Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 7 Fréttir Uppgræðsla hingað til ekki talist umhverfisspjöll - segir Sveinn Runólfsson landgræöslustjóri „Viö ræddum á föstudag viö Skipulag ríkisins og síðan landbún- aðaráöherra um endanlega túlkun á úrskurðinum. Síðan hefjumst við handa áfram við að stöðva eyðing- una á Hólasandi. Fyrstu vamarað- gerðir á sandinum hófust 1945 þannig að ræktun Hólasands er ekki nýtt mál og einkennilegt að allt í einu þurfi umhverflsmat á aðgerð- ir sem eru hálfrar aldar gamlar," segir Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri um Hólasandsmálið sem fjallað hefur verið ítarlega um í DV undanfarið. Sveinn segir aö sér hafi sannar- lega komið spánskt fyrir sjónir að krafist væri umhverfismats á upp- græðslu örfoka svæðis þar sem meg- intilgangur umhverfismats væri að meta hugsanleg skaðleg áhrif tiltek- inna framkvæmda á umhverfí og uppgræðsla hefði hingað til ekki talist til umhverfisspjaUa á íslandi. Lúpínan er ekki skaðvaldur Sveinn telur í hæsta máta ólík- legt að lúpína sé slíkur skaðvaldur fyrir umhverfi Hólasands að sér- staklega þurfi að hafa hemil á henni þess vegna. „Sannleikurinn er sá að hér á landi eru almennt afskaplega fáar erlendar plöntur sem þrífast utan skrúðgarða. Á Hólasandi höf- um við aðeins örfáar plöntur til um- ráða til að hefta sandinn og lúpínan er langódýrust og sennilega lang- virkust til frumuppgræðslu sands- ins og aðrar plöntur munu ekki þrífast þar fyrr en í kjölfar lúpín- unnar. Lúpínan er forsenda þess að hægt sé að takast á við uppgræðslu sandsins," segir Sveinn. Varðandi áhyggjur af því að lúpínan færist að Laxá segir landgræðslustjóri að bakkar Laxár séu algrónir og ekki liklegt að hún nái að festa þar ræt- ur. Á þeim eina stað meðfram ánni þar sem eru ógrónar eyrár og bakk- ar sé lúpínan löngu komin og lúpina á Hólasandi muni í engu breyta þvi ástandi sem þegar er orðið i þessum efhum. Landgræðsiusijóri segir að í nefnd sem fyrrv. landbúnaðarráö- herra skipaði til að gera áætlun um vamaraðgerðir í Skútustaðahreppi og gerð landnýtingar- og land- græðsluáætlunar sé uppgræðsla Hólasands talin eitt forgangsverk- efha. „Það er ljóst að á Hólasandi á sér stað, samkvæmt rannsóknum RALA og raunar augljóst hverjum manni, umtalsvert jarðvegsrof og gróðureyðing á jöðrum sandsins. Það var full sátt heimaaðila um framkvæmdina og við fógnuðum því mjög þegar einkaaðilar, þar á meðal Húsgullsmenn, beittu sér fyr- ir því að afla fjár til að fara þar í glæsilegar framkvæmdir. Það kom okkur því mjög á óvart þegar kraf- ist var umhverfismats á aðgerðirn- ar en það mat hefur nú farið fram og úrskurður skipulagsstjóra liggur fyrir.“ Landgræðslustjóri segir fjár- magn Landgræðslunnar af svo skomum skammti að hún hefði ekki getað tekist á viö þetta verk- efni án utanaðkomandi fjármagns. Landgræöslan liggur ekki á liði sinu í DV í siðustu viku gagnrýnir Auður Sveinsdóttir Landgræðsluna harðlega fyrir að hlaupa út og suð- ur eftir því sem peningum sé veifað framan í hana. Auður segist ekki telja Hólasand meðal forgangsverk- efna Landgræðslunnar og segir að Landgræðslan hafi vanrækt upp- græðslu á mikilvægari svæðum eins og foksvæðinu við eina stærstu útflutningshöfn landsins, Þorláks- höfn. „Varðand Þorlákshafnarsvæðið hefur Landgræðslan unnið þar mik- ið á undanfömum ámm og áratug- um. Aðstæður þar eru ákaflega erf- iðar en með tilstyrk sveitarstjómar Ölfushrepps og fleiri aðila var ráð- ist þar í viðamiklar aðgerðir í vor og sumar sem við höfum trú á að muni leiða til þess að íbúar Þorláks- hafhar muni ekki aftur þurfa að búa við slíkt sandrok og geisaði þar sl. vetur. Reyndar hefur sandfok ekki herjað á bæinn undanfarin 20 ár. Við höfúm síður en svo legið á liöi okkar á þessu svæði og alls ekki miðaö við það fjármagn sem við höf- um haft úr að spila.“ Lofsveröur áhugi almenn- ings Sveinn segir að hlutverk Land- græðslunnar hafi veriö að breytast úr því að vera beinn framkvæmda- aðili í það að vera ráðgefandi aðili sem stuðlar að uppgræðslu og að- stoðar sem flesta þjóðfélagsþegna við að leysa þau verkefni sem bíða. „Því fógnum við mjög framlögum frá hinum ýmsu þjóðfélagshópum og við höfum þá trú að flestir þegn- ar landsins vilji takast á við þann gróðureyðingarvanda sem blasir við. Við fognum áhuga almennings á þessum málum því að verkefhin eru mörg og vandinn svo mikill að Landgræðslan nær aldrei að sigrast á honum alein og óstudd. Meðal áhugafólks um uppgræðslu örfoka svæða og gróðurvernd er far- ið að bera á ótta við að út úr máls- meðferð varðandi Hólasand megi lesa þau skilaboð að það sé í óþökk ríkisvaldsins að áhugafólk, bæði einstaklingar og hópar, sé yfirleitt að skipta sér af landgræðslumálum. Landgræðslustsjóri kveðst vonast til að svo verði aldrei enda sé upp- blástur ekkert einkamál Land- græðslunnar heldur mál allrar þjóð- arinnar og áhugi og vilji almenn- ings sé þvi bæði mikilvægur og þakkarverður. -SÁ Olís hyggst reisa sjálfsafgreiðslubensínstöö á horni Snorrabrautar og Egilsgötu. Innakstur á stöðina veröur frá Snorrabraut en útakstur út á Egilsgötuna. DV-mynd Pjetur Ný bensínstöö á horni Snorrabrautar og Egilsgötu: Nágrannar óttast bílljósin - kærufrestur rennur út á mánudag Geitungur stakk lítið barn í hálsinn „Ég var að klæða son minn úr úlpunni og líklega hefur geitungur- inn verið þar því hann birtist allt í einu og stakk barnið í hálsinn," seg- ir Lárus Sigurðsson, faðir rúmlega tveggja ára drengs sem geitungur réðst á. Lárus segist hafa orðið hræddur eftir atvikiö og hringdi í neyðarlínuna sem kom án tafar á staðinn. „Sem betur fer var þetta ekki hættulegt og eftir læknisskoðun kom í ljós að Andra hafði ekki orð- ið- meint af. Mér brá af því að geit- ungurinn stakk hann í hálsinn en þetta fór betur en á horfðist, stung- an var ekki nógu djúp til að skaða barnið. Það er hrikalegt aö vita af öllum þessum geitungum í borg- inni, þessi plága virðist vera alls staðar," segir Lárus. -ilk Umferðarnefhd og skipulagsnefnd Reykjavikurborgar hafa fýrir sitt leyti samþykkt að reist verði sjálfs- afgreiðslubensínstöð á auðu svæði á homi Egilsgötu og Snorrabrautar samkvæmt teikningum Ingimundar Sveinssonar arkitekts. Umrætt svæði er lóðin Egilsgata 5 en hún hefur verið auð svo lengi sem elstu menn muna. Teikningar og uppdrættir að fyr- irhugaðri bensinstöð hafa legið frammi til umsagnar og athuga- semda og rennur kærufrestur út mánudaginn 26 ágúst. íbúar í hús- unum við Egilsgötu, beint á móti fyrirhugaðri bensínstöð, hafa lagt fram skrifleg mótmæli gegn stöð- inni, m.a. vegna þess að ljós frá bíl- um sem ekið yrði út frá henni myndu lýsa upp á hús þeirra. Sama útkeyrsla á að vera frá stöð- inni og er nú frá hinu auða svæði neðan við Domus Medica en inn- akstur frá Sriorrabraut. -SÁ Smáauglýsingar Vegna breytinga á vöruúrvali m.a. vegna umboða fyrir SHARR &D PIOIMeewjamo, ofl. munum við bjóða ákveðna vöruflokka og einstök tæki á stórlækkuðu verði í nokkra daga. Nú er lag að eignast ódýr og góð tæki meðan birgðir endast, m.a: éjIs^ICD'28"fwín TL1 Fullkomin fjarstýring meS öllum aSgerðum ó skjá Islenskt textavarp (Upplýsingar á skjá). Myndllampi (BLACK MATRIX) flatur., HljóSmagnari Nicam víSóma (STERÍÓ) 2x15W eSa 30W. Tveir hátalarar eru í tækinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.