Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 31
MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 39 Fréttir íbúum fjölgar í Sandgerði DV, Suðurnesjum: „Ég er mjög ánægður með þá fjölgun íbúa sem varð hér í fyrra. Þetta er í takt við það að atvinnulíf- ið á staðnum er að rétta úr kútnum. Þá hefur skip- um fjölgað mjög í höfninni og aldrei verið eins mikil umferð og nú og aflast vel undanfarið," sagði Sigm-ður Valur Ásbjarn- arson, bæjar- stjóri í Sand- gerði, í samtali við DV um þró- un mála í Sand- gerðisbæ. íbúar í Sand- gerði í fyrra voru 1325 og fjölgaði um 34 frá árinu á und- an sem er ein mesta fjölgun á landinu. Mikil uppbygging hef- ur átt sér stað í Sandgerði. Búið er að reisa nýjan skóla sem vel getur tekið við fjölgun og einsetn- ingu. Þá hafa verið miklar fram- kvæmdir við höfnina. Búið er að fjölga löndunarkrönum um tvo til að minnka biðtíma og kemur það vel út. „Vandamál sem við stöndum frammi fyrir er að 4-5 vertíðarbát- ar eru í biðröð við bryggjumar. Það ástand viljum við ekki hafa til frambúðar. Tvennt er í stöðunni: að lengja bryggjumar og auka flot- bryggjupláss. Sjávarútvegur- inn er lífæð bæjarfélagsins og átt hefur sér stað mikil uppbygging í ferskflsksút- flutningi og á fiskmarkaðin- um. Það er áhugi hjá bæjarfull- trúum að fjölga íbúum og lögð er áhersla á góð- ar lóðir og all- an aðbúnað hvað þær varðar. Það er búið að mal- bika eina götu í nýja aðal- skipulaginu og hægt að taka þar við nýjum íbúum. Bæjar- félagið verður auglýst sérstaklega upp hvað varðar búsetu því hér er mjög gott að vera,“ sagði Sigurður Valur. -ÆMK 0 Siguröur Valur, bæjarstjóri í Sand- gerði. DV-mynd ÆMK Byggðasafnið að Görðum: Erlendir ferða- menn 66% gesta DV, Akranesi: „Á síðasta ári komu til okkar í Byggðasafnið að Görðum á Akra- nesi 7068 gestir og er það 6% aukn- ing miðað við árið 1995. Þá vom gestir 6643. Gestir hefðu hins vegar getað orðið mun fleiri því 1995 komu um 600 manns á sérstaka jóla- sýningu sem var í Garðahúsinu en vegna viðhalds og anna tókst ekki að setja á sams konar sýningu á síð- asta ári. Meginhluti af gestum okkar 1996 var erlendir ferðamenn eða 66%, ís- lendingar vom 27% og böm 7%,“ sagði Jón Heiðar Allansson, safn- vörður við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, í samtali við DV. „Tekjur okkar hafa hins vegar aukist um 18% - mun fleiri gestir greiddu aðgang að safninu en áður. Þqít voru 6483 árið 1996 en voru 5442 árið 1995. Það er ýmislegt á döf- inni hjá okkur, - meðal annars framkvæmdir við að gera upp Sýmpart og Geirsstaði og svo fáum við hús sem kallað var Sandar í vor. Þá er á döfinni að tölvuvæða safnið, þýða texta við muni á erlend mál og auk þess erum við með ýmislegt á döfinni sem við viljum ekki greina frá alveg strax,“ sagði Jón Heiðar. -DVÓ Eskiíjörður: Viðhöfn í Hulduhlíð á þrettándanum Dy EskifLröi: Þrettándinn var kvaddur í Huldu- hlíð með mikilli viðhöfn. Ámi Helgason framkvæmdastjóri setti samkomuna og séra Davið Baldurs- son flutti athyglisverða ræðu. Margt var til skemmtunar. Óli Fossberg spilaði gömlu jóla- söngvana á harmoníku af alkunnri snilld. Vistmenn og starfsfólk sungu með af miklum krafti og sannri jóla- gleði. Gómsætar veitingar voru fram bomar og vel gerðar eins og allt annað hjá Svanbjörgu Pálsdóttur, hjúkrunarforstjóra þessa elsku- lega staðar, og Alrúnu Krist- mannsdóttur hjúkrunarfræðingi og raunar alls starfsfólksins. Ég er ánægð með tónlistarskól- ann hér. Böm og unglingar komu og glöddu okkur við þetta tækifæri með fallegum söng og hljóðfæraleik. Þau eru fjölhæf, blessuð bömin. Þá afhenti Katrín Guðmundsdótt- ir verðlaun í leik sem vistmenn hafa stundað - boccia. Sigurvegari var Kristin Jónsdóttir frá Sellátr- um. Við sama tækifæri voru verð- laun einnig veitt í bingóspili. Fyrstu verðlaun hlaut Laufey Sigurðardótt- ir, 2. Jóhanna Júlíusdóttir og 3. Bjami Kristjánsson. Það er svo sannarlega mikið gert fyrir okkur eldri borgara á Eskifirði og er það öllum til sóma sem að málinu koma. Regína NOATUN Línurnar í lag með Frá Fiskbúð Hafliða: Nýýsal/I^ hausuð Reykt j ýsuflök < 239“* 389r Ný ýsa í raspi 469r Frosin ýsuflök beinlaus og roðflett 379."* Nýýsullök roðflett 449. PRkfl. Þú kaupir 2 en borgar 1 | Ysuréttir Ný ýsuflök í sósu QCCt wiffl- t. Hatkökur 2*1:58.- (29.- pn.pk) 2x1:58.- (29.-pr.pk.) í sveppasósu - Sinnepssósu - Hvítlaukssósu - Humarsósu - Sjávarréttasósa - Karrýsósu - Mexikanskri sósu 449 pr.kg. - Humals - Fiskibollur 400gr. 129.- \ Verslanir Noatuns eru opnar til kl. 21, öll kvöld I NOATUN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.