Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 úm helgina Styrktartónleikar í Kristskirkju Eitt af meginverkefhum samtak- anna Caritas er að styðja við bakið á þeim sem hafa farið góðra hluta á mis við í lífinu. Caritas á íslandi hefur ákveðið verja hinni árlegu fjársöfnun i að halda styrktartónleika í þágu alzheimersjúklinga. Þeir verða í Kristskirkju í Landakoti á sunnudag- inn og hefiast kl. 17. Landsþekktir listamenn koma fram og gefa vinnu sína og má þar nefna Gunnar Kvaran sem leikur á selló, Jón Stefánsson, organista, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur ásamt félögum úr Kam- merkór Langholtskirkju, Bemadel strengjakvartettinn og marga fleiri. Á efnisskrá verða verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Verdi, C. Franck, Mozart og fleiri. Miðaverð á tónleikana er 1000 krón- ur og eru allir hvattir til að mæta. -ilk Hljómar frá öðrum heimi Listamaðurinn Ketill Larsen ætlar að halda málverkasýningu um helgina. Sýninguna nefnir hann Hljóma frá öðrum heimi og mun þetta vera tuttugasta og þriðja einkasýning hans. Á sýn- ingunni verða 100 myndir, flestar nýjar af nálinni. Um er að ræða oliu- og akrýlmyndir. Ketill mál- ar aðallega blóma- og landslags- myndir en einnig ber fyrir augu myndir sem lýsa hugmyndum Ketils um annan heim, til dæmis fljúgandi skip. Á sýningimni verður leikin tónlist eftir Ketil af segulbandi. Herlegheitin verða öll að Frí- kirkjuvegi 11 og verður sýningin opin báða dagana frá kl. 14 til 22. -ilk Hér sést Ketill meB sýnishorn af verkum sínum. Tukt í Síðu- múlafangelsinu Á morgun verður opnuð sam- sýning 16 myndlistarmanna í fang- elsinu að Sfðumúla 28 í Reykjavík. Fangelsismálastofnun ríkisins lán- ar húsnæðið til þeirra nota en fangelsið var formlega lagt niður í maí síðastliðnum. Sýningunni hef- ur verið gefið nafnið Tukt. Hver listamaður hefur einn klefa til um- ráða fyrir innsetningu. Hugtakið innsetning er þekkt í myndlist og er notað þegar listamaður tekur mið af því rými sem hann sýnir verk sitt í eða ef verkið er unnið sérstaklega inn í rýmið. Hugtakið er einnig þekkt í fangelsum og þá í annarri merkingu. Sýningin mun standa 1 tvær vik- ur og lýkur sunnudaginn 1. desem- ber. Opið er frá kl. 16 til 20 alla virka daga og frá kl. 14 til 18 um helgar. Aðgangseyrir er 200 krón- ur en af honum renna 50 krónur til Verndar, félagasamtaka um fangahjálp. -ilk Perlan: Lokkar, litir, list Félag íslenskra snyrtifræðinga og Hárgreiðslumeistarafélag ís- lands halda glæsilega keppni og sýningu í Perlunni um helgina. ís- landsmeistarakeppni beggja félag- anna er meðal annars á dagskrá. Einnig mun Félag meistara og sveina í fataiðn halda gestakeppni ásamt glæsilegri tískusýningu. Kynnir báða dagana verður Heiðar Jónsson og búist er við fjöl- breyttri og skemmtilegri helgi í Perlunni. -ilk Landslags- myndir og fantasíur Gunnar í. Gunnarsson heitir listamaður einn sem sýnir nú verk sín í Eden í Hveragerði. Um er að ræða 54 málverk sem eru lands- lagsmyndir og fantaslur. Gunnar hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í nokkrum samsýn- ingúm. Óvíst er hvenær sýningu Gunnars í Eden lýkur. -ilk Hverageroi: Þegiðu, Síöustu sýningar verða um helgina á revíunni Þegiðu, Hallmar sem Leikfélag Hveragerðis hefur verið að sýna. Um er að ræða söng, grín og gam- an en revían var samin í tilefni af 50 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Leikstjóri revíunnar er Guðrún Ásmundsdóttir og er hún jafnframt höfundur. Anna Jórunn Stef- ánsdóttir, formaður Leikfélagsins, hefur samið söngtextana sem fluttir eru í revíunni. 