Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Síða 11
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 lyndbönd 25 Executive Decision Hasar í háloftunum Executive Decision er frumraun Stuart Baird sem leikstjóra, en hann hóf feril sinn sem klippari við rokkóperuna Tommy. Hann hefur oft átt samstarf við framleiðandann Joel Silver sem klippari í hasar- myndum sem Joel Silver hefur framleitt, en hann er einnig fram- leiðandi Executive Decision. Þar á meðal eru Lethal Weapon, Lethal Weapon 2, Die Hard 2, Tango & Cash, The Last Boy Scout og Demolition Man. Joel Silver er einn af áhrifamestu framleiðendum í Hollywood og hefur framleitt tíu myndir sem hafa náð að hala inn meira en 100 milljón dollara, en þær eru allar þrjár Lethal Weapon myndirnar, fyrstu tvær Die Hard myndirnar, Predator, Commando, 48 Hrs., The Last Boy Scout og Demoliton Man. Hryðjuverkaógn Myndin segir frá því þegar þraut- þjálfaður hópur hryðjuverkamanna rænir flugvél á leið til Washington með 400 bandaríska farþega innan- borðs og krefst þess að leiðtogi sam- takanna, sem er í ensku fangelsi, verði látinn laus. Doktor David Gr- ant hryðjuverkasérfræðingur setur fram tilgátu um að hryðjuverka- mennirnir ráði yfir stórhættulegu taugagasi sem þeir ætli að nota á Washington. Það er því ákveðið að reyna tæknibúnað sem enn er á til- raunastigi og nota flugvél, sem ætl- uð er til að flytja áhafnir milli flug- véla í miðju flugi, til að koma sér- sveit yfir í flugvél ræningjanna. Meðan sérsveitin er að komast um borð í farþegaþotuna losnar til- raunavélin frá og ferst, þannig að sérsveitin er föst í farþegaþotunni og sambandslaus við umheiminn. Stjómvöld gera ráð fyrir að aðgerð- in hafi misheppnast og búa sig und- ir að skjóta þotuna niður, en á með- an reyna sérsveitarmennirnir i ör- væntingu að aftengja taugagas- sprengju í vélinni og yfirbuga hryðjuverkamennina áður en þotan flýgur inn í bandaríska lofthelgi. Myndin var framleidd í sam- vinnu við varnarmálaráðuneyti Bandaríkjastjómar, en sjaldgæft er að það veiti aðstoð við kvikmynda- gerð. Tæknin sem myndin segir frá er ekki til enn þá, en kvikmynda- gerðarmennirnir fengu lánaða F-117 Stealth-orrustuþotu (sem kostar enga smáaura) og settu búnað ofan á hana til að fá rétt útlit. Mestöll myndin fer fram í háloftunum en var tekin í kvikmyndaveri Warner Brothers í Burbank í Kaliforníu. Skrifstofublók og vöðvabúnt Kurt Russel er í aðalhlutverki í myndinni og leikur David Grant, sem er skrifstofumaður sem treyst- ir á heilabúið fremur en vöðvana, en finnur sjaldnast sjálfur fyrir af- leiðingum ákvarðana sinna. Hann lendir óvænt i miðju átakanna þeg- ar hann þarf að taka við stjórn sér- sveitarinnar er foringi hennar fell- ur frá. Kurt Russel byrjaði feril sinn 12 ára gamall í sjónvarpsþátt- um og lék í ýmsum Disney-mynd- um og sjónvarpsþáttum áður en hann lék undir stjóm John Carpenter í sjónvarpsmyndinni El- vis og hlaut mikið lof fyrir. Hann hefur síðan leikið undir stjórn Carpenters í The Thing, Escape from New York, Big Trouble in Little China og nú síðast Escape from L.A. Meðal annarra mynda sem Kurt Russel hefiu- leikið í em Silkwood, Tequila Sunrise, Tango & Cash, Backdraft og Stargate. Steven Seagal leikur Austin Trav- is, yfirmann sérsveitarinnar, sem er eins konar andstæða við David Gr- ant. Hann er bardagamaður sem framkvæmir ákvarðanir yfirvalda og finnur óþyrmilega fyrir því þeg- ar menn eins og David Grant gera mistök. Steven Seagal er einn af fremstu hasarleikurum Hollywood, á eftir Schwarzenegger og Stallone. Hann hóf leikferil sinn með glans í myndinni Above the Law 1988, en auk þess að ieika aðalhlutverkið framleiddi hann myndina og átti þátt í að skrifa handritið. I kjölfarið fylgdu myndirnar Hard to Kill, Marked for Death og Out for Just- ice, en síðan kom Under Siege sem festi hann í sessi sem þriðju stærstu hasarhetju Hollywood. Á undan Ex- ecutive Decision lék hann í On Dea- dly Ground, sem hann leikstýrði einnig, og framhaldsmyndinni Und- er Siege 2: Dark