Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Síða 10
■f MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 DV Japis með fjölda nýjunga: „Þessi búnaður er mikið notaður í viðskiptalífinu og óhætt er að fyll- tvrða að notagildi hans sé mikið. Til dæmis er hann mikið notaður í af- skekktum heilsugæslustöðvum Grænlands þar sem hjúkrunarliö getvu- leitað aðstoðar sérfræðinga á sjúkrahúsum úti um allan heim,“ segir Jón Sigurðsson hjá Japis um nýjan fjarfundarbúnað sem fyrir- tækið býður nú upp á. Myndavél við skurðar- borðið Það kom blaðamanni DV nokkuð á óvart að heyra um hversu fiöl- breytt not er hægt að hafa af fjar- fundarbúnaði enda oftast rætt 'um slíkan búnaö á þeim nótum að hann gagnist ein- göngu viðskipta- lífinu. Sérstaklega var athyglisvert að heyra hvemig grænlenskir lækn- ar nota hann við að ráðfæra sig við sérfræðinga í Danmörku. „Stundum er myndavél einfald- lega stillt upp við skurðarborðið og læknamir sem gera aðgerðina þiggja góð ráð frá sérfræðingum sem eru staddir í annarri heims- álfu. Einnig er hægt að nota þennan búnað við sjúkdómsgrein- ingu enda auðvelt ., _. að senda myndir, Jö" agurtsson eins og til dæmis skÍánum' röntgenmyndir, með góðri skerpu á milli sjúkra- húsa,“ segir Jón. Hann segir enn fremur að svona tæki geri fyrirtækj- um kleift að spara mikinn tíma og fjármuni. „Nú þurfa menn ekki að fara frá starfi sínu til þess að hitta viðskiptaaðila eða samstarfsmenn í öðrum löndum. Nóg er að koma sér saman um fundartíma og með bún- aðinum er auðvelt að senda og sýna gögn,“ segir Jón. Ástæðulaust er að halda aö fund- ir af þessu tagi séu ópersónulegir eða þeir missi marks. Hægt er að halda fund með þremur öðrum aðil- um og getur hver og einn beint myndavél að því sem hann eða hún vill leggja áherslu á. Nýtist skólakerfinu Blaðamaður DV fékk ur í að koma þessari tækni fram á Norðurlöndum. „Notagildið er ekki eingöngu bundið við fyrirtæki eins og margir halda. Skólar og sjúkra- hús geta líka notað sér þetta. Til dæmis eiga stúdentar að geta sótt fyrirlestra hjá góðum kennunun þó að þeir séu ekki endilega í sama landi,“ segir Ole. Hann segir að kerfið sé mikið notað nú þegar og ýmiss konar tilraimir séu gerð- ar með notkun á því. „Við hjá aðal- stöðvum Sony á fyrir fjarfundi eins og þann sem við erum á núna og byija að vinna,“ segir Ole. Sænskur fjarráðherra Sem dæmi um notagildi búnaðar- ins nefhir Ole dæmi um sænskan ráðherra sem býr fjarri Stokkhólmi. „Hún eyðir einum til tveimur dög- um í höfuðborginni en aðra daga vikunnar notar hún fjarfundarbún- að til þess að sjá um aðkallandi fundi. Þetta nýtist henni mjög vel enda er ekki flókið mál að nota svona búnað,“ segir Ole. einnig á heimilum ;ir að tækni sem þessi eigi einnig að nýtast einkaheimilum. „Þetta er þegar notað á mörgum heimilum. Lltilli myndavél er stillt upp á skjá venjulegrar einka- tölvu og þá er hægt að halda fundi með slík- um búnaði sem telst ekki vera mjög dýr. í rauninni er allt hægt,“ segir Ole að lokum. Fjöldi ann- arra nýjunga við nýja fjarfundarbúnaðinn frá Sony. Oie Kaas, tækniráðgjafi Sony í Danmörku, er efst til vinstri á DV-mynd Pjetur tækni er hann heimsótti Japis. Með- an hann var í heimsókninni var komið á fundi með starfsmönnum Sony í Danmörku. Þar á meðal var Ole Kaas, tækniráðgjafi Sony í Dan- mörku. Hann hefur verið lykilmað- margháttuðum samskiptum við um- boðsaðila og samstarfsaðila víða um Norðurlönd. Stjómendur þurfa ekki lengur að eyða tíma í að ræða það hver þarf að ferðast hvert og hve lengi því nú er nóg að fmna tíma Það er afar mikiö að gerast hjá Japis og margt fleira á döfinni. Þar á meðal er ný stafræn myndavél frá Sony. „Þessi myndavél er að tröllríða öllu í Evrópu og í sannleika sagt hefúr Sony ekki undan að fram- leiða hana,“ segir Hallgrím- ur Halldórsson hjá Japis. „Fyrsta vélin kemur tU íslands í lok nóvember en þá verður stór Sony- sýning hjá okkur.