Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Side 10
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996
32 myndbönd
- lék í átta ár barþjóninn í Staupasteini
Allt frá þvi hin vinsæla sjón-
varpssería, Staupasteinn (Che-
ers), hætti hefur Woody
Harrelson einbeitt sér að
kvikmyndaleik og náð
bestum árangri á þeim
vettvangi af þeim þekktu
sjónvarpsleikurum sem
léku í Staupasteini.
Nýtur hann í dag bæði
vinsælda og virðingar
sem áræðinn og dug-
mikill leikari.
Það er víst
óhætt að
segja að
Woody
Harrelson
hafi ekki
farið
troðnar
slóðir í
vali
stjamanna í Hollywood og gerði
hann mun eftirsóttari en áður. Hef-
ur hann nú leikið i hverri mynd-
inni á fætur annarri og þótt ekki sé
búið að frumsýna Larry Flynt vs.
the People þá er þegar farið að
tala um að leikur Harrelson sé
óskarsverðlaunanna virði.
Það kemur svo fljótt í ljós
hvort satt er því myndin verð-
ur frumsýnd í þessum mán-
uði í Bandaríkjunum, hún er
ein af stóm jólamyndunum
vestra.
Hermdi eftir Elvis Presley
„Woodrow Harrelson fæddist í
Midland, Texas, en ólst upp í Le-
banon, Ohio. Þegar hann var sjö
ára var faðir hans dæmdur fyrir
manndráp og tíu árum síðar var
hann dæmdur í ævilangt fangelsi
fyrir að drepa dómara. í fyrstu
fengu Woody og bræður hans tveir
aðeins að vita að faðir þeirra væri
farinn að heiman en eftir
seinna morðið var ekki
hægt að leyna sann-
leikanum fyrir
drengjunum
og skiljan-
lega
á hlutverkum, hann hefur leikið
hverja furðupersónuna á fætur
annarri á undanfömum misserum.
Er skemmst að minnast hins sam-
viskulausa morðingja í Natural
Bom Killers, fyrmm atvinnuspil-
ara í keilu í Kingpin og nú síðast
Larry Flynt í Larry Flynt vs. the
People. Flynt er milljarðamæring-
ur sem varð ríkur á útgáfú karla-
tímaritsins Hustler. Á hann að
baki dramatískan og furðulegan
feril í einkalífinu. Aftur á móti í
Money Train, sem er í öðru sæti
myndbandalistans þessa vikuna,
má segja að Harrelson sé á kunnug-
legri slóðum en í henni leika hann
og Wesley Snipes tvær löggur sem
freistast til að ræna lest með mik-
illi peningaupphæð.
Það hefur kostað Harrelson
ýmislegt að leika persónur sem eru
ógeðfelldar. Hann sóttist til að
mynda eftir því að fá hlutverk lög-
fræðingsins unga í A Time to Kill
en höfundur bókarinnar, John
Grisham, sem hafði úrskurðarvald
um hvaða leikarar léku í mynd-
inni, sagði það ekki koma til greina
að Harrelson léki lögfræðinginn og
var það vegna óbeitar á Natural
Bom Killers sem Grisham segir að
hafi leitt til vofbeldisöldu og
grimmdar hjá ungu fólki. Hefur
hann staðið í ritdeilum við Oliver
Stone út af boðskap þeirrar mynd-
ar.
Woody Harrelson hefur ekki
skipt sér af þessum ritdeilum en
þótt hann hafi vegna myndarinnar
misst af tækifærinu til að leika í A
Time to Kill þá er það staðreyndin
að það var Natural Born Killers
sem festi hann í sessi meðal stóm
hafði þetta mikil áhrif á uppeldi
bræðranna.
Woody Harrelson var villtur
unglingur og fljótur að koma sér í
vandræði. Leikhæflleikar hans
komu þó snemma í Ijós og í einu
villtu samkvæmi, sem hann tók
þátt í, fór hann upp á borð og
hermdi eftir Elvis Presley. Honum
tókst svo vel upp að félagar hans
sögðu honum endilega að reyna
fyrir sér í skemmtanabransanum.
Af því varð þó ekki strax þar sem
Woody fór í framhaldsnám í
Hannover háskólann í Indiana.
Bóklegt nám átti þó ekki við hann
og hann innritaði sig í leiklistar-
deild.
Þegar námi lauk ákvað hann að
reyna fyrir sér í New York. í eitt ár
barðist hann við að hafa fyrir mat
og fötum án þess að nokkuð gengi á
leiklistarsviðinu. Þegar hann var
tilbúinn að gefa allt upp á bátinn
og fara heim var honum boðið hlut-
verk í Biloxi Blues eftir Neil
Simon. Hjólin fóru nú að snúast
honum í hag og eftir að hafa leikið
nokkur hlutverk fékk hann boð um
að leika barþjóninn Woody Box í
Staupasteini.
Heillaður af leikhúsinu
Það kom fljótt í ljós að aðstand-
endur Staupasteins höfðu valið rétt
þegar þeir völdu Woody Harrelson,
hann jók á vinsældir þáttanna og
brátt fóru kvikmyndaframleiðend-
ur að bjóða honum hlutverk. Áður
en Woody Harrelson tók að sér að
leika í Staupasteini hafði hann
leikið smáhlutverk í einni kvik-
mynd, Wildcats, sem Michael
Ritchie leikstýrði með Goldie
Hawn í aðalhlutverki. í Wildcats
var einnig annar leikari að leika
eitt sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd,
Wesley Snipes, en þeir félagar áttu
svo eftir að gera garðinn frægan
saman í tveimur kvikmyndum,
White Men Can’t Jump og Money
Train. Fyrsta kvikmyndahlutverk
Harrelson eftir að hann var orðinn
frægur sjónvarpsleikari var í L.A.
Story þar sem hann lék á móti
Steve Martin.
Woody Harrelson er í dag meðal
hæst launuðu kvikmyndaleikara
en það hefur samt ekki komið í veg
fýrir að hann leikur jöfnum hönd-
mn á sviði. í fyrra fór hann meira
að segja I heimabyggð sína og lék
aðalhlutverk í uppsetningu leik-
ritsins The Diviners á vegum há-
skólans sem hann stundaði nám í. í
Los Angeles lék hann í Furthest
From the Sun, leikriti sem hann
samdi og leikstýrði. Þá lék hann í
Brooklyn Laundry á móti Glenn
Close og Laura Dem og í Zoo
Story eftir Edward Albee, svo að
eitthvað sé nefnt.
Hér á eftir fer listi yfir þær kvik-
myndir sem Woody Harrelson hef-
ur leikið í en þær er flestar hægt að
fá á myndbandaleigum:
Wildcats, 1986
L.A. Story, 1991
Doc Holliwood, 1991
White Men Can't Jump, 1992
Indecent Proposal, 1993
The Cowboy Way, 1994
Natural Born Killers, 1994
Money Trains, 1995
Kingpin, 1995
The Sunchaeser, 1996
Larry Flynt vs. the People, 1996
-HK
Þegar Woody var sjö ára var
faðir hans dæmdur fyrir mann-
dráp og tíu árum síðar var
hann dæmdur í ævilangt fang-
elsi fyrir að drepa dómara. í
fyrstu fengu Woody og bræður
hans tveir aðeins að vita að
faðir þeirra væri farinn að
heiman en eftir seinna morðið
var ekki hægt að leyna sann-
leikanum fyrir bræðrunum.
Snorri Steinn Guðjónsson:
Voðaverk 2. Hún var allt í lagi.
Torfi G. Yngvarsson: Pocahont-
as á ensku. Hún var tryllt.
Bjarney Guðmundsdóttir:
Kids. Hún var rosalega góð.
Hrafhhildur Sigurðardóttir:
Birdcage. Hún var mjög góð.
Sköllóttur Woody Harrelson ásamt Randy Quaid í Kingpin.
Larry Flynt vs. the People gerist að hluta til í réttarsölum og eins og sjá má
kom Larry Flynt ekki alltaf fram í hefðbundnum klæðum. Á myndinni eru Ed-
ward Norton og Woody Harrelson í hlutverkum sínum.