Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Síða 12
» myndbönd
** *
NDl
ÍJi íJ i 11
Qefore and After
flst og siðfræði
Þessi hádramatíska mynd er gerð eftir metsölubók
eftir Rosellen Brown og fjallar um fjölskyldu i smábæ í
Bandaríkjunum sem gengur í gegnum erfiða tíma. Ben
og Carolyn Ryan eru miðstéttarhjón sem eiga son og
dóttur. Sonur þeirra hverfur á sama tíma og lík unglingsstúlku finnst úti á
víðavangi. Hefst þá lögreglurannsókn og leit að syninum sem er grunaður
um ódæðið. Ben viil standa með syni sínum, sama hvað hann hefur gert.
Hann eyðileggur sönnunargögn, lýgur að lögreglunni og neitar að bera
vitni, allt til að reyna að koma í veg fyrir að hægt sé að sakfella soninn.
Carolyn hins vegar viil að sannleikurinn komi fram og að sonur þeirra taki
ábyrgð á gerðum sínum hafi hann gert eitthvað rangt. Myndin veltir fram
nokkuð áleitnum spurningum og tekur ekki afgerandi afstöðu heldur eftir-
lætur það áhorfendunum. í lok myndarinnar má segja að sannleikurinn
sigri en fjölskyldan verður að gjalda nokkuð fyrir. Ennfremur er mestan
part stýrt fram hjá óþarfa væmni sem gefur sögunni aukinn trúverðugleika.
Edward Furlong stendur sig vel í hlutverki sonarins en stjömurnar eru
Meryl Streep og Liam Neeson í hlutverki foreldranna. Meryl Streep er
traust að vanda en Liam Neeson ber af í magnaðri túlkun á ráðvilltum og
örvæntingarfuilum föðumum. Before and After er mjög umhugsunarverð
mynd.
Úgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Barbet Schroeder.
Aðalhl: Liam Neeson, Meryl Streep og Edward Furlong. Bandarísk, 1995.
Lengd: 104 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. -PJ
Down Periscope:
Gamlar lummur
Kelsey Grammer, sem flestir þekkja sem komplexaða
sálfræðinginn Frasier úr samnefiidum þáttum og
Staupasteini, er loksins orðinn nógu vinsæll til að fá
kvikmynd gerða utan um sig. Hann leikur snjallan en
agalausan kafbátaforingja með áhöfn sem samanstend-
ur af fautum, fíflum og furðufúglum. Einn af yfirmönn-
um hans hefur horn í síðu hans og vili losna við hann.
Yfirmaðurinn býr því svo um hnútana að Frasier, ég
meina John Dodge, er fenginn í hendur dísilryðkláfur
og látinn fá hér um bil ómögulegt verkefni í heræfingu
nokkmri. Frasier og áhöfnin yfirvinna auðvitað allar hindranir og plata fúlu
yfirmannahræsnarana upp úr skónum. Svona til að áhafharmeðlimum leið-
ist ekki er fengin íðflfögur snót til að vera fyrsta kona í áhöfn kafbáts í sögu
bandaríska kafbátaflotans. Eins og sést að ofan er söguþráðurinn mjög í stfl
Police Academy myndanna og fleiri slíkra og grínið er litlu fágaðra. Mynd-
in er fremur lítið fyndin, þó eru nokkrar persónumar broslegar. Kokkurinn
og lúðinn, sem heyrir aflt, era einna skástir. Frasier er bara Frasier eins og
vanalega en sorglegt er að sjá Harry Dean Stanton þarna þótt hann lífgi upp
á þau fáu atriði sem hann kemur fram í.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: David S. Ward. Aðalhlutverk: Kelsey
Grammer. Bandarísk, 1995. Lengd: 90 mín. Leyfð öllum aldurshópum.
-PJ
Sgt. Bilko:
■trtrk Herbúðafarsi
Steve Martin náði miklum vinsældum á tímabili eft-
ir mörg kostuleg hlutverk í frábærum grínmyndum en
ferifl hans hefúr dalað nokkuð eftir leik í miðlungs-
myndum. Sgt. Bilko er skref upp á við því að myndin
er frískleg og skemmtileg og sömuleiðis Steve Martin í
sinu hlutverki. Liðþjálfinn Bilko er yfirmaður á bif-
reiðaverkstæðinu í rannsókna- og þróunarstöð hersins
í Fort Baxter. Hins vegar veit hvorki hann né neinn
annar á verkstæðinu neitt um bfla en því meira um
veðmál, fjárhættuspil og ýmsa aðra auðgunarklæki.
Tvöföld ógn vofir yfir staðnum í formi majórs nokkurs,
sem kemur tfl stöðvarinnar til að meta gagnsemi hennar, en skýrsla hans
gæti orðið til að stöðinni yrði lokað. Ennfremur er hann gamafl erkióvin-
ur liðþjálfans Bilkos og reynir hvað hann getur tfl að klekkja á honum. Eft-
ir miklar hrakfarir nær Bilko loks að snúa leiknum sér i hag, stöðin fær
að standa, Bilko verður hetja og vondi majóriim fær makleg málagjöld og
er sendur til Grænlands (gott að það var ekki ísland). Formúlan er kunn-
ugleg og aukaleikaramir þetta dæmigerða samansafn furðufugla en grínið
er gott. Myndin stendur og fellur með Steve Martin sem bregst ekki í þetta
skiptið og tekur hlutverk sitt öruggum höndum.
Útg.: CIC myndbönd. Leikstjóri: Jonathan Lynn. Aðalhlutverk: Steve
Martin. Bandarísk, 1995. Lengd: 90 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -PJ
Tár úr steini
Lrfshlaup tónskálds ★★*
Tár úr steini segir frá islenska tónskáldinu Jóni Leifs,
sem giftist Annie Riethof, sem var þýskur píanisti og gyð-
ingur. Við upphaf myndarinnar er kona Jóns fræg og eft-
irsótt en Jón Leifs, þótt eftirsóttur sé sem stjómandi fýr-
ir klassísku verkin, fær engin tækifæri til að stjórna eig-
in verkum. Svo fer að hann snýr heim til íslands um hrið
en á meðan taka nasistar völdin í Þýskalandi. Þegar Jón
kemur aftur til Þýskalands kemst hann að því að konan
hans fær engin verkefni lengur og dætur hans eru ofsótt-
ar. Með þáttöku í nasistaáróðri fær Jón frið fyrir nasist-
unum og tækifæri tfl að stjóma verkum sínum með atvinnumannahljóm-
sveit. Að lokum tekst honum að komast með fjölskyldu sína úr landi en þá
er hjónabandið ónýtt þvi kona hans getur ekki sætt sig við gjörðir hans í
Þýskalandi. Myndin gerir sig seka um groddalega hetjudýrkun og gerir nán-
ast dýrling úr Jóni Leifs. Fyrir vikið verður hún fremur ótrúverðug sem
söguleg mynd. Einnig er hún nokkuð hæggeng á köflum en í staðinn er hún
mjög fagmannlega unnin. Listræn atriði em vel útfærð og þá sérstaklega
tónlistaratriðin. Þá er leikur í flestum tilvikum tfl fyrirmyndar sem er afar
óvanalegt í íslenskum myndum. Þröstur Leó Gunnarsson er öflugur, sér-
staklega í byrjun, en persónunni hrakar þegar fegrun hennar kemst í há-
mæli. Best er þó Bergþóra Aradóttir, sú yngsta í leikhópnum, og hreint ótrú-
legt að horfa upp á dramatíska leikhæfileika hennar.
Útg.: Stjörnubíó. Leikstj.: Hilmar Oddsson. Aðalhl.: Þröstur Leó Gunnars-
son. Þýsk/íslensk, 1995. Lengd: 98 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -PJ
IfiSfe a assaa
gpg'
Tar
l,Rí>l cjNI
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996
26.nóv.-02.desember
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 1 3 2 ’ Executive Decision i Warner -myndir Spenna
2 2 ■PBbBSl bbmmbBBMB Money Train ' mmm Skífan % ' - ~ - Spenna
NY 1 Primal Fear ClC-myndbönd Spenna
4 3 t}J£'í£í3S±l 2 Dead Presidents Sam-myndbönd Gaman
5 9 2 j Nick of Time ClC-myndbönd Spenna
6 4 5 Birdcage Warner -myndir Spenna
7 5 3 Rumble in the Bronx . Skífan Spenna
8 Ní 1 1 Down Periscope j Skrfan Gaman
9 8 3 Vampire in Brooklyn ClC-myndbönd Spenna
ttmgggm 10 - 2 Dracula: Dead and Loving it Háskólabíó Gaman
n 6 6 12 Monkeys ClC-myndbönd Gaman
12 18 2 Santa Clause Sam-myndbönd Spenna
13 7 7 Broken Arrow Skífan Gaman
m * ■ 1 1 Hackers Warner -myndir Gaman
15 n 4 ....... Two Much Stjömubío I Drama
A' 16 13 i : ' ' ‘ 8 Get Shorty Wamer -myndir Spenna
17 12 5 Things To Do In Denver... Skrfan Spenna
18 öKsöílÍi&l?* M Grumpier Old Men Warner -myndir Gaman
19 15 6 Up Close And Personal Myndform Spenna
20 17 2 White Squal Myndform Spenna
Spennutryllirinn Executive Decision heldur enn
fyrsta sætinu og annar spennutryllir, Money Train, er
áfram í öðru sæti. í þriðja sæti kemur ný mynd,
Primal Fear, réttarhaldsdrama með Richard Gere í
aðalhlutverki og á myndinni sjáum við hann í réttar-
salnum. Tvær aðrar nýjar myndir koma inn á listann.
í 8. sæti er gamanmyndin Down Periscope með hin-
um vinsæla sjónvarpsleikara Kelsey Grammer í aðal-
hlutverki. Hann leikur kafbátaforingja sem þarf að
sanna sig á gömlum jálki úr síðari heimsstyrjöldinni.
í 14. sæti er svo Hackers, sem fjallar um tölvuséni,
heiðarleg og óheiðarleg.
DECISION
Slip Sf|tSl
o
Executive
Decision
Kurt Russell og
Steven Seagal
Hryðjuverkamenn
hafa náð Boeing 747
þotu á sitt vald og
eru með óaðgengileg-
ar kröfur. Um borð
er sprengja og er
ekkibaralíf farþega
í hættu heldur 40
milljóna manna sem
búa á austurströnd
Bandaríkjanna, en
sprengjan er fyllt
með taugagasi sem
fer út í andrúmsloft-
ið. Eina færa leiðin
tfl að koma í veg fyr-
ir þessa hættu er að
lauma rnn. borð sex
manna liði meðan
vélin er á flugi og af-
vopna hryðjuverka-
mennina.
Money Train
Wesley Snipes
og Woody
Harrelson
Þeir frægu leikar-
ar Wesley Snipes og
Woody Harrelson
leika vini sem eiga
sér þann draum að
ræna „peningalest-
ina“, en það er sú
lest sem safúar sam-
an peningum af neð-
anjarðarjámbrautar-
stöðvum í New York.
En ekki er nóg með
að það sé erfitt, það
gerir málið enn
flóknara að þeir em
lögreglumenn. Stóra
vandamálið er þó
yfirmaður þeirra, en
hans stolt er að
aldrei hefur lestin
verið rænd og hann
mun veija lestina
með kjafti og klóm.
Primal Fear
Richard Gere, Ed-
ward Norton og
Laura Linney
Dag einn er ungur
altarisdrengur hand-
tekinn á flótta eftir
morð á biskupi borg-
arinnar. Refurinn
Martin Veil þykir
með snjöllustu lög-
fræðingum borgar-
innar og hann sér
þarna frábært tæk-
ifæri til að komast í
sviðsljósið og sækist
þvi eftir að gerast
verjandi pfltsins.
Málið verður þó
flóknara en hann
hélt í byijun þar sem
það er eitthvað í fari
piltsins sem segir að
hér séu maðkar í
mysunni. Hann hef-
ur því sína eigin
rannsókn á málinu.
Dead
Presidents
Larenze Tate og
Chris Tucker
Anthony er skarp-
ur átján ára drengur
sem býr í Bronx-
hverfinu í New York.
Honum standa flest-
ar dyr opnar en í
stað þess að halda
námi áfram ákveður
hann að ganga í her-
inn. Þegar hann snýr
tfl baka er veröld
hans gjörbreytt. Þeg-
ar Anthony missir
vinnuna ákveður
hann að taka þátt í
áætlun til að næla
sér í nokkra „dauða
forseta" en það er
slanguryrði yfir
seðla sem á em
myndir af forsetum
Bandaríkjanna.
Nick ofTime
Johnny Depp,
Christopher Wal-
ken og Marsha
Mason
Bókarinn Gene
Watson er staddur á
lestarstöð í Los Ang-
eles ásamt sex ára
dóttur sinni þegar
glæpamenn taka
dóttur hans í gísl-
ingu. Honum er gert
ljóst að eftir 90 mín-
útur verði dóttir
hans líflátin fari
hann ekki að vilja
þeirra. Honum er af-
hent öflug byssa og
mynd af þingkon-
unni Elenor Grant
sem á að halda ræðu
skammt frá. Hann á
að myrða hana. Þá
hefst spennandi
kapphlaup við tím-
ann.