Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýs i ngastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númen Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Oldungur í öldudal Leikfélag Reykjavíkur fagnaði hundrað ára afmæli sínu um helgina. Það er merkur áfangi eins helsta menn- ingarfélags höfuðborgarinnar. Að vonum var stórafmæl- inu fagnað. Sérstök hátíðardagskrá var í Borgarleikhús- inu í gær og fylgdi hún í kjölfar tveggja frumsýninga, Dómínós eftir Jökul Jakobsson og Fögru veraldar eftir Karl Ágúst Úlfsson og Gunnar Reyni Sveinsson. Þá er sérstök sögusýning í leikhúsinu þar sem sýndir eru munir og minjar úr sögu Leikfélags Reykjavíkur í heila öld. Frumsýningar íslensku verkanna og hátíðin í gær marka upphaf aftnælisárs Leikfélags Reykjavíkur og í tilefni þess voru meðal annars veitt verðlaun í leik- verkasamkeppni sem félagið efhdi til vegna hinna merku tímamóta. Á afmælisárinu verða eingöngu ís- lensk verk sett á svið og öll frumflutt, að Dómínó Jökuls Jakobssonar undanskildu. Ekki mun oftnælt að leiklistararfúr okkar í dag bygg- ist á starfsemi Leikfélgs Reykjavíkur. Allan fyrri hluta aldarinnar, eða til stofnunar Þjóðleikhússins, var Leikfé- lag Reykjavíkur burðarás leiklistarlífsins. Það kynnti landsmönnum öndvegisverk erlendra höfunda og ekki síður verk innlendra höfunda. Óperur voru fluttar og vinsælir söngleikir glöddu geð borgarbúa og gesta í höf- uðstaðnum. Baldvin Tryggvason orðar það svo í grein um helgina að Leikfélag Reykjavíkur hafi verið vagga ís- lenskrar leiklistar. Undir það skal tekið. Að vonum hefúr gengið á ýmsu hjá félagi sem á sér aldarlanga sögu. Helstu leikarar félagsins hurfú til Þjóð- leikhússins þegar það tók til starfa. Það reið félaginu nær að fullu en með átaki tókst að rétta félagið við. Grunnur að atvinnuleikhúsi var lagður fyrir rúmum þrjátíu árum og hið nýja Borgarleikhús gjörbreytti allri aðstöðu til starfseminnar. Þótt hið nýja hús hafi verið bylting í starfseminni er það dýrt í rekstri og síðustu ár hafa verið Leikfélagi Reykjavíkur þung í skauti. Þá hefur félagið og glímt við listrænan vanda. Sýningar hafa ekki gengið sem skyldi og leikhússtjóraskipti hafa verið tíð síðustu misserin. Sljóm félagins hefúr verið gagnrýnd enda er það hún sem ber ábyrgðina með leikhússtjóra hveiju sinni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, var leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 1972-1980. í viðtali við DV á laugardag kemur hún inn á erfiðleika félagins að undanfómu og segir stöðuna heldur dapur- lega en erfiðleikamir séu til þess að sigrast á þeim. „Mér dettur ekki annað í hug en að Borgarleikhúsið eigi aftur eftir að rísa. Stoðir Borgarleikhússins kunna að svigna ef mikið er álagið en þær brotna ekki. Ég sé ekki betur en það sé bjargfastur vilji til þess að lyfta sér yfir þetta óheppilega tímabil í sögu þess,“ segir Vigdís. Fjárhagsvandi Borgarleikhússins er mikill og verður tæpast leystur nema með atbeina aðalstuðningsaðila Leikfélags Reykjavíkur, Reykjavíkurborgar. Um leið verða stjómendur félagsins að líta í eigin barm og taka til í eigin ranni. Þar verður að ríkja listrænn metnaður og um leið fjárhagsleg