Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 2
2
MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997
Fréttir
Enginn sá Halldór Hafdal Halldórsson falla útbyrðis af Haferninum á Eldeyjarsvæðinu:
Hending að kokkurinn heyrði
í mér fyrir vélarhávaða
- skipti um föt eftir volkið og hélt áfram að vinna
DV, Suðurnesjum:
„Ég vissi ekki af mér fyrr en ég
kom úr kafi í sjónum. Þá sá ég bát-
inn fjarlægjast og að kokkurinn var
aftanverðu á bátnum. Það var bara
hending að hann heyrði í mér fyrir
vélarhávaða í bátnum. Ef kokkur-
inn hefði ekki verið til staðar þá
þyrfti ekki að spyrja að leikslokum.
Það sá mig enginn falla útbyrðis,“
sagði HaUdór Hafdal Halldórsson,
vélstjóri á Hafeminum í Sandgerði,
í samtali við DV en hann lenti í
ótrúlegri lífsreynslu í síðustu viku
þegar hann féll útbyrðis.
Hafóminn var þá á snurvoðar-
veiðum á Eldeyjarsvæðinu. Halldór
var í nokkrar minútur í sjónum
áður en honum var bjargað um
borð. Hann var í venjulegum sjó-
galla. Atvikið átti sér stað í birt-
ingu, rétt eftir hádegi, og mjög gott
var í sjóinn og frostlaust. Mikil
heppni var að kokkurinn, Sigurður
Þorkelsson, heyrði ópin frá HaUdóri
í sjónum.
Halldór segist ekki muna neitt frá
þeim tíma er hann var að kasta snur-
voðinni að aftanverðu á skipinu.
„Togvírinn náöi einhvem veginn
að lyfta undir rassinn á mér og
skjóta mér útbyrðis. Ég marðist á
öðru lærinu en hefði alveg eins get-
að rotast. Ég fór í bólakaf og þegar
ég kom úr kafi reyndi ég að synda
að bátnum, sem var kominn um 300
metra frá mér. Það þýddi ekkert
enda voru þeir á fullri ferð frá mér.
Á meðan þessu stóð öskraði ég
tvisvar eftir hjálp. Sigurður kokkur
heyrði síðara öskrið og lét skipstjór-
Halldór Hafdal Halldórsson komst í hann krappan í síöustu viku er hann féll
útbyrðis á vélbátnum Haferninum frá Sandgerði. Enginn sá hann falla frá
borði og til allrar hamingju heyrði kokkurinn neyðarópin frá Halldóri í sjón-
um. Eftir aö hafa skipt um föt hélt Halldór áfram vinnu um borö eins og ekk-
ert hefði ískorist! DV-mynd ÆMK
ann vita sem sneri bátnum auðvitað
strax við. Öll viðbrögð áhafnarinnar
vom hárrétt og er ég þakklátur
henni,“ sagði Halldór en þegar hon-
um var bjargað um borð skipti hann
um fót og hélt áfram að vinna eins
og ekkert hefði í skorist.
Hann sagði það hafa verið rangt
hjá sér að reyna að synda á eftir
bátnum.
„Á slysavarnamámskeiðum, sem
ég hef sótt, er sagt að ef maður lendi
í sjónum eigi maður að fara í fóstrn--
stellingu, kreppa sig saman, til að
halda hita. Ef ég hefði synt aðeins
lengur hefði ég áreiðanlega fengið
krampa," sagði Halldór Hafdal en
hann er 37 ára Njarðvíkingur. Hann
hefur verið á sjó í rúm 20 ár, þar af
á Haferninum í aðeins á annan
mánuð. -ÆMK/bjb
Skautasvellið:
Gaskútar
sprungu
- svellið opnað í dag
„Strákamir sáu eldtungur
blossa upp ffá húsinu þegar þeir
voru á leið á staðinn. Fimm
gaskútar sprungu og mikill eldur
kviknaði út frá bensíni sem þama
var í tunnu. Ég þori ekki að hugsa
þá hugsun til enda ef gaskútarnir
hefðu spnmgið eftir að slökkviliðið
kom á staðinn," segir Ragnar Sól-
onsson, varðstjóri slökkviliðsins í
Reykjavík.
Slökkviliðinu barst tilkynning
um eld í húsinu við skautasvellið í
Laugardal um klukkan fimm að-
faranótt laugardags. Talið er að
kveikt hafi verið í tveimur litlum
gámum sem stóðu við vegginn fyr-
ir utan húsið. Við hliö gámanna
var trékassi þar sem m.a. vom
geymdir fimm gaskútar og bensín-
tunna. Gluggi var fyrir ofan
gámana og brotnuöu rúðumar og
eldurinn komst inn í hús. „Hér er
öll einangrun ónýt í þakinu og
sperrur brunnu.Engu aö síöur opn-
um við svellið á morgun,“ sagöi
Bergþór Einarsson, forstöðumaöur
skautasvellsins, við DV í gær. -sv
Mikiö var um dýrðir hjá Leikfélagi Reykjavfkur um helgina f Borgarleikhúsinu í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Á
laugardagskvöldiö var söngleikurinn Fagra veröld frumsýndur en hann er byggður á samnefndri Ijóðabók Tómasar
Guömundssonar. Höfundar eru Karl Ágúst Úlfsson og Gunnar Reynir Sveinsson. Margt góöra gesta var á sýning-
unni. Hér kynnir Vigdís Finnbogadóttir, formaður afmælisnefndar, Jan Maagárd frá Konunglega danska leikhusinu
fyrir Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og konu hans, Rut Ingólfsdóttur. Sérstök afmælisdagskrá var síöan f leik-
húsinu í gær. Leikdómur um Fögru veröld er í blaöinu í dag á bls. 17. DV-mynd Hari
Á þriðja tug manna handtekinn i Kópavogi vegna fikniefnamála:
Ekki nýtt Mjölnisholt en
óæskilegur staður
- segir lögreglan um samastað fikniefnaneytenda í bænum
„Þama em einhveijir unglingar,
þeir yngstu um 16 ára, og síðan fólk
allt upp undir þritugt. Þetta er fyrst
og fremst staður þar sem fólk neytir
fíkniefna en við teljum ekki að þama
fari fram nein meiri háttar viðskipti
og þama era engir stómeytendur, að_
því að talið er. Þetta er ekki æskileg-
ur staður og við munum halda áfram
að fylgjast vel með þeim sem hann
sækja heim,“ sagði Láras Ragnars-
son, varðstjóri lögreglunnar í Kópa-
vogi, við DV í gær.
