Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 JLlV 14 tflveran * je Mataræði breytt hjá heilli skipshöfn fleiri sjómenn hafa óskað eftir breytingum Frá því í maí í vor hefur staðið yfir í skipinu Mælifelli, sem siglir með vörur umhverfis ísland og Samskip gera út, verkefni sem miðar að þvi að breyta mataræði skipshafnarinnar. Áætlað er að verkefnið, sem er tilraun, standi í hálft ár en ekki stendur til að fara í gamla horfið aftur. Það eru Anna Elísabet Ólafsdótt- ir næringarfræðingur og Borghild- ur Sigurbergsdóttir næringarráð- gjafi hjá Næringarráðgjöfinni sf. sem vinna verkefnið í samráði við skipshöfnina. Ragnar Pálsson, starfsmanna- stjóri hjá Samskipum, sem er ánægður með hvemig til hefur tek- ist, sagði að í ráði væri að fara af stað með sams konar verkefni í Dísarfellinu að ósk skipshafnar- innar. Hann sagði að hefðir hefðu skap- ast varðandi mataræöi til sjós. Þær hefðu miðast við vosbúð sjómanna. Nú væm þær orðnar úreltar og full þörf á að breyta til. Þetta fyndu skipshafnirnar sjálfar. -ÞK Verulega dregið úr fitu ug salti en aukning á kolvetni og trefjum - hefur gengið mun betur en ég átti von á, segir Anna Elísabet Ólafsdóttir næringarfræðingur „Við höfum verið að breyta fæð- inu hjá skipshöfninni á Mælifellinu. Það er vegna þess að fæðið hefur verið of feitt og trefjasnautt og kannski helst til próteinauðugt og saltríkt líka. Markmiðið er líka að fólkinu líði betur og að þeir sem þess þurfa geti megrað sig,“ sagði Anna Elísabet. Hún sagði ekki óalgengt að yflr- menn skipa væru of þungir og í áhættuhópi gagnvart hjarta- og æða- sjúkdómum. Yfirþyngdarmönnum á Mælifellinu var boðin einstaklings- ráðgjöf og vigtun sem allir þáðu. Eitt af því sem skipshöfnin gagn- rýndi, þegar farið var að ræða mat- aræðið, var að ekki væri hægt að halda jól þar sem alltaf væri svo flnt í matinn. Meðal þess sem þær Anna Elísa- bet og Borghildur hafa gert er að draga verulega úr fitu og salti í fæð- inu og auka kolvetni og trefjar. Majones og smjörlíki er ekki keypt inn lengur, olía er notuð i staðinn, djúpsteikingarpotturinn fór til dæmis út. Þá er hamsatólg ekki not- uð lengur. „Mjólkurvörar eru keyptar miklu magrari en áður, einnig álegg. Skipshöfnin fær tvær heitar máltíð- ir á dag eftir sem áður. Þeir vildu halda því.“ Að sögn Önnu Elísabetar var alltaf saltfiskur og/eða skata með hamsatólg á laugardögum og mjólk- urgrautur með slátri á eftir. Hún tel- ur að sérstaklega fyrir yfirmenn sé þetta allt of feitt fæði. Breytingunum vel tekið „Það var okkar ósk að verkefnið miðaðist við Mælifellið, það siglir umhverfis ísland og öll innkaup em gerð hér heima. Það er auðveldara að fylgjast með því en þegar keypt er inn erlendis. Margar róttækar breytingar er búið að gera á mataræðinu. Aðeins hefur verið dregið úr kjötmáltíðum og grænmetismáltíðir em komnar í staðinn. Kokkurinn er að sjálfsögðu aðalmaðurinn í þessu með okkur. Menn hafa tekið þessu mjög vel, mun betur en ég hélt.“ Tíu menn em um borð í einu en alls eru það um fimmtán menn sem taka þátt í verkefninu. „Við gemm matseðlana og upp- skriftimar og vinnum í samvinnu við kokkinn og sú samvinna hefúr í alla staði gengið mjög vel,“ sagði Anna Elísabet. Reyndar era margar uppskriftim- ar frá matsveininum. Anna Elísabet sagðist telja að sá matur sem nú væri í boði um borð í Mælifellinu væri nánast veislumat- ur eftir sem áður. Þær Anna og Borghildur vildu leggja áherslu á að þetta væri ekk- ert megrunarfæði heldur fæði fyrir vinnandi fólk. -ÞK Um borð í Mælifellinu. Frá vinstri, Borghildur Sigurbergsdóttir næringarrað- gjafi, Anna Elísabet Ólafsdóttir næringarfræðingur, Ásgeir Þorláksson mat- sveinn, Valdimar R. Olgeirsson skipstjóri, Ragnar Pálsson, starfsmanna- stjóri hjá Samskipum, og Henning Alfmundsson stýrimaöur. DV-mynd JAK Ásgeir Þorláksson matsveinn lætur vel af sam- starfinu við þær Önnu Elísabetu og Borghildi. DV-mynd JAK Aðalmunurinn að fara eftir uppskriftum og vigta allt - segir Ásgeir Þorláksson, matsveinn á Mælifellinu „Þetta er búið að vera allt í lagi og lítið um óánægju meðal skipverja. Það er þó frekar að yngri mennimir kvarti yfir einstaka réttum en þeir eldri,“ sagði Ásgeir Þorláksson, mat- sveinn á Mælifellinu, þegar hann var spurður um reynsluna af því að mataræðinu var breytt hjá skipshöfninni. Ásgeir sagði að það tæki heldur lengri tíma að elda nú en áður þar sem nú þyrfti að fara eftir uppskriftunum, vigta allt. Hann lét vel af samstarfínu við þær stöllur Borghildi og Önnu Elísabetu og var sammála þeim um að verkefhið hefði gengið vel. Hann sagði að menn hefðu viljað þessar breytingar sjálfir, það væri ekki hann sem væri að neyða neinu upp á þá. „Sósurnar eru magrari, mjólkurvörurnar, svo sem osturinn, sömuleiðis. Við breyttum úr 26% yfir í 17% feitan ost, annað álegg er einnig magrara. Grænmetisréttir hafa aukist á matseðlinum, menn borða bara vel af brauði þegar þeir em, sérstaklega yngri mennirnir,“ sagði hann. -ÞK Er allur léttari r - segir Asmundur Helgason válstjóri „Mér list alveg skínandi vel á þetta, ég hef lést um sex kíló og þarf að fara að fá ný fot hjá útgerðinni," sagði Ásmundur Helgason, vélstjóri á Mælifellinu, og hnippti í Ragnar starfs- mannastjóra þegar hann var spurður um reynslu sína af breyttu mataræði um borð. „Ég er allur létt- ari og mæli alveg hiklaust með þessu, mér finnst maturinn líka betri.“ Hann sagðist samt ekki finna eins mikinn mun á matnum og hann hefði haldið. Ásmundur, sem nú er sitt 26. ár á sjó, telur að verkefnið ýti undir að menn borði öðmvisi í landi einnig. Hann sagðist ekki vera farinn að hreyfa sig meira enn þá enda væri engin æfingaaðstaða um borð. -ÞK Ásmundur Helgason vélstjóri er hæst- ánægður meö fæðið eftir breytinguna og hefur lést um sex kíló. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.