Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Side 5
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 Rúnar Júlíusson lætur ekki deigan síga Hjartastyrkjandi stuðplata „Það voru einir fjórtán til fimmt- án höfundar sem ég leitaði til um efhi. Nokkrir voru svo önnum kafn- ir við eigin plötur að þeir höfðu ekki tíma til að semja fyrir mig, menn eins og Magnús Eiríksson og Megas. En þeir tóku vel í hugmynd- ina og það getur vel verið að ég geri svipaða plötu einhvem tíma síðar. Þá verða þeir áreiðanlega með.“ Þetta segir Rúnar Júlíusson um hvemig það atvikaðist að sundur- leitur hópur lagasmiða leggur hon- um til efni á nýrri plötu hans, Með stuð í hjarta, sem var að koma út. Þama koma við sögu menn á borð við Bubba Morthens, Sverri Stormsker, Kristján Hreins- son, Þorstein Eg- gertsson, Larry Otis, KK og fleiri. Sjálfur set ur Rúnar mark sitt á flest lögin, ýmist sem laga- eða textahöfund- ur. „Ég var búinn að ir hjartaaðgerð í sumar. Hann segist óðum vera að ná sér eftir þá þol- raun, spilaði til dæmis á þriggja og hálfrar klukkustundar dansleik í einni striklotu um síðustu helgi og segist ekkert hafa haft fyrir því. „Ég gekk á öllum á eftir,“ segir hann og hlær. Kirkjutónleikar Rúnar segist þó eingöngu láta sér nægja að koma fram um helgar. Á föstudags- og laugardagskvöldum er hann á skemmtistöðum - verður til að mynda fastamaður á Hótel ís- landi fram til jóla. En á sunnu- dögum í desember kemur hann fram á tónleikum í Keflavíkurkirkju og syng- ur jólatónlist með kór og hljómsveit. Auk þess vera nokk- „Það koma út hjá mér þrjár geislaplötur til viðbótar núna fyrir jólin,“ segir hann. „Þetta eru safn tuttugu þekktra laga með Gylfa Æg- issyni í tilefni þess að hann varð fimmtugur núna í nóvember. Hann nefhist Tuttugu bestu köstin. Þá gef ég aftur út þrjú ævintýri sem Gylfi samdi tónlist við á sínum tíma og loks kemur út síðasta plata hljóm- sveitarinnar Trúbrots. Hún nefnist Mandala og kom upphaflega út árið 1972.“ Þegar Mandala er komin út á geisladiski eru öll lög sem Trúbrot hljóðritaði á ferli sínum komin út. Rúnar segir að það hafi tafist um nokkur ár að gefa hana út þar eð fjölrásabönd, sem platan var hljóð- rituð á, voru týnd og komu ekki í leitimar þrátt fyrir ítarlega eftir- grennslan. Rúnar segir að hehning- hafi reyndar fundist en á endanum hafi verið ákveðið að vinna geisla- disksútgáf- una eftir svo- nefndu master- bandi. Rúnar Júlíusson: Gefur út fjórar plötur á Geimsteinsmerkinu fyrir þessi jól. lengi með þá hugmynd í kollinum að gera plötu sem þessa og lét loks- ins verða af því eftir að ég neyddist til að taka mér dálítið frí frá störf- um,“ segir Rúnar og vísar með þeim orðum til þess að hann gekkst und- að leika og syngja tónlist sinnir Rúnar einnig útgáfumálum hjá fyr- irtæki sínu, Geimsteini. Hann gefur að sjáifsögðu sjálfur út plötu sína, Með stuð í hjarta, og hann er með fleiri jám í eldinum. DV-mynd GVA „Ég læt mér nægja að gefa þessar fjórar plötur út að þessu sinni,“ seg- ir gamla kempan Rúnar Júliusson, „en held að sjálfsögðu ótrauður áfram á næsta ári.“ -ÁT Todmobile af stað á ný: Jólagjöf til Selfyssinga Todmobile er aftur komin í sviösljósiö og þó aö liöskipan sveitarinnar sé nokkuö breytt er greinilegt aö hún á sér enn mikinn fjölda aödáenda. Ekki er viö öðru aö búast en aö þeim fjölgi enn eftir aö hún hefur dansleikjahald á nýjan leik. Það verður stuð á Selfossi laugar- daginn 7. desember enda ætlar hljómsveitin Todmobile að halda fyrsta dansleik sinn í þrjú ár þar í bæ. Dansleikurinn verður haldinn á Hótel Selfossi enda hefur sveitin Stjömugjöf tónlistargagnrýnenda Óútgáfuhæf ★ Slæm Slök ★★ í meðallagi ★ ★^V Sæmileg ★★★ Góð ★★★★ Frábær ★★★★ Meistaraverk Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu þegar plata Dúettsins Tromp, Myndir, var dæmd í síðsta Fjörkálfi að of margar stjömur vom settar við plötudóminn. Gefið var til kynna að platan Myndir ætti að fá þijár og hálfa stjömu þegar hún átti einungis að fá tvær. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. verið þekkt fyrir að slá í gegn þar. Slíkur er völlurinn á aðstandend- um dansleiksins að þeir tala um jólagjöf til Selfyssinga. Full ástæða er fyrir íbúa Suður- lands að skella sér á tónleika Tod- mobile enda hafa margir dansleikir hljómsveitarinnar á Hótel Selfossi þótt vera mjög skemmtilegir. Það er annars helst að frétta af Todmobile að í gær hélt sveitin eftirminnilega tónleika í íslensku Ópemnni og geislaplata sveitarinnar, Perlur og svín, hefur gengið mjög vel í tónlist- arþyrsta ísléndinga. Sérstaklega hefúr lagið Voodooman vakið at- hygli en lagið prýðir nú íslenska listann sem er í Fjörkálfi DV í dag. Sennilega munu fleiri lög sveitar- innar komast þangað ef að líkum lætur. -JHÞ 27 HLJÓMPLpTU Jóhann Helgason - KEF Poppmeistari ★★★ Einfaldar, ljúfar og gríp- andi laglinur hafa alla tíð verið aðalsmerki Jóharms Helgasonar frá þvi að hann kom fram á sjónarsviðið fyrir aldarfjórðungi með Magnúsi Þór félaga sínum og söng braginn um Mary Jane. Lögin tíu á KEF eru úr sama mótinu, tímalaust popp, jafn nútímalegt eða gamaldags og alla jafna, í svipuðum anda og Diane Warren, Patrick Leonard og fleiri höfundar senda frá sér eins og væru þau í ákvæðisvinnu. Það sanna sér í lagi ópusar eins og Think It Over og Bid Me to Live. Jóhann Helgason hefur verið lítt áberandi hin síðari ár, átt lag og lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins og víðar en ekki látið frá sér fara einherjaplötu i langan tíma. Fyrir vikið var kominn tími á plötu eins og KEF. Hópur ungra hlustenda veit varla hver Jóhann er og aðra rámar kannski í hann þegar gamalt Change-lag hljómar eða eitthvað með Magnúsi og Jóhanni. KEF færir okkur hins vegar engan nýjan sannleika um lagahöfundinn, söngvarann og hljóðfæraleikarann Jó- hann Helgason. Hann er jafhlaginn við poppmelódíuna og fyrr, hvorki betri né verri. Ásgeir Tómasson Ýmsir - Jólahátíð: Vel heppnuð jólablanda ★★★ Torfi Ólafsson er tónlistar- maður sem ekki hefur mikið farið fyrir, en af og til, allt frá því um miðjan áttunda áratuginn, hefúr hann látið að sér kveða. Það sem grein- ir Jólahátíð frá öðrum jóla- plötum er að inni á milli er upplestur á Ijóðum og sögum sem tengjast jólahátíðinni og þar munar um minna en að hafa jafn frábæran upplesara og Hjalta Rögnvaldsson leik- ara. Á plötunni eru fjögur frumsamin lög eftir Torfa Ólafsson, hvert öðru betra, og er ástæða til að nefna sérstaklega Jólakvöld, sem hann samdi við hið þekkta ljóð Davíð Stefánssonar. Pálmi Gunnarsson flytur það lag mjög vel og strax á eftir les Hjalti ljóðið upp og skap- ast þar góð tenging. Sama aðferð er einnig viðhöfð við hið klassíska jólalag Sigvalda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein, við ljóð Einars Sigurðssonar. I raun hefur hvert lag og hver upplestur það mikla sérstöðu að vert hefði verið að Qalla um hvert fyrir sig en það yrði of langt mál. En sérstaklega ber að geta frábærs flutnings Sigrúnar Hjálmtýsdótt- ur á Ave Maria eftir Schubert og þátt flautuleikarans Martials Nar- deau í einstaka lögum. Platan er löng eða rúmar 70 mínútur en að- eins gat ég fundið eitt lag sem hefði mátt sleppa. Er það er Herra Jóli, jólatexti við gamla slagarann Mr. Sandman. Það er erfitt að tengja þetta lag jólunum. Jólahátið endar eins og vera ber á því að Hjalti Rögnvaldsson les Jólaguðspjallið. Þegar öllu er á botninni hvolft þá er hægt að mæla með Jólahátíð sem jólaplötunni í ár. Hilmar Karlsson Dog Eat Dog - Play Games Rapp-rokk-skrimsli! Hljómsveitin Dog Eat Dog á sér breiðan aðdáendahóp þar sem bæöi rapparar og hörð- ustu rokkarar finna sig í tón- list sveitarinnar. Á síðustu árum hafa komiö fram hljóm- sveitir sem hafa reynt að bræða saman þessar hörðu tónlistarsteftiur með misjöfn- um árangri, t.d. Rage Against the Machine, Faith no more og Red Hot Chily Peppers. Dog Eat Dog skipa sér í hóp þessara sveita en auk hinnar hefðbundnu rapprokk-blöndu koma þeir með sterk áhrif úr nýju bandarísku pönkbylgjunni þannig að á köflum minnir tónlist sveitarinnar á tónlist Offspring, Weezer o.fl. Auk þess er hijóðfæraskipan Dog Eat Dog æði óvenjuleg - yfir öllu rapprokkinu flýtur iðulega nettur tenórsaxófónn með melódíska blúsfrasa! Á þessari plötu Dog Eat Dog reynir hljómsveitin virkilega á þan- þol þessarar frumlegu tónlistarsteftiu, án þess þó að fara nokkru sinni út fyrir hana. Það sem vekur fyrst eftirtekt er margbreytilegur söngur en auk aðalsöngvara hijómsveitarinnar, Johns Connors, eru tveir aðrir liðtækir söngvarar innan sveitarinnar, þeir Dave Nea- bore bassaleikari og saxófónleikarinn/hljómborðsleikarinn Scott Mueller. í laginu Games fá þeir síðan til liðs við sig rokkgoðið Ronnie James Dio og einnig íþróttafréttamanninn Ian Eagle sem lýs- ir frammistöðu sveitarinnar í laginu... ótrúleg blanda! Hljóðfæraleikurinn er þéttur og kraftmikill og gengur allur út á að mynda öflugan rytma undir rappið. Sérstakt hrós fær trommu- leikarinn sem sína snilldartakta í kaflaskiptingum og kúvendingum tónlistar Dog Eat Dog. Lögin eru stutt og kraftmikil og vekja undar- lega hreyfiþörf hjá hlustendum. Textar Dog Eat Dog eru hnitmiðaðir og undirtónninn er mjög alvarlegur þrátt fyrir spaugilegan og fjörug- an flutning. Magnús Þór Ásgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.