ábyrgð. Formaður félagsins segir það í vítahring svo augljóst má vera að taka verður til hendinni. Starf Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu hefur ríkt menningarlegt gildi. í tileftii merks áfanga skal því óskað velfamaðar og langra lífdaga með von um að það komist sem fyrst upp úr öldudalnum. Jónas Haraldsson Bráöungur drengur vindur sér að mér í strætó og segir: Má ég spyrja þig persónulegrar spurn- ingar? Ég gef honum grænt. Hann spyr: Hvað heitir þetta þama (bendir), þessir eymalokkar sem þú ert með þama (bendir enn)? Hjá mér verður fátt um svör. Við erum þð sammála um að varla geti þetta eymalokkar talist þar sem þeir dvelja við augabrúnarendann (Heimdallur?). Málið er bara að hér er ekki einungis spuming um skort á betri nafngift á fyrirbærið ,gatanir‘, sem á ágætri ensku nefh- ist „body piercing", hér vantar einnig kafla inn í íslandssögima, menningarandann eða jafiivel tíð- ardrauginn. Því ,gatanimar‘ em ekki bara spuming um að stinga á sig ,gat‘ - þótt það sé vissulega óhjákvæmilegur fylgihnöttur stungunnar - heldur felur sú aö- gerð í sér margvíslega hugmynda- fræði sem hér á skerinu virðist lítt umrædd. Brennimerkingar og örgeröir Sá stfll sem „body piercing" er partur af heitir enn öðra óþýddu nafni: „body manipulation“ eða „modification" sem bókstaflega „Því ,gatanirnar‘ eru ekki bara spurning um aö stinga á sig ,gat‘ - þótt þaö sé vissulega óhjákvæmilegur fylgihnöttur stungunnar - heldur felur sú aögerö f sér margvíslega hugmyndafræöi sem hér á skerinu viröist lítt umrædd," segir Úlfhildur meöal annars. - Hér hefur eyra veriö gatað nokkuö. Gata geit gátum gotið arinnar - þeirra sem til ICSíkllsarÍnn dæmis lýsa sér í krist- njaiiailllll inni hugmyndafræði - og tóku því pönkarar markvisst upp það sem fordæmt hafði verið sem framstætt og lágstéttar- legt; svo sem ýkta and- litsmálningu, tattúver- ingar og ,gatanir‘. Og þó að pönkið sem skýrt af- markaður menningar- kimi (sem er þýðingin á ,,subculture“) hafl dáið út þá lifðu einstakir hlutar þess af, svo sem . títtnefiidar líkamsmeið- Ulfhlldur ingar sem í dag era Dagsdóttir orðnar að sjálfstæðum bókmenntafræöingur menningarkima. Er nú .................. komið að orsökum og út- „Éger ekki alveg búin aö gera þaö upp viö mig hvort ég er i félags- legri eöa prívatkrísu (enda ekki viss um aöégséí krísu yfirleitt) en ég veit aö ég er fórnariamb tísku. Og ég er stolt af því. “ þýðist sem ,hand- fjöllun1 og ,hljóð- varp‘. Hinir part- amir era tattú, brennimerkingar og örgeröir („sca- rification"). í ár- daga kristni skildu kristnir sig að frá heiönum með því að leggja blátt bann við öllum slikum líkamleg- um umsköpunum, líkt og segir í þriðju Mósebók, kafla 19, versi 28 (mitt á milli banns við fjölkynngi og fyrirskipun um skírlífl kvenna), því líkaminn er skapaður í mynd guðs og bannað að ragla með hans heilaga form. En manneskjan hefúr stundað að ummóta og um- skapa líkama sinn allt frá upp- hafl og sér ekki fyrir endann á því. Hvað síðan varöar vinsældir þessa stíls í dag er óhætt að segja að þar hafi pönk- ið átt ríkastan þáttinn. Pönkið þreifst á því að ögra viðteknum gildum og fagurfræði borgarastétt- skýringum þeim sem