Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Blaðsíða 24
32
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
Sviðsljós
Tara f skíðagallanum.
Tara gerir lukku
í brekkunum
Tara Palmer-Tomlinson, dótt-
ir besta vinar Karls Bretaprins,
heUlaði ljósmyndara í sviss-
neska skíðabænum Klosters upp
úr skónum þegar hún brunaði
þar um brekkur með Karli og
öðrum skíðavinum hans. Tara
þótti nokkuð djarfleg í klæða-
burði og það kunnu fjölmiðla-
menn svo sannarlega að meta.
Tara, sem er aðeins 25 ára
gömul, hefur mjög gaman af að
skemmta sér og það gerði hún
svo sannarlega.
De Niro vill
vera í mynd
með Crystal
Robert De Niro hefur mikinn
áhuga á aö leika í gamanmynd
með háðfuglinum Billy Crystal
og standa samningaviðræður nú
sem hæst. Þar segir frá geð-
lækni nokkrum, sem Crystal
leikur, sem tekur að sér að að-
stoða glæpaforingjann De Niro
við að vinna bug á sálrænum
vandamálum sínum. Leikstjór-
inn verður Richard Loncraine
sem gerði hina rómuðu mynd
Ríkharð III. De Niro hefur áður
leikið í gamanmyndum.
dag er 50% afsláttur
af annarri auglýsingunni
Jackson viðriðinn
Liam í Oasis
fær viðvörun
Ólátabelgurinn Liam Gallag-
her í bresku poppsveitinni Oas-
is þarf ekki að svara til saka fyr-
ir að eiga smákókaín i fórum
sínum heldur lét lögreglan sér
nægja að veita honum áminn-
ingu. Stráksa var sagt að gera
þetta ekki aftur.
oWt milll hírr,ins
Smáauglýsingar
Esa
nýtt kynlífshneyksli
Fyrrum aðstoðarmaður Michaels
Jacksons segist hafa undir höndum
myndir sem sanni kynferðislegt sam-
band söngvarans við unga drengi, að
því er kemur fram í breska blaðinu
The Express.
Aðstoðarmaðurinn, Mark Qu-
indoy, sem sá um rekstur á búgarði
Jacksons, krefst eins og háifs millj-
arðs króna fyrir dagbók sina sem
skreytt er yfir 50 myndum. Umboðs-
maður Quindoys segir að í dagbók-
inni sé listi með nöfnum og heimilis-
fóngum drengjanna sem Jackson hef-
ur áreitt kynferðislega og yfírlit yfir
greiðslur til foreldra þeirra.
Víst þykir að þessar nýju ásakan-
ir veröi Jackson mikið áfall en hann
hefur undanfarin þrjú ár reynt að
laga ímynd sína í kjölfar kæru um
kynferðislega notkun á ungum
dreng, Jordie Chandler.
The Express vitnar í þýskan kvik-
myndaframleiðanda sem kveðst vera
í heimsreisu til að reyna að selja
réttinn til að kvikmynda dagbókina.
Að sögn kvikmyndaframleiðandans
er Quindoy í felum á Filippseyjum.
Hvort sem dagbókin er uppspuni
eða ekta mun sú fullyrðing að hann
hafi greitt foreldrum, sem reynt hafa
að kæra hann, peningaupphæðir
sennilega koma illa við hann. Hann
mun hafa greitt foreldrum Jodies um
einn og hálfan milljarð íslenskra
króna til að þau hættu við að bera
Michael Jackson er í vondum mál-
um.
vitni gegn honum.
í dagbók Quindoys er ekki ein-
ungis greint frá kynferðislegum
áhuga Jacksons á ungum drengjum
heldur einnig simpönsum.
Jackson hefúr enn ekki tjáð sig
opinberlega um þessar nýju ásakan-
ir. En að undanfömu hefur hann
haft að engu tilmæli ráðgjafa sinna.
Ekki eru nema nokkrar vikur síðan
söngvarinn sást með nýjasta vini
sínum sem er tólf ára. Var það í lok
nýlegrar tónleikaferðar Jacksons.
Allar þessar nýju upplýsingar
kynda undir vangaveltur um að
brúðkaup Jacksons og hjúkmnar-
konu hans hafi bara verið til að
viila um fyrir mönnum.
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
550 5000
Dagmar Havlova er áreiöanlega hamingjusamasta kona Tékklands. Hún giftist Vaclav Havel, forsetanum sínum, fyr-
ir aöeins nokkrum dögum og á þriöjudagskvöld var henni ákaft fagnaö í lok sýningar á verkinu um Kristínu Svía-
drottningu eftir skáldjöfurinn August Strindberg í Vinohradske Divadio leikhúsinu i Prag. Dagmar fór meö titilhlut-
verkiö. Hún er greinilega ánægö meö viðtökurnar. Sfmamynd Reuter
McConaughey íhugar leik
í mynd um þrælauppreisn
Matthew McConaughey á nú í til að sigla skipinu heim og hcmd-
viðræðum við leikstjórann Steven
Spielberg um að leika lögmann einu
sinni enn, í þetta skipti í sögulegu
drama um þrælauppreisnina.
Kvikmyndin á að fjalla um upp-
reisn á afrísku þrælaskipi árið 1839.
Sagt verður frá tilraunum þrælanna
töku þeirra undan strönd Afríku.
Hugmyndin er að McConaughey
leiki verjanda þrælanna.
Fyrra skiptið sem McConaughey
lék lögmann var í myndinni A Time
to Kill sem var smellur sumarsins
víða um heim.
Tilnefningarnar til Grammy verölaunanna eftirsóttu hafa nú séö dagsins
Ijós. Hljómsveitin Smashing Pumpkins fékk sjö tilnefningar en á myndinni
má sjá einn sveitarmanna, Billy Corgan. Margir aðrir góöir og frægir lista-
menn voru tilnefndlr og skal þar nefna m.a. sveitasöngvarann frá Klein,
Texas, Lyle Lovett, Eric Clapton, Tracy Chapman og Alanis Morissette, svo
aö aöeins örfáir séu upp taldir. Sfmamynd Reuter
Taylor þarf ekki
að greiða
skaðabætur
Elizabeth Taylor getur verið
þakklát bandariska réttarkerf-
inu. Alríkisdómari hefur vísað
frá úrskurði kviðdóms um að
Taylor skuli greiða leikkonunni
Cicely Tyson um fjörutíu millj-
ónir króna í skaðabætur vegna
deilna um starfssamning.
Dómarinn var sem sé á því að
Elizabeth væri ekki persónulega
ábyrg þótt fyrirtæki henni tengt
hefði brotið samninginn sem
hafði verið gerður við Tyson um
að leika í leikritinu Komið er
grænt.