Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Síða 4
tónlist
FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996
Hörður Torfason verður á tónleikaferð um landið í október, nóvember og desember.
ísland
-plötur og diskar—
| 1. (1 ) Pottþétt 5
Ýmsir
t 2. ( 2 ) New Adventures
R.E.M.
t 3. ( 4 ) Falling Into You
Celine Dion
t 4. ( 6 ) New Beginning
Tracy Chapman
t 5. ( 7 ) Unreleased
Cypress Hill
f 6. ( 3 ) Travelling Without
Jamiroquai
t 7. (10) Stone Free
Úr leikriti
t 8. (11) Jagged Little Phill
Alanis Morissette
f 9. ( 8 ) Coming Up
Suede
f 10. ( 9 ) Trainspotting
Úr kvikmynd
111. (12) It Was Written
NAS
f 12. ( 5 ) No Code
Pearl Jam
113. (13) Pottþétt 4
Ýmsir
114. (16) GreatEscape
Blur
115. (15) Salsaveisla aldarinnar
Ýmsir
116. (20) First Band on the Moon
Cardigans
117. (19) The Score
Fugees
118. (18) Load
Metallica
119. (Al) Paranoid
Skunk Anansie
120. (- ) Köld kvennaráð
Kolrassa Krókríðandi
London
-lög-
t 1. (1 ) Ready or not
Fugees
t 2. ( 3 ) Breakfast at Tiffany's
Deep Blue Something
t 3. ( - ) Escaping
Dina Carrol
t 4. ( - ) Seven Days and One Week
BBE
t 5. ( 2 ) Flava
Peter Andre
t 6. ( - ) The Circle
Ocean Colour Scene
t 7. ( - ) Marblehead Johnson
The Bluetones
t 8. ( 4 ) Wannabe
Spice Girls
t 9. (11) I Love You Always Forever
v Donna Lewis
c 10. ( 6 ) l'm Alive
x Strecth & Vern present Maddog
New York
-lög-
t 1.(1) Macarena (Bayside Boy Mix)
Los Del Rio
t 2. ( 2 ) I Love You always Forever
Dcnna Lewis
t 3. ( 4 ) It's All Coming Back to Me Now
Celine Dion
f 4. ( 3 ) Twisted
Keith Sweat
t 5. ( 5 ) C'mon N’ Ride it (The Train)
Quad City Dj's
t 6. ( 6 ) Change the World (From "Phen..)
Eric Clapton
t 7. ( 7 ) Loungin
LL Cool J
t 8. ( 8 ) You're Making Me High/Let It..
Toni Braxton
t 9.(12) Where Do You Go
No Mercy
f 10. ( 9 ) You Learn/You Oughta Know
Alanis Morissette
Bretland
— plötur og diskar—
• 1. (-) K
Kula Shaker
f 2. ( 2 ) Traveiling Without Moving
Jamiroquai
f 3. (1 ) New Adventures in Hi-Fi
R.E.M
t 4. ( 6 ) The Score
Fugees
t 5. ( - ) Spiders
Space
f 6. { 3 ) Jagged Líttle Pill
Alanis Morissette
f 7. ( 4 ) What's the Story Morning Glory?
Oasis
f 8. ( 5 ) Older
George Michael
f 9. ( 8 ) Moseley Shoals
Ocean Colour Scenc
t 10. (11) Occan Drive
Lighthouse Farnily
Bandaríkin
— plötur og diskar—
t 1. ( - ) Home Again
New Edition
t 2. ( - ) New Adventures in Hi-Fi
R.E.M
t 3. (- ) Another Level
Blackstreet
f 4. ( 2 ) Falling Into You
Celine Dion
t 5. (- ) Test for Echo
Rush
f 6. ( 4 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
f 7. (1 ) No Code
Pearl Jam
f 8. ( 3 ) Atliens
Outkast
t 9. ( - ) Mr. Happy Go Lucky
John Mellencamp
f 10. ( 6 ) Tragic Kingdom
No Doubt
Nýjasta plata Harðar Torfasonar
heitir Kossinn og er nýkomin út.
Hann er reyndar ekki skráður einn
fyrir plötunni að þessu sinni. Með
honum er hljómsveitin Allir yndis-
legu mennirnir.
„Þeir vissu ekkert af því, spil-
aramir mínir, að ég ætlaði að gefa
þeim sérstakt nafn. Sáu það ekki
fyrr en platan kom út,“ segir Hörður
og hlær dátt. „Það hafa einhverjir
sopið hveljur út af þessu nafni en
ekki þeir. Þeir eru harðánægðir með
það.“
Yndislegu mennimir eru: Hjörtur
Howser hljómborðsleikari, sem jafn-
framt stjórnaði upptöku Kossins.
Jens Hansson leikur á saxófón og
hann var jafnframt upptökumaður.
Björgvin Gíslason leikur á gítar,
Friðrik Sturluson á bassa og Ey-
steinn Eysteinsson er trommu- og
ásláttarleikari flokksins. Þá leikur
Magnús Einarsson á mandólín í
einu lagi og Magnús Þór Sigmunds-
son og Jóhann Helgason radda í
tveimur.
„Það gekk alveg frábærlega að
vinna með þessum mönnum," segir
Hörður um samstarfið. „Við tókum
plötuna upp á þremur dögum. Þar af
hljóðrituðum við sjö fyrsta daginn,
afganginn þann næsta og þriðja dag-
inn var sungið, raddað og skreytt.
Ég þurfti ekki að gera annað en að
renna með þeim yfir lögin, kenna
þeim þau. Svo var snakkað aðeins
um hlutina, um erindafjölda, tón-
hæð og þess háttar. Hvert einasta
lag fór í einni töku. Þetta vom sann-
arlega góðir samverkamenn, Allir
yndislegu mennimir."
Sungið um mannlífið
Hörður segist vera búinn að spila
lögin á plötunni og skóla þau til í
eitt til tvö ár, velflest. Yngsta lagið
er um það bil ársgamalt, hið elsta
kannski þriggja til fjögurra. Og ljóð-
in?
„Þau eru um allt mögulegt.
Vangaveltur um mannlífið. Lífsfiló-
sóferingar. Ég er ekki með eitt
konsept eins og stundum áður, rauð-
an þráð gegnum alla plötuna. Hér og
þar brýt ég hin og þessi hugtök til
mergjar," segir skáldið sem ógjarn-
an vúl láta kalla sig tónlistarmann,
gagnstætt við Leonard Cohen sem
harðneitar að vera skáld, bara tón-
listarmaður.
Árlegir hausttónleikar Harðar
vom i Borgarleikhúsinu í byrjun
september. Þar renndu hann og All-
ir yndislegu mennirnir plötunni í
gegn fyrir áheyrendur. Hörður seg-
ist hafa haft þennan háttinn á tví-
Sir George Martin sest ekki í helgan
stein þótt hann hætti að taka upp
plötur.
vegis áður þegar þannig bar til að
hann var að ljúka plötu um svipað
leyti og hann hélt hausttónleika.
„Svo tók maður náttúrlega auka-
lög,“ segir Hörður. „Ég kallaði alla
hljómsveitina til mín og við spiluð-
um saman Ég leitaði blárra blóma í
fullri hljómsveitarútsetningu. Fólk
varð voðalega hissa og margir hrifn-
ir. Það hafði vanist því að heyra lag-
ið aðeins með kassagítarundirleik
og mörgum þótti mikið til þess
koma að fá að heyra aðra hlið á lag-
inu. Nokkrir hafa orðað það við mig
eftir tónleikana að ég ætti að endur-
útsetja sum gömlu lögin og gefa þau
út að nýju.“
Tónleikaferð
Útgáfutónleikar Kossins verða í
Loftkastalanum níunda október.
