Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Blaðsíða 2
26
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1996
íþróttir
Collymore
áfram hjá
Liverpool
Allar vangaveltur þess efnis
að Stan Collymore sé að fara frá
Liverpool voru skotnar á kaf af
Collymore sjálfum á laugardag.
Þá sagði þessi snjalli knatt-
spymumaður að hann væri ekki
á förum frá Liverpool og hann
vildi glaður vera áfram hjá lið-
inu. „Það hefur margt verið sagt
um mig í dagblöðunum og öðr-
um fjölmiðlum undanfarið en
minnst af því er satt,“ sagði
Collymore.
-SK
Skíðaganga:
Öruggthjá Velbe
Jelena Velbe frá Rússlandi
sigraði örugglega í 5 km skíða-
göngu kvenna í heimsbikarnum
um helgina.
Velbe, sem verið hefur mjög
sigursæl undanfarin ár, kom í
mark á 14:31,4 mín. Stefanina
Belmondo frá Ítalíu varð önnur
og Nina Gawiljuk, Rússlandi,
þriðja. -SK
„Hvíti hákarlinn“, Greg Norman frá Astralíu, undirstrikaði það í gær að hann er besti kylfingur heims um þessar
mundir. Hér sést hann með verðlaunagripinn sem hann fékk í gær fyrir sigurinn á opna ástralska meistaramótinu.
Símamynd Reuter
Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras varö í gær heimsmeistari í einliðaleik
karla í tennis. Sampras, sem hér fagnar sigrinum, sigraði Boris Becker
frá Þýskalandi í úrslitum, 3-7, 7-6, 7-6, 6-7 og 6-4, í hörkuleik.
Símamynd Reuter
Claudia Riegler frá Nýja-Sjálandi sigraöi á heimsbikarmóti kvenna í svigi
um helgina. Hér sést hún fyrir miðri mynd en meö henni eru Pernila
Wiberg, Svíþjóö, sem varö önnur, og Ingrid Salvenmoser frá Austurríki
sem varð þriöja. Símamynd Reuter
Bandaríkjamaðurinn Virgil Hill varð um helgina heimsmeistari í millivigt
hnefaleika. Hann sigraði Þjóðverjann Henry Maske á stigum en þeir
börðust í Munchen. Maske lagði hanskana á hilluna eftir tapið.
Símamynd Reuter
Opna ástralska mótið í golfi:
Norman í sínu
besta formi
- átta höggum á undan næsta manni
Besti kylfingur
heims um þessar
mundir, Greg Norman
frá Ástralíu, átti ekki í
miklum erfiðleikum
með að tryggja sér
stóran sigur á opna
ástralska meistara-
mótinu í golfi um helg-
ina.
Norman lék á 280
höggum, 67, 73, 71 og
69 höggum. Annar
varð landi hans, Way-
ne Grady, en hann lék
á 288 höggum. Á meðal
keppenda var Banda-
ríkjamaðurinn Tiger
Woods en hann náði
sér aldrei á strik og
lék á 292 höggum, fjór-
um höggum yfir pari
vallarins í Sydney.
Woods, sem af mörg-
um er talinn efnileg-
asti kylfingur heims í
dag, lék fyrsta hring-
inn á 79 höggum, sex
yfir parinu, og er það
versti hringur hjá
honum síðan hann
varð atvinnumaður.
Woods var að keppa á
fyrsta móti sínu utan
Bandaríkjanna og á
greinilega margt ólært
í íþróttinni.
„Þessi sigur var
mjög hvetjandi fyrir
mig og er góður fyrir
sjálfstraustið. Þessi
sigur kemur sér að
mörgu leyti vel fyrir
mig,“ sagði Norman
eftir keppnina.
Tiger Woods var
ekki eins kátur enda
var húist við að hann
myndi veita Norman
harða keppni.
„Þegar maður byrj-
ar á þvi að leika á 79
höggum er erfítt að ná
sér á strik. Ég átti líka
við veikindi að stríða
og það hafði sín áhrif.
Lokaskorið hjá mér er
tæplega viðunandi því
ég átti að geta gert
mun betur,“ sagði Ti-
ger Woods.
Norman var efstur á
heimslistanum fyrir
opna ástralska mótið
og verður það greini-
lega enn um sinn. -SK
HM áhugamanna í snóker:
Kristján nálgast
16 manna úrslit
Kristján Helgason
er að leika mjög vel á
heimsmeistaramóti
áhugamanna i snóker
á Nýja-Sjálandi. Er
Kristján nú aðeins ein-
um sigri frá því að
komast í 16 manna úr-
slit mótsins.
Kristjáni hefur
gengið vel undanfarna
daga. Hann sigraði
Zhou Jun frá Kína,
4-1, Björn Haneveer
frá Belgíu, 4-2, Danny
Miles frá Nýja-Sjá-
landi, 4-0, Bryan Fusc-
an frá Norður-írlandi,
4-0. Kristján hefur
hins vegar tapað fyrir
Muhammed Yoösuf frá
Pakistan, 1-4, og
Annay Pomchoti frá
Tailandi, 1-4.
