Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 199í Útlönd Stuttar fréttir dv Farþegavél frá Súdan með 186 farþega rænt í gærkvöldi: Fjörutíu gíslum var sleppt í morgun Flugræningjarnir, sem rændu Airbus-flugvél súdanska ríkisflugfé- lagsins í gær og lentu henni í Stan- sted á Bretlandi í nótt, létu fjörutíu gísla lausa snemma í morgun, aðal- lega konur og böm. Áður hafði tveimur sjúkum farþegum verið sleppt frá borði og var þeim ekið í burtu í sjúkrabílum. Ekki er talið að ástand þeirra tengist meðferð flugræningjanna á gíslunum. Alls vom 186 farþegar innanborðs og 13 manns í áhöfn. Þegar blaðið fór í prentum reyndu bresk yfirvöld Naut Dutroux verndar? Handtaka háttsetts rannsókn- arlögreglumanns í lögreglunni í Charleroi í Belgíu hefur fætt af sér orðróm þess efnis að barna- nauðgarinn Marc Dutroux hafi notið vemdar innan lögreglunn- ar sem aftur skýri hvers vegna hann komst upp með glæpsam- legt athæfi sitt þrátt fyrir ábend- ingar til lögreglunnar. Dómsmálaráðherra Belgíu, Stefaan De Clerck, hefur vísað slikum vangaveltum á bug en samt halda margir Belgar aö óhreint mjöl sé í pokahominu og að rannsókn málsins verði ekki lokið. Þannig lét dómsmála- ráðherrann þau orð falla að hann mundi láta Ijúka rannsókn málsins „ef hann fengi“. í fjöl- miðlum var lagt út af þeim orð- um ráðherrans og reiknað með að málið tengdist mögulega afar háttsettum aðilum í belgískri stjómsýslu og því mundu allar staðreyndir þess aldrei koma fram. En meðan dómsmálaráðherr- ann reyndi að róa almenning handtók lögregla 10. aðilann í tengslum við málið og hélt áfram uppgrefti í húsagörðum í Charleroi i leit að ummerkjum eftir tvær unglingsstúlkur sem rænt var í fyrra. Þá hefúr lög- regla gert um 300 myndbönd með barnaklámi upptæk en Dutroux kemur sjálfur fram á nokkrum þeirra. Þá hafa fundist barnafot og deyfilyf á heimili Dutroux sem notuð hafa verið til að yfirbuga börnin þegar þeim var rænt. Voru reiðu- búnir að sprengja 12 farþegaþotur Saksóknari í máli gegn þrem- ur herskáum múslímum í Bandaríkjunum fullyrðir að áætlun þeirra um að sprengja 12 farþegaþotur í loft upp hafi ver- ið langt komin. Hafi þeir bæði haft viljann og kunnáttuna til að framkvæma verkið. I lokaræðu sinni sagði sak- sóknarinn að hefði eldur ekki brotist út í húsnæði þar sem þeir unnu við gerö sprengjanna hefði aldrei verið komið upp um áætlun þeirra og þeir fram- kvæmt hana. Réttað hefur verið í máli mannanna þriggja frá í maí fyr- ir að ætla að sprengja vélamar á 48 átta klukkustunda tímabili í fyrra og drepa þannig um 4 þús- und farþega. Reuter Bretar reyna aö semja við ræningjana Flugræningjar súdönsku farþegaþotunnar krefjast pólitísks hælis í Englandi. Símamynd Reuter að semja við flugræningjana. Vélin var á leið frá Súdan til Amman í Eg- yptalandi þegar henni var rænt. Hún lenti í London snemma í morg- un meö 199 manns innanborðs. Flugræningjarnir vildu fá að lenda á Heathrow-flugvelli en bresk yfirvöld beindu vélinni til Stansted, sem er um 50 km utan við höfuð- borgina, og þar lenti hún í morgun. Farþegarnir eru flestir frá Súdan en einnig era um borð farþegar frá írak, Jórdaníu og Sýrlandi. Sérþjálfaðir menn hafa reynt að ná samningum við flugræningjana frá því snemma í morgun og voru lögregluyfirvöld vongóð um að búið yrði að ná samningum um hádegi í dag. Vélin lenti á Kýpur seint í gær- kvöldi til að taka bensín og reyndu þá kýpversk yfirvöld að fá flugræn- ingjana til að láta konur og börn laus en þeir hótuðu að sprengja vél- ina í loft upp. Síðar sögðu þeir að þeir myndu láta alla lausa ef bresk yfirvöld yrðu við kröfum þeirra en þeir eru sagðir vilja pólitískt hæli í Englandi. Bresk lögregluyfirvöld segja ekki ástæðu til að kalla til herinn eða sérsveitir enn sem komið er, vitað sé til að einn flugræninginn sé vopnaður handsprengjum og TNT sprengiefni en eftir að þeir fóru frá Kýpur sögðust þeir ekki ætla að sprengja vélina heldur láta alla lausa við lendingu í London. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem súdanskri farþegaflugvél er rænt. Reuter Slökkviliösmenn eiga hér við leifar elds sem geisað hefur í skógum Oregonríkis undanfarna daga. Yfir eitt þúsund slökkviliösmenn frá öllum ríkjum Bandaríkjanna voru kallaðir til aðstoöar í baráttuna við eldinn. Talið er að elding hafi komiö bálinu af stað en um 20 þúsund ekrur af skóglendi hafa eyöilagst og um 450 manns hafa neyöst til að flýja heimili sín. Símamynd Reuter Lebed reynir að halda lífinu í vopnahléi í Tsjetsjeníu: Jeltsin farinn i fri og ekki færi á fundi gefur Alexander Lebed, öruggisráðgjafi Jeltsíns forseta, reyndi eftir mætti að halda lífinu í vopnahléi því sem hann náði við skæruliða aðskilnað- arsinna í Tsjetsjeniu á fóstudag. Lebed hefur leitað mjög eftir. stuðn- ingi Borísar Jeltsíns Rússlandsfor- seta við tillögur sínar um framtíð Tsjetsjeníu í rússneska ríkjasam- bandinu og samningsuppkast þar um sem hann hefur rætt við Tsjetsjena. En Jeltsín hefur enn ekki gefið Lebed færi á fundi og nauðsynlegum stuðningi. Er óvíst hvort af þeim fundi verður í bráð en talsmaður forsetans sagði hann hafa farið í frí í nágrenni Moskvu. Mundi hann ekki hitta nema örfáa embættismenn að máli og Lebed væri á biðlista. Talsmaður Jeltsíns sagði að for- setinn mundi þurfa tíma til að íhuga tillögur Lebeds áður en hann ræddi við hann. Talsmaðurinn gaf einnig í skyn að aðstoðarmenn Lebeds hefðu ekki farið fram á fund sem túlkað var sem tilraun af hálfu Jeltsíns til að kenna hinum ákafa Lebed lexíu í starfsreglum. Lebed varð að hætta viðræðum sínum við aðskilnaðarsinna á sunnudag og hélt til Moskvu í von um að fá ráðleggingar um framhald viðræðnanna. Jeltsín vildi ekki hitta hann þá og er Lebed í vanda þar sem hann vantar nausðynlegan stuðning frá Kremlverjum. Hann hitti Viktor Tsjernomyrdín forsæt- isráöherra reyndar stuttlega að máli í gær en það er forsetinn sem hefur úrslitavaldið. Lebed óttast að vopnahléð, sem hann náði eftir 20 mánaða bardaga í lýðveldinu, muni hrynja ef hjólin fari ekki að snúast. Skærur hafa átt *sér stað milli hinna stríðandi aðila í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. Fjarvera Jeltsíns hefur enn og aft- m- ýtt undir vangaveltur um heilsu- far hans og meinta ofdrykkju, sem hefur veikt stöðu hans sem forseta landsins. Reuter Dæmdur fyrir fjársvik Bandaríski flóttamaðurinn Ro- bert Vesco var dæmdur í 13 ára fangelsi á Kúbu fyrir ijársvik. Hin kúbverska eiginkona hans fékk níu ára dóm. Hundruð heimilislaus Yfir 100 manns hafa farist í skærum milli Kúrda í Norður-írak undanfarið. Hundruð fjölskyldna eru heimilislaus. Stytta af poppgoöi Yfirvöld í Prag hyggjast reisa Michael Jackson minnis- varða í borginni þegar hann hef- ur heimstón- leikaferð sína þar i næsta mánuði. Moröingi ákærður Eugene de Kock, aðskilnaðar- sinni í Afríku, hefur verið ákærð- ur fyrir fimm morð en þessi fyrr- um lögregluforingi á yfir höfði sér ákærur fyrir a.m.k. 116 morð til viöbótar. Ekki vísað úr landi Réttur í París hafnaði kröfu um að 10 innflytjendum yrði vísað úr landi en þeir voru í 52 daga mót- mælasvelti. Lögðu byggingu í rúst Lögreglan í ísrael lagði bygg- ingu í Jerúsalem í rúst þar sem byggingin hefði verið fiármögnuð af sjálfsstjóm Palestínumanna. Stökk út um glugga Andófsmaöurinn Chen Longde er sagður hafa stokkið út um glugga af þriðju hæð í örvæntingu eftir að hafa verið barinn tvisvar af fangavörðum í vinnubúðum. Hann særðist alvarlega. Skæð malaría Yfir tvö þúsund manns hafa dáið úr malaríu I Zimbabwe á þessu ári en yfir tvær milljónir manna eru taldar hafa sýkst af malaríu. Skaut konu sína Ástralska lögreglan náði í gær manni sem grunaður er um að hafa oröið eiginkonu sinni aö bana og sært þrjá aðra. Hinn grunaði náðist á flótta í skóglendi á norð- urströnd Ástralíu. Karpov sigraði heiminn Kai-pov knúði fram sigur er hann keppti við þá sem vildu á Intemetinu. Búist við áfrýjun Búist er við að Chun Doo Van, fyrrum for- seti Suður- Kóreu, sem dæmdur var til dauða í gær, muni áfrýja dómnum en það hafði hann ekki gert í morgun. Sama á við um vit- orðsmann hans í valdaráninu 1979. Minna um eitrun Yfirvöld i Japan segja að matar- eitrunin, sem lagðist á þúsundir íbúa í vesturhluta landsins, sé í rénun. Vill deyja Fangi í Hollandi, sem telur sig vera ranglega sakfelldan, hefur farið fram á að fá að deyja með hjálp banvænnar sprautu. Fór ekki með Liam Gallag- her, söngvari hljómsveitarin- ar Oasis, fór ekki með í tón- leikaför til Bandaríkjanna í gær. Hann varð eftir • þar sem hann er á göt- unni og verður að finna sér og unnustunni, Pátsy Kensit, nýtt húsnæði. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.