, en veðurguðirnir voru á okkar bandi og þegar mótið hófst var komið hið besta veður.“ Magnús var lengi flugstjóri hjá Flugleiðum en er nú komin á eft- irlaun. Hann er samt langt í frá hættur að fljúga: „Auk þess að vera í listfluginu hef ég flogið sandgræðsluvélinni ásamt öörum í mörg ár. Þaö er nú svo að ég hef alltaf verið með flugdellu og þótt flugið hafi verið mín atvinna þá hefur flugdelian fylgt mér alla tíð og ég losna ekkert við hana.“ -HK Pervert. Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. DV Fylkir, sem á myndinni er í leik gegn KR, leikur gegn Keflvíking- um í kvöld. Fylkir-Kefla- vík í 1. deild Nú er Ólympíuleikunum lokið og því myndast hálfgert tóma- rúm í hugum margra sem fylgst hafa með gangi mála í Atlanta í hálfan mánuð. Það er samt alltaf nóg um að vera í íþróttum hér heima og erlendis og til að mynda er unglingalandslið okk- ar í knattspyrnu, 16 ára og yngri, statt í Noregi þar sem það tekur þátt í Norðurlandamóti. í dag er fyrsti leikur liðsins og eru mótherjamir Svíar. Unglingalið okkar hafa oft staðið sig vel á er- íþróttir lendri grand og er ekki að efa að þeir veita Svíum mótspyrnu. Hér heima er það helst að Fylkir leikur gegn Keflvíkingum í 1. deild karla og fer leikurinn fram á Fylkisvelli í Árbænum. Nú er kominn ágúst og þar með breytast tímasetningar á kvöld- in. í sumar hafa leikirnir hafist kl. 20.00 en leikurinn i kvöld hefst kl. 19.00. Á sama tíma leika einnig í 2. deild kvenna Hafnar- fjarðarliðin FH og Haukar á Kaplakrikavelli. Bridge Fyrsti slagurinn er mjög oft sá sem mestu máli skiptir í spilinu. Því miður er það þannig með marga spilara, að þeir átta sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í þrettánda slag. Skoðum hér eitt spil, austur gjafari og allir á hættu: * Á986 V KD105 92 * 953 4 53 ÁG8742 -f KDG 4 84 4 KDG107 v 9 4 Á76 * ÁG72 Austur Suður Vestur Norður lv 14 pass 24 pass 44 p/h Suður gerði rétt í því að segja 1 spaða yfir hjartaopnun austurs, en úttektardobl í þessari stöðu reynist oft verr, þvi erfitt getur verið að finna 5-3 samlegu í spaðanum ef sú leið er valin. Þó suður hafi valið réttar sagnir var hann ekki jafn gæfuríkur í úrspilinu. Vestur spil- aði út hjartasexunni og sagnhafi setti kónginn í blindum. Austur drap á ásinn og spilaði tígulkóng. Sagnhafi drap á ásinn, tók tvisvar tromp, henti tígli í hjartakóng og spilaði síðan laufi á gosann. Það var nokkuð vonlaus tilraun, eftir að austur var þegar búinn að sýna tíu punkta í rauðu litunum. Sagnhafi gaf tvo slagi á lauf og sinn hvom slaginn á rauðu litina. Fyrsti slagur- inn var það sem mestu máli skipti. Hjartanían var gulls ígildi og hana átti sagnhafi að nýta. í blindum átti að setja hjartafimmuna í upphafi og leyfa austri að fá slag á gosann. Tíg- ulkóng mátti drepa á ás, taka spaða- kóng og spila spaðatíunni á ásinn. Síðan væri hægt að taka trompsvíh- ingu í hjarta og henda tapslögum í tígli þar til austur leggur hjartaás- inn á. Spaðasjöan yrði síðan yfirtek- in af áttunni sem innkoma í blind- an. ísak Örn Sigurðsson 4 42 V 63 4 108532 4 KD106

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.