Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Blaðsíða 4
28 29 + MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1996 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1996 íþróttir DV Iþróttir Sigurliö Sundfélags Hafnarfjaröar sem tryggöi sér sigur í bikarkeppninni í sundi um helgina annaö áriö í röö. SH barðist um titilinn viö Ægi og vann gulliö eftir spennandi keppni. DV-mynd S Rúnar ræðir við forsetann hjá AIK Rúnar Kristinsson, landsliðsmaöur í knattspyrnu, hefur fengið leyfi hjá Örgryte til að ræða við forseta AIK á morgun. Forráðamenn AIK hafa mikinn áhuga á að kaupa Rúnar frá Örgryte en ákvæði í samningi hans við Örgryte virtist á tímabili ætla að koma í veg fyrir að hann kæmist til annarra liða. Með þvi að leyfa Rúnari að ræða við AIK virðast forráðamenn Örgryte hafa mildast í afstöðunni. til Upplýsingar veita: Birgir Örn í síma 588 2239 eftir kl. 20.30 og Eggert í síma 586 1213 eftirkl. 20.00. Sundfélag Hafnaríjarðar bcu- sigur úr býtum í bik- arkeppninni í sundi sem lauk í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöld. SH háði harða keppni um sigurinn viö Ægi en hafði betur i síðustu greinum mótsins. Ágæt- ur árangur náðist í mörgum greinum miðað við árs- tíma en ekkert íslandsmet var sett. Hins vegar litu nokkur meyja- og sveinamet dagsins ljós. Þetta er annað árið í röð sem bikarinn fer í Hafnarfjörð og greinilegt á öllu að vel er haldið á spöðunum í sund- málum í Hafnarflrði. Góð breidd skilar bikarnum aft- ur til SH og ungt og efnilegt sundfólk setur skemmti- legan svip á þetta sterka lið Hafnfirðinga. Unglingalandsliðsmaðurinn Öm Arnarson tryggði sér sæti í A-landsliðshópi meö góðum árangri í 200 metra baksundi. Hér er á ferð mikið efni sem keppir ásamt fjórum sundmönnum á Evrópumóti í sprettsundum í Rostock í næsta mánuði. Hann sló gamalt met Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar. Takmarkiö aö komast á Ólympíuleikana í Sydney áriö 2000 „Ég stefndi að því að synda 200 metra bakið undir 2,05 og það gekk eftir. Ég bjóst hins vegar ekki við svona góðum árangri í öðrum greinum. Auðvitað var takmarkið alltaf að komast einhvem tímann í lands- liðið og það var gaman að það tókst í þessari keppni. Að baki þessa árangurs okkar í SH liggja þrotlausar æfingar og erfiði. Það er ágætlega hlúð að okkur í Hafnarfirði og efniðviðurinn er góður þannig að við getum sagt að bjart sé fram undan í sundinu i bæn- um. Takmark mitt í framtíðinni er að komast á Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Ég er bjartsýnn á að þau áform mín gangi eftir. Það fer mikill tími í æf- ingar en það er þess virði,“ sagði Öm Arnarson, hinn 15 ára gamli sundmaður, í samtali við DV eftir bikar- keppnina í gærkvöld. Lokastaöan í 1. deild SH sigraði bæði í karla- og kvennaflokki og hlaut samtals 27.742 stig. Ægir var í öðm sæti með 27.212 stig, Keflavík í þriðja sæti með 25.727 stig, ÍA í fjórða sætinu með 22.657 stig, UMSK í fimmta sætinu með 21.443 stig og B-lið Ægis rak lestina með 21.210 stig og féll í 2. deild. Knattspyrnudeild Austra, EskifiröL V# óskar eftir framkvæmda- stjóra og þjálfara yngri flokka. Upplýsingar gefur Jóhann ísíma 476 1101 eöa 476 1110. Jöfn og spennandj keppni var í mörgum greinum í bikarkeppninni í sundi sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Ekkert íslandsmet féll í flokki fullorðinna en yngra sundfólkið var iðið við að bæta íslandsmetin í sínum aldursflokkum. DV-mynd S t ■ Knattspyrnuþjálfari óskast Knattspyrnudeild Víkings í Ólafsvík