Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 10
★ TÍr tyndbönd FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 Robin Wiliiams er ekki aðeins fyndinn og skemmtilegur í kvikmyndum, held- ur þykir hann með eindæmum fyndinn í einkalífinu og get- ur þess vegna hald- ið uppi heilu sam- kvæmi með eftir- hermum og brönd- urum svo að allir veltast um af hlátri. SPOLAN I TÆKINU Liíja Halldórsdóttir: Nowhere to Hide. Hún var mjög spenn- andi. Sigurþór Jónsson: Interview with a Vampire. Hún var eins og aðrar bandarískar myndir. Gísli Ingi Sæmundsson: Cool Runnings. Hún var ágæt. •** J íris Jóhannesdóttir og Óði Valdimarsson: Get Shoi Hún var í lagi. ið frábæra dóma þá átti hún ekki upp á pallborðið hjá hinum al- menna áhorfanda og það sama má segja um The Survivors og Moscow on the Hudson sem voru einnig ágætar kvikmyndir sem náðu samt ekki hylli fjöldans. Popeye og Club Paradise voru aft- ur á móti slappar í alla staði og gerðu lítið fyrir feril Robins Willi- ams. Vinur vina sinna Robin Williams fæddist í Detroit og ól aldur sinn framan af ævi í þessari frægu bílaborg. Það kom fljótt hjá honum áhugi á gaman- leik, hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að herma eftir þekktum gamanleikurum sem komu frcun í sjónvarpi og hann ákvað snemma að gerast leikari. Moscow on the Hudson, 1984 The Best of Times, 1986 Club Pardise, 1986 Seize the Day, 1986 Good Morning Vietnam, 1987 Dead Poets Society, 1989 Cadillac Man, 1990 Awakenings, 1990 Dead Again, 1991 The Fisher King, 1991 Hook, 1991 Ferngully... (rödd), 1992 Aladdin (rödd), 1992 Toys, 1992 Mrs. Doubtfire, 1993 Being Human, 1994 Nine Months, 1995 To Wong Foo..., 1995 Jumanji, 1995 The Birdcage, 1996 Jack, 1996 -HK Robin Williams í einu frægasta hlutverki sínu sem barnfóstran Frú Doubtfire. Robin Williams - tekst best allra að ná í nýjustu kvikmynd sinni, Jack, leikur Robin Williams dreng sem fæðist með þeim ósköpum að lík- ami hans vex fjórfalt á við andlegt atgervi. Tíu árum síðar er Jack orðinn að myndarlegum manni sem í útliti er um fertugt en undir yfirborðinu er tíu ára barn. Þetta er dæmigert hlutverk fyrir Robin Williams, oftar en ekki er hann að leika barnið sem ennþá býr í okk- ur öllum og er skemmst að minn- ast Jumanji. Robin Williams er snillingur í að túlka barnsleg- an fognuð hjá fullorðnum per- sónum og hefur margsýnt það að fáir eru honum snjall- ari þegar heilla þarf yngri kynslóðina. í gamanmyndinni Bird- cage, sem er ofarlega á ís- lenska myndbandalistanum, leikur hann aftur á móti homma sem hefur alið upp son sem er um það bil að fara að gifta sig og gengur myndin út á það að fela fyrir tilvon- andi tengdaforeldrum sann- leikann. Robin Williams er ekki aðeins fyndinn og skemmtilegur í kvikmyndum heldur þykir hann með eindæmum fynd- inn í einkalífinu og getur þess vegna haldið uppi heilu samkvæmi með eftirhermum og bröndurum svo að allir veltast um af hlátri og eins og með marga fyndna menn þá espast hann allur þegar hlegið er að honum. Hæfileiki hans til að skemmta blaðlaust kom kannski best fram í Good Morning Vietnam. 