faranótt föstudags og á fóstudag
fimm manns með fíkniefhi og hefur
síðan um helgina handtekið um tutt-
ugu manns, konur og karla, sem sótt
hafa í þennan samastað fikniefha-
neytenda sem er við Kársnes í Kópa-
vogi. Húsið er að verða gífurlega vin-
sæll viðkomustaður fíkniefnaneyt-
enda. Aðeins tveir hafa fundist með
smáræði af amfetamíni.
Allt fólkið sem tekið var um helg-
ina fékk að fara að loknum yfirheyrsl-
um og að sögn Lárusar situr enginn
inni vegna þessara mála eins og er.
„Það era einhverjar íbúðir í þessu
húsi en miklu fleiri en bara þeir sem
þama búa sækja á staðinn. Gegnum-
streymið er mikið og við vitum að
eitthvað af fólkinu sem var í Mjölnis-
holtinu kemur þama viö. Staðurinn
er ekki orðinn að nýju Mjölnisholti
en við munum engu að síður fylgjast
mjög grannt með því sem þama fer
fram,“ segir Láras.
Lögreglan í Kópavogi handtók aö-
faranótt föstudags og á föstudag
fimm manns meö fíkniefni og hefur
síðan um helgina handtekið um tutt-
ugu manns, konur og karla, sem
sótt hafa í þennan samastað fíkni-
efnaneytenda. DV-mynd S
Lögreglan I Kópavogi handtók að-
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því að
hringja í síma 3041600.
39,90 kr. mtnútan
Jéí
Noi
rðdd
KSINS
904 1600
FÍL
Er rétt að staðsetja álver
í Hvalfirðinum?
Stuttar fréttir
Stöðvar deila
Hart er deilt vegna brotthvarfs
fimmmenninganna frá Stöð 2 yfir
til Stöövar 3. Síðarnefnda stöðin
telur ekki að samkeppnislög hafi
verið brotin en Stöð 2 íhugar mál-
sókn gegn fyrrum starfsmönnum
sínum.
Samið við Tæknival
Rafmagnsveitur ríkisins, Rarik,
hafa samið við Tæknival um að
annast endumýjun á viðskipta- og
upplýsingakerfi fyrir orkusölu
fyrirtækisins.
Fjárfest í pottaplöntum
Tilraun Hollendinga við rækt-
un pottaplöntu í garöyrkjustöð
hérlendis lofar góðu. Samkvæmt
RÚV hafa þeir áhuga á að fjár-
festa hér á landi og stórauka
ræktun og útfiutning.
Rætt um sölu í VÍS
Viðræður hafa verið uppi um
að Eignarhaldsfélag Branabótafé-
lags íslands selji sinn 50% hlut í
VÍS, Vátryggingarfélagi íslands.
Samkvæmt Mbl. gæti verðmæti
hlutabréfanna verið í kringum 2
milljarðar króna.
Lýsi og mjöl í jafnvægi
Eftirspum eftir lýsi og mjöli er
stöðug um þessar mundir og sama
er að segja um verðið. Samkvæmt
Mbl. er ekki aö vænta mikilla
breytinga á næstunni á markaön-
um.
Færri karlar án vinnu
Atvinnulausir karlar í Reykja-
vík eru mun færri nú en á sama
tíma í fyrra. Samkvæmt Mbl.
munar þar um 281 mann
Hlusta ekki á Flnn
Hreppsnefndarmenn í Kjós
segjast ekki ætla að taka mark á
þeim orðum Finns Ingólfssonar
iðnaðarráðherra að of seint sé að
stöðva byggingu álvers á Grund-
artanga. Þetta kom fram á Stöð 2.
ÚA óttast ei
Framkvæmdastjóri ÚA óttast
ekki að fiskvinnsla i landi sé að
líða undir lok. Samkvæmt Stöð 2
sé brýnt að auka vöruþróun og
fúllvinnslu afurða.
Verslað á íslandi
Kaupmannasamtökin, Flugleið-
ir, Ferðamálaráð og fleiri aðilar
ætla að laða efnaða útlendinga í
verslunarferðir til íslands. Verð á
þekktum merkjavönun er talið
hagstætt hér miðað við mörg önn-
ur lönd. -bjb