óskar eftir aö ráöa þjálfara fyrir meistaraflokk karla og yngri flokka félagsins. í bikarkeppninni. Richard Kristinsson og Sigurgeir Þór Hreggviðsson náðu báðir góðum árangri í 1500 metra skriðsundi sem nægði þeim til að komast í A-landsliðshópinn. Eydís Konráðsdóttir og Hjalti Guðmundsson keppa einnig á EM í Rostock. -JKS Ármann vann sig upp í 1. deild en liðið hafði betur í slagnum við Selfoss. Armann hlaut 21.692 stig og Sel- foss 21.390 stig í öðru sætinu. UMFN lenti í þriðja sæti með 18.496 stig, KR í fjórða sætinu með 18.031 stig, Óð- inn í fimmta sæti meö 16.351 stig, Vestri í sjötta sæti með 9.677 stig, UÍA í sjöunda sætinu með 8.157 stig, Þór, Þorlákshöfn, í áttunda sætinu með 6.438 stig, ÍBV í níunda sæti með 5.531 stig og Kormákur í tíunda sæti með 4.555 stig en liðið var aðeins með kvennasveit í keppninni. Allt viömót gagnvart sundinu hefur gjörbreyst í Hafnarfiröi „Æfmgar eru alltaf að aukast og þær skila okkur þessum bikar i annað sinn í röð. Við stefndum að því að verja bikar- inn og ég vil meina að hópurinn sé sterkari í dag en hann var í fyrra. Það er unnið gott starf í sundmálum í Hafnar- firði og enn fremur er foreldrastarfið öfl- ugt sem er ekki lítis virði. Allt viðmót gagnvart sundinu hefur gjörbreyst í Hafn- arfirði eftir að við unnum bikarinn í fyrsta sinn í fyrra. Ég hvíldi ekkert fyrir bikarkeppnina en ég á eft- ir að gera það fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Ég er bjartsýn á góðan árangur þar. Umfram allt er það takmarkið hjá okkur öllum sem fara þangað," sagði Elín Sigurðardóttir úr SH í samtali við DV eftir mót- ið, en hún halaði inn mörg dýrmæt stig fyrir félag sitt 1. deild kvenna: Valur náði jafntefli í Víkinni Víkingur og Valur skildu jafnir, 14-14, í leik liðanna í 1. deild kvenna í handknattleik um helgina. Víkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 8-5. Valsstúlkur mættu beittar til leiks i síðari hálfleik og unnu upp forskot Víkings. Kristín Guðmundsdóttir og Heiða Erlingsdóttir skoruðu flögur mörk hvor fyrir Víking en Sigurlaug Kristjánsdóttir var markahæst Valsstúlkna með fjögur mörk. Haukastúlkur, sem sitja í toppsætmu, unnu yfirburðasigur á Fylki, 13-30, og hafa tekið fjögurra stiga forskot í deildinni. Hulda Bjarnadóttir skoraöi 9 mörk fyrir Hauka, Thelma Árnadóttir 7, Judith Estergal 4, Kristín Konráðsdóttir 3, Harpa Melsteð 3, Auður Hermannsdóttir 3 og Ragnheiður Guðmundsdóttir 1. Anna G. Halldórsdóttir var markahæst hjá Fylki með 5 mörk. -JKS 1. DEILD KVENNA 17 Haukar9 8 1 0 238-145 Stjarnan 8 6 0 2 195-145 12 Víkingur 9 5 2 2 160-147 12 FH 8 4 2 2 158-150 10 KR 7 4 1 2 130-137 9 Fram 7 2 2 3 120-122 6 ÍBV 8 3 0 5 153-178 6 ÍBA 9 2 2 5 169-208 6 Valur 9 1 2 5 139-164 4 Fylkir 8 0 0 8 140-207 0 2. deild karla: Hörður lá tvívegis Fjórir leikir vora í 2. deild karla í handknattleik um helgina. ÍH sigraði Hörð frá ísafirði, 27-21, í Hafnarfirði. Þór frá Akureyri vann HM, 27-23. Hörður lék annan leik í suðurferðinni, mætti þá Víkingum og tapaði stórt, 35-14, og KR sigraöi Ármann, 38-26. Vikingur og Þór era með fullt hús stiga, Víkingur er með 16 stig eftir átta leiki og Þór með 14 stig eftir sjö leiki. í þriðja sæti kemur Breiöablik með 10 stig og KR í fjórða sæti, einnig með 10 stig. -JKS Blak: Þróttur N. í efsta sæti Lið Stúdenta í blakinu gerði góða ferð til Akureyrar um helgina þegar liðið sigraði KA, 1-3, á íslandsmótinu. Sömu liö áttust við í 1. deild kvenna og þar sigruðu Stúdínur, 0-3. Staðan í 1. deild karla er sú að Þróttur