Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 5
J3“’Vr FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 HUÓMPLm MÉlHgpÉ Björgvin Halldórsson og fleiri - Djöflaeyjan Slagarasægur frumsmíð Tónlistin er eitt af því sem notað er í kvikmyndinni Djöflaeyjunni til að laða fram anda þess tíma sem myndin gerist á. Björgvin Halldórsson þer ábyrgð á lagavalinu og hann valdi þann kost að láta hljóðrita öfl lögin upp á nýtt í stað þess að nota gamlar upptök- ur sem hugsanlega hefði kostað erfiða samningagerð og útgjöld fyrir aðstandend- ur myndarinnar. Og satt best að segja sættir maður sig ágætlega við nýju hljóð- ritanimar. Yfirleitt em þær í gamla stílnum þótt nýjar séu. Ein- staka sinnum saknar maðm- þó hins frumstæða sem gefur gömlu lagi sjarmann. Sem dæmi má nefha að hljómborðið sem notað er til að spila laglínuna í Red River Rock er allt að því eðalborið í samanburði við gömlu spiladósina sem notuð var í upphafi. Lagaval Björgvins er snoturt og maður fær á tilfinninguna að áreynslulaust hafi verið að setja saman lista yfir þau lög sem urðu fyrir valinu. En sennilega er raunin allt önnur og heilmikil yfirlega og heilabrot að baki því hvaða tónlist var á endanum val- in og hverju var hafnað. Þá er það sniðugt að leyfa nokkrum sam- talsbrotum úr myndinni að fljóta með milli laganna. Þess háttar hefúr ekki verið gert áður á plötu með tónlist úr íslenskri kvik- mynd en mætti vera meira um. Ásgeir Tómasson Rúnar Gunnarsson- Undarlegt með unga menn: Stuttur ferill en viðburðaríkur ★★★ í þeirri bylgju sem fylgdi í kjölfarið á vinsældum bresku bítlanna komu fram á sjónarsviði íslenskar eftirlíkingar og þar vom fremstir í flokki Hljómar. Það dugði samt stutt og var ekki framsæknum tón- listarmönnum að skapi að vera alltaf að apa eftir erlendum hljóm- sveitum. Hljómar vom svo heppnir að hafa innanborðs Gunnar Þórð- arson og lagasmíðar hans lyftu hljómsveitinni hærra, sá sem kom næstur Gunnari í lagagerð á þessum árum var tvimælalaust Rúnar Gunnarsson. Því miður var hvorki starfsferill né lífsferifl Rúnars langur, hann lést í árslok 1972, aðeins 24 ára gamafl, en skUdi eftir sig nokkur lög sem hljómað hafa með þjóðinni. Þegar hlustað er á safnplötuna Undarlegt með unga menn, sem geymir aUt það sem Rúnar lét fara frá sér, hvort sem var sem laga- smiður eða söngvari, er ekki laust við að það leiti upp í huga manns hvað hann hefði í raun getað gert ef tónlistarferiU hans hefði þróast áfram á sama veg og tU að mynda Gunnars Þórðarsonar, lög hans era grípandi og auðlærð og þá er söngur hans sérstakur, hefúr hrátt yfir- bragð sem ekki var mjög algengt á fyrstu árum bíflafársins. Platan skiptist í hluta. Fyrst era þau átta lög sem Rúnar söng og samdi með Dátum, en sú hljómsveit gaf út tvær fjögurra laga plötur. Á þeirri fyrri var Rúnar ekki farinn að semja lög og því kom það í hlut Þóris Baldurssonar að sjá um lagagerðina, en á seinni plötunni samdi hann öU lögin og þar fremst í hópi jafningja er kannski fræg- asta lag Rúnars, Gvendur á Eyrinni. Næsti kafLi er þátttaka Rúnars í hljómsveit Ólafs Gauks, þar bæði samdi hann og söng, næst taka svo við tvö lög, Glugginn og peningar, sem Flowers og Hljómar sungu inn á plötu og í lokin er síðan lag Bubba Morthens við ljóð systur Rún- ars, Berglindar, sem heitir einfaldlega Rúnar Gunnarsson (Im Memoriam), en það lag kom út á fyrri plötu GCD, lítið og laglegt lag sem passar vel við inntakið. Undarlegt með unga menn er eiguleg útgáfa, lögin misgóð og flutn- ■ ingur