Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Side 2
26 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 Iþróttir______________________________________________ ________ dv Borðtennis: A-lið Víkings í efsta sæii 1. deildar A-liö Víkings er í efsta sæti þegar fyrri umferðinni í 1. deild karla í borðtennis er lokið. A-lið Víkings er með 8 stig, C-lið Vík- ings er í öðru sæti með 7 stig og KR er í þriðja sæti einnig með 7 stig. Guömundur efstur Punktahæsti leikmaðurinn í meistaraflokki karla er íslands- meistarinn Guðmundur Steph- ensen, Víkingi, með 72 punkta. Ingólfur Ingólfsson, Víkingi, kemur næstur með 33 punkta og Kristján Jónasson, Víkingi, er í þriðja sæti með 24 punkta. -GH Keila: Lærlingar með mjög örugga forystu Eftir 11 umferðir í 1. deild karla í keilu er lið Lærlinga í efsta sæti með 70 stig. Storm- sveitin er í öðru sæti með 58 stig, PLS í þriðja sæti með 56 stig, A- lið KR í fjórða sæti með 54 stig og Keilugarpar í fimmta sæti með 46 stig. í 11. umferðinni, sem var sú síðasta fyrir jól, urðu úrslitin þannig: Keilugarpar-A- lið KR 8-0, A-lið Keflavíkur-Úlf- arnir 8-0, Stormsveitin-Keilu- landssveitin 6-2, PLS-KR-b 8-0, Lærlingar-Þröstur 8-0, Keilu- böðlar-RT 4-4. Freyr á hæsta skorið Freyr Bragason úr Lærlingum á hæsta skor vetrarins eða 279 stig. Ásgrimur Helgi úr Storm- sveitinni á hæstu seríu eða 677 stig, Jón Ólafur Árnason úr A- liði Keflavíkur á hæsta meðaltal, 199 stig, og hann á einnig flestar fellur að meðaltali eða 8,5. -GH Knattspyrna: Gunnar þjálfar Aftureldingu Gunnar Örn Gunnarsson hef- ur verið ráðinn þjálfari 4. deild- ar liðs Aftureldingar í knatt- spyrnu. Gunnar Öm þjálfaði Víkinga síðustu vikurnar í sum- ar og var áður með Leikni úr Reykjavík. Meistarar Jap- ans eru úr leik Asíumeistararnir í knatt- spymu, Japanar, ná ekki að verja titil sinn því þeir töpuðu fyrir Kúveit, 2-0, í 8 liða úrslit- um Asíubikarsins í Sameinuðu furstadæmunum í gær. Kúveit mætir gestgjöfunum í undanúr- slitunum en þeir sigruðu írak, 1-0, í gær. íran mætir Suður-Kóreu og Sádi-Arabía mætir Kína í dag í leikjum um hin tvö sætin í und- anúrslitunum. -VS Handbolti: Montpellier í þriðja sæti í Frakklandi Geir Sveinsson og félagar í Montpellier eru komnir í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir sigur á V’dAsco á útivelli, 15-20. Creteil hefur unnið alla 14 leiki sína og er með 42 stig, US d’Ivry er með 40 stig og síðan koma Montpelli- er og Paris SG með 32 stig. -VS Þýski handboltinn: Patti skoraði sjö gegn Flensburg - dugði þó skammt og Essen tapaði, 24-27 Sjö mörk frá Patreki Jóhann- essyni dugðu skammt þegar Essen tapaði á heimavelli fyrir Flensburg, 24-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina. Patrekur var markahæstur hjá Essen en hjá Flensburg var danski landsliðsmað- urinn Christian Hjermind marka- hæstur með 7 mörk og þýski lands- liðsmaðurinn Jan Fegter skoraði 6. Eftir gott gengi framan af mótinu hefur Essen gengið frekar illa og er liðið um miðja deild. Sigurður Bjamason og félagar hans í Minden hafa verið að gera Patrekur Jóhannesson. ágæta hluti upp á síðkastið. Liðið er í efri helmingi deildarinnar eftir jafntefli, 25-25, gegn Nettelstedt. Sig- urður var ekki á meðal markaskor- ara hjá Minden. Héðinn Gilsson og samherjar hans í Fredenbeck eru í botnsætinu en liðið tapaði enn einum leiknum i gær, nú fyrir Grosswallstadt á heimavelli, 33-25. Schutterwald, lið Róberts Sig- hvatssonar, átti frí um helgina, svo og lærisveinar Kristjáns Arasonar í Wallau Massenheim. -GH ÞYSKALAND Nettelstedt-Minden.........25-25 Essen-Flensborg............24-27 Lemgo-Magdeburg ...........22-20 Dormagen-Hameln............24-19 Niederwtirzb.