Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 4
28 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 29 íþróttir Grindavík(Sl) 111 KR (48) 106 5-2, 23-2, 26-15, 35-22, 35-29, 49-12 (51-18), 53-53, 64-57, 64-67, 87-84, 94-84, 101-99, 107-99, 111-106. Stig Grindavíkur: Helgi Jónas Guðfinnsson 32, Herman Myers 31, Marel Guðlaugsson 21, Páll Áxel Vil- bergsson 16, Unndór Sigurðsson 5, Jón Kr. Gíslason 4, Bergur Hinriks- son 2. Stig KR: David Edwards 38, Jónat- an Bow 22, Hermann Hauksson 21, Birgir Mikaelsson 10, Hinrik Gunn- arsson 6, Óskar Kristjánsson 5, Ingv- ar Ormarsson 4. Fráköst: Grindavík 42, KR 23. 3ja stiga körfur: Grindavík 23/12, KR 24/10. Vítanýting: Grindavík 18/12, KR 21/16. Dómarar: Helgi Bragason og Ge- org Andersen, áttu ekki góðan dag. Áhorfendur: Um 200. Maöur leiksins: Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík. Spenna í Grindavík DV, Suðurnesjum: Grindvlkingar lögöu KR-inga i æsispennandi leik í gærkvöldi eftir að hafa náð fráhærum kafla í byrjun leiks og komist í 23-2. KR-ingar sýndu hins vegar mik- inn styrk með því að jafna leik- inn og komast yflr. Grindvíking- ar léku hins vegar agaðan körfu- bolta á lokakaflanum á meðan KR-ingar voru of æstir og tóku léleg skot. Helgi Jónas Guðfinnsson átti frábæran leik með Grindavík og skoraði 6 þriggja stiga körfur og Herman Myers var drjúgur. Páll Axel Vilbergsson átti góðan seinni hálfleik og gerði þá þrjár 3ja stiga körfur í röð. Hjá KR var David Edwards í miklum ham. Hermann Hauks- son stóð sig vel, sem og Jónatan Bow í seinni hálfleik. Gamlir ref- urinn Birgir Mikaelsson kom skemmtilega inn í leikinn, sem og Óskar Kristjánsson í fyrri hálfleiknum. -ÆMK Skallagr. (44)94 Breiðabl. (31) 65 8-2, 17-7, 28-20, 38-27 (44-31), 56-32, 65-38, 73-46, 85-55, 94-65. Stig Skallagrfms: Curtis Rey- mond 37, Bragi Magnússon 16, Tómas Holton 13, Ari Gunnarsson 13, Gor- don Woods 6, Sigmar Egilsson 5, Þórður Helgason 4. Stig Breiðabliks: Andrei Bovain 33, Einar Hannesson 13, Einar Bjamason 7, Baldvin Einarsson 4, Rúnar Sævarsson 4, Eggert Baldvins- son 2, Ingi Harðarson 2. Fráköst: SkaBagrimur 41, Breiða- blik 24. 3ja stiga körfur: Skallagrimur 4, Breiðablik 3. Vítanýting: Skallagrímur 8/12, Breiðablik 3/9. Dómarar: Einar Einarsson og Jón Eðvaldsson, náðugur dagur hjá þeim. Áhorfendur: 192. Maður leiksins: Curtis Ray- mond, Skallagrimi. „Enginn súperleikur" DV, Borgarnesi: Skallagrímur átti ekki í vand- ræðum með að leggja Breiðablik að velli í úrvalsdeildinni í Borg- arnesi í gærkvöldi. Lokatölur uröu 94-65 í leik sem heimamenn áttu frá byrjun. „Við vorum ekkert að spila neinn súperleik og ég efa að svona frammistaða hefði dugað gegn hinum liðunum í deild- inni,“ sagði Sigmar Egilsson Borgnesingur eftir leikinn. Skallagrímur tók strax völdin á vellinum og Blikamir náðu ekki að veita þeim neina keppni. Curtis Raymond og Tómas Holton léku best í liði Skalla- gríms en Bovain var bestur Blikanna og var raunar allt i öllu hjá liðinu. -EP Tindast. (38)85 Keflavík (53)90 6-2, 10-4, 15-9, 20-19, 21-26, 29-32, 32-45 (38-53), 47-59, 52-69, 61-69, 73-75, 83-88, 85-90. Stig Tindastóls: Amar Kárason 21, Ómar Sigmarsson 19, Jeffrey Johnson 10, Cesare Piccini 10, Skarp- héðinn Ingason 9, Lárus D. Pálsson 8. Stig Keflavíkur: Ðamon Johnson 24, Albert Óskarsson 23, Guðjón Skúlason 16, Kristinn Friðriksson 10, Birgir Öm Birgisson 4, Kristján Guð- laugsson 4, Gunnar Einarsson 4, Fal- ur Harðarson 3, Elentínus Margeirs- son 2. 3ja stiga körfur: Tindastóll 5, Keflavík 9. Vítanýting: Tindastóll 7/10, Kefla- vík 13/19. Dómarar: Kristján Möller og Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: 240. Maður leiksins: Albert Óskars- son, Keflavík. Spennandi á Króknum en Kefi avík vann DV, Sauðárkróki: Flestir vora á því að Keflvík- ingar hefðu tryggt sér öruggan sigur gegn Tindastóli á Krókn- um í gærkvöldi eftir að hafa náð mjög góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Bandaríkjamað- urinn í liði Tindastóls var þá kominn með 4 vilur og útlitið ekki bjart hjá heimamönnum. En með góðum leik í seinni hálfleiknum tókst Stólunum að minnka muninn, án Bandaríkja- mannsins að mestu, og leikurinn var hörkuspennandi á lokamin- útunum. Gestirnir reyndust þó sterkari er upp var staðið. Al- bert Óskarsson var bestur í liði Keflvíkinga og Damon Johnson var illviðráðanlegur. Hjá Stólun- um voru Amar og Ómar einna bestir. -ÞÁ Akranes (39) 79 Njarðvík (17)62 13-0, 30-7, 37-13, (39-17), 47-23, 57-44, 62-51, 69-55, 79-62. Stig ÍA: Brynjar Karl Sigurösson 21, Alexander Ermlonski 19, Ronald Bayless 12, Dagur Þórisson 10, Harald- ur Leifeson 8, Brynjar Sigurðsson 4, El- var Þórólfsson 3, Bjarni Magnússon 2. Stig Njarðvikur: Torrey John 16, Jóhannes Kristbjömsson 16, Páll Krist- insson 10, Friðrik Ragnarsson 5, Jón J. Ámason 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Rúnar Ámason 3, Kristinn Einarsson 3. 3ja stiga körfur: ÍA 3, Njarðvík 7. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Kristinn Albertsson, dæmdu mjög vel. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Brynjar Karl Sig- urðsson, Akranesi. Frábær Skagasigur DV, Akranesi: „Þetta er allélegasti leikur sem liðið hefur spilað undir minni stjóm og ég efast um að Njarðvík hafi leikið eins illa og við vorum að leika í fyrri hálfleik. Það virt- ust sitja eftir í mannskapnum mikil vonbrigði eftir tapið gegn KR í bikamum og við náðum okk- ur ekki af stað. í síðari hálfleik lékum við af eins miklum krafti og við gátum en það dugði ekki til. Skagamenn léku vel og áttu sigurinn skilinn," sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvíkinga, eftir skell á Akranesi. Skagamenn geta íyrst og fremst þakkað sigurinn aö þeir léku frá- bæran vamarleik og þeir náðu að gera nánast út um leikinn í fyrri hálfleik. Brynjar Karl, Ermol- inski og Bayless léku stærstu hlutverkin hjá ÍA en í slöppu liði Njarðvíkur var Torrey John einna skástur. -DVÓ „Geysilega ánægður“ - Haukar fóru létt meö ÍR, 78-95 „Ég er geysilega ánægður með mína menn eftir þennan leik,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir góðan sigur hans manna, 78-95, á ÍR-ingum i Selja- skóla í gærkvöldi. „Mér fannst þetta öruggt í okkar höndum allt frá byrjun. Vömin var sterk og menn voru allir að spila vel, og með þessu framhaldi er ég mjög bjartsýnn," sagði Reynir. Sigur Hauka var svo sannarlega öruggur. Þeir tóku leikinn strax í sínar hendur og réðu lögum og lof- um í fyrri háfleik þegar þeir fóru hreinlega hamföram, og þá sér í lagi Shawn Smith. ÍR-ingar fengu ekki ÍR (35) 78 Haukar (57) 95 64, 2-4, 6-11, 17-23, 23-37, 26-45 (35-57), 37-57, 37-61, 46-65, 57-76, 65-80, 78-95. Stig ÍR: Tito Baker 37, Eggert Garðarsson 10, Márus Amarson 8, Ei- ríkur önundarson 5, Atli Bjöm Þor- bjömsson 5, Gisli Hallsson 5, Jasin Dowsch 4, Hjörleifur Sigurþórsson 2, Atli Sigurþórsson 2. Stig Hauka: Shawn Smith 35, fvar Ásgrímsson 11, Jón Amar Ingvarsson 10, Pétur Ingvarsson 9, Þór Haraldsson 7, Bergur Eðvarðsson 7, Sigfús Gizurar- son 6, Sigurður Jónsson 4, Björgvin Jónsson 4, Þröstur Kristinsson 2. Fráköst: ÍR 19, Haukar 36. 3ja stiga körfur: ÍR 10/3, Haukar 9/2. Vítanýting: ÍR 36/24, Haukar 22/15. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Sigmundur Már Herbertsson, dá- lítið mistækir á köflum. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Shawn Smith, Haukum. KFÍ (41) 85 ÞórA. (28) 70 10-1, 19-9, 31-20, 39-27 (41-28), 48-38, 65 47, 74-61, 76-64, 85-70. Stig KFÍ: Derrick Bryant 33, Frið- rik Stefánsson 19, Guðni Guðnason 13, Baldur Jónasson 9, Magnús Gísla- son 8, Ingimar Guðmundsson 2, Andrew Vallejo 1. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 19, Hafsteinn Lúðvíksson 18, Fred Willi- ams 17, Högni Friðriksson 10, Böðvar Kristjánsson 6, John Cariglia 3, Þór6 ur Steindórsson 2. Fráköst: KFÍ 43, Þór 28. 3ja stiga körfur: KFÍ 15/9, Þór 9/3. Vítanýting: KFÍ 15/7, Þór 18/11. Dómarar: Þorgeir Jón Júlíusson og Björgvin Rúnarsson, ágætir. Áhorfendur: Um 500. Maður leiksins: Derrick Bryant, KFÍ. Góð byrjun isfirðinga DV, Ísaíirði: KFÍ vann nokkuð öruggan sig- ur á Þórsuram í gærkvöldi. Þar munaði mestu að heimamenn byrjuðu mun betur, með Derrick Bryant í fararbroddi, og hann hitti mjög vel úr 3ja stiga skot- um á þeim tíma. Þórsarar vora grimmari í seinni hálfleik en sig- ur KFÍ var aldrei í teljandi hættu. Bryant átti góðan leik i sókn og vöm hjá KFÍ og Friðrik Stef- ánsson var einnig mjög sterkur, sérstaklega í vöminni. Andrew Vallejo tók stöðu Hrafns Krist- jánssonar sem leikstjórnandi og skilaði henni ágætlega. Hafsteinn Lúðvíksson og Kon- ráð Óskarsson voru sterkir í liði Þórs og Fred Williams var góður á köflum i seinni hálfleiknum. -PG við neitt ráðið og það var sama hver gætti Smiths, hann raðaði niður körfunum. Haukamir voru sterkir í vörninni, stigu ÍR-inga vel út og fengu mikið af hraðaupphlaupum sem þeir nýttu vel. Lítið gekk hjá ÍR-ingum i fyrri hálfleik. Hittnin var slök og barátt- an lítil. Þeir komu heldur hressari til síðari hálfleiks en náðu þó aldrei að ógna veralega góðu forskoti Haukanna. Smith var bestur Hauka en ann- ars lék allt liðið geysilega vel. Hjá ÍR var Tito Baker sem fyrr fremstur í flokki en hinir áttu frekar erfiðan dag. -ÖB ÚRVALSDEILDIN Keflavik 11 9 2 1105-931 18 Grindavík 11 9 2 1064-985 18 Haukar 11 8 3 948-886 16 Akranes 11 7 4 836-824 14 Njarðvík 11 7 4 947-900 14 ÍR 11 6 5 969-935 12 KR 11 6 5 999-929 12 Skallagr. 11 4 7 876-956 8 KFÍ 11 4 7 871-942 8 Tindastóll 11 3 8 886-920 6 Þðr, A. 11 3 8 858-938 6 Breiðablik 11 0 11 808-1021 0 12. umferðin verður leikin þann 9. janúar 1997. Þá mætast Akranes-KR, Grindavík-Haukar, Tindastóll-Þór, ÍR-Keflavík, Breiöablik-Njarðvík og KFÍ-Skallagrímur. Síðastnefndi leik- urinn er reyndar 10. janúar. David Edwards hjá KR fékk brott- vísun eftir leikinn í Grindavík í gær- kvöldi en þá lét hann dónaleg orð falla í garð Helga Bragasonar dóm- ara. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þurfti að stöðva Edwards og reka hann inn í búningsklefa. Edwards á liklega leikbann yflr höfði sér og tæki það væntanlega út i bikarleiknum gegn Grindavík 5. janúar. Grindvíkingar efndu á dögunum til hugmyndasamkeppni um nafn á íþróttahúsið. „Röstin" varð fyrir val- inu. Fred Williams, Bandarikjamaður- inn hjá Þór, hreinlega fraus í „ísjak- anum“ á ísafiröi i gærkvöldi og skor- aði bara eitt stig i fyrri hálfleik. Ak- ureyringunum tókst þó að þíða hann í hálfleik og Williams var grimmur í þeim síðari. Sigfús Gizurarson úr Haukum fékk dæmda á sig mjög svo vafasama villu eftir aðeins 5 mínútna leik gegn ÍR i gærkvöldi. Hann mótmælti kröft- uglega, fékk fyrir vikið líka tækni- villu og var því tekinn út af með 4 villur. Hann kom ekki aftur inn á fyrr en 10 minútur voru eftir af leikn- um. Áhorfendur hafa aldrei verið eins fáir á úrvalsdeildarleik í Borgamesi og í gærkvöldi. Aðeins 192 greiddu aðgang og slæmu gengi liðsins að undanfömu er eflaust um að kenna. Curtis Raymond átti sinn besta leik með Skallagrími í vetur. Hann skoraði úr 10 glæsilegum troðslum i öllum regnbogans litum. Njarðvíkingar skomöu aðeins 9 stig á fyrstu átján mínútunum gegn Akranesi í gærkvöldi og bara 17 í öll- um fyrri hálfleiknum. Þeir hafa aldrei, fyrr né síðar, skorað svona lít- ið 1 einum hálfleik. Andre Bovain skoraði 20 af fyrstu 22 stigum Blika í Borgamesi í gær- kvöldi. Albert Óskarsson var í miklum ham með Keflavík á Sauðárkróki. Hann skoraði meðal annars fjórar 3ja stiga körfur í fyrri hálfleik. Tómas Holton átti finan leik með Skallagrími gegn Breiðabliki. Hann lék félaga sína vel uppi og átti 12 stoðsendingar. íþróttir Pétur Ingvarsson, Haukamaður, sækir að körfu ÍR-inga í gærkvöldi en Tito Baker er til varnar. Pétur og félagar unnu ótrúlega öruggan sigur i Seljaskólanum. DV-mynd ÞÖK Magic segist hafa sigrast á eyöni - engin merki lengur um HlV-veiruna Earvin „Magic“ Johnson, körfuknattleiksmaðurinn heims- frægi, segist hafa sigrast á eyðni - engin merki um veiruna sem or- sakar sjúkdóminn finnist lengur i blóði hans. Þýska blaðið Bild am Sonntag skýrði frá þessu í gær. Fyrir fimm árum skýrði þessi frábæri íþróttamaður alheimi frá því að hann væri með HlV-veiruna í blóði sínu. Magic hætti að spila körfúbolta um hrið en hefur síðan tekið skóna tvívegis fram á ný og hefur allan tímann verið með sér- stakt stjörnulið í gangi og ferðast með það um heiminn. Magic segir að lyíjameðferð sem hann hefur gengist undir hafi haft þessi áhrif. „Ég hef sigrast á eyðni. Læknirinn minn segir að það séu engin merki lengur um veiruna í blóði minu. Lyfin era stórkostleg og hafa gert kraftaverk,“ segir Magic. Þýskir sérfræðingar segja að sé þetta rétt sé Magic fyrsti maðurinn sem fái fullan bata eftir að hafa smitast af HlV-veirunni. Þeir vilja þó slá vamagla við fréttinni og frægasti sérfræðingur Þjóðverja segir að mögulegt sé að vefran sé horfin en hún geti skotið kollinum upp á ný eftir nokkur ár þegar áhrifa lyflanna gæti ekki lengur. -vs Erwin Magic Johnson segist hafa læknast af eyðniveirunni. Maldini ráðinn þjálfari ítala Cesare Maldini, faðir Paolo Mald- ini hjá ACMilan, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari ítala í knattspymu í staö Arrigos Sacchi sem á dögunum sagði starfi sínu lausu og tók við sínu gamla starfi sem þjálfari AC Milan. Maldini er 64 ára gamall og á lang- an feril að baki sem leikmaður og síð- an þjálfari. Han fór feril sinn sem knattspymumaður með Triestina árið 1953 en ári síðar gekk hann til liðs við AC Milan. Hann varð meist- ari með liðinu 1955, 1957 og 1959 og lék sinn fýrsta landsleik fýrir Ítalíu árið 1960. Tveimur árum síðar var hann gerður að fýrirliða landsliðsins. Hann varð Evrópumeistari með AC Milan árið 1963 þegar liðið vann Ben- fica í úrslitaleik og sama ár lék hann sinn síðasta landsleik. Þá gekk hann til liðs við Torino og lék með liðinu í eitt keppnistímabil. Þjálfaraferill hans hófst árið 1974 þegar hann tók við liði Foggia. Hann var rekinn frá félaginu ári síðar og gerðist þjálfari hjá Temana sem hann þjálfaði í eitt ár. Þaðan fór hann til Parma og undir hann stjóm komst félagið úr 3. deild í 2. deild. Árið 1980 var hann rekinn frá félaginu. Hann gerðist þá aðstoðarmaður Enzc Be- arzot landsliðsþjálfara og saman gerðu þeir ítali að heimsmeisturum árið 1982. Árið 1986 var hann gerður að þjálfara U-21 árs landsliðs ítala og þar hefur hann verið við stjómvölinri síðan. Undir hans stjóm hafa ítalir þrívegis orðið Evrópumeistarar í þessum aldursflokki. -GH Jiirgen Klinsmann til Englands? Forest býður 3,4 milljonir i Fjögur ensk knattspymufélög era tilbúin tri að kaupa Júrgen Klins- mann, fyrirliða þýska landsliðsins, frá Bayern Múnchen. Klinsmann hefur ítrekað lýst yfir óánægju með dvölina hjá Bayern og knattspym- una sem liðið spilar. Nottingham Forest, sem situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar, hef- vikulaun ur boðið Klinsmann 3,4 milljónir króna í laun á viku, samkvæmt frétt í blaðinu Bild am Sonntag í gær. West Ham, Blackburn og Everton eru einnig sögð hafa sýnt Klins- mann mjög mikinn áhuga en sem kunnugt er lék hann eitt tímabil með Tottenham og naut gífurlegra vinsælda i Englandi. -VS5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (16.12.1996)
https://timarit.is/issue/197158

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (16.12.1996)

Aðgerðir: