Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 Fréttir Af 90 dæmdum ofbeldismönnum á siðasta ári fóru aðeins 24 í fangelsi: Þrír af hverjum fjórum fengu skilorðsbundinn dóm - lögregluaðgerðir gegn fíkniefnafólki jákvæðar en mættu lika beinast að ofbeldisfólki, segir afbrotafræðingur - árin 1991-1995 - DV Þrír af hverjum fjórum dómþolum á íslandi á síöasta ári sem höfðu fengið refsidóma fyrir ofbeldisbrot fengu skilorðsbundnar refsingar. Þetta er hæsta hlutfall af öllum brotaflokkum þar sem afbrotamenn fá skilorðsbundnar refsingar. Til samanburðar má nefna að 42 prósent þeirra sem á síðasta ári hlutu dóm fyrir auðgunar- eða skjalafalsbrot voru dæmdir í óskilorösbundið fang- elsi - ef þeir sem fengu ákærufrest- anir og sektir eru dregnir frá. Hlut- fallið hjá kynferðisbrotamönnum og þeim sem fengu dóma fyrir stærri fikniefnabrot var hins vegar einn á móti hverjum sex sem fengu skilorð. Dómarar líta til afleiöinga Erlendur Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un ríkisins, sagði í samtali við DV að dómarar horfðu greinilega gjarna til þess hverjar afleiðingar líkamsárása yrðu þegar þeir dæmdu i ofbeldismálum. „Oft og tíðum hafa sakbomingar Ofbeldisdóniar - fjöldi þeirra sem fengu skilorðs- og fangelsisdóma - 70 60 50 66 skilorös- buntlnir dómar 40 30 4 20 dðma?gel818 10 0 J ** einhverjar málsbætur, t.a.m. að þeir áttu ekki frumkvæði að átökunum, þeir höfðu hreinan sakaferil eða vom að fremja sitt fyrsta ofbeldis- brot. Einnig er litið til ungs aldurs," sagði Erlendur. Hann benti jafn- framt á að þegar ofbeldisbrot væm dæmd hefðu ákærðu hugsanlega iðrast og væm þegar búnir að greiða fómarlambi skaðabætur. „En það er mikið horft á skaðann og afleiðingamar - hvort þolendur hafi t.d. hlotið beinbrot eða aðra áverka," sagði Erlendur. Enginn manndrápsdómur frá 1993 Erlendur sagði að það væri hálf- undarlegt, miðað við stöðugar frétt- ir um harðnandi heim, að frá 1993 hefði enginn sakborningur verið dæmdur fyrir manndráp af ásetn- ingi. „Þetta er einsdæmi, t.d. miðað við þróunina á Norðurlöndum," sagði Erlendur. Rétt er að benda á að þrátt fyrir þetta hefur ofbeldisfong- um fjölgað almennt á síöustu ámm. Erlendur sagði að Fangelsismála- stofnun bæri samkvæmt reglugerð ekki að veita ofbeldismönnum og þeim sem fremdu kynferðisbrot og alvarleg fikniefnabrot reynslulausn fyrr en eftir 2/3 af refsitímanum - ekki þegar hann væri hálfnaður Fréttaljós Öttar Sveinsson eins og gjarnan gerðist með aðra brotamenn sem afplána í fyrsta skipti. Á síðasta ári losnuðu 98 fangar, eða 61 prósent þeirra, út eftir aö hafa afþlánað helming refsingar hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. 39 prósent fóru út að loknum 2/3 hlut- um dæmds refsitima. Árið áður var hlutfallið svipað en 1993 losnuðu mun fleiri fangar ekki út fyrr en eft- ir 2/3 hluta refsingar eða um 50 pró- sent. „Á móti þessu kemur að við höf- um alfarið synjað fleirum um reynslulausnir - þeim er gert að ljúka afþlánun sinni að fullu,“ sagði Erlendur. „Þar er um að ræða al- gjöra síbrotamenn, menn sem hafa setið inni kannski í átta, tíu eða tólf skipti og hafa sírofið skilyrði reynslulausna áður. Ég hef ekki töl- ur um þetta en þama er um fjöl- mörg tilvik að ræða. Einnig er rétt að benda á að þeir fangar sem eru með styttri refsidóma en 2 mánuði eða á „blönduöum skilorðsdómum“ ljúka sinni afþlánun að fullu.“ Fleiri „nýfangar" Erlendur sagði að hlutfall „nýrra og gamalla fanga" væri að snúast við. Stöðugt fleiri „nýfangar" kæmu inn. „Út af fyrir sig er það jákvætt að síbrotamenn og aðrir komi ekki aftur." Erlendur sagði að stofiiunin hefði í raun stefiit að því á síðustu árum að taka fastar á agabrotum en vera að sama skapi betri við þá sem „væru til friðs“. „Menn eru kannski minna spenntir fyrir því en áður að koma aftur,“ sagði Erlendur. Stærri fíkniefnabrotum fjölgar Brotamönnum sem dæmdir hafa verið fyrir stærri fikniefnabrot hef- ur fjölgað stöðugt síðustu 5 ár. 51 fangi var í afplánun á síðasta ári fyrir fikniefnabrot