-Rheinhausen . . . 28-21 Grosswallstadt-Fredenbeck . . . 33-25 Gummersbach-Kiel...........28-26 Staöan eftir 12 umferðir (Lemgo og Massenheim innbyrðis leik til góða): Lemgo 11 327-241 22 Niederwtirzbach 12 305-266 17 Flensburg 12 304-267 16 Massenheim 11 287-277 15 Kiel 12 317-275 15 Minden 12 319-300 15 Nettelstedt 12 317-303 14 Grosswallstadt 12 310-314 12 Essen 12 296-303 11 Magdeburg 12 285-299 11 Dormagen 12 250-286 10 Gummersbach 12 271-289 9 Rheinhausen 12 279-310 9 Schutterwald 12 294-326 6 Hameln 12 272-309 5 Fredenbeck 12 253-321 4 Handknattleikur: Þær dönsku urðu meistarar Teitur aftur til Grikklands DV, Suðurnesjum: Teitur Örlygsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hélt til Grikklands i gær eftir að hafa fengið staðfestingu á þvi að hann hefði fengið greidd laun frá félagi sínu, Larissa. Teitur hefur dvalið hér heima undanfarna daga en nú er ljóst að hann heldur áfram að spila með gríska liðinu. Grindavík og Njarövík voru í startholunum Að minnsta kosti tvö íslensk lið voru í startholunum með að fá Teit til liðs við sig ef hann hefði ekki farið aftur utan. Grindvíkingar höfðu mikinn hug á að krækja í Teit, samkvæmt heimild- um DV, og að sjálfsögðu hans gömlu fé- lagar í Njarðvík. -ÆMK Teitur Örlygsson. Danska kvennalandsliðið í hand- knattleik bætti enn einni skraut- fjöðrinni í hatt sinn í gær þegar lið- ið tryggði sér Evrópumeistaratitil- inn á heimavelli sínum í Dan- mörku. Dönsku stúlkurnar, sem áttu Evr- ópumeistaratitil að verja auk þess sem þær urðu ólympíumeistarar í Atlanta í sumar, unnu sigur á Norðmönnum í úrslitaleik, 25-23. Kvennhandknattleikur á miklum vinsældum að fagna í Danmörku og hafa stúlkurnar í landsliðinu algjör- lega skyggt á karlaliðið enda hafa þær náð frábærum árangri i grein- inni á undanfömum árum. í leik um bronsverðlaunin sigraði Austurríki lið Þýskalands, 30-23. Rúmenar báru sigurorð af Króöt- um í leik um 5. sætið, 23-17. Rússar lögðu Svía, 32-28, i leik um 7. sætið. Ungverjarland sigraði Úkraínu í leik um 9. sætið, 27-22, og Pólland vann sigur á Litháen í leik um 11. sætið, 30-27. -GH ROMftHm tAiúrnót * Evrópumeistari í víðavangshlaupi lulia Negura frá Rúmeníu tryggir sér sigurinn á Evrópumeistaramótinu í víöavangshlaupi kvenna sem fram fór í Charleroi í Belgíu í gær. Hún hljóp 5 km á 16,58 mínútum og varð sex sekúndum á undan Söru Wedlun frá Sví- þjóö. Julia Vaquero frá Spáni varö þriðja. Símamynd Reuter Norömenn fagna sigri á Ítalíu Norömenn fagna sigri á heimsbikarmóti í 4x10 km skíöagöngu á Ítalíu í gær. Frá vinstri: Kristen Skjeldal, Björn Dæhlie, Anders Eide og Egil Kristiansen Símamynd Reuter Brunað út úr brautinni Max Rauffer frá Pýskalandi missir jafnvægiö og keyrir út úr brautinni meö tilþrifum á heimsbikarmóti í bruni sem fram fór í Val d’isere í Frakklandi í gær. Sigurvegari í bruninu varö Fritz Strobl frá Austurríki. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.