uppi era um þessar mundir. Aö brennimerkja sig Sumir segja að á tímum upp- lausnar og óvissu snúi mann- skepnan sér að eigin líkama í von um haldreipi og hálm. Aðrir segja að þegar félagsmótun og vísindi hafa æ meiri stjóm á einstaklingn- um reyni hann í örvæntingu að ná tökum á líkama sínum á ný. (Það síðamefnda er svokallaður fúkó- ismi en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá má umforma þessar tvær hugsanir þar til þær renna saman í eina.) Þriðja við- horflð er skylt númer tvö því sam- kvæmt því er þetta allt saman spuming um tískustrauma og fólk er bara að brennimerkja sig tísku- hönnuðum. Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig hvort ég er í félagslegri eða prívatkrísu (enda ekki viss um að ég sé í krísu yfirleitt) en ég veit að ég er fómar- lamb tísku. Og ég er stolt af því. Því þaö sem þessir ,sumir‘, ,aðrir‘ og .þriðju' gleyma er að þrátt fyrir alla félagsmófim, krísur og tísku- hönnuði þá er mannskepnan lík- lega frægust fyrir þann hæfileika að geta hugsað sjálfstætt og unnið úr upplýsingum; þannig er tískufé- lagskrísan ekkert annað rammi sem má umskapa og umforma. Tíska er ekki ,bara‘ tíska heldur hugmynda- og fagurfræði, tjáð með stíl, og í veröld þar sem útlit og stíll hefur æ meira að segja þá vil ég vera með í þeim orðaleik. Og næst; næst þegar ég er spurð eða störað þá vippa ég fram hand- jámunum og held fyrirlestur. Úlfhildur Dagsdóttir Skoðanir armarra Ekki bestu mengunarvarnir „Með framgöngu sinni í stóriðjumálum er ríkis- stjómin að setja stefnu sína og skuldbindingar í um- hverfismálum í uppnám. Þar ganga þeir saman í takt, umhverfisráðherrann og iðnaðarráðherrann. Ekki er hikað við að gefa alþjóðlegum skuldbinding- um í umhverfismálum langt nef eins og loftslagssátt- mála Sameinuðu þjóðanna...Þaö er átakanlegt að enn skuli eiga að reisa hér stóriðjuver eins og ál- bræðslu á Grundartanga án þess að miðað sé við bestu fáanlegu mengunarvamir." Hjörleifur Guttormsson í Degi-Tímanum 10. jan. Faraldur af krabbameini „Faraldur af lungnakrabbameini er framundan hjá konum á íslandi, ungum konum. Aðdraganda þessa faraldurs er að leita fyrir um 20 til 25 árum þegar reykingar kvenna tóku stökk upp á við. Þá var lungnakrabbi svo til óþekktur hjá konum. Nú er lungnakrabbi í Danmörku tíðari hjá komun heldur en körlum. Það stefnir í sömu átt núna hér á landi, og það sem skelfilegt er, við fáum þennan faraldur yfir okkur þó konur hætti strax reykingum þvi að- dragandi krabbans er 15-20 ár. Þorsteinn Njálsson í Mbl. 10. jan. Ættar- og auöveldi íhaldsins „Jafnaðarmenn era þeir menn sem fylkja sér sam- an undir kennimerki jafnaðarstefnunnar: Þjóðfélags- legt réttlæti; blandað hagkerfi; frjáls markaður; skynsamleg beiting ríkisvalds; alþjóðleg sýn; félags- leg samhjálp og lífskjarajöfnuður. íhaldið er andstað- an: Ættar- og auðveldi sem stefiiir nú grímulaust að þjóðfélagslegum ójöfnuði (eins og alltaf áður og fyrr); einokunar- og fákeppnismarkaður hinna útvöldu (fjölskyldumar XIV); geðþótti í beitingu ríkisvalds; þjóðemisstefna; og algert niðurbrot velferðarkerfis- ins.“ Halldór E. Sigurbjömsson i Mbl. 9. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.