en árið áður voru þeir 34, 24 árið 1993, 28 árið 1992 og 24 árið 1991. Erlendur segir að aðgerðir lögreglunnar í fikni- efnamálum undanfarið lofi engu að síður góðu: „Ég er hlynntur því að lögreglan hér á landi sýni sig og grípi sem mest inn í hjá þeim sem eru minni spámenn og eru jafhvel að hefja sinn afbrotaferil eins og gert hefur verið erlendis. Það á ekki að láta þá í friði því ekkert er eins vænlegt fyrir afbrotamann sem kemst upp með brot sín að halda áfram með al- varlegri brot. Aðgerðir lögreglunn- ar mættu jafnvel einnig ganga yfir aðra brotaflokka eins og t.d. heimil- isofbeldi," sagði Erlendur Baldurs- son. Dagfari Bjargvættur tryggingafélaganna Bifreiðatryggingafélögin hafa barist i bökkum svo lengi sem elstu menn muna. Tapið í bíla- tryggingunum hefur raunar staðið tryggingafyrirtækjunum fyrir þrif- um því þau hafa ekki getað lækkað iðgjöldin hjá sér á öðrum tryggin- um vegna þeirra útgjalda sem þau hafa orðið fyrir í bílatjónum. Marg- sinnis hafa forsvarsmenn trygg- ingafélaganna komið fram opinber- lega og lýst áhyggjum sínum af háum og tíðum tjónum bifreiða. Tryggingafélögin hafa jafnvel lagt í miklar auglýsingaherferðir til að draga úr bifreiðaslysum og árekstr- um. En allt hefur komið fyrir ekki, bílar hafa áfram og látlaust lent í tjónum, bílstjórar hafa sýnt full- komið kæruleysi og bifreiðaeigend- ur hafa mátt borga brúsann í gríð- arlega háum iðgjöldum af bíla- tryggingum sínum. Svo rammt hefur kveðið að þessu ástandi að bílatryggingafé- lögin hafa þurft að hækka hjá sér iðgjöldin aftur og aftur og sýnt fram á það með tölum og töflum og tryggingafræðilegum rökum að hækkanirnar hafi verið óhjá- kvæmilegar. Og það hefur jafnvel komið að engu gagni þótt iðgjöldin hafi hækkað. Áfram hafa tryggingafyr- irtækin haldið áfram að tapa á bílatryggingum og það er i raun- inni aðdáunarvert hversu lengi þau hafa haldið þetta út. Þau hefðu satt að segja átt að vera hætt að tryggja bíla fyrir löngu, enda ekk- ert nema tap og vesen af þessum tryggingum. Forstjóralaunin hafa liðið fyrir þessa þróun og er þó ljóst að það þarf að borga þeim mönnum vel sem standa undir slíku tapi. En fórnarlundin hefur verið söm við sig og forstjóramir hafa þrauk- að og launin hafa dugað og þjón- ustulundin hefur lifað þessa stormasömu tíma af. Nú hefur það gerst fyrir for- göngu Félags íslenskra bifreiðaeig- enda að nýjar tryggingar eru vænt- anlegar inn á markaðinn. FÍB hef- ur samið við Lloyds í London um að bjóða íslendingum upp á trygg- ingar sem eru jafngóðar og hingað til hefur verið boðið upp á og þó er iðgjaldið 25% lægra en það sem ís- lensku tryggingafélögin hafa boðið! Þetta er auðvitað fagnaðarefni fyr- ir bifreiðaeigendur sem nú eiga kost á ódýrari tryggingum en fbgn- uðurinn hlýtur að sama skapi að vera gífurlegur hjá tryggingafélög- unum sjálfum. Nú geta þau séð fram á að losna við tapreksturinn af bílatryggingunum og snúið sér að öðram og ábatasamari trygging- um. Islensku tryggingafélögin hafa meira að segja verið svo hart leik- in að þau hafa þurft að safna sjóö- um til að mæta áfóllunum. Nú má leggja þessa varasjóði niður og ein- beita sér að því að lækka aðrar tryggingar og þannig mun þessi snjóbolti rúlla af stað og vera öll- um til mikillar blessunar, trygg- ingaþegum, tjónþolum, forstjórum tryggingafélaganna og tryggingafé- lögunum sjálfum. Þeir ættu eigin- lega að senda þakkarbréf og heilla- skeyti til Lloyds fyrir ómakið sem Lloyds ætlar að taka af íslensku tryggingafélögunum. Þetta er himnasending. íslenskfr bifreiðaeigendur og aðrir máttarstólpar þessarar þjóð- ar hljóta að taka þessu útspili FÍB og Lloyds feginsamlega. Trygginga- félögin hafa alltaf verið homstein- ar þjóðfélagsins og nú er loks runn- in upp sú stund að forstjórar og eigendur tryggingafélaganna geta notið arðsins og launanna án þess að láta bílatjónin éta upp það litla sem græðist á því að tryggja land- ann. Hér eftir mun Lloyds sjá um þetta tap. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.