Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 13 Fréttir Heilsuátak DV, Bylgjunnar og World Class: Vil losna við grautar- vömbina og síðutankana - segir Margrét Blöndal útvarpskona „Ég ætla að vera laus við þessa grautarvömb og síðutanka og heiti því að lærin verða komin upp úr skónum í lok átaksins. Ég er í því- líku keppnisstuði og hlakka mjög til að takast á við þetta,“ sagði Margrét Blöndal útvarpskona fjallhress. Hún og Guðrún Gunnarsdóttir söngkona, sem sér um Þjóðbrautina á Bylgj- unni, ætla að keppa um það hvor þeirra kemst í betra form á meðan heilsuátakið stendur yfir. Gjörsamlega ofboöiö „Við erum bara venjulegar kerl- ingar, Rúna á 3 lítil börn og ég er að reyna að hætta að reykja, sem eru í þessu afleita hversdagsformi. Við höfum margoft tuðað yfir því að ætla að koma okkur í betra form og byrjuðum t.d. á því að ætla í göngu- túr á fimmtudagskvöldum en fórum nákvæmlega einu sinni. Það kom alltaf eitthvað upp á þangað til það dó. Svo byrjaði ég í líkamsrækt í nóvember en var svo stálheppin að detta og bráka í mér rif svo ég slapp algjörlega við að hreyfa mig. Þá datt samstarfsmanni okkar þetta í hug en viðurkennir þó ekki að honum hafi gjörsamlega ofboðið að sjá okk- ur saman,“ sagði Margrét. Þorgeir klappstýra Guðrún er illa fjarri góðu gamni, fársjúk heima í rúmi, og Margrét fær því forskot á hana. Hún er ákveðin í því að mæta 4 sinnum í viku í líkamsrækt og fara í sund á Skynsamleg mataráætlun %. Taktu ákvörðun um það fyrir fram hvað þú ætlar aö hafa í matinn eða borða á milli mála. Maðurfær sér miklu frekar fituríkan mat ef ekki er búið að spá í hvað á að láta ofan í sig. 2. Settu saman máltíðir sem inni- halda flölbreyttan mat sem öll fjölskyld- an kemur til með að njóta áður en þú ferö að kaupa í matinn. Kynntu fyrir fjöl- skyldunni nýja og holla matvöru með því að kaupa eina nýja tegund í hverri búöarferð, t.d. grænmeti eöa framandi ávöxt. 3. Kauptu ekki í matinn þegar þú ert svöng/svangur. Haltu þig við inn- kaupalistann og láttu ekki freistast til að kaupa neitt annað. 4. Vendu þig á að kaupa skynsam- legar matvörur. Líkaminn getur auðveld- lega breytt fitu í munninum í appelsínu- húð á lærunum. Byrjaöu á því að minnka fituna í fæðunni og snúðu þér frekar aö kolvetnarikri fæðu, eins og brauði, grófu morgunkorni, heilhveiti, baunum, ávöxt- um og grænmeti. 5. Fáðu þér matreiðslubók sem hef- ur að geyma heilsusamlegar uppskrift- ir ef þú ert I vandræðum með að útbúa hollar máltíðir. -ingo Margrét Blöndal er ákveðin í aö koma sér í betra form og er þar í samkeppni viö samstarfskonu sína á Bylgunni, Guörúnu Gunnarsdóttur söngkonu. DV-mynd laugardögum til að losa sig við 5 kíló. „Svo verðum við náttúrlega með leyniprógrömm og stuðningsmenn sem við látum ekki uppi. Annars er hann Þor- geir Ástvaldsson bú- inn að lofa að vera amerísk dúskstúlka (klappstýra),“ sagði Margrét. s> Hættir líka aö reykja Margrét stefnir jafnframt að því að hætta að reykja þann 24. janúar næstkomandi, sama dag og hún hætti fyrir þremur árum. „Þá stóð ég mig í 2 ár en fitnaði líka um 15 kUó og grét í hálft ár yfir því (10 kg hurfu strax við að byrja aftur). Svo grét ég í 1H ár yfir þvi hvað ég var orðin feit og ljót. Nú ætla ég að fara öðruvísi að, þ.e. byrja í líkamsrækt og hætta svo. Það verður því baming- ur að ætla að losna við 5 um leið og ég hætti að reykja," sagði Margrét sem reykir meira en pakka á dag. Holl grænmetispitsa 2 hvítlauksrif, fint söxuð y2 b. fínskorin skinka, fitusnauð og lítið söltuð 1 b. niðursneiddir sveppir 2 tómatar, skomir í litla bita 3 b. spínat, tætt í sundur 1 niðursneidd paprika tilbúinn pitsubotn V2 b. geita- eða fetaostbitar. olia úr úðabrúsa krydd eftir smekk I Úðið olíu á pönnu og hitið að meðalhita. Setjið hvítlauk, skinku og sveppi á pönnuna og hitið í 2 mín. Bætið tómötunum, spínat- inu og paprikunni út í og hitið í u.þ.b. 2 mín. í viðbót og hrærið í þessu á pönnunni. Setjið blönd- una á botninn, kryddið eftir smekk og stráið ostinum yfir. Bakið við 175°C í u.þ.b. 15 mín„ eða þar til pitsan er tilbúin. Upp- skriftin dugar fyrir fjóra. -ingo Þinghólsskóli: Mikið tjón vegna rúðubrota „Það voru brotnar 68 rúður hér í skólanum á síðasta ári og það er ljóst að þetta er mikið tjón. Þó held ég að við sleppum vel miðað við marga aðra skóla þar sem rúð- ur em brotnar í enn meiri rnæli," segir Guðmundur Oddsson, skóla- stjóri Þinghólsskóla í Kópavogi. Tjónið vegna þessara 68 rúðu- brota nemur um 800 þúsund krón- ur og ljóst að margir skólar þurfa að borga háar fjárhæðir á hverju ári vegna rúðubrota og annarra skemmdarverka. „Þetta er auðvitað mjög slæmt en það er erfitt að eiga við þetta því þessi skemmdarverk em unn- in á kvöldin og um helgar þegar enginn er í skólanum. Þetta er ekkert nýtt fyrirbrigði því þetta er búið að viðgangast í fjöldamörg ár. Það þyrfti auðvitað að ná þeim sem gera þetta og láta þá borga skaðann en það er hægara sagt en gert,“ segir Guðmundur. -RR Innbyggt samviskubit Hún sagði vandamál fólks oft fel- ast í því að finna tíma fyrir líkams- ræktina. „Þegar það er kannski allt í drasli heima hjá þér og bömin þín þreytt og svöng labbar þú ekkert út og nýtur þess að dúlla við þig í lík- amsrækt. Það er þetta innbyggða samviskubit í íslenskum mömmum sem kemur í veg fyrir það. Maður þarf bara að læra að finna tíma fyr- ir þetta og virða hann.“ -ingo Karatedeild HK Karatefélag Vesturbæjar Símar: 555-3435 og 555-3436 KARATE Byrjendanámskeið eru að hefjast!!! Barnaflokkar frá fimm ára Unglingaflokkar Fullorðinsflokka Kópavoai, Reykjavik-Vesturbæ fsetning og innsiglun Bjóöum nýja ökurita frá VR ásamt ísetningu og innsiglun á öllum gerðum rafdrifinna ökurita. HEKLA véladeild Laugavegi 170-174, sími 569 5500 AKUREYRI r///////////////////, Blaðbera vantar í syðri brekkuna. Upplýsingar gefur umboðsmaöur DV í síma 462 5013

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.