Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996
Radíóbúðin og Bónus Radíó:
Thomson ætlar að leiða
i
i
margmiðlunarbyltinguna
_ segir Kolbeinn Blandon
„Þaö sem við leggjum áherslu á í
sjónvörpum eru tæki frá Thomson.
Það sem er að gerast er að Nord-
mende, Telefunken, Ferguson og
Saba verða með sína framleiðslu
undir merkjum Thomson,“ segir
Kolbeinn Blandon hjá versluninni
Bónus Radíó og Radíóbúðinni.
Allt að renna
saman
Kolbeinn segir að tölvu-, mynd-
bands- og sjónvarpstæknin sé renna
saman í eitt. „Sjónvarpsheimurinn
og tölvuheimurinn eru að nálgast
mjög hvor annan. Það er hins vegar
ekki fyrirséð hvemig það endar.
Það er greinilegt að Thomson-fyrir-
tækið ætlar að vera þarna fremst í
flokki. Við bíðum bara eftir því að
öll þessi tæki verði öll í sömu ein-
ingunni,“ segir Kolbeinn.
Nýjasta frá
Thomson...
Það sem er nýjast frá Thomson er
ný gerð af sjónvarpstækjum með
nýrri gerð myndlampa eða svoköll-
uðum „Black D.I.V.A.“ Þau koma að
sjálfsögðu með textavarpi og full-
kominni fjarstýringu ásamt full-
komnum surroundhljómgæðum.
„Þessi tæki kosta 99.900 og það sem
er eftirtektarvert við þessi tæki er að
þau gefa mun betri myndgæði en
töluvert dýrari tæki. Það er erfitt að
sýna þessi myndgæði í auglýsingum
þannig að það er fátt annað hægt að
gera en að hvetja fólk til að koma í
búðirnar til þess að skoða tækið,“
segir Kolbeinn. Að hans sögn fylgir
fullkomin en einfóld íjarstýring með
tækinu sem gerir notendum kleift að
stilla tækið eins og hverjum og ein-
um sýnist á auðveldan hátt. „Það er
til dæmis hægt að breyta myndinni á
svokallað breiðtjaldsform en þá er
skjárinn í sömu hlutfóllum og kvik-
myndahúsatjald. Það þjappar mynd-
inni saman og þá batna myndgæðin
enn. Einnig er hægt að stækka
myndina og þegar það er gert með
breiðtjaldsmöguleikanum hverfa
svörtu rendumar að ofan og neðan
sem fylgja breiðtjaldsmöguleikanum.
Önnur nýjung frá Thomson er
myndbandstækin en að sögn Kol-
beins eru þau á mjög hagstæðu
verði. „Við erum að bjóða sex hausa
víðómamyndbandstæki á 55.900
krónur. Meðal annars er hægt að
spila spólur á bandaríska NTSC-
kerfinu,“ segir hann. Það er rétt að
geta þess að fagtímaritið What Hi-Fi
mikið af skemmtilegum bíóhljóm-
kerfum frá Thomson. Til dæmis er
að koma frá þeim magnari með
„surround og dolby pro-logic“,
hljóðkerfi sem verða á góðu verði,“
segir hann. Enn fremur segir hann
að búðin bjóði bassabox frá breska
framleiðandanum Rel og hátalara
frá Goodmans. „Þetta eru hand-
smíðuð bassabox með innbyggðum
magnara. Þetta eru menn að tengja
við þessi nýju hljóðkerfi með góðum
árangri," segir Kolbeinn
Bónus Radíó og Radíóbúðin hafa
lengi verið framarlega í GSM-sím-
um og að sögn Kolbeins eru það
þráðlausir Samsung-símar sem
standa upp úr. „Hvað varðar Sam- *
sung- símana þá er það verðið og úr-
valið sem skiptir máli. Annars má
segja að þessi markaður hefur náð
ákveðnu jafnaði og menn eru að
læra á þessa nýju tækni. Þar af leið-
andi má segja að meiri skynsemi en
áður ríki á GSM-markaðnum,“ seg-
ir Kolbeinn
-JHÞ
DV Mynd: Pjetur
Kolbeinn Blandon: „Markmiö Bónuss Radíós og Radíóbúöarinnar er aö selja hágæðavöru á eins lágu veröi og hægt
er.“
hefur gefið Thomson-tækinu frá-
bæra dóma og gaf því einkunina
„afburðatæki." Rétt er að taka fram
að ijallað var um tæki Ferguson en
það er vörumerki Thomson í Bret-
landi. Fleiri bresk fagtímarit hafa
gefið þessari myndbandstækjalínu
góða dóma.
Áhersla á gæði
Að sögn Kolbeins eru neytendur
kröfuharðari nú en áður. „Það er
búið að moka inn á markaðinn
miklu af ódýrum tækjum og það má
segja að fólk hafi séð muninn á
ódýru vörunni og þeirri sem er dýr-
ari. Það munar um mynd- og hljóð-
gæði og það munar um þá auka-
möguleika sem boðið er upp á. Þeim
neytendum sem vilja fá gæðavöru
er alltaf að fjölga. Það er líka eftir-
tektarvert að sífellt fleiri vilja fá
víðómatæki svo þeir geti tengt þau
við hljómtækin í stofunni. Annars
geta neytendur glaðst við að verð-
þróun er öll niður á við eins og vera
ber. Það stafar af framþróun I fram-
leiðslu og mjög harðri samkeppni,"
segir Kolbeinn.
Mikið vöruúrval
Radíóbúðin og Bónus Radíó bjóða
upp á margt fleira en sjónvörp og
myndbandstæki. „Við erum með
(K' 'r ■&*
1 gfc
1\ i
| .wm
I \
_____
Geimverur?
Nei, reyndar ekki. I Ástralíu hef-
ur verið efnt til samkeppni meðal
listamanna um nýtt og frumlegt út-
lit hátalara. Níu skúlptúrlistamenn
víða úr Eyjaálfu hafa lagt fram hug-
myndir sínar með tæknilegri hjálp
frá Richter Spekers fyrirtækinu.
Drögin voru sýnd í Tækniháskóla
Sidney-borgar en á næsta ári verða
hátalararnir sýndir í London.
Tónlist í garðinn
Fyrir þá sem vilja heyra tónlist
hljóma ljúflega á milli blómanna og
trjánna í garðinum sínum er loks-
ins komið á markaðinn það sem
þeir hafa verið að bíða eftir. Fyrir-
tækið Pioneer hefur hafið fram-
leiðslu á hágæða hátölurum sem
ætlaðir eru til notkunar utandyra
og fást þeir í öllum stærðum og
gerðum. En sagan er ekki öll sögð
þar sem þessir ágætu hátalarar hafa
annars konar hlutverk. Hátalaram-
ir eru upplýstir og gegna hlutverki
garðijósa - svona í leiðinni - enda
er erfitt að sjá að þarna sé um hátal-
ara að ræða.
10.000 kr. Risaafsláttur
af vinsælu 28" ATV tækjunum frá AIWA umboðinu í Skandinavíu.
28" ATV á aðeins kr. 59.900
^uper planar black line lampi
Islenskt textavarp
Góðir hátalarar að framan
Stereo heyrnartólatengi
Fullkomin góð fjarstýring
Allar aðgerðir á skjá
Micam stereo magnari
Sjálfvirk stöðvarleitun
S-VHS inngangur
2 Euro skart tengi
Komið og tryggið ykkur vandað 69.900 kr. tæki á aðeins 59.900 kr,
ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133