Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Side 11
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 yndbönd Diabolique Endurgerð á frönskum sálfræðitrylli Im Ijós JJL- sem TK bendir T til þess aö Guy sé ekki dauð- ur eftir allt saman. Marvin Worth er mik- ils metinn fram- leiðandi í Hollywood og hefur Diabolique, en hún er byggð á skáld- sögunni Celle Qui NEtait Plus eftir Pi- erre Boileau og Thomas Narcejec, og myndinni Les Diaboliques. Vondur maður myrtur Myndin segir frá Nicole (Sharon Stone) og Mia (Isabelle Adjani), sem eru konumar í lífi Guy Baran (Chazz Palminteri). Mia er eiginkona hans, hlédræg og tauga- veikluð fyrrum nunna, en Nicole er hjá- hans. Hún er jafn ljós og Mia er dökk. Hún er opin, kynþokkafull og örugg með sig, en búin að fá nóg af lygum Guy og sjálfselsku hans. Mia er á barmi örvæntingar vegna fyrirlitlegr- ar meðferðar eiginmanns hennar á henni og lætur tilleiðast þegar Nicole býr til að því er virðist fullkomna áætlun um að myrða Guy. Áætlunin gengur fullkomnlega upp og þær virð- ast vera lausar við illmennið, en morðið er aðeins byrjunin á spennu- þrunginni atburðarás. Fljótlega kem- ur í Ijós að Guy var ekki allur þar sem hann var séður, lögreglan fer að rannsaka hvarf hans og síðan fer ýmis- legt að koma kona í Hollywood þykir gefa vel að end- urgera góðar franskar myndir. Fram- leiðendur í Hollywood hafa yfir mikl- um peningum að ráða, sem gerir þeim kleift að búa til glæsilega umgjörð fyr- ir myndir sínar, en Frakkar hafa löng- um verið þekktir fyrir að gera góðar myndir fyrir minni pening, með áherslu á frumlegan og spennandi söguþráð. Um miðjan mánuðinn kem- ur út á myndbandi ein slík endurgerð, m.a. framleitt stórmyndina Malcolm X. Fyrir nokkrum árum ákvað hann að gera spennutrylli, en slíka mynd hafði hann ekki gert fyrr. Ein af hug- myndunum sem hann fékk var að gera mynd um hjákonu og eiginkonu sem tækju saman höndum um að myrða elskhugann og eiginmanninn. Hann mundi þá eftir Les Diaboliques, horfði á myndina aftur og ákvað að hún væri tilvalið efni til að endurgera í Hollywood. Hann vildi þó leggja meiri áherslu á persónusköpun og valdi því Don Roos til að skrifa hand- ritið, en hann hefur skrifað mikið af sterkum kvenhlutverkum, m.a. í Single White Female, Boys on the Side og Love Field. Þá var Jeremiah Chechik, sem frægastur er sennilega fyrir Benny and Joon, fenginn til að leikstýra. Morgan Creek kvikmynda- verið samþykkti að gera myndina og stjórnarformaður fyrirtækisins, James G. Robinson, var framleiðandi. Kynbomban sannar sig Sharon Stone hefur leikið í alls 25 kvikmyndum en var lengst af lítið þekkt. Fyrsta hlutverk hennar var pínulítið - í mynd Woody Allen, Star- dust Memories. Þá tóku við hlutverk í mörgum annars og þriðja flokks myndum, en með þeim frægustu voru King Solomons Mines, Allan Qua- termain and the Lost City of Gold, Above the Law og Year of the Gun. Hún vakti loks athygli í stórmynd Paul Verhoeven, Total Recall, og sló síðan eftirminnilega í gegn í Basic In- stinct, aftur undir stjórn Paul Ver- hoeven. í kjölfarið hefur hún getað valið úr hlutverkum og hefur leikið í Sliver, Intersection, The Quick and the Dead og The Specialist. Með Casino tókst henni loks að þurrka af sér kynbombustimpilinn, var til- nefnd til óskarsverðlauna og hlaut mikið lof gagn- rýnenda fyrir leik sinn. í kjölfarið lék hún í Last Dance, sem kom út á myndbandi í gær. Isabelle Adjani er ein Sharon Stone og Isabelle Adjani leika kennslukonurnar sem hefna sin a elsk- huganum. mesta kvikmyndastjarna Frakka, en hún sló í gegn aðeins 18 ára gömul í fyrstu kvikmynd sinni, The Story of Adele H, sem leikstýrt var af Francois Truffaut, en fyrir hana hlaut hún sína fyrri tilnefningu til óskarsverðlauna. Sú seinni var fyrir hlutverk hennar í Camille Claudel. Meðal mynda henn- ar eru The Ten- ant, Nosferatu the Chazz Palminteri leikur skólastjór- ann sem er með tvær konur í takinu. Vampyr, Possession, Quartet, Tout Feu Tout Flamme, One Deadly Sum- mer, Subway, Ishtar og nú síðast Queen Margot, en fyrir hana fékk hún sín fjórðu Cesar- verðlaun. Chazz Palminteri hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár og vakið mikla athygli í myndum eins og The Perez Family, The Usual Suspects, Jade og Mulholland Falls, en frægast- ur er hann þó fyrir frammistöðu sína í Bullets Over Broadway, sem aflaði honum óskarsverðlaunatilnefningar og fjölda verðlauna. Hann skrifaði, leikstýrði og lék í A Bronx Tale, eftir eigin leikritshandriti og lék sama leik í Faithful, sem