Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthFebruary 1997next month
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Page 11
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 yndbönd Diabolique Endurgerð á frönskum sálfræðitrylli Im Ijós JJL- sem TK bendir T til þess aö Guy sé ekki dauð- ur eftir allt saman. Marvin Worth er mik- ils metinn fram- leiðandi í Hollywood og hefur Diabolique, en hún er byggð á skáld- sögunni Celle Qui NEtait Plus eftir Pi- erre Boileau og Thomas Narcejec, og myndinni Les Diaboliques. Vondur maður myrtur Myndin segir frá Nicole (Sharon Stone) og Mia (Isabelle Adjani), sem eru konumar í lífi Guy Baran (Chazz Palminteri). Mia er eiginkona hans, hlédræg og tauga- veikluð fyrrum nunna, en Nicole er hjá- hans. Hún er jafn ljós og Mia er dökk. Hún er opin, kynþokkafull og örugg með sig, en búin að fá nóg af lygum Guy og sjálfselsku hans. Mia er á barmi örvæntingar vegna fyrirlitlegr- ar meðferðar eiginmanns hennar á henni og lætur tilleiðast þegar Nicole býr til að því er virðist fullkomna áætlun um að myrða Guy. Áætlunin gengur fullkomnlega upp og þær virð- ast vera lausar við illmennið, en morðið er aðeins byrjunin á spennu- þrunginni atburðarás. Fljótlega kem- ur í Ijós að Guy var ekki allur þar sem hann var séður, lögreglan fer að rannsaka hvarf hans og síðan fer ýmis- legt að koma kona í Hollywood þykir gefa vel að end- urgera góðar franskar myndir. Fram- leiðendur í Hollywood hafa yfir mikl- um peningum að ráða, sem gerir þeim kleift að búa til glæsilega umgjörð fyr- ir myndir sínar, en Frakkar hafa löng- um verið þekktir fyrir að gera góðar myndir fyrir minni pening, með áherslu á frumlegan og spennandi söguþráð. Um miðjan mánuðinn kem- ur út á myndbandi ein slík endurgerð, m.a. framleitt stórmyndina Malcolm X. Fyrir nokkrum árum ákvað hann að gera spennutrylli, en slíka mynd hafði hann ekki gert fyrr. Ein af hug- myndunum sem hann fékk var að gera mynd um hjákonu og eiginkonu sem tækju saman höndum um að myrða elskhugann og eiginmanninn. Hann mundi þá eftir Les Diaboliques, horfði á myndina aftur og ákvað að hún væri tilvalið efni til að endurgera í Hollywood. Hann vildi þó leggja meiri áherslu á persónusköpun og valdi því Don Roos til að skrifa hand- ritið, en hann hefur skrifað mikið af sterkum kvenhlutverkum, m.a. í Single White Female, Boys on the Side og Love Field. Þá var Jeremiah Chechik, sem frægastur er sennilega fyrir Benny and Joon, fenginn til að leikstýra. Morgan Creek kvikmynda- verið samþykkti að gera myndina og stjórnarformaður fyrirtækisins, James G. Robinson, var framleiðandi. Kynbomban sannar sig Sharon Stone hefur leikið í alls 25 kvikmyndum en var lengst af lítið þekkt. Fyrsta hlutverk hennar var pínulítið - í mynd Woody Allen, Star- dust Memories. Þá tóku við hlutverk í mörgum annars og þriðja flokks myndum, en með þeim frægustu voru King Solomons Mines, Allan Qua- termain and the Lost City of Gold, Above the Law og Year of the Gun. Hún vakti loks athygli í stórmynd Paul Verhoeven, Total Recall, og sló síðan eftirminnilega í gegn í Basic In- stinct, aftur undir stjórn Paul Ver- hoeven. í kjölfarið hefur hún getað valið úr hlutverkum og hefur leikið í Sliver, Intersection, The Quick and the Dead og The Specialist. Með Casino tókst henni loks að þurrka af sér kynbombustimpilinn, var til- nefnd til óskarsverðlauna og hlaut mikið lof gagn- rýnenda fyrir leik sinn. í kjölfarið lék hún í Last Dance, sem kom út á myndbandi í gær. Isabelle Adjani er ein Sharon Stone og Isabelle Adjani leika kennslukonurnar sem hefna sin a elsk- huganum. mesta kvikmyndastjarna Frakka, en hún sló í gegn aðeins 18 ára gömul í fyrstu kvikmynd sinni, The Story of Adele H, sem leikstýrt var af Francois Truffaut, en fyrir hana hlaut hún sína fyrri tilnefningu til óskarsverðlauna. Sú seinni var fyrir hlutverk hennar í Camille Claudel. Meðal mynda henn- ar eru The Ten- ant, Nosferatu the Chazz Palminteri leikur skólastjór- ann sem er með tvær konur í takinu. Vampyr, Possession, Quartet, Tout Feu Tout Flamme, One Deadly Sum- mer, Subway, Ishtar og nú síðast Queen Margot, en fyrir hana fékk hún sín fjórðu Cesar- verðlaun. Chazz Palminteri hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár og vakið mikla athygli í myndum eins og The Perez Family, The Usual Suspects, Jade og Mulholland Falls, en frægast- ur er hann þó fyrir frammistöðu sína í Bullets Over Broadway, sem aflaði honum óskarsverðlaunatilnefningar og fjölda verðlauna. Hann skrifaði, leikstýrði og lék í A Bronx Tale, eftir eigin leikritshandriti og lék sama leik í Faithful, sem kemur út á myndbandi í næstu