12 manns taka þátt í sýningunni og er yngsti leikarinn 16 ára en sá elsti 95 ára. Þegiðu, Hallmar verður sýnt á Hótel Hvera- gerði í kvöld kl. 21 og á morgun á sama tíma. Dansleikur verður svo að sýningum loknum. -ilk Steindór Gestsson og Guömundur Guö- mundsson í hlutverkum sínum. Handverk í hornstofu Snjólaug Guðmundsdóttir, Brúar- landi á Mýrum, sýnir og selur muni úr skeljum og flóka ásamt vefnaði á Laufásvegi 2, Reykjavík, laugardag- inn 16. nóvember og sunnudaginn 17. nóvember. Snjólaug er vefnaðarkennari að mennt og kenndi meðal annars við Hússtjómarskólann á Varmalandi í 9 ár. Hún hefur unnið og selt hand- verk í um það bil 10 ár. Úr skeljum býr hún til skartgripi og úr flóka býr hún til orkupoka, bækur og myndir og svo vefur hún upphluta- svuntur, púða, trefla og mottur. Snjólaug hefur tekið þátt í sýningu Handverksreynsluverkefnisins í listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, og Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta mun vera fyrsta einkasýning Snjólaugar og er hún opin frá klukkan 10-18 á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-18. -DVÓ Afmæli í Mosó Leikfélag Mosfellsbæjar fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni er leikfé- lagið með opið hús í Bæjarleikhús- inu. Húsið verður opið frá klukk- an 20.00-22.00. Klukkan 20.00 byrjar sýning á gömlum og nýjum myndum, leik- skrám og veggspjöldum. Klukkan 20.30 verður kynning á Bandalagi íslenskra leikfélaga. Einþáttung- urinn Hvíslaramir eftir ítalska leikskáldið Dino Buzzatti verður frumsýndur klukkan 20.40 en hann er í leikstjóm Guðnýjar Maríu Jónsdóttur en hún hefur mrmiö leikstjóm á Ítalíu. Hún er enn ffernur þýðandi verksins. Eft- ir dagskrána verður boðið upp á veitingar og gefst gestum þá tæki- færi til þess að skoða leikhúsið. Samvinna 16. nóvember munu þau Ásdís Birgisdóttir og Ófeigur Bjömsson gullsmiður opna sýninguna Sam- vinna í listhúsi Ófeigs að Skóla- vörðustíg 5. Á sýningimni munu þau spinna saman klæði úr ís- lenskri ull og skartgripi. Grunnur- inn að verkum þeirra er fenginn úr fornri hefð norrænna klæða og skartgripagerðar. Þar mun skartið og flíkin hafa verið eitt enda var skartið jafnframt festingar á þess- um klæðum. Ullin er lituð úr ís- lenskum jurtum og skartið oxað þar sem það á við. Sýningin verð- ur opin frá klukkan 10.00-18.00 virka daga og 11.00 - 16.00 á laug- ardögum. AUKABLAÐ MATUR OG KÖKUR Miðvikudaginn 27. nóvember nk. mun aukablað um matartilbúning fyrir jólin, kökuuppskriftir og jólasiði fylgja DV eins og undanfarin ár. Umsjón efnis er í höndum Ingibjargar Óðinsdóttur blaða- manns, í síma 550-5815. Fax ritstjórnar er 550-5020. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlegast hafi samband við Guðna Geir Einarsson. auelvsingadeild DV, hið fýrsta í síma 550-5722, vmsamieKast atnugið að síðasti skiladagur auglýsinga er 21. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.