Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Blaðsíða 6
30 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1996 íþróttir ENGLAND Urvalsdeild: Chelsea-Newcastle...........1-1 1-0 Zola (24.), 1-1 Shearer (41.) 28.410 Coventry-Aston Villa........1-2 0-1 Joachim (29.), l-l Dublin (75.), 1-2 Staunton (85.) 21.340 Leicester-Everton ..........1-2 0-1 Hinchcliffe (12.), 0-2 Unsworth (52.), 1-2 Walsh (83.) 20.975 Liverpool-Wimbledon ........1-1 1-0 Collymore, 1-1 Leonhardsen (67.) 39.027 Middlesbrough-Manch. Utd . . 2-2 0-1 Keane (17.), 1-1 Ravanelli (27.), 1-2 May (72.), 2-2 Higgnet (83. víti) 30.063 Southampton-Leeds...........0-2 0-1 Kelly (82.), 0-2 Sharpe (89.) 15.241 Sunderland-Sheff. Wed.......1-1 0-1 Oakes (66.), 1-1 Melville (68.) 20.644 Arsenal-Tottenham...........3-1 1-0 Wright (28.), 1-1 Sinton (57.), 2-1 Adams (88.), 3-1 Bergkamp (90.) West Ham-Derby..............1-1 1-0 Bishop (17.), 1-1 Sturridge (43.) 24.576 Staöan: Newcastle l^ 9 2 3 25-15 29 Arsenal 14 8 4 2 27-12 28 Liverpool 14 8 4 2 24-13 28 Wimbledon 14 7 4 3 25-16 25 Chelsea 14 6 6 2 23-19 24 Everton 14 6 5 3 22-15 23 Manch. Utd 14 6 5 3 26-21 23 Aston Villa 14 6 3 5 18-15 21 Tottenham 14 6 2 6 15-14 20 Sheff. Wed. 14 5 5 4 16-18 20 Derby 14 4 6 4 15-16 18 Leicester 14 5 2 7 13-18 17 West Ham 14 4 4 6 13-18 16 Leeds 14 5 1 8 13-20 16 Middlesbro 14 3 5 6 20-25 14 Sunderland 14 3 5 6 10-17 14 S’hampton 14 3 4 7 22-26 13 Coventry 14 1 7 6 8-19 10 Blackbum 13 1 5 7 11-17 8 Nott. Forest 13 1 5 7 10-22 8 1. delld: Bamsley-Portsmouth...........3-2 Birmingham-Swindon...........1-0 Charlton-Bradford............0-2 Crystal P.-Wolves ...........2-3 Huddersfield-Grimsby.........2-0 Ipswich-Port Vale ...........2-1 Manch. City-Tranmere ........1-2 Oldham-Oxford................2-1 Reading-Q.P.R................2-1 Stoke-Southend...............1-2 Sheff. Utd-Bolton............1-1 Staöan: Bolton 20 11 7 2 41-26 40 Crystal P. 19 9 7 3 43-18 34 Bamsley 18 9 6 3 33-24 33 Norwich 18 9 5 4 27-18 32 Sheff. Utd 17 8 6 3 32-18 30 Tranmere 19 8 5 6 28-22 29 Wolves 19 8 5 6 26-21 29 Oxford 20 8 5 7 25-17 29 Swindon 19 8 2 9 29-23 26 Birmingh. 18 7 5 6 22-21 26 Ipswich 20 6 7 7 27-29 25 Stoke 17 6 6 5 24-29 24 Huddersf. 19 6 6 7 22-25 24 Port Vale 20 5 9 6 16-22 24 Portsmouth 20 6 5 9 24-28 23 W.B.A. 18 5 8 5 23-27 23 Southend 20 5 8 7 22-32 23 Charlton 17 7 2 8 18-25 23 Q.P.R. 20 5 7 8 22-28 22 Reading 18 6 4 8 22-29 22 Man. City 19 6 2 11 20-28 20 Bradford 20 5 5 10 18-33 20 Oldham 20 4 7 9 22-25 19 Grimsby 19 3 5 11 19-39 14 SKOTLAND Urvalsdeild: Dundee Utd-Raith 1-2 Dunfermline-Celtic . . Frestaö Hibemian-Aberdeen . 0-1 Staðan: Rangers 12 9 2 1 28-9 29 Celtic 12 8 2 2 29-11 26 Aberdeen 13 6 4 3 25-14 22 Hearts 13 5 4 4 16-17 19 Dunferml. 12 4 4 4 16-23 16 Hibemian 13 4 3 6 11-21 15 Motherwell 13 3 5 5 15-20 14 Dundee Utd 13 3 4 6 14-16 13 Kilmamock 12 3 2 7 17-26 11 Raith 13 2 2 9 13-27 8 Haröjaxlinn Neil Ruddock í Liverpool berst hér um boltann viö Norömanninn Öyvind Leaonhardsen í Wimbledon í leik liöanna á laugardag. Niöurstaöan varö jafntefli. Símamynd Reuter Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu: Harðnandi keppni í toppbaráttunni - Arsenal í annað sætið eftir sætan sigur gegn Tottenham Efstu liðin í ensku úrvalsdeild- inni í knttspymu riðu ekki feitum hesti frá leikjum sinum um helgina. Newcastle, sem hefúr eins stigs for- ystu á Liverpool, sótti aðeins eitt stig til Lundúna gegn Chelsea. Liverpool átti alla möguleika til að komast upp fyrir Newcastle á töfl- unni en fór illa með tækifærin gegn Wimbledon á Anfield Road. ítalinn Giafranco Zola, sem var að leika annan leik sinn með Chel- sea, skoraði sitt fyrsta mark fyrir fé- lagið beint úr aukaspymu. Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle, þótti taka áhættu með því að láta Alan Shearer leika en hann er nýstiginn upp úr meiðslum. Shearer stóð undir væntingum og skoraði jöfnunarmark Newcastle. Annars var Chelsea nær sigri í leiknum og sótti meira og Dennis Wise átti hörkuskot í slá. Fljótlega í siðari hálQeik missti NewcasQe mann út af þegar David Batty var vikið af leikvelli fyrir gróft brot á Mark Hughes. Collymore skoraöi strax Stan Collymore skoraði fyrir Liverpool eftir aöeins 40 sekúndna leik en Collymore var í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool síðan 12. október. Liverpool sótti meira í leiknum en Wimbledon, sem er í fjórða sætinu, fór ánægt heim með eitt stig í farteskinu. Manchester United var nálægt því að leggja Middlesbrough en harður vítaspymudómur sex mínút- um fyrir leikslok kom í veg fyrir að United tæki öll stigin í leiknum. Leikmenn United mótmæltu kröft- uglega vítaspymudóminum en allt kom fyrir ekki. Arsenal miklu betra í Lund- únaslagnum Arsenal komst í gær í annað sæt- ið í úrvalsdeUdinni með góðum sigri gegn Tottenham á heimavelli sínum, 3-1. Wright kom Arsenal yflr með marki úr vítaspymu, eftir að brotið var á Bergkamp. Nokkur harka færðist í leikinn og eQir að Totten- ham jafhaði lá oft við slagsmálum. Leikmenn Arsenal bættu síðan við tveimur mörkum og sigur liðsins var mjög sanngjam. Arsenal er til alls líklegt í topp- baráttunni í vetur. -JKS/-SK Góöur útisigur hjá Aberdeen Haraldur Ingólfsson og félagar hans í Aberdeen unnu góðan útisig- ur á Hibemian í Edinborg í skosku úrvalsdeildinni í knattspymu um helgina. Haraldur átti góðan leik, að sögn skoskra fjölmiðla, og hann var í fyrsta skipti í byrjunarliði Aber- deen. Það var Dean Windass sem skor- aði eina mark leiksins þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálQeik. Aberdeen er sem fyrr í þriðja sæt- inu og þótti liðiö leika vel í Edin- borg. Roy Atkien framkvæmdastjóri var ánægður með sína menn en sagði þá hafa farið illa með tækifær- in í leiknum. Celtic og Rangers léku ekki í deQdinni. Leik Celtic gegn Dun- fermline var frestað vegna frosta. -JKS Haraldur Ingólfsson var ’i byrjun- arliöi hjá Aberdeen. Grétar skoraði Grétar Hjaltason, sem leikur með skoska 1. deildar liðinu Stir- ling, skoraði sitt fyrsta mark fyr- ir liöið á laugardaginn var gegn Morton. Grétar jafnaði leikinn, 2-2, en Morton náði síðan aö skora sigurmarkið í leiknum og sigra, 3-2. Stirling er í næstneðsta sæti með 12 stig. St. Johnstone er efst með 32 stig. Iversen til Spurs Tottenham keypti um helgina norska sóknarmanninn Steffen Iversen frá Rosenborg í Þránd- heimi. Talið er að Tottenham hafi greitt norska liðinu um 250 milljónir króna, Iversen kemur til Tottenham þegar Rosenborg hefur lokið þátttöku sinni í meistaradeild Evrópu 4. desem- ber. Æfði hjá Chelsea Breskir fjölmiðlar ruku upp til handa og fóta þegar fréttir spurðust af því að Marco Van Basten væri mættur á æfingu hjá Chelsea. Þegar betur var að gáö var Van Basten aðeins í heimsókn hjá vini sínum Ruud Gullit framkvæmdastjóra liðs- ins. Van Basten, sem er 32 ára, þurfti eins og kunnugt er að leggja skóna á hilluna fyrir tveimur árum vegna þrálátra meiðsla. Gerði sjálfsmark Lárus Orri Sigurðsson, fyrir- liði Stoke, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Stoke lék gegn Southend í ensku 1. deild- inni á laugardaginn var. Staðan var 1-1 þegar Lárus Orri skoraði sjálfsmarkið. -JKS Hver skoraði? Áhöld eru um hver skoraði mark Chelsea gegn NewcasQe á laugardag. Flestir voru á því að Zola hefði þar skorað sitt fyrsta mark fyrir Chelsea en eftir leikinn sagðist Vialli hafa snert boltann. „Það skiptir máli að við skoruðum mark, ekki hver skoraði. Ég var að reyna að skora. Ég hef $korað mörg svona mörk á Ítalíu. Ef Vi- alli segist hafa snert boltann þá trúi ég honum. Þetta mun ekki halda mér andvaka," sagði Zola eftir leikinn. -SK Meiðsli hrjá lið Man. Utd Mikil meiðsli eru nú hjá Manchester United og erfitt fyrir Ferguson framkvæmdastjóra aö tefia fram sínu sterkasta liði. Gary Pallister er enn meiddur, einnig Dennis Irwin, báðir Neville-bræðurnir, PhUip og Gary, Norðmaðurinn Ole Gunn- ar Solskjær og loks er Ryan Giggs meiddur enn einn gang- inn. -SK Sóttur á síð- ustu stundu Alex Ferguson lenti í vand- ræðum með að stilla upp liði gegn Middlesbrough á laugardag vegna meiðslanna. Hann greip til þess ráðs að hringja í John O’Kane hjá Bury þar sem hann er i láni frá United. Kane var að undirbúa sig fyrir leik með Bury og var mættur á leikvanginn þegar hann var kallaður í símann. Á línunni var Alex Ferguson og bað hann Kane að koma strax tU Old Trafford því hann ætti að vera í byrjunarliðinu gegn Midd- lesboro. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.