Neskaupstað er í efsta sæti með 18 stig, Þróttur úr Reykjavík er í öðra sæti með 13 stig, ÍS 7 stig, KA 6 stig og Stjaman 2 stig. í 1. deild kvenna eru Stúdínur í efsta sæti með 13 stig, Þróttur Neskaupstað 11 stig, Víkingur 0 stig ogKAO stig. -JKS 6 ára uppbyggingarstarf að skila sér „Þegar liða fór á haustið gerðmn við okkur grein fyrir að það væri vel hægt að vinna sigur í bikamum annað árið í röð. Þetta var spenn- andi keppni og ekkert var öraggt fyrr en í lok- in. 5-6 ára uppbyggingarstarf er farið að skila sér. Auðvitað koma fleiri þættir inn í þennan árangur, eins og foreldrastarf og gott stjórnar- samstarf þar sem unnið hefur veriö markvisst að þvi að koma þessum árangri í höfn. Áhuginn á sundinu í Hafnarfirði jókst töluvert eftir að Elín Sigurðardóttir fór á Ólympíuleikana í Atl- anta og sigurinn í bikarnum í fyrra ýtti einnig á áhuga unga fólksins. Við erum þegar búnir að sprengja utan af okkur alla hópa og vantar orð- ið nýja laug. Við eigum í dag eina bestu aðstöð- una á landinu - tvær sundlaugar alveg út af fyr- ir okkur. Vandamálið er að okkur vantai- tíma þegar við eram með flestar æfingar í gangi. Við höfum gantast með það að það þurfi orðið nýja laug i Hafharfirði en það era ábyggilega tíu ár í þaö. Sundið í Hafnarfirði hefur meðbyr og enn fremur hefur það fengið góðan stuðning frá styrktaraðilum sem ber að þakka fyrir," sagði Magnús Þorkelsson, formaður SH. „Eigum stórefnilegt sundfólk" „Við verðum að hlúa að okkar unga sundfólki eins og kostur er. Við eigum stórefnilegt sundfólk sem við megum alls ekki missa frá okkur. Þetta var góð keppni og öllum til sóma,“ sagði Sævar Stefánsson, formaður SSÍ, í samtali viö DV. -JKS Tímabilið búið hjá ■■■ JC ■ * Eiði Smara - þarf í annan uppskurð „Það lítur út fyrir að keppnistímabilið sé búið hjá mér. Ég get ekki séð aö ég nái að vera með á tímabilinu eftir að þetta kom í ljós,“ sagði knatt- spymumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við DV í gærkvöld en hann leikur sem kunnugt er með hollenska félaginu PSV Eindhoven. í ljós hefur komið að Eiður Smári þarf að fara í aðra aðgerð en hann ökklabrotnaði þann 7. maí sl. vor og hefur ekkert æft eða leikið síöan. „Það sem hefur gerst er að sperrileggurinn og sköflungurinn hafa gróið saman og það gengur vitanlega ekki. Það þarf að skera í þetta og fjarlægja stykkið þama á milli. Ég verð i gifsi í sex vikur og mun ekki geta byrjað að æfa fyrr en eftir þrjá mánuði, eða í lok febrúar. Það eru því allar likur á að þetta tímabil sé úr sögunni hjá mér en það kemur annað timabil eftir þetta,“ sagði Eiður Smári í gærkvöld. -SK Patrekur og Róbert með tvö Patrekur Jóhannes- son skoraði tvö mörk þegar Essen sigraði lið Hameln í þýska hand- boltanum um helgina. Lokatölur urðu 26-25 fyrir Essen. Róbert Sighvatsson og Schutterwald eiga ekki sjö dagana sæla í deildinni og töpuðu enn einum leiknum um helgina. Nieder- wurzbach sigraði Schutterwald, 35-22, og skoraði Róbert tvö markanna fyrir Schutterwald. GWD Minden lék gegn Magdeburg á úti- velli og sigraði, 23-32. Sigurður Bjamason var ekki á meðal markaskorara í leikn- um. Loks tapaði Fredenback fyrir Dor- magen, 21-19. Lemgo er enn efst með 18 stig. Minden er í 7. sæti með 12 stig og Essen i 8. sæti með 11 stig. Fredenbeck og Schutterwald era sem fyrr á botninum með 4 stig. -SK Bikarinn aftur til - hörð keppni um sigurinn á milli SH og Ægis. Margt ungt og efnilegt sundfólk að koma fram í sviðsljósið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.