Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Síða 8
32 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1996 íþróttir i>v Hill er bjartsýnn Bob Hill, þjálfari San Antonio, er bjartsýnn þrátt fyrir afleitt gengi liðsins fram að þessu. Meiðsli lykilmanna hafa óneit- anlega átt sinn þátt i genginu en Bob Hill segir að liðið hrökkvi í gang þegar menn koma til baka úr meiðslum. „Þetta fer í gang þegar David Robinson fera að leika með okk- ur að nýju. Frammistaða okkai- án lykiimanna er búin að vera hlægileg fram að þessu,“ sagði Hill. Förum í úrslit „Við erum leika mjög vel þessa dagana og vonandi gerum við það í allan vetm-. Hjá okkur kemur ekkert annað til greina en að fara alla leið. Mannskapur er fyrir hendi en það er mikið eftir enn,“ sagði Shawn Kemp hjá Seattle um helgina. Liðið hef- ur unnið tíu leiki í röð. Afíeit skotnýting Johnny Davis, þjálfari Phila- delphia, var óhress með skotnýt- ingu sinna manna gegn Wash- ington. Liðið reyndi 17 3ja stiga skot í leiknum og aðeins tvö þeirra rötuðu rétta leið. Heildar- skotnýting liðsins var 38%. Fjórir á bekknum Boston gat aðeins verið með fióra leikmenn á bekknum gegn Seattle. Meiðsli leikmanna leik- ur liðið grátt um þessar mundir. Varamennirnir hafa litla reynslu í NBA og eru lítið notað- ir. Pervis EOison, Dave Wesley, Dino Radja og Greg Minor eru aUir frá vegna meiðsla. S/oan stoltur Jerry Sloan, þjáifari Utah Jazz, gat ekki leynt gleði sinni á fréttamannafundi eftir sigurinn á Chicago. Hann sagðist þar vera stoltur með sína menn sem hefðu leikið eins og fyrir þá var lagt. Karl Malone minnti viö- stadda á að Chicago væri enn þá meistari en sigurinn hefði engu að síður verið sætur. Þrjá leiki vantaði Chicago Bulls vantaði þrjá leiki upp á tO að slá met Wash- ington Capitals frá 1949 og Hou- ston Rockets frá 1993 þar sem bæði þessi lið imnu sína 15 fyrstu leOci umrætt tímabil. Willis sterkur Kevin WiUis, sem leyst hefur Hakeem Olajuwon af hólmi í síð- ustu leikjum, hefur svo sannar- lega komið á óvart með frammi- stöðu sinni. Hann hefur komist vel frá varnarhlutverki sínu og enn fremur skorað nokkuð. Hann skoraði fimm af síðustu sjö stigum Houston gegn Golden State og aUs 14 í leiknum. Byrjum aftur „Við byrjum bara aftur á nýrri sigurgöngu. Körfuboltinn er einu sinni svo að það hlaut að koma að því að viö töpuðum leik. Ég hefði samt kosið að hún heföi orðið lengri en þetta,“ sagði Michael Jordan eftir tapið gegn Utah. Nýtti tækifæríö Eldridge Recasner hjá Atianta nýtti tækifærið í byrjunarliðinu til fúUs gegn Toronto. Hann kom inn i fjarveru þeirra Mookie Blaylock og Steve Smith, skoraði 23 stig og þar af 5 síðustu stigin í leiknum. Hann kom tU Atianta fyrir þetta tímabti. -JKS '. ájijj. ■ Það er oft hart barist í NBA. Mccloud, sá bláklæddi, skoraöi i3 stig fyrir Dallas í ieiknum gegn New Jersey um helgina en það var skammgóður vermir því New Jersey vann öruggan sigur í leiknum. NBA-DEILDIN Úrslit á föstudag: Boston-Seattle............91-118 Washington-Philadelphia .... 88-76 LA Lakers-San Antonio .....96-86 Sacramento-Miami........ 108-111 Úrslit á laugardag: Golden State-Houston.....115-120 Toronto-Atlanta............88-91 Charlotte-Detroit .........93-85 Indiana-Orlando ...........73-76 New Jersey-DaUas ..........114-91 Philadelphia-New York .... 109-92 Minnesota-LA Clippers......98-96 Mtiwaukee-Washington ......90-95 Utah Jazz-Chicago........105-100 Portland-Denver...........105-65 Staðan Atlantshafsriðill: Orlando ... . 6 2 75,0% New York .... ... .8 4 66,7% Miami . . . . 8 4 66,7% Washington .. . . . . . 6 6 50,0% Philadelphia .. . . . . 5 7 41,7% New Jersey .. . ... .2 6 25,0% Boston 2 Miðriöill: 8 25,0% Chicago . . . 12 1 92,3% Detroit ... 10 2 83,3% Cleveland .... . . . . 8 3 72,7% Charlotte . . .. 6 5 54,5% Atlanta . . . . 7 6 53,8% Milwaukee .... . . . . 6 6 50,0% Toronto . . . . 3 8 27,3% Indiana . . . . 3 8 27,3% Miövesturriöill: Houston ... 11 1 91,7% Utah . . . . 8 2 80,0% Minnesota .... . . . . 5 6 45,5% Ðenver ... .4 9 30,8% Dallas ....3 8 27,3% SA Spurs . . . . 2 9 18,2% Vancouver .... . . . . 1 11 8,3% Bandaríski körfuboltinn: Chicago tapaði fyrsta leiknum - Utah stöðvaði 12 leikja sigurgöngu liðsins Það kom að því að Chicago Butis tapaði sínum fýrsta leik í NBA í vet- ur. Liðið hafði leikið 12 leiki án þess að bíða ósigur. í fyrrinótt varö Chicago að láta undan sterku liði Utah Jazz í Salt Lake City. Michael Jordan var engum líkur í þessum leik en allt kom fyrir ekki. Jordan skoraði 44 stig. Karl Malone var enginn eftirbát- ur Jordans. Malone lék við hvem sinn fingur, skoraði 36 stig og hirti 15 fráköst. Leikurinn var lengst af í jámum en Utah sýndi mátt sinn og megin undir lok hans. Vorum aldrei í jafnvægi og dómararnir lélegir Dennis Rodman sagði að þeir hefðu aldrei verið í jafnvægi og ekki bætti úr skák að dómaramir hefðu verið á móti þeim allan tímann. „Við hittum illa og hraðaupp- hlaupin gengu ekki sem skyldi. Þeg- ar þessir þættir eru ekki í lagi þarf varla að spyrja að leikslokum," sagði Jordan eftir leikinn. Houston vann útisigur á Golden State í framlengdum leik. Enginn var betri en Charles Barkley en hann skoraði 27 stig, átti 14 stoð- sendingar og hirti 17 fráköst. Hakeem Olajuwon horfði á leikinn frá hliðarlínunni en hann er á bata- vegi eftir að hann fékk óreglulegan hjartslátt í síöustu viku. Phtiadelphia vann New York sannfærandi. Frábær vamarleikur gerði útslagið og eins var hittnin með ágætum. Allen Iverson gerði 26 stig fyrir 76’ers sem er persónulegt met í NBA. Charlotte vann sinn sjötta sigur í röð og skoraði Dell Curry 19 stig og Anthony Mason 18 stig fyrir Charlotte í leiknum gegn Detroit. Portland er á góðri siglingu þessa dagana og fjórða sigurinn í röð inn- byrti liðið gegn Denver. Gary Trent var stigahæstur hjá Portiand með 22 stig. Minnesota, sem hafði tapaö þrem- ur leikjum í röð, sigraði LA Clipp- ers í jöfnum leik. Kevin Gamett, sem skoraði 24 stig, skoraði sigur- körfu Minnesota í leiknum. San Antonio heldur áfram aö tapa San Antonio heldur áram að tapa en liöið lék samt ágætiega gegn LA Lakers í Forum á föstudagskvöldið. Enginn lék betur en Shaquille O’Neal, hann skoraði 29 stig og tók 21 frákast. Eddie Jones skoraði 24 stig og Nic Van Exel 14 stig. Þetta var fjórði sigur Lakers í siðustu fimm leikjum og hefur liöið ekki byrjað betur í fjögur ár. Dom- inique Wilkins var stigahæstur hjá San Antonio meö 19 stig og Will Per- due skoraði 17 stig. David Robinson, Sean Elliot og Charles Smith era enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munar um minna. Robinson veröur líklega klár í slag- inn fyrstu vikuna í desember. San Antonio er með lægsta skorið í NBA tti þessa í vetur. Miami lagði Sacramento Kings í framlengingu og var þetta þriðji sig- urleikur liðsins í röð. Tim Hardaway skoraði 22 stig fyrir Mi- ami í síðari hálfleik og átta stig i framlengingunni. Mitch Richmond skoraði 32 stig fyrir Sacramento; hans mesta skor á tímabtiinu. Liðið hefur hins vegar tapað fimm af síð- ustu leikjum sínum. Seattie lék Boston sundur og sam- an en sem fyrr gengur hvorki né rekur hjá Boston. Shawn Kemp átti góðan leik hjá Seattie, skoraði 22 stig og tók 13 fráköst. Gary Payton skoraði einnig 22 stig. Rick Fox var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og liðið hefur tapað fjómm leikjum í röð. í Washington var ekki skorað mikið þegar heimamenn unnu Phtiadelphia. Chris Webber og Rod Srickland skoraðu 13 stig hvor. -JKS Kyrrahafsriöill: Seattle....... 11 2 84,6% LA Lakers...... 9 4 69,2% Portland ...... 8 5 61,5% LA Clippers.... 6 6 50,0% Sacramento..... 4 8 33,3% Golden State .. 3 9 25,0% Phoenix.........0 11 0,00% Fundir hjá Suns Forráðamenn Phoenix Suns og leikmenn áttu saman tvo fundi um helgina þar sem staða liðsins í detidinni var aðal- umræðueöiið. Suns hefur leikið 11 leiki og ekki unnið einn einasta. Þetta er versta byrjun félagsins í NBA. Menn voru sammála um það að brotthvarf Charles Barkleys væri ekki eina ástæðan en ákveðið var að bretta upp ermamar og koma fyrsta sigrinum í hús. Miklir yfírburðir Houston Rockets og Utah Jazz hafa ótrúlega yfirburði í miðvesturriðlinum þótt aðeins séu kringum 12 leikir að baki hjá flestum liðum. Houston og Utah skera sig úr en Minnesota kemur í þriðja sætinu með helmingi minna vinningshlutfall en Sacramento. Það er greintiega mikill styrkleikamunur á liðum í þessum riðli. Lægsta skorið Denver Nuggets setti óskemmttiegt met innan félagsins í leiknum gegn Portiand á laugardagskvöldið. Denver skoraði aðeins 65 stig í leiknum sem er lægsta skor í leik liðsins í NBA frá upphafí. Denver beið 40 stiga ósigur í Portiand. Stunir leikmenn liðsins sögðu eftir leikinn helst vilja gleyma honum sem allra fyrst. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.