viku. Næsta verkefni hans, enn sem leikstjóri, handritshöfundur og leikari, er Dante and the Debutan- te. -PJ UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Þórhallur Sigurðsson Myndin sem er efst í huga mér þessa stundina er kvikmyndin Seven með þeim Brad Pitt og Morgan Freeman í að- alhlutverkum. Sú mynd vill ein- faldlega ekki fara úr huga mér. Hún er einstaklega vel gerð, dökk og hrottaleg. Þá er hún skemmtilega tek- in, vel leikin og öðru- vísi. Ég vil hafa kvikmyndir öðru- vísi af því að ég er ekki mikið fyr- ir þessar „for- múlumyndir". Seven hefúr aUt það sem kvik- mynd þarf að hafa upp á að bjóða til að geta talist góð. Ég get ekki neit- að því að ég er mynd- bandakall. Ég leigi mér reglu- lega myndir og svo finnst mér líka ákaflega skemmtilegt aö taka upp á mína eigin myndbandsupptökuvél. Það geri ég í ferðalögum og ýmsum uppákomum og þau myndbönd eru óneitanlega mjög skemmti- leg. Eitt þeirra er þó í al- gjöru uppáhaldi. Það er upptaka sem við kon- an mín tókum kvöld- ið áður en við gift- um okkur. Þá tók- um við viðtal hvort við annað og spurð- um hvernig þetta legðist allt saman í okkur. Þó svo að myndband þetta eigi fátt sameiginlegt með kvikmyndihni Seven er þetta það sem mér dettur helst i hug, aðspurður um uppá- haldsmynd- bandið mitt. -ilk ÉÍS3M llísB ■ ■ ÍH EyeforanEve Mr.Wrong e for an Eye er sakamalamynd Þeir fjölmörgu sem háta Eye för an Eye er sakamalamynd sem gerö er af breska leikstjóranum John Schlesin- ger, sem meðal annars á að baki úrvals- myndimar Midnight Cow- boy, Marathon Man, Darling og Sunday, Bloody Sunday. 1 Eye for an Eye leikur Sally Field móður og eigin- konu, Karen McCann, sem verður fyrir því að líf hennar er lagt í rúst þegar ókunnugur maður brýst inn á heimili hennar og myrðir 17 ára dóttur hennar. Áfall og sorg breytist í reiði og vantrú þegar morðinginn er látinn laus vegna tæknigalla við handtökuna. Karen getur af skiljan- legum ástæðum ekki sætt sig við þessi málalok og ákveður að láta morðingjann gjalda fyrir glæpi sína, en eftir að hann losnaði úr fangels- inu hefur hann bætt við enn einu morðinu. Úrvalsleikarar leika með Sally Field í myndinni, Kiefer Sutherland leikur morðingjann, Ed Harris leikur eiginmann Karenar, Joe Mantegna lögregluforingja, og Beverly D’Angelo leikur vinkonu Karenar. ClC-myndbönd gefur út Eye for an Eye og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 11. febrúar. Þeir fjölmörgu sem háTa aðgang að Stöð 2 vita örugglega hver Ellen De Generes er. Hún er með eigin 1 gamanþátt, Ellen, sem hefur notið' mikilla vinsældaj bæði hér á landi I sem og annars staðar. í nokkur 1 ár var sóst eftir Ellen McGeneras í kvikmyndir, eni hún sýndi því I ekki mikinn áhuga þar til hún gerði samning við Disney-fyrirtæk- ið um að leika í Mr. Wrong. Mynd- in varð ekki sá smellur sem að- standendur hennar vonuðust til en fékk samt ágætar viðtökur. í Mr. Wrong leikur Ellen unga konu sem er í ágætri stöðu. Hún er ánægð með tilveruna en finnur fyr- ir þeim þrýstingi sem hún er undir frá ættingjum þar sem hún er ógift. Þegar hinn fjallmyndarlegi Whit- man birtist dag einn fellur hún kylliflöt fyrir honum og telur að loks hafi hún fundið þann eina rétta en áttar sig þó á því áður en langt um líður að hún hefur keypt köttinn í sekknum. Sam-myndbönd gefur Mr. Wrong út og er hún leyfð öllum aldurs- hópum. Útgáfudagur er 10. febrú- ar. Kazam Einn mesti körfuboltasnillingur i heiminum er tröllið Shaquille O’Neal og hefur hann heillað alla - körfuboltaaðdá- endur með snilli i sinni. Honum erí fleira til lista lagt: heldur en að spila | körfubolta. Hannj hefur þegar gefið út tvær rappplöt- ur sem þykja vel boðlegar í þessum I flokki tónlistar og | í fríi frá NBA- deildinni í sumar lék hann í sinni annarri kvikmynd, Kazaam. Kazaam er ævintýramynd. sem gerist í nútímanum. O’Neal leikur andann Kazaam sem vakinn er upp af værum blundi dag einn af Max, ungum dreng sem óvart rekur sig í töfralampann eða réttara sagt töfrakassettutækið. Þar sem Kazaam hefur dvalið í kassettutæki er hann mjög nútímalegur miðað við aldur. Honum líkar vel að vera í kassettutækinu en til að komast þangað aftur verður hann að upp- -• fylla þrjár óskir hins nýja hús- bónda. Auk Shaquelle O’Neal, sem fær tækifæri í myndinni til að sýna hversu góður rappari hann er, leika Fraucis Capra, Ally Walker og James Acheson. Háskólabíó gefur út Kazaam og er hún leyfð öllum aldurshópum. Út- gáfudagur er 11. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: Fjörkálfurinn (07.02.1997)
https://timarit.is/issue/197246

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

Fjörkálfurinn (07.02.1997)

Actions: