Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 íþróttir NBA-DEIIDIN Vlade Divac, Júgóslavínn öflugi hjá Charlotte, tekur frákast af Dennis Rodman hjá Chicago í leik liðanna í fyrrinótt. Rodman haföi þó yfirleitt betur, tók 23 fráköst, og Chicago náði að knýja fram sigur. Símamynd Reuter Penny Hardaway, hinn snjalli leikmaður Orlando, er meiddur á ný. Hann var sendur til sérfræðings í Hou- ston um helgina vegna meiðsla á hásin. Patrick Ewing er kominn á svartan lista hjá stuðningsmönnum New York. Á dögun- um munaði litlu að liðið missti niður mik- iö forskot gegn Clippers og áhorfendur létu óánægju sina í ljós. Ewing gagn- rýndi framkomu þeirra og í staðinn var baulað á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í næsta heimaleik. Nú spá margir því að Ewing yfirgefi New York þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Allen Iverson, nýliðinn frá- bæri, missti af leikjum Phila- delphia um helgina þar sem meiðsli á öxl tóku sig upp á ný. Iverson er stigahæsti nýliöi deildarinnar með 22,2 stig að meðaltali í leik. Spud Webb, bakvörðurinn lágvaxni sem hefur verið á mála hjá Minnesota síðan í sumar, gekk um helgina til liðs við italska félagið Mash Verona. Indiana, Charlotte og Houston höfðu öll sýnt áhuga á að fá hirrn 33 ára gamla Webb til liðs við sig. Dennis Rodman lék á ný með Chicago gegn Charlotte í fyrrinótt eftir tveggja leikja bann hjá félaginu. Rodman tók 23 fráköst, þar af 9 sóknar- fráköst, sem er það besta hjá honum á tímabilinu. Darrick Martin hjá LA Clippers tók 15 vítaskot gegn Sacramento og skoraði úr þeim öllum. Hon- um gekk ekki eins vel utan af velli en þaðan hitti liann ekki úr einu einasta skoti. Bill Fitch, þjálfari LA Clippers, fagnaði sínum 900. sigri í NBA. Aðeins Lenny Wilkens, Red Auer- bach og Dick Motta hafa náö fleiri sigrum á ferl- inum. Toronto var rétt búið að skella einu toppliðinu enn og beið nauman ósigur í Miami, 89-88. Kan- adaliðið hefur sigrað Lakers, Houston og Chicago. „Þeir ná þessu með gífurlegri pressu en þeir réðu ekki við Alonzo Mouming, maður gegn manni," sagði Pat Riley, þjálfarinn snjalli, sem er kominn með Miami á toppinn í Atlantshafsriöli. Miami hefur unnið 13 af síðustu leikjum sínum og það er fyrst og fremst frammistaða Dan Majerle sem er talin hafa gert útslagið fyrir liðið í vetur. Ekki var búist við miklu af Majerle þegar hann kom til Miami fyrir þetta tímabil en hann hefur sýnt og sannað að hann á mikið eftir enn. Nate McMillan, hinn fjölhæfi leikmaður Seattle, verður enn frá vegna meiðsla. McMillan missti af 27 leikjum síðasta vetur og er aðeins búinn að spila 6 leiki á þessu tímabili. Hann á flestar stoðsendingar og „stolna bolta“ i sögu Seattle. I>V NBA-DEILDIN Aöfaranótt laugardags New Jersey-Chicago......92-113 Pack 25, Kittles 20 - Jordan 32, Pippen 24, Harper 12, Parish 12. Washington-Denver .... 108-104 Webber 25, Howard 22, Strickland 18 - D.Ellis 22, L.EllÍs 21, Stith 18. Charlotte-Philadelphia .... 84-75 Rice 24, Divac 20, Curry 14, Mason 13 - Coleman 20, Stackhouse 18. Cleveland-Golden State .. 