“ Að hans sögn verður verðið á bilinu 140-150 þús- und krónur en það er verðið sem hún er á erlendis. Meiri skerpa og betri vinnsla Sony heldur áfram að koma með nýjungar. Á alþjóðlegri sjónvarps- sýningu sem fór fram í Hollandi í september sló stafræna DVCAM- tæknin í gegn en hún kemur í stað- inn fyrir BetaCam-tæknina. „Það sem þessi nýi búnaður færir not- endum er í grundvallaratriðum meiri skerpa og fleiri möguleikar í myndvinnslu. „Reyndar verður að segjast að fagmenn í kvikmyndaiðn- aðum segja að heimilisútgáfan af DVCAM sé svo góð að hún jafhist næstum því á við SuperBetuna. Sumir segja meira að segja að Sony og aðrir þeir sem framleiða DVCAM hafi í raun skotið sig í fótinn með heimilisútgáfunni af DVCAM; hún sé svo góð að það skaði söluna á útg- áfúnni sem ætluð sé fagmönnum," segir Hallgrímur og er greinilega skemmt yfir þessum yfirlýsingum. Nýja línan frá Sony hefur þann kost að hægt er að taka myndmerkið beint frá myndavélinni inn á harð- an disk klippitölvunnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem Sony kemur fram með klippitölvu en með þessari staf- rænu tækni tapast engin gæði þegar efni er spólað inn á disk klippitölv- umar. Vinna getur svo hafist sam- stundis og það var ekki síst þessi hraði sem menn voru hrifnir af úti í Hollandi," segir Hallgrímur. Neytendur eru kröfu- harðari Hallgrímur og Jón eru sammála um að neytendur séu almennt kröfuharðari en áður. „Fólk er meira að kaupa stök tæki og hugsa um gæðin en áður. Við hjá Japis höfum líka verið að taka inn finni tæki en áður frá framleiðendum eins og Sony, Panasonic, Denon og Technics. Fólk er líka farið spá í gæði snúra og kapla og þar koma ffamleiðendur eins og Ixos sterkir inn. Annað sem vekur athygli nú er áherslan á heimabíóin sem eru að verða æ algengari,“ segir Hallgrím- ur að lokum. -JHÞ Nýir mynddiskar frá Einari Farestveit Bylting frá Toshib segir Þráinn Bjarnason verslunarstjóri „Það sem er aö gerast núna minn- ir helst á það þegar barist var um það hvort Beta- og VHS-myndbanda- staðlamir ættu að vera ríkjandi á sínum tíma. Munurinn nú er sá að betri staðallinn hefur sigrað,“ segir Þráinn Bjamason, verslunarstjóri hjá Einari Farestveit. íslendingar ættu brátt að fara að kynnast nýrri mynddiskatækni (DVD) en að sögn Þráins verður hún sýnd í verslun- ými um næstu áramót. Toshiba sigraði Það er lengi búið að bíða eftir nýju mynddiskunum en eins og venjulega þegar ný tækni kemur ffarn er ástæða tafanna barátta milli risafyrirtækja sem hvert held- ur fram sínum staðli. „Toshiba og pamstarfsaðilar þess fyrirtækis héldu fram DVD-staðlinum en fyrir- tæki eins og Sony og Philips vom með Video CD-staðalinn sem hefur mun lakari myndgæði," segir Þrá- inn. Hliðstæðan við baráttu VHS- og Beta-staðlanna er þvi augljós en reyndar fór svo að Sony ákvað að ganga til liðs við Toshiba frekar en að halda sinni tækni fram meir. Nýtist í margt Notkunarmöguleikar á nýju mynddiskatækninni em fjölmargir. Hægt er að setja tölvuleiki á þá, tón- list og auðvitað kvikmyndir. Mynd- gæðin á DVD-diskunum era miklu betri en í hefðbundnum mynd- bandstækjum. Upplausnin þar er 240 línur en í nýju DVD-tækjunum er hún 740 línur svo að munurinn er augljós. Á það ber að líta að Vid- eo CD-tæknin, sem var keppi- nautur Toshiba- staðalsins, bauð upp á svipuð myndgæði og VHS- myndbandstæki gera nú. Enn sem komið er er ekki hægt að taka upp á DVD-diskana en það stendur til koma því þannig fyrir að hann geti geymt tæp- lega 13 gígabæt. Þetta á því eftir að hrista upp í tölvumarkaðinum svo úm munar,“ segir Þrá- inn. Afspilunartækin era afar fullkomin og skila hljómgæðum í Dolby Pro Logic hljóð- kerfi. Kemur von bráðar DVD-tæknin er þeg- ar komin í almenna notkun í Bandaríkjun- um en að sögn Þráins koma þessi nýju mynddiskar og spilar- ar fyrir þá til íslands í seinasta lagi næsta vor. „Það sem hefur tafið fyrir okkur Evrópu- bóta. Framleiðend- práinn Bjarnason hjá Einari Farestveit segir að nýja DVD-mynd- búum er fyrirtæki eins ur diskanna segja diskatæknin frá Toshiba sé byltingarkennd nýjung. að á næsta ári verði hægt að taka upp á þá. Þráinn segir að notkunarmögu- leikamir á DVD-tækninni séu nær óþrjótandi og hann telur að tilkoma hennar verði afdrifarík fyrir allt það sem hefúr verið kallað marg- miðlunartækni. „Fyrirsjáanlegt er að tölvuframleiðendur muni skipta þeim geisladiskadrifum sem þeir era að nota núna út fyrir DVD-spil- ara enda getur hver diskur tekið 4,9 gígabæt af gögnum og hægt er að og Time-Wamer vilja hafa sérstaka Evrópustaðla á hljóði og mynd. Við erum samt í startholimum fyrir þessa nýju tækni og bíðum spenntir enda er þetta mál málanna í dag,“ segir Þrá- inn að lokum. -JHÞ t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.