Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 37
MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 45 Eitt af málverkum Hrings á yfir- litssýningunni á Kjarvalsstöö- um. Olíumál- verk Hrings Á laugardaginn voru opnaðar þrjár sýningar á Kjarvalsstöð- um. Fyrsta yfirlitssýningin sem er á verkum Hrings Jóhannes- sonar, Kjarvalssýning, sem ber heitið Lifandi land, og skúlptúr- sýning á leirverkum eftir Jó- hönnu Guðnadóttur. Sýning á verkum Hrings er í vestursal. Hringur Jóhaxmes- son, sem um árabil var einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, lést á síðasta ári á besta aldri. Hringur kom fyrst fram á sjón- arsviðiö snemma á áttunda ára- tugnum og voru fyrstu verk hans figúratíf málverk, unnin með hefðbundnum efnum. Ekki leiö þó á löngu þar til Hringur sneri sér að landinu og hóf að myndgera og túlka íslenska náttúru. Má með sanni segja að Hringur hafi bætt við nýjum kafla í íslensku landslagsmál- verki og í raum gefið okkur end- umýjaða sýn á landið. Sýningar Á þessari yfirlitssýningu á verkum Hrings, sem jafiiframt er fyrsta yfirlitssýningin á verk- um hans, gefur að líta úrval ol- íumálverka síðastliðin þrjátíu ár. Þar koma fram helstu myndefhin sem Hringur glímdi við á listferli sínum, auk þess sem áhorfendur geta rakiö þró- tm og áherslubreytingar i per- sónulegum stíl listamannsins. Framtíð landvinnslu Hádegisverðarfundur verður haldinn í dag kl. 12.00 á veit- ingastaðnum Fiðlaranum, Skipagötu 14 á Akureyri. Fund- arefni: Framtíö landvinnslu. Frummælandi er Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. SSH - Stuðnings- og sjálfsbjargarhópur hálshnykkssjúklinga heldur fund kl. 20.00 í kvöld í ÍSÍ-hótelinu, Laugardal. Gestur fundarins er Gunnar Kr. Guð- mundsson, örorku- og endur- hæfingarlæknir. Allir velkomn- ir. Samkomur Gömlu dansa námskeið Á vegum Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefst tíu tíma gömlu dansa námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í kvöld að Álfabakka 14a. Frá Lúther til upplýsinga Fyrsta námskeiðið á vormiss- eri Biblíuskólans við Holtaveg hefst í kvöld. Ber það heitið frá Lúther til upplýsinga. Mosfellsbær, við Blíðubakka SORPA, móttöki flokkun Grafarvorur, viö Bæjarflöt Artúnshöfði, viö Sævarhöföa Brelðholt, viö Jafnasel Garöabæjar DV Kópavogur, viö Dalveg Við Ánanaust dags|jgi>; Quasimodo horfir ofan úr turni sínum á bæjarlífiö. Hringjarinn í Notre Dame Ein af jólamyndum Sam- bíó- anna er hin fallega teiknimynd frá Walt Disney, Hringjarinn í Notre Dame, og er hún gerð eftir hinni klassisku skáldsögu eftir Victor Hugo en eins og þeir sem þekkja söguna komast fljótt að þá er hún í raun aðeins til við- miðunar. íslensk talsetning er við myndina sem þykir hafa heppnast einstaklega vel. Aðalpersónan er Quasimodo, krypplingurinn sem innilokaður er í Notre Dame kirkjunni. Hann er einmana þótt hann eigi stein- gerða vini sem aðeins lifha við þegar hann er einn. Líf hans * Gaukur á Stöng: Blúsmenn Andreu Alla daga er boðið upp á fjölbreytta og lif- andi tónlist á veitingastaönum Gauki á Stöng sem er í gamla bænum á miUi Hafnarstrætis og Tryggvagötu. Gaukur á Stöng er oröinn gamall staður af veitingastað aö vera og hélt fyrir stuttu upp á þrettán ára afmæli sitt. Síöastliö- ið fóstudags- og laugardagskvöld voru það hin- ir bráðhressu strákar í Reggae on Ice sem skemmtu gestum á Gauknum. í gærkvöld tóku svo við Blúsmenn Andreu og þar er fremst í flokki að sjálfsögðu hin stórgóða söngkona, Skemmtanir Andrea Gylfadóttir, sem undanfarið hefur ver- ið að fylgja eftir endurkomu hljómsveitarinnar Todmobile með hljómleikum úti um allt land. Nú er hún búin að skipta um gír og tekin til við að syngja blúsinn af þeirri lagni sem hún hefur oft sýnt áður. Með henni er úrvalslið hljóðfæraleikara sem allir hafa mikla reynslu í þessari tegimd tónlistar. Á morgun og miðvikudagskvöld er það svo hin hressa fonkhljómsveit, Spooky Boogie, sem mun halda uppi mikilli stuðstemningu á Gauknum. Andrea Gylfadóttir mun fara fyrir blúsmönnum sínum á Gauknum í kvöld. i bakgrunninum er Guðmundur Pétursson gítarleikari. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Sannleikskrafan og sj álfsblekkingin Listaklúbbur Leikhúskjallarans hefur starfsemi sína á nýju ári með því að efiia til umræðna um siðferð- isspumingar þær sem höfundur Villiandarinnar, Henrik Ibsen, set- ur fram í samnefndu verki sínu sem Leikhús frumsýnt var annan dag jóla i Þjóð- leikhúsinu. Verkið hefur hvarvetna vakið miklar umræður og hvetur til afstöðu til ýmissa siðferðisspum- inga sem hver maður stendur frammi fyrir einhvem tímann á ævi sinni. Það er Melkorka Tekla Ólafsdótt- ir leiklistarfræðingur sem er um- sjónarmaður þess kvölds og mun hún flytja inngangsorð. Þá verða flutt atriði úr sýningu Þjóðleikhúss- ins á verkinu og koma þar fram leikaramir Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Pálmi Gestsson, Edda Heiörún Backman, Sigurður Sigur- jónsson og Siguröur Skúlason. Þátttakendur í pallborðsumræð- um, sem Melkorka stýrir, em Vil- hjálmur Ámason, Þorsteinn Gylfa- son, Ólafúr Gunnarsson, Haukur Jónasson og Amfríður Guðmunds- dóttir. Sýnd verða atriði úr Villiöndinni sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir. James Elías Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem hlotið hefúr nafnið James Elías, fæddist á fæðingardeild Landspítalans 10. desem- Barn dagsins ber kl. 18.32. Þegar hann var vigtaöur reyndist hann vera 3.220 grömm að þyngd og 51 sentímetra langur. Foreldrar hans em Ingrid Victoria Nes- bitt og Sigurður Hjalta- son. Kvikmyndir breytist mikið þegar hann laum- ast út í fyrsta sinn til að taka 'þátt í Fíflahátíðinni. Gleði hans verður þó að mikilli raun þegar hann er krýndur konungur fifl- anna og mikið grín gert að hon- um. Ljós í myrkrinu er sígauna- stelpan Esmeralda sem bjargar honum og verður vinur hans og bjargvættur. Nýjar myndir: Háskólabíó:Sleepers laugarásbíó: Flótti Kringlubíó: Moll Flanders Saga-bíó: Ógleymanleg Bióhöllin: Lausnargjaldiö Bíóborgin: Kvennaklúbburinn Regnboginn: That Thing You Do Stjörnubíó: Ruglukollar Krossgátan 1 T~ T~ H s r J r~ 4 )ö r TT~ TT W~ rr )£ TT J ar Lárétt: 1 þvingar, 5 tré, 8 ber, 9 róta, 10 þröng, 11 kvenmannsnafn, 12 ílát, 14 nudda, 15 vellur, 18 vit- laus, 19 landi, 21 kaldi, 22 sægur. Lóðrétt: 1 meyr, 2 skagi, 3 jötunn, 4 kjarr, 5 leiðum, 6 tjónið, 7 krota, 13 nabba, 16 orka, 17 hækkun,18 keyrði, 20 hræðast. Lausn á slðustu krossgátu: Lárétt: 1 hefill, 8 vil, 9 leið, 10 róm- inn, 11 sigaðir, 14 snáði, 15 ei, 16 afl- inn, 18 bál, 19 gana. Lóðrétt: 1 hvassa, 2 eirin, 3 fló, 4 ilmaði, 5 leiðina, 6 lini, 7 iðn, 12 gáil, 13 riða, 15 enn, 17 fá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 10 10.01.1997 kl.9.15 Eining Kaup Sala Tollnenni Dollar 67,180 67,520 67,130 Pund 113,810 114,420 113,420 Kan. dollar 49,670 49,980 49,080 Dönsk kr. ll,l840 11,2430 11,2880 Norsk kr 10,5050 10,5630 10,4110 Sænsk kr. 9,7400 9,7940 9,7740 Fi. mark 14,2770 14,3620 14,4550 Fra. franki 12,6200 12,6920 12,8020 Belg. franki 2,0649 2,0773 2,0958 Sviss. franki 49,0300 49,3000 49,6600 Holl. gyllini 37,9400 38,1600 38,4800 Pýskt mark 42,5900 42,8100 43,1800 ít. líra 0,04365 0,04393 0,04396 Aust. sch. 6,0510 6,0890 6,1380 Port. escudo 0,4267 0,4293 0,4292 Spá. peseti 0,5068 0,5100 0,5126 Jap. yen 0,57990 0,58340 0,57890 írskt pund 111,700 112,400 112,310 SDR 95,47000 96,04000 96,41000 ECU 82,7200 83,2100 83,2900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.