101-87 Sura 22, Hill 20, Brandon 12, Phills 12 - Sprewell 22, Mullin 21, Smith 20. Indiana-Boston............97-94 Miller 25, Mckey 17, Best 15, A.Ðavis 11 - Wesley 18, Williams 17, Radja 14. Minnesota-Phoenix......108-105 Gugliotta 25, Marbury 21, West 15 - Cassell 21, Williams 19, Manning 19. LA Lakers-Portland .... 120-119 Shaq 34, Van Exel 26, Jones 17 - And- erson 34, Wallace 29, C.Robinson 18. Vancouver-Orlando ........95-93 Reeves 27, Rahim 21, Peeler 17 - Seik- aly 25, Wilkins 15, Strong 14, Shaw 13. Aðfaranótt sunnudags New York-Denver ..........89-82 Childs 20, Ewing 18, Starks 11, John- son 11 - McDyess 29, L.EUÍS 23, Stith 13. Miami-Toronto.............89-88 Mouming 26, Danilovic 15, Hardaway 15 - Williams 18, Christie 17, Rogers 15. Atlanta-Philadelphia .... 106-81 Laettner 17, Blaylock 17, Smith 16 - Coleman 21, Weatherspoon 10. Chicago-Charlotte ........87-82 Jordan 29, Kerr 14, Kukoc 12, Pippen 10 - Rice 25, Geiger 20, Mason 13. Milwaukee-New Jersey .. 101-91 Baker 27, Robinson 27, Douglas 12 - Pack 23, Gill 21, Massenburg 14. Minnesota-Cleveland .... 93-101 Gugliotta 21, K.Gamett 19, Marbury 14 - Brandon 22, Mills 19, Phills 19. San Antonio-Dallas.....106-105 Robinson 27, Elliott 19, Wilkins 15 - McCloud 28, Gatling 18, Miller 11. Utah-Orlando.............101-68 Ostertag 16, Stockton 16, Eisley 14, Carr 14 - Seikaly 23, Armstrong 16. LA Clippers-Sacramento . . 106-94 Dehere 16, Martin 15, Sealy 14, Outlaw 14 - Richmond 33, Owens 18. Seattle-Houston ........100-109 Kemp 28, Payton 16, Perkins 14 - Barkley 26, Drexler 23, Maloney 14. Atlantshafsriöill Miami 18 5 78,3% New York 15 6 71,4% Orlando 9 10 47,4% Washington 9 11 45,0% Philadelphia 7 15 31,8% New Jersey 5 13 27,8% Boston 5 15 25,0% Miöriöill Chicago 20 3 87,0% Detroit 16 4 80,0% Cleveland 14 8 63,6% Atlanta 13 8 61,9% Milwaukee 12 9 57,1% Charlotte 12 10 54,5% Indiana 9 11 45,0% Toronto 7 15 31,8% Miövesturriðill Houston 20 2 90,9% Utah 18 3 85,7% Dallas 8 13 38,1% Minnesota 8 15 34,8% Denver 5 19 20,8% San Antonio 4 17 19,0% Vancouver 4 19 17,4% Kyrrahafsriðill LALakers 18 7 72,0% Seattle 16 9 64,0% Portland 13 10 56,5% LA Clippers 9 14 39,1% Golden State 8 15 34,8% Sacramento 8 15 34,8% Phoenix 6 15 28,6% Stigahæstir Michael Jordan, Chic. 709/23 1 30,8 Shaquille O’Neal, Lak. 642/25 i 25,7 Karl Malone, Utah 532/21 25,3 Latrell Sprewell, G.St. 544/23 1 23,7 Hakeem Olajuwon, Hou. 423/18 1 23,5 Shawn Kemp, Seattle 586/25 i 23,4 Glenn Robinson, Port. 450/20 l 22,5 Vin Baker, Port. 401/18 i 22,3 Allen Iverson, Phil. 378/17 1 22,2 Tom Gugliotta, Minn. 508/23 i 22,1 Mitch Richmond, Sacr. 501/23 : 21,8 NBA-deildin í körfuknattleik um helgina: „Fullkomið nema vítaskotin mín“ - Houston vann Seattle í 14. tilraun og stendur best aö vígi Houston Rockets er með besta vinningshlutfallið í NBA-deildinni, 20 sigra í 22 leikjum, og í fyrrinótt vann liðið mikinn sálfræðilegan sig- ur. Houston heimsótti þá Seattle, sem hafði unnið hvorki fleiri né færri en 13 síðustu viðureignir lið- anna og sigraði, 100-109, í hörku- leik. Charles Barkley er staðráðinn í að vinna meistaratitil með Houston í vetur og hann skoraði 26 stig og tók 15 fráköst í leiknum. „Við erum með mjög gott lið og þetta var mik- ilvægt skref. Við spiluðum mjög vel, fulikominn leik ef vítaskotin mín eru frátalin," sagöi Barkley. „Viö vissum að þeir myndu setja tvo menn á stóra strákinn (Olajuwon) og það gaf okkur meira næði til að skjóta,“ sagði Clyde Drexler en Hou- ston skoraði 12 þriggja stiga körfur í leiknum. Sigurkarfa frá aðmírálnum gegn Dallas David Robinson er byrjaður að koma San Antonio á sigurbraut á ný. „Aðmírállinn“, sem missti af fyrstu 18 leikjum timabilsins vegna bakmeiðsla, skoraði sigurkörfuna gegn Dallas, 106-105, þegar hálf ní- unda sekúnda var eftir. Robinson skoraði 27 stig en varð að fara af velli um tíma í fyrri hálfleik þar sem bakið var að angra hann. Geiger rétt búinn aö skella Chicago Chicago slapp með skrekkinn á heimavelli gegn Charlotte og sigr- aöi, 87-82. Matt Geiger tók leikinn í sínar hendur í fjóröa leikhluta, skoraði þá 18 stig fyrir Charlotte, þar af 16 stig liðsins í röð. Michael Jordan náði að stöðva hann á ör- lagastundu með því að verja skot frá honum. „Jordan kemst upp meö margt“ „Við vorum heppnir að vinna. Geiger var rétt búinn að hirða af okkur sigurinn í lokin,“ sagði Jord- an. Dave Cowens, þjálfari Charlotte, var mjög óhress með dómgæsluna. „Jordan kemst upp með margt. Und- ir lokin barði hann einn okkar manna í gólfið og komst upp með fleiri brot,“ sagði Cowans. Utah lék vængbrotið lið Orlando grátt, 101-68, og hafði algera yfir- burði eins og tölumar gefa til kynna. Shaq tók til sinna ráöa í framlengingunni Aðalleikurinn aðfaranótt laugar- dags var slagur Lakers og Portland. Þar þurfti framlengingu og þá tók Shaquille O’Neal til sinna ráöa. Shaq skoraði 8 stig í framlenging- unni, sigurkörfuna þegar 16 sekúnd- ur voru eftir, og síðan varði hann skot frá Kenny Anderson þegar hálf önnur sekúnda var til leiksloka. Shaq skoraði 34 stig, tók 10 fráköst, átti 7 stoðsendingar og varði 6 skot. „Kenny er háll sem áll og ég réð ekki við hann allan leikinn, En þeg- ar hann reyndi síðasta skotið vissi ég hvað hann ætlaði að gera og sá við honum,“ sagði Shaq eftir leik- inn. „Shaq lætur ekki endalaust vaöa yfir sig og hann varði frá Kenny þegar það skipti mestu máli,“ sagði félagi hans, Nick Van Exel. Glæsileg tilþrif Millers tryggöu Indiana sigur Reggie Miller tryggði Indiana sig- ur á Boston í hörkuleik, 97-94, með þriggja stiga körfu þegar 1/10 úr sekúndu var eftir. Indiana hafði tek- ið leikhlé þegar 1,2 sekúndur vom eftir. Miller fékk boltann frá Vincent Askew og náði glæsilegu skoti og fagnaði gríðarlega að von- um. Vancouver náði að leggja Orlando sem vantaði bæði Penny Hardaway og Nick Anderson vegna meiðsla. „Við hefðum átt að vinna en byrjuð- um ekki nógu vel. Það er ekki nóg að spila vel á lokamínútunum," sagði Dennis Scott hjá Orlando. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.