Territory, en næsta hlutverk hans er í myndinni The Glimmer Man, sem hann einnig framleiðir. -PJ Kurt Russell stendur í stórræðum í farþegaflugvél og fær aðstoö hjá einni flugfreyjunni. UPPÁHALDSMYNDBANDIÐ MITT Bryndís Schram Þegar ég er nýbúin að sjá ein- hverja góða mynd situr hún að sjálfsögðu ofarlega í huganum og er þess vegna í ákveðnu uppá- haldi. Ég er búin að fara á nokkrar myndir á Kvikmyndahátíð- inni sem nú stendur yfir og þar eru marg- ar frábærar myndir. Þrjár sitja efst í huga mér núna en tvær þeirra eru sýndar á Kvikmyndahátíðinni. Önnur heitir Braking the Waves eftir Lars Von Trier og ég verð að segja að fáar myndir hafa haft önnur eins áhrif á mig og hún. Hin myndin á Kvik- myndahátiðinni heitir Shanghai Tri- ad og hún var frá- bær að mínu mati. Þriðja myndin er svo Djöflaeyjan sem er á margan hátt sambærileg við þær bestu sem verið er að framleiða í heim- inum í dag. Ég horfi ekki mikið á myndbönd. Mér finnst mynd- irnar missa allan glans þeg- ar horft er á þær á litlum skermi. Sérstaklega ef um er að ræða virki- lega góðar myndir. Reyndar er sjón- varpið á heimilinu mínu frekar lítið og það er ekki alls- ráðandi í heimilislíf- inu. Á það er horft eins lítið og hægt er. Þess vegna reyni ég að vera frekar dug- leg við að fara í kvik- myndahús- in. The X-Files: Master Plan X-Files sjón- varpsmynda- flokkurinn eða Ráðgátur, eins og nafnið á honum er hér á landi, er eitt- hvert allra vin- sælasta sjón- varpsefnið í heiminum og er ekki síður vinsælt hér en annars staðar. The X-Files: Master Plan er önnur myndin í flokki mynda um þau Mulder og ScuOy sem er í kvik- myndarlengd og gefin er út hér á landi. Sem fyrr lenda þau í miklum hremmingum við óskýrð öfl. I þetta skipti er það dularfullur maður sem þau velta vöngum yfir en hann kem- ur inn á veitingastað þar sem geð- veikur maður hefur skotið á allt sem lifandi er og græðir sár þeirra sem særðir eru. Að því búnu hverf- ur hann á brott. Þar sem móðir Fox Mulder er mjög veik og tvísýnt um líf hennar reynir hann sem mest hann má að hafa uppi á þessum dul- arfulla manni um leiö og hann tekst á við annan óþekktan aðila sem myrðir fólk. Skifan gefur út X-Files: Master Plan og er hún bönnuð bömum inn- an 12 ára. Útgáfudagur er 6. nóv- ember. Danger Zone Danger Zone er spennu- mynd með fjölda þekktra leik- ara í aðal- hlutverkum. Fjallar myndin um námuverk- fræðinginn Rick Morg- an, sem reynir í frumskógum Afríku að koma í veg fyrir að vin- ur hans Jum Scott feli í einni námunni geislavirkan úrgang. Rick veit ekki að Jim er með heil- an her á hælunum sem ásæl- ist úrganginn. Til átaka kem- ur og Rick heldur að félagi hans hafi fallið. Þegar Rick snýr aftur til New York kemst hann að því að málið er mun flóknara en hann hélt og að Jim er lifandi. Hann ákveður því að fara aftur til Afríku til að fá botn í málið. Með helstu hlutverk fara Billy Zane, Robert Downey, jr., Lisa Collins og Ron Silver. Bergvík gefur út Danger Zone og er hún bönnuð börn- um innan 16 ára. Útgáfudagur er 5. nóvember. Two Much MUCH Fáir frægir leikarar eru eins mik- ið í fréttum um þessar mundir og hjónakomin Antonio Bander- 3S úMú újSúDí uáu as og Melanie Griffith. Fjöl- miðlar hafa fylgst náið með þeim alveg frá því þau urðu par og síðan hafa þau gifst og eiga bam saman. Nú er tækifæri til að sjá á myndbandi Two Much en það var einmitt við gerð þeirrar myndar sem þau kynntust. Þetta er bráðfjörug gamanmynd þar sem Banderas leikur listaverkasalann og svikahrappinn Art Dodge sem selur léleg málverk og eftirprentanir fyrir miklar upphæðir. Melanie Griffith leikur eitt fórnarlamb hans, en hann velur alltaf ríkar ekkjur sem fórnarlömb, en málin æxlast á þann veg að ekkjan verður hrifin af hon- um og hann ákveður að setjast í helgan stein. Vandamálin byrja fyr- ir alvöru þegar systir ekkjunnar kemur og listaverkasalinn fellur''" fyrir henni. Stjörnubíó gefur Two Much út og er hún leyfð öllum aldurshópum. Útgáfudagur er 7. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.