Sigur Kristjáns gegn
Danny Miles frá Nýja -
Sjálandi var sérlega
glæsilegur og af flest-
um talinn besti leikur
mótsins til þessa. Það
tók Kristján aðeins 42
mínútur að sigra
heimamanninn. Er
þetta stysti leikur
mótsins til þessa og
frábær frammistaða
hjá Kristjáni.
Kristján Helgason á
nú aðeins eftir að
leika gegn Ricky Shew
frá Singapúr. Ef hann
sigrar í þeirri viður-
eign er hann búinn að
tryggja sér keppnisrétt
í 16 manna úrslitum.
Jóhannes R. Jó-
hannesson sigraði Ben
Famsworth frá Nýja-
Sjálandi, 4-2, Billy
O’Neil frá írlandi, 4-2,
Paul Morgan frá
Englandi, 4-1, og
Henry Killian frá
Nýja- Sjálandi, 4-2.
Hann tapaði fyrir
Chris Shade frá
Skotlandi, 0-4, Tin
Chang frá Malasíu,
1-4, og Anan Teran frá
Taílandi, 1-4. Jóhann-
es á ekki möguleika á
að komast í 16 manna
úrslit.
Teran þessi náði 147
á dögunum, hreinsaði
borðið og hlaut 2ja
miiljóna króna glæsi-
kerm að launum.
-SK
Golf:
Norman með
nýjan þjálfara
Greg Norman, besti kylfingur
heims, hefur ekki verið ánægður
meö gengi sitt á mörgum mótum
upp á síðkastið.
Það er ekki bara í knattspym-
unni sem þjálfurum er kennt um
þegar illa gengur. Norman rak
þjálfara sinn á dögunum og sig-
ur hans á opna ástralska mótinu
um helgina var sá fyrsti undir
handleiðslu nýja þjálfarans, Dav-
ids Leadbetters. Hann hefur þeg-
ar gert smávægilegar breytingar
á sveiflu Normans og það virtist
skila sér vel um helgina.
-SK
Langhlaupari
I keppnisbann
Það er ekki á hverjum degi
sem langhlaupari verður uppvís
að því að neyta ólöglegra lyfja.
Þetta gerðist þó í Rúmeníu á
dögunum en þá féll langhlaupar-
inn Cristina Burca á lyijaprófi
og var samstundis dæmd í fjög-
urra ára keppnisbann.
Burca féll á lyfjaprófi sem tek-
ið vai- eftir heimsmeistaramótið
í hálfu maraþoni sem fram fór á
Mallorca í september. Hún sagði
í gær að læknir sinn hefði mælt
með lyfjameðferð vegna meiðsla
sem hún varð fyrir sl. vor og
þetta væru afleiðingamar. Ekki
í fyrsta skipti sem lyfjaætur
skella skuldinni á lækna sína.
-SK
Nefbraut Weah
leikmann Porto?
Besti knattspyrnumaður
heims, Líberíumaðurinn George
Weah hjá AC Milan, er í slærn-
um mádum þessa dagana.
Hann er sakaður um að hafa
viljandi nefbrotiö einn leikmann
Porto á leiö til búningsherbergja
eftir leik Milan og Porto í meist-
aradeild Evrópu um miöja síð-
ustu viku.
Sjónarvottar segja að Weah
hafi skallað leikmanninn með
höfðinu. Alþjóðaknattspyrnu-
sambandið hefur nú farið fram á
rannsókn málsins og lítur það al-
varlegum augum. Þeii’ em hins
vegar margir sem ekki trúa þess-
um ásökunmn á Weah, enda hef-
ur hann verið verðlaunaður fyr-
ir prúðmannlega framkomu.
-SK
Launin fryst
hjá Coventry
Peningamálin eru í rúst hjá
enska úrvalsdeildarliöinu
Coventry.
Liðið skuldar í dag rúma tvo
milljarða króna og er í raun
gjaldþrota. Forráðamenn liðsins
hafa fjárfest mikið á undanfóm-
um tveimur árum og fjárfesting-
in hefur litlu sem engu skilað.
Liðið getur ekki neitt ár eftir ár
og nú er þolinmæöi stjómarfor-
mannsins, Brians Richardsons, á
þrotum. Nýlega tilkynnti hann
leikmönnum liðsins að hann
hefði ákveðið að frysta laun leik-
manna og þeir gætu ekki átt von
á kauphækkunum á meðan ár-
angur liðsins væri ekki merki-
legri. -SK
Blinker í vanda
Hollendingurinn Regi Blinker
hjá Sheffield Wednesday er í
slæmum málum.
Hann er sakaður um að hafa
skrifað undir samning hjá Udi-
nese á ítaliu áður en hann samdi
við Wednesday. FIFA hefur sett
Blinker í bann þar til niðurstaða
liggur fýrir.
-SK