1 þeirri mynd lék hann hermann sem vann við útvarpsstöð í Vietnam á meðan Vietnam- stríðið stóð sem hæst. Það þýddi lítið fyrir leikstjórann Barry Levenson að láta hann fá handrit í hendurnar þegar kom að þvi að Robin Williams átti að sjá um dag- skrárgerð í útvarpinu. Og öll at- riði myndarinnar þar sem hann er fyrir framan migrafóninn er im- próvisering eins og best verður á kosið enda fékk hann óskarstil- nefningu fyrir leik sinn í mynd- inni. Alhliða leikari Það vill oft gleymast, sérstaklega á undanförnum misserum, að Robin Williams er einnig góður dramatískur leikari og hefúr sýnt það oftar en einu sinni. Hver man ekki eftir honum sem kennaranum í Ded Poets Society, lækninum í Awakening og umrenningnum í The Fisher King. Þegar Robin Williams hefúr verið látinn flokka sjálfan sig sem leikara hefúr hann ávallt sagt að hann sé fyrst og fremst karakter- leikari. Robin Williams ur átt mikilli vel- hef- fram barninu í fullorðinni manneskju sinnar í seríunni Mork og Mindy þar sem hann lék Mork sem kom utan úr geimnum og því var honum spáð miklum frama í kvikmyndum. En það var í raun ekki fyrr en með Good Moming Vietnam sem hsrnn sló almennilega i gegn. Williams fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn í The gengni að fagna undanfarin ár en þar með er ekki sagt að allar hans myndir hafi slegið í gegn, Jack, til að mynda, sem Francis Ford Coppola leikstýrir, fékk sæmilega aðsókn en sú aðsókn kom aðeins út á vinsældir Williams. Myndin þykir ekki nógu góð, vinsældimar dvínuðu fljótt og hún var ekki lengi sýnd i kvikmyndahúsum vestanhafs. Það sama má segja mn Toys, þar sem hann lék enn eina barnssálina, vinsældir hennar rnrðu litlar og þótt flestir hafi verið á því að Being Human væri góðra gjalda verð og leikur Robins Willi- ams mjög góður nánast hvarf hún af sjónarsviðinu og hér á landi fór hún aldrei í kvikmyndahúsin held- ur beint á myndbandamarkaðinn. Þegar Robin Wiiliams hóf leik í kvikmyndmn voru honum allar dyr opnar. Hann hafði verið ein vinsælasta sjónvarpsstjaman vun nokkurt skeið vegna frammistöðu World According to Garp, sem var önnur kvikmynd hans, en þótt sú mynd fengi þegar á heildina er lit- Þegar menntaskólanámi lauk í Detroit innritaðist hann í leiklist- ardeild Julliard skólans í New York og var þar undir handleiðslu Johns Housemans. Vinur hans og skólafélagi á þessum árum var Christopher Reeve. Robin Will- iams hefur ekki gleymt þessum vini sínum í þeim hremmingum sem dunið hafa yfír Reeve sem eins og kunnugt er lamaðist upp að hálsi við að detta af hestbaki. Williams heimsækir Reeve reglu- lega og fær hann til að hlæja og hefur borgað reikninga fyrir hann þegar þess hefur verið óskað. Þegan námi lauk fór Robin Will- iams til San Francisco þar sem hann byrjaði að koma fram sem „Stand- up“ grínisti á hinum ýmsu klúbbum. A örfáum mánuðum tókst honum að vinna sig upp í að verða vinsælasti skemmtikraftur- inn í borginni og sjónvarpstilboð fóru að berast til hans. Hann tók tilboði um að koma fram í þátta- röðinni Happy Days og þar varð til fígúran Mork, sem framleiðandi Happy Days, Garry Marshall, tók upp á arma sína og gerði sérstaka sjónvarpsseríu úr, en Garry Mars- hall fór síðan að leikstýra kvik- myndum með góðum árangri. Robin Williams hefur aldrei gengist upp i að vera kvikmynda- stjama og er óhræddur að taka að sér lítil hlutverki í kvikmyndum ef hann telur það henta sér. Á undanfomum árrnn hefur hann leikið lítil hlutverk í kvikmynd Kenneths Brannagh, Dead Again, gamanmyndunum Nine Month og To Wong Foo... og The Secret Agent sem enn hefur ekki verið frumsýnd. Hér á eftir fer listi yfír kvikmyndir sem Robin Williams hefur leikið í: Can I Do it 'till I Need Glasses, 1977 Popeye, 1980 The World Acording to Garp, 1982 The Survivors, 1983 í nýjustu mynd sinni Jack leikur Robin Williams tíu ára bam í líkama fullorð- ins manns. -4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.