Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Qupperneq 10
FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 TIV ★ * - nýtur mikillar virðingar, bæði sem leikari og leikstjóri Clint Eastwood í hlutverki lífvaröar forsetans í In the Line of Fire. Clint Eastwood er nánast orðinn að þjóðsagnapersónu í Hollywood. Þessi fyrrum sundlaugarvörður og slökkviliðsmaður hefur unnið sér sess meðal þeirra allra virtustu bæði sem leikari og leikstjóri og er óhætt að segja að fáir hafi farið jaöi skynsamlega að hlutunum og hann á löngum og farsælum ferli. Þekktur bandarískur gagnrýnandi, Molly Haskell, sagði að Clint Eastwood væri á sama stalli og Gary Cooper, John Wayne, Marilyn Monroe og Katharine Hepburn og eru það orð að sönnu. Eins og fyrrnefndir leik- arar er Clint Eastwood eitthvað miklu meira en frægur leikari. Eastwood verður aldrei talinn mikill skapgerðarleikari, en hann hefur skapað stíl sem hæfir honum og valið sér hlutverk í samræmi við það. Hæfileikar hans sem leikstjóri eru ótvíræðir og á þeim vettvangi sýnir hann mun meiri breidd og hefur leikstýrt allt frá harðsvíruð- um vestrum upp í rómantískar ást- arsögur. Clint-Eastwood þótti takast mun betur upp í The Bridges on Madison County heldur en flestir bjuggust við, enda hefur kappinn verið þekktur fyrir annað en að leika í rómantískum ástarmyndum. í fyrstu ætlaði hann sér alls ekki að leikstýra myndinni, en eitthvað kom þeim illa saman á fyrstu dög- um kvikmyndatökunnar Bruce Ber- esford og honum og lét Eastwood, sem einnig er einn framleiðanda myndarinnar, Beresford fjúka og tók sjálfur við leikstjóminni og ár- angurinn varð góð kvikmynd sem að mestu er laus við þá væmni sem sagan býður upp á. Var rekinn frá Universal Clint Eastwood er ekkert ung- lamb lengur, en þótt hann sé orðinn sextíu og sex ára er alls ekki hægt að fullyrða að hann sé kominn á há- tind ferils sins, síðustu kvikmyndir hans eru svo góðar og krafturinn enn svo mikill í honum. Clinton Eastwood jr. fæddist 31. maí árið 1930 í San Francisco. Hann lauk aðeins skyldunámi og fór síðan að vinna alls konar verkamanna- vinnu, meðal annars sem smiður, slökkviliðsmaður, sundlaugarvörð- ur og margt fleira. Hann sagði síðar að vinna hans á þessum árum hefði hjálpað honum síðar á ævinni til að geta dæmt um hvað almenningur vildi sjá sér til skemmtunar. Leið Eastwoods lá í herinn og þar hitti hann fyrir leikara sem lögðu að honum að reyna fyrir sér í Holly- wood og þangað fór hann árið 1953. Eftir að hafa gengið á milli kvik- myndafyrirtækjanna fékk hann tveggja ára samning hjá Universal, en var rekinn eftir átján mánuði. Tveimur árum síðar fékk Clint Eastwood boð um að leika i nýjum sjónvarpsmyndaflokki, Rawhide. Þar lék hann unga kúrekann Rowdy Yates í þessum vinsæla mynda- flokki í nokkur ár og segir Eastwood að sú reynsla sem hann fékk þar sé ómetanleg. Þættirnir runnu sitt skeið og þótt þeir væru vinsælir streymdu ekki tilboðin til hans. Hann þáði því til- hoð frá Ítalíu um að leika í vestra gerðum þar í landi. Eastwood hefur sagt að það hafi verið með hálfum huga að hann fór til Ítalíu, en hvað gerir atvinnulaus leikari ekki í neyð. Leikstjórinn sem bauð honum hlutverk var Sergio Leone og kvik- myndin var A Fistful of Dollars og í þeirri mynd skapaði Clint Eastwood ódauðlega persónu, sem hafði ekk- ert nafn. í kjölfarið fylgdu tvær aðr- ar kvikmyndir um sömu persónu, For a Few Dollar More og The Good, the Bad and the Ugly. Nú var Ameríka tilbúin að taka við Eastwood og má segja að vestan- hafs hafi leikstjórinn Don Siegel komið í stað Sergio Leone og hjá þessum tveimur leikstjórum lærði Eastwood sitt fag og leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Play Misty For Me, árið 1971. Kom hann þar flest- um á óvart með að skila frá sér mjög svo stíliseraðri sakamálamynd sem enn þann dag í dag stendur vel fyrir sínu. Clint Eastwood hefur jöfnum höndum leikstýrt og leikið í kvik- myndum. Hann byrjaði mjög vel sem leikstjóri, en gerði nokkrar daprar myndir í röð á níunda ára- tugnum (undanskilin er Bird sem hann lék ekki i). Ef einhverjir hafa verið farnir að missa trúna á Eastwood þá fengu þeir hana aftur þegar hann gerði The Unforgiven, sem sópaði að sér verðlaunum og viðurkenningum. Clint Eastwood hefur leikstýrt átján kvikmyndum, hefur hann leikið í þeim öllum nema tveimur, Breezy (1973) og Bird (1988). Hér á eftir fer listi yfir helstu kvikmyndimar sem Clint Eastwood hefur leikið í, en áður en hann lék í Fistful of Dollars lék hann lítil hlut- verk í mörgum kvikmyndum sem flestum eru gleymdar í dag: A Fistful of Dollars, 1964 For a Few Dollar More, 1966 The Good, the Bad and the Ugly, 1966 Hang 'Em High, 1967 Coogan's Bluff, 1968 Where Eagles Dare, 1968 Paint Your Wagon, 1969 Two Mules for Sister Sara, 1970 Kelly's Heros, 1970 The Beguiled, 1971 Dirty Harry, 1971 Joe Kidd, 1972 High Plains Drifter, 1973 Magnum Force, 1973 Thunderfood and Lightfoot, 1974 The Eiger Sanction, 1975 The Outlaw Josey Wales, 1976 The Enforcer, 1976 The Gauntlet, 1977 Every Which Way but Loose, 1978 Escape From Alcatraz, 1979 Bronco Billy, 1980 Any Which Way You Can, 1980 Firefox, 1982 Honkytonk Man, 1982 Sudden Impact, 1983 Tlghtrope, 1984 City Heat, 1984 Pale Rider, 1985 Heartbreak Ridge, 1986 The Dead Pool, 1988 Pink Cadillac, 1989 White Hunter, Black Heart, 1990 The Rookie, 1990 The Unforgiven, 1992 In the Line of Fire, 1993 Perfect World, 1993 The Bridges of Madison County, 1995 The Bridges of Madison County. Clint Eastwood og Meryl Streep í hlutverkum elskendanna. Eastwood verður aldrei talinn mikill skapgerðarleikari, en hann hefur skapað stíl sem hæfir honum og valið sér hlutverk í samræmi við það N I TÆKINU Jón Heiðar Þorsteinsson Apocalypse Now. Hún er frábær og stöðugt í tækinu. Inga Lind Karlsdóttir Thin Line Between Love and Hate. Hún var í lagi. Guðrún Helga Sigurðardóttir Bebe. Hún var æðisleg og ég fll- aði hana í botn. Helga Björk Sigvaldadóttir Stella í orlofi. Hún var stórfin. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.