Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Síða 36
L«TTf til irniW/s > Vinningstölur ( g 6.8. 96 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 13550 5555 Frjalst.óhað dagblaö MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996. Læknadeilan: Biður lækna um að vera í héraði - líkur á fundi „Við eigum von á bréfi frá heil- brigðisráðherra þar sem hann fer fram á það við okkur að stjóm Fé- lags heimilislækna tryggi að læknar verði kyrrir í sínum hémðum. Það er ekki verið að biðja um formlega vakt heldur einungis að menn verði í héraði. Við tökum þessa beiðni fyr- ir á eftir. Ég geri ráð fyrir því að við munum taka henni vel og mælast til þess við okkar félaga að þeir verði í héruðunum, hver á sínum stað, í 2 til 4 daga, svo framarlega sem virkar samningaviðræður verði í gangi,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður Félags heimilislækna, í sam- tali við DV í morgun. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagðist í morgun boða sáttafund í dag svo fremi sem samningamenn ríkisins taki til greina nánari skýr- ingar Læknafélags íslands á yfirlýs- ingu stjórnar félagsins frá því fyrir helgi. Þar var skorað á lækna að ganga ekki í störf þeirra sem hafa hætt störfum. Stjórn Læknafélags- ins fundaði um þetta mál í morgun og var þeim fundi ekki lokið þegar DV fór í prentun. -S.dór Leigubílstjóri af Suðurnesjum var á ferð í Reykjavík: Skorið á öll fjög- ur dekk bílsins - telur reykvískan keppinaut bera ábyrgðina „Ég var á leið til Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins að ná í farþega frá Keflavík sem ég hafði keyrt á skemmtistað fyrr um kvöldið. Á leiðinni tók ég eftir því að það elti mig leigubíll úr Reykja- vík. Ég þurfti aðeins að koma við heima hjá mér, en ég bý í Reykja- vík, og þá stökk miðaldra maður út úr leigubílnum og hafði í hót- unum viö mig,“ sagði Hans Ómar Borgarsson, leigubílstjóri hjá Ökuleiðum í Suðurnesjabæ. „Hann sagðist hafa látið vita af mér og að það yrði fýlgst með mér,“ sagði Hans Ómar sem hafði í hugsunarleysi keyrt til Reykja- víkur með kveikt á „Taxi“ ljósinu. Hans Ómai- telur líklegt að leigu- bílstjórinn úr Reykjavík hafi hald- iö að hann væri í leyfisleysi að keyra farþega í Reykjavík. Aðeins ráðist á minn bíl „Þegar ég svo kem að Kaffi Reykjavik, sem er skemmtistaður- inn þar sem viðskiptavinir mínir voru, legg ég bílnum á stæðinu við enda hússins og fer inn að leita að þeim. Ég hef ekki verið meira en svona kortér í burtu en þegar ég kom út aftur var búið að skera gat á öll dekkin undir bílnum með oddhvössum hlut. Bílnum var lagt innan um marga aðra bíla en eng- inn þeirra var skemmdur nema minn,“ sagði Hans Ómar. Aðspuröur sagðist hann gruna leigubílsfjórann sterklega þar sem hann sagðist hafa „látið vita af honum“. Reyni að finna manninn „Ég verð ekki í rónni fyrr en ég finn þennan mann. Ég veit hvern- ig bíllinn er og hvemig maðurinn lítur út, ég mundi þekkja hann al- veg um leið. Ég fer í það strax að reyna að finna manninn og hætti ekki fyrr en ég finn hann. Leigu- bílstjórar hér á Suðurnesjum eru mjög reiðir og hóta því að gefi maðurinn sig ekki fram, eða finn- ist, verði setið fyrir reykvískum leigubílum við Leifsstöð. Bílstjór- amir hér vita ekki nema þeir geti átt von á einhverju svipuðu ef þeir yfirgefa bílana sína í Reykjavik," sagði Hans Ómar. Helsti annatimi leigubílsfjóra er mn helgar og því erfitt fyrir leigu- bílstjóra aö missa bílinn á þennan hátt. Hans Ómar varð bæði fyrir vinnutapi og fjárhagstjóni sem hann metur á 50-100 þúsund krón- ur. Hann þurfti að endurgreiða viðskiptavinmn sínum „túrinn“ og skilja bílinn eftir niðri í bæ um nóttina en fékk svo lánuð dekk til að keyra hann til baka. -ingo Hljóp fyrir bíl Þriggja ára bam slapp svo til ómeitt eftir að það hljóp í veg fyrir bíl á Suðurlandsbraut um miðjan dag í gær. Barnið hljóp út á götuna frá 14 ára dreng og til móður sinnar sem beið hinum megin götunnar. Bílstjóri bifreiðarinnar mun hafa náð að beygja vel frá baminu. Það féll engu að síður í götuna og var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur með kúlu á enni. -sv Ekið á staur Ekið var á ljósastaur á Hnífsdals- •vegi um miðjan dag í gær og hann klipptur í sundur. Fjórir voru í bíln- um og var einn fluttur á sjúkrahús á ísafirði til skoðunar. Hinir sluppu með skrekkinn. Talið er aö allir hafi verið í beltum. -sv Datt úr vinnupöllum Maður datt úr vinnupöllum við hús við Gnoðavog laust eftir klukk- an 6 í gærkvöldi. Hann hafði verið að klifra upp í pallana þegar hann missti takið og datt niður á steypta stétt. Maðurinn mun eitthvað hafa meiðst en þó ekki alvarlega. -sv i U-Z mm /; • ■. irf ' Sjfi Wk, - /iV’-ícS Knattspyrnulið KR-inga lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli til Hvíta-Rússlands í gær. KR-ingar leika við Mpcc Mozyr, sterkasta lið Hvít-Rússa á morgun. Það var ekki að sjá neinn kvíða á þeim félögum enda fylgdi þeim dyggur hópur stuðningsmanna liðsins úr KR- klúbbnum. DV-mynd JAK Stúlku bjargað: Föst í leðju í sjónum „Tvær þýskar vinkonur mínar vom í gönguferð í fjörunni niðri hjá gamla kaupfélaginu. Þær sáu tvö börn, um 3-4 ára gömul, stúlku og dreng, og var stúlkan fost í leðju um 5 metra úti í sjónum. Sjórinn náði upp að hnjám á stúlkunni og hún var mjög hrædd. Vinkonur mínar reyndu að ná til hennar með spýtu en hún var svo skelfd að hún gat ekki tekið á móti. Litli drengurinn gróf þá með höndunum í leðjunni og náði einhvern veginn að losa stúlk- una og þau komust bæði í land,“ segir María Eðvarðsdóttir í Borgar- nesi um atvik sem gerðist þar í fjö- runni sl. sunnudag. Tvær þýskar bekkjarsystur Maríu, 71 árs gamlar, urðu vitni að atvikinu og sögðu Maríu frá því. „Það vildi litlu stúlkunni til happs að fjara var því ef flóð hefði verið hefðu þau verið í stórhættu. Litli drengurinn sýndi líka mikið hugrekki. Stúlkan jafnaði sig betur þegar hún var komin í land en var samt enn mjög hrædd. Vinkonur mínar fylgdu þeim síðan heim,“ seg- ir María. -RR L O K I Veðrið á morgun: Fremur hlýtt í veðri Á morgun er búist við suð- austanátt um allt land en við suðurströndina verður all- hvasst. Annars staðar verður hægara og hlýtt í veðri. Rign- ing verður um sunnan- og vest- anvert landið en þurrt að mestu norðanlands. Veðrið í dag er á bls 44. Isuzu m Crew Cab r ÍSÉRSTÖKD m TILBOÐI ■ með 3.1. túrbó díselvél 109 hestöfl Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.