Daginn eftir hefst tónleikaferð Harð-
ar um landið. Hann verður á Kirkju-
bæjarklaustri tíunda október, held-
Frægasti upptökustjóri allra
tima, Sir George Martin, ætlar að
láta af störfum á þessu ári. Það er
að segja: „...ekki taka upp plötur
með nokkrum manni oftar. Ég á
hins vegar eftir að ljúka við ýmis
sjónvarpsverkefni. Þá ætla ég að
stjórna AIR- hljóðverinu og Heart-
útvarpsstöðinni og stjórna einum og
einum tónleikum eftir því sem færi
gefst,“ svo að vitnað sé í orð Sir Ge-
orges sjálfs í nýlegu blaðaviðtali.
Upptökustjórinn gamalreyndi
varð sjötugur fyrr á árinu. í júní-
mánuði, þegar Elísabet drottning
ur austur og norður um og spilar á
næstum því hverjum þéttbýlisstað
til fyrsta nóvember. Það kvöld kem-
ur hann fram á Hvammstanga. Síð-
an tekur við nokkurra daga frí og
loks fer Hörður um þau héruð sem
eftir eru og verður á ferðinni fram
til jóla. En er hægt að fara í ferð sem
slíka og halda sig við gamla heit-
strengingu um að fara ekki inn á'
pöbba lýðveldisins til tónleikahalds?
„Ég er ekkert á móti pöbbum í
eðli sínu,“ svarar Hörður. „Ég get al-
veg spilað á þeim ef loftræstingin er
góð. Vandamálið er að ef ég fæ reyk
í röddina verður þögn næsta mánuð-
inn. En ef fólk kemur til að hlusta á
það sem ég hef að segja en ekki til að
skvaldra, drekka og reykja eru vel
loftræstir pöbbar ekkert verri en
önnur hús.“
Hörður er alvanur að ferðast um
landið og flytja fólki ljóðin sín og
lög. Áheyrendahópurinn hefur verið
varð sjálf sjötug aðlaði hún jafn-
aldra sinn, fyrstan allra upptöku-
stjóra. Sir George segist hafa orðið
„fullkomlega forviða" þegar hann
frétti af því hvað til stæði. „Ég geri
einungis ráð fyrir að fólk hafi viljað
veita mér einhvern heiður áður en
ég kveddi þetta jarðlíf," sagði hann
um vegsauka sinn nokkru síðar.
Sir George Martin setti AIR-hljóð-
verið á laggirnar árið 1965, um það
leyti sem Bítlaæðið stóð sem hæst.
Hann sagði einhverju sinni að brú-
in milli venjulegrar popptónlistar
og klassískra þátta 1 tónlist The
misjafn. Stundum nokkrir tugir.
Einu sinni kom ein kona.
„Ég ætla að láta meira á mér bera
að þessu sinni en oft áður,“ segir
Hörður Torfason. „Fólk segir að ég
sé með sölulega plötu í farteskinu að
þessu sinni. Margar eldri plöturnar
mínar hafa selst hægt og rólega en
fólk segir að þessi eigi möguleika."
Hann fór ekki í tónleikaferð um
landið í fyrra og ekki heldur í hittið-
fyrra. Ástæðan er tvö bílslys sem
hann lenti í með stuttu millibili.
„Ég held að ég sé núna að verða
góður af afleiðingum slysanna," seg-
ir hann. „Ég varð fyrir miklu fjár-
hagslegu tjóni vegna þessara slysa
og sennilega varð líkamlega tjónið
miklu meira því að maður nær sér
aldrei fyllilega eftir slys sem þessi.
En núna er ég að láta á það reyna
hvað ég get og ég hef trú á að ég
komist það sem ég ætla mér.“
-ÁT
Beatles hefði átt mikinn þátt í að
eyða tónlistarlegum fordómum á
sjöunda áratugnum. En skyldi það
þrengja enn frekar bilið milli dæg-
urtónlistar og sígildrar að drottn-
ingin hafði séð ástæðu til að aðla
einn helsta afrekamann Bítlakyn-
slóðarinnar?
„Það held ég ekki,“ svarar Sir Ge-
orge Martin. „En kannski gerir fólk
sér betur grein fyrir því en áður að
að dægurtónlistin og þá kannski sér
í lagi hljómplötuiðnaðurinn eru
afar þýðingarmikil tannhjól í gang-
verki bresks þjóðfélags."
Sir George lætur af störfum