Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Side 10
24" ★ ★ ★ tyndbönd FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 DV í The Truth about Cats and Dogs, sem hefur verið á góðu róli á myndbanda- listanum, leika þær stöllur Uma Thurman og Janeanne Ga- rofalo ungar stúlur sem húa hlið við hlið. Garofalo leik- ur vinsælan út- varpsþáttastjórn- anda sem finnst henni ekki hafa útlitið með sér og Thurman glæsilega sýningar- stúlku sem karlmenn hrífast af. Þegar Ga- rofalo er boðið út á blint stefnu- mót af einum hlust- anda sínum þá lýsir hún útliti Thurman þegar hún lýsir sér. Hefst þar með hinn mesti mis- skilningur. The Truth about Cats and Dogs varð mjög vinsæl í Banda- ríkjunum og Bkí ir leik sinn í þeirri mynd fékk hún óskarstil- nefningu. Milli þess sem hún lék í Pulp Fiction og The Truth about Cats and Dogs lék hún á móti Timothy Hutton og Matt Dillon í Beautiful Girls og á móti Vanessu Redgrave og Edward Fox í bresku kvikmyndinni A Month By the Lake. Faðirinn pró- fessor, móðirin sáifræðingur Uma Thur- man hefur Uma Thurman t hlutverki sfnu f The Truth about Cats and Dogs. var það ekki síst vegna samleiks þeirra Thurman og Garofalo sem þótti með ágætum. Uma Thurman hefur allt frá því hún fyrst kom fram á sjónarsviðið átt vinsældum að fagna enda ekki aðeins glæsileg heldur sögð mjög gáfúð og með mikla leikhæfileika. Hún stendur í fremstu röð leik- kvenna af yngri kynslóðinni. Sjálfsagt er hún þekktust fyrir hlutverk sitt í Pulp Fiction en fyr- í Pulp Fiction lék Uma Thurman eftirminnilegan dansfélaga Johns Travolta. aUt frá því hún var á sextánda ári verið i sviðsljósinu. Hún vakti fyrst athygli í hinni rómuðu kvik- mynd Stephens Frears, Dangerous Liasons, þar sem hún lék hreina mey sem varð auðveld bráð Johns Malcovich. Frammistaða hennar og glæsileiki varð til þess að hún fékk mörg tilboð um að leika ung- ar og kynþokkafullar stúlkur en Uma Thurman lét þau tilboð ekki freista sín og ef eitthvað er þá hef- m- hún á þeim tæpum tíu árum sem hún hefur leikið í kvikmynd- um frekar valið hlutverk sem ekki beinast beint að útliti hennar, þótt ekki hafi það nú alltaf tekist og er The Truth about Cats and Dogs dæmi um hlutverk þar sem hún verður að vera falleg. Uma Karuna Thurman (milli- nafn hennar er úr hindúískri trú- arfræði) fæddist í Boston árið 1970. Hún ólst upp á þeim fræga stað Woodstock í New York-fylki og Amherst í Massachusetts. Thur- man á þrjá bræður sem allir eru eins og hún skírðir með tilvísan í hindúatrú. Faðir Umu er prófessor í asískum trúarbrögðum við Col- mnbia-háskólann í New York og móðir hennar er sænskur sálfræð- ingur sem eitt sinn var gift hinum fræga gúrú hippanna, Timothy Le- ary, þá hét hún Nena von Schlebrugge. Uma Thurman fékk hefðbundna menntun og þótti standa sig vel í skóla. Sjálf segir hún að fáir strák- ar hafi tekið eftir henni í mennta- skólanum þótt hún hafi reynt að vekja athygli þeirra, meðal annars með því að troða sér inn í klapp- stýruhóp. Það var þó einn glöggur maður sem var í leit að andlitmn i auglýsingar og kvikmyndir sem sá eitthvað í þessari leggjalöngu stúlku og kom henni á framfæri hjá tískufyrirtækjum sem fram- leiddu táningafot. Þá var hún fimmtán ára gömul. Skömmu síðar fékk hún kvikmyndatilboð og lék tvö smáhlutverk í Kiss Daddy Good Night og Johnny Be Good áður en henni bauðst að leika í Dangerous Liasons. Stutt síðar lék hún í The Adventures of Baron Mtmchausen. I sviðsljósinu ' * /: •v m m Eftir Dangerous Liasons ákvað Uma Thurman að hætta öllum sýningarstörfúm og snúa sér alfarið að kvikmyndaleik og á ferli sínum hefur hún verið iðin við kolann. En það er eins með hana og alla sem leika í mörgiun kvikmnyndum, gæðin eru ansi misjöfn. Sjálf- sagt var lægðinni náð þegart hún lék aðalhlut- verkið í Ewen Cowgirls Get the Blues en sú mynd þykir taka flest- um fram í leiðindum. Lagt var upp með metnaðarfullt verk og úrvalsleikarar fengnir til að leika í myndinni en leik- stjórinn Gus van Sant náði einhvern veginn að klúðra ágætu efni. Af öðrum hlutverkum Umu Thurman má nefna Marion í Robin Hood, June Mansfield, eig- inkonu Henry Miil- ers, í Henry and June og svo glæ- sikvendið í Pulp Fiction. Uma Thurman hefur verið mikið í sviðsljósinu. í tvö ár var hún gift breska leikaranum Gary Oldman og reyndi hjóna- handið það mikið á hana að hún tók sér níu mánaða hvíld frá vinnu eftir skilnaðinn. Um skeið var hún í fylgd með Timothy Hutton en hefur einnig sagt skilið við hann. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Uma Thur- man hefur leikið í: Kiss Daddy Good Might, 1987 Johnny Be Good, 1988 Dangerous Liasons, 1988 The Adventures of Baron Mun- chausen, 1989 Where the Heart Is, 1990 Henry and June, 1990 Robin Hood, 1991 Final Analysis, 1992 Jennifer 8,1992 Mad Dog and Glory, 1993 Even Cowgirls Get the Blues, 1994 Pulp Fiction, 1994 Beautiful Girls, 1995 A Month By the Lake, 1995 The Truth about Cats and Dogs, 1996 -HK Uma Thurman hefur allt frá því hún fyrst kom fram á sjónarsviðið átt vinsældum að fagna enda ekki aðeins glæsileg heldur sögð mjög gáfuð og með mikla leikhæfi- leika. Hún stendur í fremstu röð leikkvenna af yngri kynslóðinni. Sigurjón Egilsson: Með allt á hreinu. Hún var ógeðslega góð. Sigurður Jónsson: The Mad- ness of King George. Hún var mjög góð. Haukur Ingvar Sigurbergs- son: The Rock. Hún var ótrú- lega góð. Áslaug Dröfii Sigurðardóttir: Kongo. Hún var gasalega góð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.