misgóður. í eigin lögum er Rúnar bestur og sistur í sjómanna- lögum Oddgeirs Kristjánssonar. Og eins og búast má við þegar um heUdarútgáfú er að ræða þá er ekki aUt guU sem glóir, en Jónatan Garðarsson og aðrir hjá Spor geta vel við unað og er platan enn ein gersemin í góða safnútgáfu þeirra. Hilmar Karlsson Fat Boy Slim — Better Living Through Chemistry Hljóðgervlaparadís ★★★★ Heimur tölvunnar býður okkur upp á nýja hluti daglega, hvort heldur er í heimUistölv- mmi, á veraldarvefnum eða í tónUstinni. SvoköUuð danstón- list er orðið víðfeðmara hugtak en rokk þessa dagana, tölvan hefur séð tU þess. Þeir sem kenna sig við danstónlistina era einnig farnir að brydda upp á nýjungum, hættir að nota tölvumar einungis, nota líka lifandi hljóðfæri og sífeUt er samplerinn (þýðing óskast) not- aður meira. Ef staðsetja ætti Fat Boy Slim í dansheiminum væri hann nær Prodigy en Los Del Rio. Svo lengi sem þú kannt Poison betur en Macarena fær þessi plata greiða leið á fóninn hjá þér. Fat Boy Slim er hins vegar ekki líkur Prodigy í lagasmíðum (sam- setningum) nema að því leyti að í tónlist hans fyrirfinnst einhver ffumkraftur (sem fannst aðeins áður fyrr hjá gröðum gítarleikuram). Leikur að hljóðum, gott grúv (ég endurtek þýðingarbeiðni mína), rokkáhrif, bijálaður taktur og fitonskraftur einkennir þessa plötu Fat Boy Slim. Er hægt að taka einhver lög ffarn yfir önnur? Kannski Song for Lindy, Santa Cruz, Going out of My Head, Everybody Needs a 303 (sem minnir pínu á samsetningu laganna Break from the Old Routine og Reach up) og The Sound of MUwaukee séu hinum ff emri? Hver dæmi fyrir sig. Fat Boy Slim hefúr á sinn einstaka hátt skapað hljóðgervlaparadis á þessari plötu sem á enga samleið með júródiskó- inu. Samruni (fúsion - ég gat þetta sjálfúr) er það sem hefúr átt sér stað í huga F.B.S. og hann hliómar vel._Guðjón Bergmann 9 Útgáfutónleikar Stunu á Rásenberg í kvöld Stuna steig nýverið fram á hið íslenska tónsvið. Hljómsveitin á rætur að rekja tU ýmissa rokk- sveita sem starfað hafa hér á landi en verða ekki taldar upp samkvæmt beiðni meðlima sem eru: Jón (söngur og gítar), Stjúni (trommur), Siggi (bassi) og EUi (hljóðgervlar og margmiðliuiar- búnaður). Fyrsta opinbera verk hljómsveitarinnar var að gefa út plötu hjá Smekkleysu. Hún kom út í byrjun nóvember og ber nafnið M.M.M. (Multi Media Masturbation). Búast má við fjölda tónleika með hljómsveit- inni fram að jólum og á meðal þeirra eru útgáfutónleikar sveit- arinnar sem haldnir eru í Rósen- berg í kvöld. Stjórnlausir „Hljómsveitin er stofnuð í þeim tUgangi að vera algjörlega stefnu- og stjómlaus," segir söngvarinn Jón. „Það er engin er að finna pönk, hrátt rokk, reggae-áhrif, trip hop og margt fleira. Samantekt gæti endað í danspönki eða rönkí hoppi. Blaðamönnum var ekki ætlað að útskýra þessa tegund tónlistar frekar en Bítlunum var ætlað að vera búddatrúar. Það eina sem hægt er að segja með sanni er að hér er ekki á ferðinni neitt píkupopp; tónlistin er stjórnlaus og hrá. Tekin upp í neista „Það besta við þessa plötu er hvað hún var tekin upp í miklum neista. Við ákváðum bara að drífa í þessu, skuldbundum okk- ur í hljóðverum hér og þar og fór- um síðan að hugsa um útgefanda. Ég held að stærstu mistök útgef- enda hér á landi almennt séu að láta hljómsveitir bíða. Við vorum heitir, tónlistin varð tU og við erum feiknaánægðir með þessa frábæru plötu,“ segir Jón um stefna sem við vUjum vera að bendla okkur við enda ekki hægt í raun og veru.