kemur út á myndbandi í næstu viku. Næsta verkefni hans, enn sem leikstjóri, handritshöfundur og leikari, er Dante and the Debutan- te. -PJ UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Þórhallur Sigurðsson Myndin sem er efst í huga mér þessa stundina er kvikmyndin Seven með þeim Brad Pitt og Morgan Freeman í að- alhlutverkum. Sú mynd vill ein- faldlega ekki fara úr huga mér. Hún er einstaklega vel gerð, dökk og hrottaleg. Þá er hún skemmtilega tek- in, vel leikin og öðru- vísi. Ég vil hafa kvikmyndir öðru- vísi af því að ég er ekki mikið fyr- ir þessar „for- múlumyndir". Seven hefúr aUt það sem kvik- mynd þarf að hafa upp á að bjóða til að geta talist góð. Ég get ekki neit- að því að ég er mynd- bandakall. Ég leigi mér reglu- lega myndir og svo finnst mér líka ákaflega skemmtilegt aö taka upp á mína eigin myndbandsupptökuvél. Það geri ég í ferðalögum og ýmsum uppákomum og þau myndbönd eru óneitanlega mjög skemmti- leg. Eitt þeirra er þó í al- gjöru uppáhaldi. Það er upptaka sem við kon- an mín tókum kvöld- ið áður en við gift- um okkur. Þá tók- um við viðtal hvort við annað og spurð- um hvernig þetta legðist allt saman í okkur. Þó svo að myndband þetta eigi fátt sameiginlegt með kvikmyndihni Seven er þetta það sem mér dettur helst i hug, aðspurður um uppá- haldsmynd- bandið mitt. -ilk ÉÍS3M llísB ■ ■ ÍH EyeforanEve Mr.Wrong e for an Eye er sakamalamynd Þeir fjölmörgu sem háta Eye för an Eye er sakamalamynd sem gerö er af breska leikstjóranum John Schlesin- ger, sem meðal annars á að baki úrvals- myndimar Midnight Cow- boy, Marathon Man, Darling og Sunday, Bloody Sunday. 1 Eye for an Eye leikur Sally Field móður og eigin- konu, Karen McCann, sem verður fyrir því að líf hennar er lagt í rúst þegar ókunnugur maður brýst inn á heimili hennar og myrðir 17 ára dóttur hennar. Áfall og sorg breytist í reiði og vantrú þegar morðinginn er látinn laus vegna tæknigalla við handtökuna. Karen getur af skiljan- legum ástæðum ekki sætt sig við þessi málalok og ákveður að láta morðingjann gjalda fyrir glæpi sína, en eftir að hann losnaði úr fangels- inu hefur hann bætt við enn einu morðinu. Úrvalsleikarar leika með Sally Field í myndinni, Kiefer Sutherland leikur morðingjann, Ed Harris leikur eiginmann Karenar, Joe Mantegna lögregluforingja, og Beverly D’Angelo leikur vinkonu Karenar. ClC-myndbönd gefur út Eye for an Eye og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 11. febrúar. Þeir fjölmörgu sem háTa aðgang að Stöð 2 vita örugglega hver Ellen De Generes er. Hún er með eigin 1 gamanþátt, Ellen, sem hefur notið' mikilla vinsældaj bæði hér á landi I sem og annars staðar. í nokkur 1 ár var sóst eftir Ellen McGeneras í kvikmyndir, eni hún sýndi því I ekki mikinn áhuga þar til hún gerði samning við Disney-fyrirtæk- ið um að leika í Mr. Wrong. Mynd- in varð ekki sá smellur sem að- standendur hennar vonuðust til en fékk samt ágætar viðtökur. í Mr. Wrong leikur Ellen unga konu sem er í ágætri stöðu. Hún er ánægð með tilveruna en finnur fyr- ir þeim þrýstingi sem hún er undir frá ættingjum þar sem hún er ógift. Þegar hinn fjallmyndarlegi Whit- man birtist dag einn fellur hún kylliflöt fyrir honum og telur að loks hafi hún fundið þann eina rétta en áttar sig þó á því áður en langt um líður að hún hefur keypt köttinn í sekknum. Sam-myndbönd gefur Mr. Wrong út og er hún leyfð öllum aldurs- hópum. Útgáfudagur er 10. febrú- ar. Kazam Einn mesti körfuboltasnillingur i heiminum er tröllið Shaquille O’Neal og hefur hann heillað alla - körfuboltaaðdá- endur með snilli i sinni. Honum erí fleira til lista lagt: heldur en að spila | körfubolta. Hannj hefur þegar gefið út tvær rappplöt- ur sem þykja vel boðlegar í þessum I flokki tónlistar og | í fríi frá NBA- deildinni í sumar lék hann í sinni annarri kvikmynd, Kazaam. Kazaam er ævintýramynd. sem gerist í nútímanum. O’Neal leikur andann Kazaam sem vakinn er upp af værum blundi dag einn af Max, ungum dreng sem óvart rekur sig í töfralampann eða réttara sagt töfrakassettutækið. Þar sem Kazaam hefur dvalið í kassettutæki er hann mjög nútímalegur miðað við aldur. Honum líkar vel að vera í kassettutækinu en til að komast þangað aftur verður hann að upp- -• fylla þrjár óskir hins nýja hús- bónda. Auk Shaquelle O’Neal, sem fær tækifæri í myndinni til að sýna hversu góður rappari hann er, leika Fraucis Capra, Ally Walker og James Acheson. Háskólabíó gefur út Kazaam og er hún leyfð öllum aldurshópum. Út- gáfudagur er 11. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.