Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Síða 9
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 helgina > Húsgögn úr rekaviði Frank Reitenspiess, þýskur myndlistarmaður, opnar á morgun sýn- ingu á húsgögnum unnum úr íslenskum rekaviði í gullsmiðju og list- munahúsinu Ófeigi á Skólavörðustig 5. Frank er búsettur hér á landi og hefur undanfarið ár hannað og smíðað húsgögn úr íslenskum reka. Hönnun þessi hefur þá sérstöðu að ekki er um fjöldaframleidda hluti að ræða, hver hlutur er einstakur og efhið í hann sérstaklega valið af kostgæfiii. Frank leggur áherslu á að veðrað yfirborð rekans njóti sín og kallar hráleika efnisins enn fremur fram með því að tefla saman ólíkum efnum. Hver hlutur hefur sína sér- stöku sögu þrátt fyrir að vera nýsmíðaður. Sýningin verður opnuð kl. 17.00 en annars opin á verslunartima og lýkur 23. desember. -ilk Sögustund fyrir börnin Hún amma í Réttarholti býður yngstu kynslóðina velkomna í sögust- und á morgun. Amma, sem hefði orð- ið 100 ára 2. desember, veit ekkert skemmtilegra en að fá góöa gesti og nú hefur hún fengið til liðs við sig þau Aðalstein Ásberg, Önnu Cynthiu og Harald S. Magnússon. Aðalsteinn og Anna munu lesa úr eigin verkum en úr bók Haralds mun söguhetjan sjáif, hann Ragnar Tómas, flytja valda kafla. -ilk Vertíðarskáld lesa í Akraborginni Á morgun ætla nokkur vertíðar- skáld á siglingu í jólabókaflóðinu. Þau Bragi Ólafsson, Elísabet Jökuls- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Öss- ur Skarphéðinsson stiga þá á skips- fjöl og lesa úr verkum sinum um borð í Akraborginni. Þá mun Hrafn Jökulsson lesa úr bók Iliuga bróður síns og þjóðsögum Jóns Múla Áma- sonar. Lesið verður í hálffjögur ferð- inni upp á Skaga og fimm feröinni til Reykjavíkur. Allir eru velkomnir svo lengi sem skipsrúm leyfir. -ilk Skúlptúrsýning framlengd Skúlptúrsýning Guðbjargar Hlífar Pálsdóttur, myndhöggv- ara, í Listasafni Kópavogs, hefur verið framlengd til 16. desember. Sýningin var opnuð 16. nóvem- ber og ætlunin var að henni lyki 1. desember. Hún hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli svo ákveðið var að framlengja hana. Guðbjörg Hlíf hefur tekið þátt í tveimur samsýningum en þetta er önnur einkasýning hennar. Öll verkin á sýningunni eru unnin úr birkikrossviði og jámi. -ilk Öll verkin á sýningunni eru unn- in úr birkikrossviði og járni, þar á meöal þetta. Kúrekaball á Selfossi Það nýjasta í skemmtana- flóm landans í dag eru kúreka- línudansamir. Fólk flykkist í þúsundavís i dansskólana að læra þá en hefur hingaö til haft fá tækifæri til að iðka fót- menntina. Nú á að bæta úr því. Jóhann Örn danskennari og Danssmiðja Hermanns Ragnars ásamt hljómsveitinni The Farmalls mun halda kúrekaball á Inghóli á Selfossi á morgun. Þess má til gamans geta að hljómsveitin The Farmalls er eina alvöru línudansahljóm- sveitin á íslandi. Jóhann Öm og DHR verða með glæsilega línudansasýn- ingu og á eftir verða undir- stöðuatriðin i dansinum kennd en sagt er að fólk læri þau á einni mínútu. The Farmalls mun svo halda uppi stuðinu fram á nótt. -ilk Hópdáleiðari á heimsmælikvarða Terry Ranch heitir dávaldur nokkur sem mættur er til íslands til að sýna Islendingum listir sínar. Hann er útskrifaður sem dávaldur úr alþjóðlegum skólum á Englandi og á Spáni og er talinn vera einn fljótasti hópdáleiðari í heiminum í dag. Terry hefur hjálpað þúsundum manna að hætta ýmsum ósiðum eins og til dæmis reykingum. Undanfarinn áratug hefur áhugi dávaldsins beinst að sýningarstörfum og kemur hann reglulega fram á alþjóðavettvangi er hann skemmtir við stór- sýningar, svo sem í Las Vegas og Atlantic City. Hann hefur einnig verið með fasta dagskrá á skemmtiferðaskipinu Queen Elisabeth. Terry þessi mun standa fyrir sýningum í Loftkastalanum um helgina þar sem hann hyggst sýna listir sínar með aðstoð áhorfenda. Áhorfendur sem koma upp á svið þurfa því að vera viðbúnir ýmsu! Sýningamar verða sem hér segir: í kvöld kl. 23.00, á morgun kl. 20.00 og 23.00 og á sunnudag kl. 17.00. Terry Rance verður einnig á Café Royale, Strandgötu 28 í Hafnarfirði, á sunnudaginn og hefst sýning hans þar kl. 21.00. -ilk Síðustu sýningar á Gullna hliðinu Halaleikhópurinn hefur undanfarið verið með sýningar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Fatlaðir jafnt sem ófatl- aðir hafa tekið þátt í sýningunni og hefur hún hlotið frábærar viðtök- ur. Nú um helgina verða síðustu sýningar á verkinu og því ekki seinna vænna að fara að sjá þaö. Sýnt verður í kvöld klukkan 20.30 og á sunnudaginn klukkan 15 og 20.30. Miðaverð er 1000 krónur. -ilk Söngsveitin Fílharmónía veröur meö aöventutónleika í Grensáskirkju á sunnudaginn klukkan 20.30. Sigrún Hjálm- týsdóttir sópransöngkona mun syngja einsöng en einnig verður kammersveit Grensáskirkju á staönum. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Aögöngumiöar aö tónleikunum veröa seldir í bókabúðinni Kilju, Háaleitisbraut 58-60, hjá kórfélögum og viö innganginn. Miöaverö er 1200 krónur. Á mánudag og miövikudag veröa tónleikarnir svo endur- teknir. jBOÐ Takt’anatieim * £t . _ - m/2 áleggst. + 16 pizzu franskar (bara þegar sótt er) NÝBÝLAVEGI 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.