“ Stjúni og Siggi bæta því við að hér sé um ákveð- inn samruna að ræða, áhrifin séu úr öUum áttum og verði því að einhvers konar margmiðlun- arfróun. Hugmyndin var að taka þessa tækni, sem er aUtaf í þró- un, og nota hana í eitthvað aUt annað er danstónlist. Þannig varð titUlinn M.M.M. tU. „Við misþyrmum tölvunni svo úr verður nokkurs konar margmiðl- unarfróun. í raun eru aUir að spUa í gegnum einhvers konar tölvu þessa dagana. Við vUjum bara ganga skrefi lengra. Það eina sem er erfítt við að hafa tölvu í hljómsveit er tónleika- hald, að láta spUamennskima :smeUa saman við hin hljóðfær- in,“ segir Jón. „Og passa að hún sé ekki of nálægt bassamagnar- anum,“ bætir Siggi við. „Á þannig stöðum eiga tölvur það nefnUega tU að krassa." Á plöt- plötuna sem var tekin upp á inn- an við 60 tímum og má því segja að hér sé nánast um hljómleika- plötu að ræða - nema hvað það voru engir áhorfendur í hljóðver- inu. Platan er öU á ensku (með dönsku- og þýskuslettum). Þessu samsinna strákamir. „Við erum orðnir leiðir á þessari gagnrýni. Það hafa aUir tónlistarmenn á ís- landi einhvem tíma svmgið á ensku. Harðasta gagiýnin kemur hins vegar frá þeim sem ekki gátu borið fram Serbian flower. Okkur finnst algjör óþarfi að ráð- ast á ungar hljómsveitir einungis vegna þess að þær syngja á ensku.'Ekki truflar það okkur.“ Með þessum orðum kveðjum við hljómsveitina Stunu í bUi - hráa hljómsveit með nafn sem varð tU uppi í rúmi hjá söngvar- anvun og konunni hans. Sú saga verður hins vegar geymd tU betri tíma. -GBG mnNst ------- Nýtttríó Enn og ný stendur The Dub- liners fyrir nýjungum. Föstudag- inn 15. nóvember mun nýtt tríó, T-Vertigo, spUa frá kl. 17.00-20.00. Mýranda í Hreiðrinu Hinir eldhressu Akureyringar í hljómsveitinni Mýranda leika fyrir gesti og gangandi í Hreiðr- inu, Borgamesi, laugardags- kvöldið 16. nóvember. Að sögn leikur sveitin aUt frá gömlu dönsunum upp í popp og rokk af nýjustu gerð. Hitt húsið og Stjörnukisi Hljómsveitin Stjörnukisi kynnir nýútkomna smáskífu sína, Veðurstofuna, í Hinu hús- inu föstudaginn 15. nóvember. SpUamennskan hefst klukkan 17.00 og er aðgangur ókeypis. Soma í Rósenberg Hin góökunna hljómsveit, SOMA ,hyggst leika eigið efni og nútímadægurflugur á Rósen- bergkjaUaranum laugardaginn 16. nóvember. Stjörnugjöf tónlistargagnrýnenda ■i Óútgáfuhæf ★ Slæm ★ Á Slök ★ ★ í meðallagi ★ ★■* Sæmileg ★ ★★ Góð ★ ★★* Frábær ★ ★★★ Meistaraverk -jíJtíiL'JUJJJÍJf ★★★ Skálm - Gunnar Gunnarsson: í heUdina er Skálm þægfleg hlustun, átakalaus og léttleik- andi. Sumir vUdu eflaust af- greiða plötuna sem góða „dinn- ermúsík" en hún ristir dýpra -HK ★ ★★ From the Muddy Banks of the Whishka - Nirvana í heUd er platan feiknavel sett saman og tríóið sýnir að því fylgdi kraftur á sviði. Strákam- ir eru þéttir og það eina sem dregur þá niður er misjafn söngur Cobans og mögulega sú staðreynd að að flest lögin eru flutt mun hraðar en maður á að venjast en það er hluti af tónleikastemningunni. -GBG ★ ★★ Kvöldið er okkar - Hl jómsveit Ingi- mars Eydals Kvöldið er fagurt er eiguleg út- koma, lögin að vísu böm síns tíma og það er aðeins hluti þeirra sem hefur staðið af sér aldurinn en útgáfan sem slík er fagnaðarefni og geymir minn- ingu um einn ástsælasta tón- listamann þjóðarinnar. -HK ★ ★★ Jamiroquai Travelling without Moving Þessi þriðja plata Jamiroquai sýnir ákveðin kaflaskU hjá lújómsveitinni. Á hefldina litið er platan melódísk, þægUeg á að hlusta, vel spUuð og frumleg á köflum. -GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.