Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 7
I lV MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 Radíóbær: Meiri gæði, lægra verð - segir Jóhannes Þórarinsson Meira fyrir minna „Það nýjasta hjá okkur eru nýjar og margverðlaunaðar heimabíó- stæður frá AIWA. Fólk hefur tekið stæðunum vel enda fær það í einum pakka hágæða hljómflutningstæki, þrjá aukahátalara og heimabíókerfi. Með því er hægt að njóta kvikmynda og sjón- varpsefnis mun betur en áður,“ segir Jó- hannes Þórarinsson hjá Radíóbæ en AIWA-heimabíóstæð- ur, sem fyrirtækið hefur umboð fyrir, hafa fengið verðlaun hjá mörgum fagtíma- ritvun eins og til dæm- is hinu góðkunna What Hi-Fi. Lækkandi verð Jóhannes segir að heimabíókerfí hafi lækkað mjög í verði. „Við bjóðum heimabíóstæður með öllu niður í 69.900 krónur. Á síðasta ári var ódýrasta heimabíó- stæðan á 99.900 krónur. Stæðan frá AIWA, sem var kjörin besta heima- bíóstæðan af tímaritinu What Hi-Fi í ár, lækkar um tíu þúsund krónur en hún er arftaki annarrar AIWA- stæðu sem vann verðlaunin í fyrra. Ennfremur hefur stæða, sem við voram að selja á tæplega 140 þús- und í fyrra, lækkað um 40 þúsund krónur," segir hann. AIWA nýtir sér svokallað BBE kerfi en það magnar upp hátíðni. „Þetta þýðir til dæmis að þessar stæður skila kvenröddum mjög vel,“ segir Jóhannes. AIWA-stæð- umar eru þær einu sem ætlaðar eru fyrir heimamarkað sem hafa þetta kerfi. Sá sem hér skrifar telur sig ekki jafh naskan á hljómgæði og kröfú- harðir pistlahöfundar fagtímarita eins og What Hi-Fi en það verður að segjast að hljómurinn úr þessum verðlaunastæðmn er vægast sagt mjög góður. Þróuninni á markaðnum má lýsa þannig að neytandinn er að fá meira fyrir peningana sína. „Þetta hefur breyst mikið á um það bil tveimur árurn," segir Jóhannes. Hann bendir á að neytendur séu mun kröfuharðari nú en áður. „Fólk skoðar mikið og er duglegt að bera hlutina saman. Skýringin er sennilega sú að fólk hefur brennt sig á ýmiss konar gylliboðum. Það er ekki verið að tjalda til einnar nætur þegar verið er að kaupa hljómtækjastæðu. Þetta er fjárfesting fýrir næstu 10-15 árin. Það veitir því ekki af að fjárfesta í gæðum og þar koma stæður frá AIWA sterkar inn enda ver fyrir- tækið miklum fjármunum í þróun hljómflutningstækja sem era sér- sviö þeirra. Það má líka segja AIWA til hróss að þeir klára dæmið, þeir era til dæmis ekki að selja hljóm- tæki með kraftlitlum hátölurum eins og sfimdum vill gerast. AIWA '^fskniz Jóhannes Þórisson hjá Radíóbæ við eina af hinum margverölaunuðu AIWA- heimabíóstæöum. hefur þannig stækkað alla hátalar- ana í nýju 1997 hljómtækjalínunni. Þetta gerist þrátt fyrir að verðið sé að lækka," segir Jóhannes. Breskir gæðahátalarar Radíóbær hefur nýverið fengið umboð fyrir breska hátalarafram- leiðandann Mission-hátalara. Mission-hátalaramir vora valdir bestu hátalarar fyrir árið 1996 af What Hi-Fi. „Það er ekki amalegt að markaðssetja svona gæðavöra, sér- staklega þegar við erum að mark- aðssetja verðlaunalínuna sjálfa á einungis 45 þúsund,“ segir Jóhann- es. Margt fleira í pokahorninu Jóhannes segir að Radíóbær sér- hæfi sig einnig í sviði tenginga ým- iss