Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Side 5
UV FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 %nttst „ John Mellencamp við danstaktana John Mellencamp hefur orðiö að gerbreyta um lífsstíl eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir tveimur árum. Hljómsveitin Papar skemmt- ir á Dublinerskránni i Hafnar- stræti fóstudagskvöldið 27. september. Sveitin er skipuð þeim Páli Eyjólfssyni, sem spil- ar á hljómborð, Vigni Ólafssyni gítarleikara, Georg Ólafssyni bassaleikara, Dan Cassidy fiðluleikara, Esteini Eysteins- syni trommuleikara og Ingvari Jónssyni sem sér um sönginn og spilar á kassagítar. Karma á Nashville Hljómsveitin Karma frá Sel- fossi skemmtir á Nashville ; föstudagskvöldið 27. september og laugardagskvöldið 28. sept- ember á neðri hæðinni. Diskó- tek verður á efri hæðinni. Upp- lyfling Hljómsveitin Upplyfting ætl- ar að sjá um að halda uppi fjör- inu fóstudagskvöldið 27. sept- ember og laugardagskvöldið 28. september í Danshúsinu Glæsi- bæ. Báða dagana mun enski stórsöngvarinn Poul Sommers I skemmta. Hljómleika- ferð Bubba Hljómleikaferðalag Bubba um landsbyggðina stendur nú yfir og föstudagskvöldið 27. september verður hann staddur í íþróttahúsinu á Borgarnesi. Laugardagskvöldið 28. septem- ber liggur leiðin norður á bóg- inn og þá verður spilað í íþróttamiöstöðinni á Blöndu- ósi. John Mellenccunp er ekki dauður úr öllum æðum, enn þá að minnsta kosti. Hann var reyndar hætt kom- inn á tónleikaferö fyrir tveimur árum. Þá fékk hann hjartaáfall að- eins tæplega fjörutíu og fimm ára gamall og hefur síðan orðið að ger- breyta um lífsstíl. Eigi að síður heldur Mellencamp áfram að sinna tónlistinni og sendi frá sér plötuna Mr. Happy Go Lucky fyrir fáeinum vikum. „Ég held að það fyrirfinnist engin önnur plata sem hljómar líkt og þessi,“ segir listamaðurinn sjálfur um endanlega útkomu Mr. Happy Go Lucky. „Ég fann reyndar ekki upp hjólið að nýju en mér vitanlega hefur enginn blandað saman stílum á þann hátt sem ég geri að þessu sinni.“ Hér á John Mellencamp við að hann fæst enn sem fyrr við mið- ríkjarokkið sem gerði hann frægan á níunda áratugnum. Saman við það blandar hann kántrístemmum á svipaðan hátt og á plötunni The Lo- nesome Jubilee og að auki hefur hann leitað í smiðju til hæfileika- manna sem eru framarlega i flokki við að skapa þá danstónlist sem hæst er skrifuð um þessar mundir og flokkast undir nútíma rhyt- hm’n'blues. Þeir sem aðstoða John Mellencamp i þessum geira eru upp- tökustjórinn Junior Vasquez frá New York, Moe Z. M.D. sem unnið hefúr með 2Pac og bassaleikarinn Raphael Saddiq úr Tony! Toni! Tone! Útkoman er ekki fullfrágeng- in dansplata að sögn þeirra sem heyrt hafa heldur rokkblanda með vel þekktum upptökubrögðum út danstónlistinni. Allir með „Það eina sem ég vissi um þessa danstónlist á síðasta áratug var að menn voru að nota trommuvélar sem hljómuðu illa. Það vantaði ailla tilfinningu í tónlistina. Hún var sál- arlaus. Mig langaði að læra að gera hana almennilega," segir John Mel- lencamp. Hann sagði Vasquez og Moe Z. hverju hann væri að sækjast eftir og svo fylgdist hann með því hvernig þeir fóru að. Liðsmenn hljómsveitar Mellencamps urðu að taka þátt í því að aðlaga sig þessum nýja stíl. Kenny Arnoff trommuleik- ari og gítarleikaramir Mike Wanchic og Andy York voru allir af vilja gerðir. Toby Myers bassaleik- ara leist ekkert á blikuna og hann dró sig í hlé. Þegar hann heyrði af- rakstur þess sem hinir voru að vinna sneri hann aftur og á endan- um komst eitt af hans lögum, Emotional Love, með á plötuna. Hin lögin samdi John Mellencamp sjálfur og hafði talsvert fyrir þeim. „Ég sem hundruð laga sem vant- ar alla tilfinningu í,“ segir hann um lagasmíðar sínar. „Ætli ég hafi ekki búið til tvö hundruð lög fyrir þessa plötu eina. Þannig verður maður að fara að. Það sest enginn niður og semur Bom to Be Wild í hvert skipti sem hann ætlar að skapa eitt- hvað. Þegar eitt heppnast hugsa ég alltaf: Þakka þér fyrir að senda mér þetta lag. Ég hef það nefnilega á til- finningunni að mér berist lögin ein- hvers staðar að. Lögin sem mér ber- ast em því miður ekki alltaf góð. En þau koma!“ Gerbreyttur lífsstíll John Mellencamp ætlar ekki að fara í hljómleikaferð til að fylgja plötunni Mr. Happy Go Lucky eftir. Hann segir að á árunum 1980 til ’95 hafi hann verið heima hjá sér í sam- tals þrjú ár. „Þessar fjarvistir kost- uðu mig annað hjónabandið mitt. Einkalífið var allt í molum. Ég held líka að allir sem höfðu áhuga á að koma og hlusta á mig á tónleikum séu búnir að koma.“ Hjartaáfallið fyrir tveimur árum gerði það líka að verkum að John Mellencamp þurfti að endurmeta lífsstílinn. Hann segist líka vera far- inn að haga sér eins og hver annar borgari. Það hefur í för með sér að hann borðar nú reglulega og velur sér hollari mat en fyrr. Hann þarf að stunda líkamsrækt og hann held- ur sig að mestu leyti á búgarði sín- um skammt frá Bloomington í Indi- ana. Þar býr hann með þriðju eigin- konu sinni, fyrirsætunni Elaine Irwin og sonum þeirra sem eru eins og tveggja ára. Þar búa einnig þrjú böm hans frá fyrri hjónaböndum og þrjú bamabörn sem elsta dóttir hans á. „Mér brá alveg óskaplega þegar ég fékk hjartaáfallið," segir Mellen- camp. „Ég hélt að ég væri skotheld- ur. Ekkert gæti komið fyrir mig. Ég gat vakað eins lengi og mig langaði til. Ég gerði það sem mér datt í hug. Þegar þetta kom fyrir ákvað ég að hætta öllu. Ég ætlaði ekki að taka upp plötur oftar. Ekki fara út úr húsi. Öllu var lokið.“ Síðan þetta gerðist hefur John Mellencamp náð tökum á lífinu á ný. Við eitt hefur honum þó enn ekki orðið ágengt: að hætta að reykja. Hann reykti áður fjóra pakka af sígarettum á dag. Á góðum degi reykir hann 'kannski tvær núna. Tíu til tólf á slæmum degi. „Ég er að vinna í málinu," segir hann. „Ég veit að það voru sígarett- ur sem drápu Jerry Garcia. Allir halda að það hafi verið heróin en það var tóbakið. Læknamir voru búnir að segja honum að ef hann hætti ekki dræpist hann úr hjartaslagi. Þeir spáðu rétt. Það er því miður ekkert gott hægt að segja um reykingar. Þær drepa.“ HB pöbbinn íVestmannaeyjum: Stefán og Eyjólfur Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson munu ásamt hljóm- sveitinni Hálft í hvom skemmta Vestmannaeyingum á hinum sívin- sæla HB pöbb fostudagskvöldið 27. september. Þeir félagar, Stefán og Eyjólfur, hafa ekki tekið saman lag- ið í Eyjum síðan á Þjóðhátíð 1995 og er þetta því kjörið tækifæri fyrir alla Eyjamenn til að heyra í þeim saman á ný. Gleðisveitin Hálft í hvom, með þá Eyjólf, Inga Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteinsson innanborðs mun halda uppi stuði og Eyjastemn- ingu fram eftir nóttu. Stefán Hilmars- son verður meö Eyjólfi Kristjáns- syni og hljóm- sveitinni Hálft f hvoru í Eyjum í kvöld. Greifarnir spila á Akranesi og Akureyri um helgina. Greifarnir á Hljómsveitin Greifarnir verður á ferð og flugi um helgina. Föstudags- kvöldið 27. september skemmtir sveitin á Langasandi á Akranesi og kvöldið eftir, laugardaginn 28. sept- ember, liggur leiðin norður á bóg- ferð og flugi inn. Þá spilar sveitin í Sjallanum á Akureyri á risadansleik. Greifamir gáfu út plötuna Dúkka upp í sumar og ekki er að efa að lög af þeirri skífu verða spiluð á hljómleikum sveitarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.