konar. „Ef halda á tónleika kom- ast menn oft að því að það vantar tengi eða uppsetningin gengur ekki upp nema að fá einhverja aukahluti. Þá tala fagmennirnir við okkur. Við eram með gífúrlegt úrval af tengj- um og aukahlutum frá Altai sem er gríðarlega stórt breskt fyrirtæki á þessu sviði. Ef svo ótrúlega vill til að við eigum ekki það sem menn vanhagar um þá smíðum við hlut- ina hér,“ segir hann. Radíóbær býður ekki einungis tæki heldur einnig skápa undir þau. Þeir koma frá ítalska framleiðand- anum Munari. „Smiðir, sem hafa komið hingað að kaupa mubliu- undir hljómflutningstæki og sjón- vörp, hafa grandskoðað þessa ítölsku skápa og þeir hafa hrósað þeim mjög. Þetta er gæðavara eins og annað sem við erum að bjóða,“ segir Jóhannes að lokum. Heimabíó standa upp úr - kaupendum má skipta í þijá hópa, segir Ari Sigurðsson „Fólk er auðvitað alltaf að kaupa þessi hefðbundnu sjónvarps- mynd- bands og hljómflutningstæki en nú standa heimabíókerfin upp úr“ seg- ir Ari Sigurðsson hjá Heimilistækj- um. Fjölbreytni ríkjandi Ari segir að í raun megi skipta kaupendum heimabíókerfa í þrjá hópa. „í fyrsta lagi era þeir sem kaupa sjónvörp með innbyggðu heimabíókerfi. í öðra lagi era það þeir sem vilja einfaldlega kaupa heimabíómagnara og hátalara sem bætast við það sem þeir eiga fyrir. Aö lokum má svo nefna þá sem eru að kaupa sértæki og hugsa virkilega mikið um þessa hluti,“ segir hann. Að hans sögn er hægt að fá gott heimabíókerfi fyrir um það bil 60 þúsund krónur. Þá er verið að tala um alveg ljómandi góð tæki. Það einkennir markaðinn að það er mikil breidd í þessum markaði og margir vöruflokkar. Það má fá heimabíóstæður sem kosta allt frá 60 þúsundum upp í 200 þúsund,“ segir Ari. Philips í fararbroddi Mikið ber á tækjum frá Philips og af þeirri tegund era flestar heima- bíóstæðumar sem fyrirtækið er að selja. Þá er bæði verið að tala um sjónvörp með innbyggðu heimabíó- kerfi og heimabíó með „ytri hátöl- urum.“ Philips bjóða einnig upp á sambyggð sjónvarps- og mynd- bandstæki með bæði 14“ og 21“ skjám. Frá þessum evrópska raf- tækjarisa koma einnig myndbands- tæki með svokölluðu Turbodrive kerfi. Það virkar þannig að kerfið nemur lengd myndbandsspólunnar og hámarkar hraðann á henni. Það er ekkert lát á straumi nýrra vara og hugmynda frá Philips. Svokölluð breiðtjaldasjónvörp hafa verið að sækja í sig veðrið að undanfómu og þar er Philips framarlega í flokki. Einnig bjóða heimilistæki upp á svokallaðar Lifestyle hljómflutn- ingstæki frá hinum góðkunna fram- leiðanda Bose. „Þessar vörur era virkilega skemmtilega hannaðar, þær era mjög fyrirferðarlitlar og gefa mjög góðan hljóm,“ segir Ari. Sjón og heym era sögu ríkari og geta áhugasamir kynnst Bose tækj- unum í Heimilistækjum þegar þeim hentar. -JHÞ/ggá 109.650 fST'ipS Sony KV-29X1 29" sjónvarp • 29" Super Trinjton myndlampi • Nícám Stcreo 2x20w magnari • Monu, allar aðgerðir á skjá Sjálfvirk vistun stöðva 16:9 breíðtjald Textavnrp fjarstýring 2x scarttengi S-VIHS JAPIS Ari Sigurðsson segir heimabíókerfi vera á mikilli uppleið. BRAUTARHOLTI & KRINGLUNNI SÍMI 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.